Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 14
14
Kambháfur,
laxeldi og
frímerkja-
söfnun
Það sem vakti hvað mesta at-
hygli í aflafréttum síðustu viku,
voru tíðindin af kambháfnum
sem Guðbjörgin frá ísafirði fékk
í vörpuna. Með miklum tilfæring-
um tókst að koma háfnum lifandi
flugleiðis á fiskasafn í Vest-
mannaeyjum, þar sem hann síð-
an drapst eftir langt dauðastríð,
senniíega af „kafaraveiki".
Tálknfirðingar eru hressir að
vanda og allir á fullu í laxeldinu.
Komin eru fjögur fyrirtæki í þess-
ari grein, en það eru Sveinseyr-
arlax, Þórslax, Lax h.f., og ein
stöð enn sem er í eigu Patreks-
firðínga. Unnið hefur verið að
borunum út um allan fjörð í leit
að heitu vatni, og segja kunnugir
að fjörðurinn sé nú orðinn eins
og gatasigti og allsstaðar velli
heitt vatn úr jörðu.
Ekki láta Tálknfirðingar heldur
deigan síga þótt mikill barlómur
sé í þjóðfélaginu og bankarnir
ætli allt að drepa. Þeir segjast nú
vera að safna fyrir frímerkjum,
svo að senda megi suður um-
sókn um hin nýju „víkjandi" lán.
Það telja menn nauðsynlegt,
vegna þess að bankarnir, sem
lánað hafa út á afurðir, teija sig
nú þegar hafa lánað of mikið.
Þess vegna hirða þeir andvirði
nánast hvers einasta fisks sem
úr sjónum kemur. Þvi leggja
Tálknfirðingar nú afganginn af
fiskverðinu í frímerkjasjóð.
Stjórnendum fyrirtækja þykir
framferði bankanna fullmikið af
þvt góða. Þegar menn eru að
kikna eða komnir á hnén, þá
koma bankarnir og setjast á bak-
ið á þeim.
ÍSAFJÖRÐUR
Rækjutogarinn HAFÞÓR landaði
22 tonnum á mánudag; af því
fóru um 7 tonn í vinnslu, en ann-
að beint í útflutning. Hafþór er
nú á.veiðum og verður tíl jóla, en
stoppar milli jóla og nýárs.
GUÐBJARTUR landaði síðast-
líðinn fimmtudag um 30 tonnum,
og fór allt í vinnslu hjá Norður-
tanganum. Hann er nú að veið-
um á Austfjarðamiðum.
Linubátar eru með þetta 8 til 10
tonn í róðri þegargefur, en ieiðin-
legt veður hefur verið á miðunum
og flestir bátar í landi í gær. Línu-
bátar mega róafimm daga í viku,
þannig að ef ekki gefur einn
daginn, þá geta þeir bætt sér það
upp á laugardögum.
GUÐBJÖRG er á veiðum og er
væntanleg næsta mánudag.
Þetta er jafnframt síðasti túrinn
fyrir áramót hjá þeim á Guðbjörg-
inni.
JÚLÍUS GEIRMUNDSSON
landaði á þriðjudag um 45
tonnum, en af þeim afla var sett
í einn gám. Júlíus er nú að öllum
líkindum í sinum síðasta túr fyrir
áramót.
PÁLL PÁLSSON kom inn á
sunnudag með eitthvað um 17 til
18 tonn. Búist er við að hann
haldi áfram veiðum til áramóta,
því nægur kvóti væri fyrir skipið.
Heimilt er að flytja 10% af kvóta
allra tegunda fyrri árs yfir á það
næsta.
BOLUNGARVÍK
DAGRÚN landaði 42 tonnum á
mánudag og setti í einn gám.
HEIÐRÚN var með 15 tonn.
SÓLRÚN landaði um 20 tonnum
af rækju á þriðjudag.
Línuafli hefur verið þokkalegur
að undanförnu.
SÚÐAVÍK
BESSI landaði 16,5 tonnum á
mánudag. HAFFARI landaði
sama dag rúmum 900 kílóum af
úthafsrækju.
Rækjuaflinn í ísafjarðardjúpi í
síðustu viku varþannig, að VAL-
UR var með 2,7 tonn rúm, SIG-
RÚN með tæp 9 tonn, HAFRÚN
um 3,5 tonn og síðan tandaði
KOLBRÚN einu sinni rúmum
400 kílóum.
BESSI mun að öllúm líkindum
halda áfram veiðum til áramóta.
SUÐUREYRI
ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR
landaði 40 tonnum á þriðjudag.
Togarinn mun halda áfram veið-
um til jóla, en verður væntanlega
í landi milli jófa og nýars.
Það er sama sagan hjá þeim á
Elínu eins og öðrum Vestfjarðat-
ogurum, að fiskirí er dræmt um
þessar mundir.
Fyrir nokkrum vikum sögðum við
frá því, þegar línubáturinn Bjarn-
veig kom til veturvistar á Suður-
eyri. Nú hefur enn einn bátur
bæst í hóp línubátanna þar í
plássinu, KRISTJÁN, sem er 30
tonna bátur frá Bolungarvfk, eign
Magnúsar Snorrasonar. Skip-
stjóri verður Guðni Einarsson
sem fram að þessu hefur verið
með Sigurvonina. Hann ætlar að
róa út desember og eitthvað fram
í janúarmánuð. Tveir verða um
borð og tveir til þrfr verða við beit-
ingu í landi.
FLATEYRI
GYLLIR landaði á þriðjudag um
50 tonnum. Hann fer að öllum
líkindum einn stuttan túr fyrir jól.
Sæmilegur línuafli er hjá bátun-
um þegar gefur. Skást var hjá
JÓNÍNU á þriðjudag, en þá var
hún með rúm 8 tonn. I gær voru
línubátarnir í landi vegna brælu.
ÞINGEYRI
SLÉTTANES landaði á sunnu-
dag rúmum 53tonnum. Skipið er
nú farið í slipp í Reykjavik.
FRAMNES kom úr sölutúr á
þriðjudag og fór strax til veiða og
á eftir einn túr fram að áramótum.
BÍLDUDALUR
SÖLVI BJARNASON landaði
slatta þann níunda. Hann er nú
að veiðum á Kögurgrunni og var
í þokkalegri veiði í fyrrinótt. Búist
var við togaranum í land í gær-
kvöldi og átti hann þá eftir eina
veiðiferð fyrir áramót. Rækjubát-
ar eru komnir í jólafrí eftir góða
rækjuveiði.
TÁLKNAFJÖRÐUR
TÁLKNFIRÐINGUR landaði á
þriðjudag í síðustu viku, en von
var á honum í dag úr síðasta túr
fyrir jól. Ekki gaf línubátum á sjó
í gær, þvf vestan drulluveður var
og bræla.
PATREKSFJÖRÐUR
ÞRYMUR var að selja í gær á
Faxamarkaði og fékk gott verð,
eða 61,60 kr. meðalverð fyrir rúm
19 tonn af blönduðum afla. Þrym-
urerhætturveiðum íbili.SIGUR-
EY landaði í tvo gáma á
þriðjudag.
Skipið átti.að fara í sinn síðasta
túr fyrir áramót á morgun. Línu-
bátar hafa verið að afla sæmi-
lega þegar gefur. Um 9 tonn rúm
voru hjá PATREKI á þríðjudag.
TÁLKNI var líka að landa á
þriðjudag og var með um 7 tonn.
Ekki voru línubátar á sjó f gær
enda veður vont á miðunum.
Haustið hefur þó verið mjög gott
fyrir línubátana og ftskirí gott.
Telja menn sig þvt vart þurfa að
kvarta þó það komi einn og einn
bræludagur.
Kannskl finnst elnhverjum skrítib að láta mynd af Garðarí hans
Jóns Magnússonar fylgja aflafréttum, því að hann stendur á þurru,
löngu hættur að draga björg í bú. En myndin minnir á það, að
kyrrlátir haustdagar taka við af annríki hásumarsins, hvort sem það
er í iífi skipa eða manna, og öllu amstri lýkur um síðir.
Myndina tók sr. Sigurður Jónsson á Patreksfirði.
Agnes, Torfi og Birgir:
Hugbunaðarkerfi fyrir
útgerð og fiskvinnslu
Vannýttir stofnar sjávardýra:
Fiskifræðingar líta
ígulkerin hýru auga
Undanfarið hefur fyrirtækið
Hugtak h.f. auglýst í Vestfirska
fréttablaðinu fyrirbæri sem nefnast
Agnes, Torfi og Birgir. Þarna er
um að ræða hugbúnað (forrit) sem
er sérstaklega hannaður fyrir út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki.
Hugtak h.f. hefur unnið að þró-
un þessa hugbúnaðar undanfarin
ár, og hefur frá upphafi verið stefnt
að því að bjóða samofna heildar-
lausn hugbúnaðar fyrir útgerð og
fiskvinnslu. Bæði Birgir og Torfi
ganga á flestar tegundir af tölvum,
allt frá PC-tölvum til stórra fjöl-
notendavéla.
Agnes, launauppgjör sjómanna,
er hugbúnaður sem hefur verið í
notkun í tæp þrjú ár. Yfir 150 út-
gerðir gera upp laun sjómanna
með þessu kerfi. Agnes sér um allt
er varðar launauppgjörið, annast
hlutaskiptaútreikninga og skilar af
sér öllum þeim gögnum sem við
eiga, svo sem launaseðlum, skila-
greinum til lífeyrissjóða, stéttar-
félaga og opinberra aðila. Stað-
greiðslukerfi skatta er mjög sveigj-
anlegt í meðförum. Agnes vinnur
jöfnum höndum að uppgjöri smá-
báta sem stærstu togara.
Torfi, aflauppgjörfiskiskipa, sér
um gerð skýrslna fyrir Fiskifélagið,
svo sem vigtarskýrslur og ráðstöf-
unarskýrslur. Einnig gerir hann
allar skilagreinar fyrir banka og
sjóði, s.s. Stofnfjársjóð, vátrygg-
ingar, banka og hafnargjöld, og sér
um kostnaðarliði tengda gámasölu
og sölu á mörkuðum, innanlands
og erlendis.
Birgir, birgða- og umbúðahald
sjávarafurða, heldur í stuttu máli
utan um alla þætti sem snerta
afurðir, svo sem verðmæti, af-
reikninga, útskipanir, hreyfingar
birgða, notkun umbúða, verðmæti
umbúða og notkun yfir ákveðin
tímabil, auk veðsetninga, hvort
sem er í íslenskri mynt eða er-
lendri.
Samfrost í Vestmannaeyjum er
stærsti viðskiptavinur Hugtaks, en
meðal vestfirskra fyrirtækja sem
nota eitt eða fleiri ofantalinna
kerfa má nefna Þórsberg á Tálkna-
firði, Bakka í Hnífsdal, Niður-
suðuverksmiðjuna á ísafirði og
Hólmadrang á Hólmavík.
Þegar upp koma umræður um
ofveiði, þá vaknar líka sú spurning
hvort við íslendingar eigum ekki
einhverja ónýtta stofna sjávardýra
í hafinu við landið. Við leituðum
álits fiskifræðings á því máli, og
taldi hann menn þá helst líta veiðar
á ígulkerjum björtum augum. Að-
stæður til þeirra veiða eru mjög
góðar í ísafjarðardjúpi og má finna
ígulker nánast í öllum fjörðum. í
þessu efni væri kannski erfiðast að
selja vöruna, því erfitt gæti reynst
að komast inn á þá markaði sem til
eru í Frakklandi og Japan.
Það sem nýtt er úr ígulkerjunum
eru aðallega hrognin, en fyrir þau
fæst mjög hátt verð í Frakklandi
og Japan. Hugsanlegt er, að með
beinu þotuflugi frá Keflavík til
Japans, sem nú er á döfinni, opnist
möguleiki á að koma þessari vöru
á markað á fljótlegan hátt.
Ýmislegt fleira er talið koma til
greina varðandi nýtingu á sjávar-
dýrum. Þar nefna fiskifræðingar til
dæmis sæbjúgu, krossfiska og fleiri
framandlegar tegundir.
Rækjan í
ísafjarðardjúpi:
Hættir
veiðum
fyrir
áramót
— byrja aftur
þrettánda janúar
Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi
voru stöðvaðar nú þann 9. des-
ember, og var þá búið að veiða um
300 tonn síðan 18. nóvember.
Tuttugu og níu bátar hafa nýtt
leyfið af þeim þrjátíu og fimm sem
heimild hafa til veiðanna. Þeir sem
ekki hafa verið á rækju, hafa farið
á aðrar veiðar eins og á hörpudiski.
Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi
munu hefjast aftur þann 13. janú-
ar, og að sögn Guðmundar Skúla
Bragasonar hjá Hafrannsókn, þá
gera þeir ráð fyrir að fara í könn-
unarleiðangur í febrúar og eftir
það verður tekin endanleg ákvörð-
un um kvóta til hækkunareðajafn-
vel lækkunar.