Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 1
—
MimilfliHHHHHHI
19. janúar 1989
vestfirska
3. tbl. 15. árg.
LEO
LITMYNDIR
FRETTABLASIS
FRAMKÖLLUN
24 MYNDA FUJICOLOR
Á AÐEINS KR. 190.-
LITFILMA
ii—ca—
Suoureyri:
Betrumbætur hjá Kögurási hf.
Róbert Schmidt, Suðureyri.
Sveinbjörn Jónsson fram-
kvæmdastjóri Köguráss h.f. og
Júlíus Einarsson verkstjóri voru
léttir í skapi þegar ég heimsótti þá
í síðustu viku. Þeir voru báðir að
vinna við uppsetningu ýmissa
tækja sem falla inn í nýja og betr-
umbætta vinnslulínu hjá fýrirtæk-
inu.
Vinnsla hefst fljótlega, senni-
lega um næstu mánaðamót, ef allt
gengur samkvæmt áætlun, sagði
Sveinbjörn. Þarna munu væntan-
lega starfa fimmtán til tuttugu
manns, og unnið verður bæði í
frystingu og salt.
Kögurás h.f. hefur nýverið gert
samning við franskt fyrirtæki um
kaup á öllum steinbít. Þorskurinn
fer að sjálfsögðu í salt.
„Já, við erum bjartsýnir á fram-
tíðina og látum engan bilbug á
okkur finna, þótt stundum blási á
móti“, sögðu þeir Júlíus og Svein-
björn.
Þá er bara að bíða og sjá hvað
setur. Nokkrir línubátar hafa í
hyggju að leggja upp hjá Kögurási
í vetur.
„Á rauðu ljósi“:
Fjörugur fundur
/ Alþýðuhúsinu
— Jón Baldvin og Ólafur Ragnar þreifa fyrir sér
á æskuslóðum sínum um samruna A-flokkanna
Fyrsti sameiginlegi fundur for-
manna A-flokkanna á fundaferð
þeirra um landið var haldinn í AI-
þýðuhúsinu á ísafirði sl. föstudags-
kvöld, 13. janúar. (Þeir skirrðust
ekki við að byrja á föstudeginum
þrettánda, þótt ýmsum þætti slíkt
ógæfulegt, enda átti sjálfur Hanni-
bal afmæli þennan dag). Greinilegt
var að meðal almennings á ísafirði
var mikill áhugi fyrir fundi þeirra
félaga, og var hann vel sóttur.
Stjórnmálafundir á ísafirði hafa
oft einkennst af miklu fjöri og
góðri þátttöku fundarmanna.
Fundurinn á föstudaginn var þar
engin undantekning, og höfðu
menn greinilega af þessu hina
mestu skemmtan. Svo mikil var
stemmingin í lokin, að ýmsir vildu
uppvægir kaupa upp ellefusýning-
una í bíóinu, svo að halda mætti
áfram. Af því varð þó ekki og lauk
fundinum á tilsettum tíma um ell-
efuleytið.
Þótt áhugi almennings hafi verið
mikill, þá er ekki endilega sömu
sögu að segja af ýmsum flokks-
mönnum þeirra félaga, og ljóst að
þessi fundaherferð er þeim mörg-
um mjög á móti skapi.
Á fundi ráðherranna og flokks-
formannanna tveggja kom svo sem
lítið bitastætt fram varðandi sam-
einingu A-flokkanna. Aðeins var
bryddað á þessu í upphafi fundar-
ins, þegar þeir röktu sögulegan
bakgrunn flokkanna. Spuming-
unni um það er enn ósvarað, hvort
fólk vilji sameiningu Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags. Tilgangur
þeirra Ólafs og Jóns í ferð þeirra
um landið er greinilega ekki sá að
fá beint úr þessu máli skorið. Svið-
setning fundanna ber mikinn keim
af ferð Jóns Baldvins um landið
fyrir nokkrum ámm. Þeir fundir
skiluðu Alþýðuflokknum verulegu
atkvæðamagni í kosningum, þótt
ýmsir teldu það fylgi byggt á veik-
um gmnni.
Menn skyldu því ekki vanmeta
mátt auglýsinganna í þessum efn-
um fyrirfram. Hver veit nema að
fundaherferðin „Á rauðu ljósi“
skili Jóni Baldvin og Ólafi Ragnari
þeim styrk sem gæti leitt til ein-
hverskonar sammna á vinstri
vængnum.
Arnarflug:
Arnarfjarðarflug
alla daga
Áætlunarflug Amarflugs til
Bíldudals hefur gengið mjög vel
í vetur (flugvöllurinn er að vísu
nær Dufansdal og Otradal en
Bíldudal, reyndar á milli þeirra,
þótt svona sé komist að orði).
Flogið er alla sjö daga vikunnar
eins og gert var f sumar.
Tálknfirðingar nýta sér gjama
þessa þjónustu, og eru bílferðir
um Hálfdán í tengslum við flugið.
Þegar ekki hefur verið bílfært þar
yfir hefur vél Arnarflugs lent á
Patreksfjarðarflugvelli og tekið
farþegana þar.
Ökuprófin:
Bráðabirgða-
ástand
— ökukennarar óánægðir með
framkvæmdina
Á þessu ári verður fyrirkomu-
lag ökuprófa með nokkuð öðmm
hætti en tíðkast hefur. Nú munu
sérstakir prófdómarar sem áður
vom starfsmenn Bifreiðaeftirlits
ríkisins sjá um að prófa fólk úti
um land. Út á það væri svo sem
lítið að setja, ef þessir menn væru
sæmilega aðgengilegir. Raunin er
hins vegar sú, að t.d. prófdómar-
inn fyrir Vestfirði verður hafður
á Akranesi.
f útvarpsumræðu um þessi mál
sl. mánudag kom fram, að þess-
um prófdómara er ætlað að koma
vestur einu sinni í mánuði eða
þar um bil til að prófa fólk sem
lokið hefur ökunámi. Þetta hefur
verið gagnrýnt harðlega af öku-
kennurum, sem vilja betri að-
gang að prófdómurum og telja
vafasamt að endilega sé flugfært
þann dag sem prófdómarinn á að
mæta á svæðið. Þetta geti komið
til með að skapa óþarfa óþægindi
sem hefði mátt komast hjá með
því að ráða mann hér fyrir vestan
til að sinna þessu. Svo virðist sem
upplýsingastreymi frá dómsmála-
ráðuneyti til ökukennara um
þessi mál sé í miklum ólestri, og
kennaramir sjálfir hafa þurft að
hringja um allar trissur eftir upp-
lýsingum.
Rökin fyrir því að hafa próf-
dómarann á Akranesi eru þau,
að þarna sé verið að spara í
launakostnaði vegna manna-
ráðninga. Þetta hafa menn líka
gagnrýnt, og telja það vafasaman
sparnað að senda mann um allar
sveitir með flugvélum til að dæma
ökupróf.
Þetta fyrirkomulag sem viðhaft
verður á þessu ári er eingöngu
hugsað til bráðabirgða. Um þessi
mál á að fjalla í sérstakri prófa-
nefnd, sem ætlað er að skila til-
lögum um skipan ökuprófa eftir
1. janúar 1990. Ýmsir óttast þó,
að það sem kallað er bráða-
birgðaástand til eins árs verði við-
varandi um óákveðinn árafjölda.
Vestfirska fréttablaðið:
Ókeypis um aiía
Vestfirði!
Nú í nokkur skipti (að minnsta breiðsla þess? Hvernig er afkom-
kosti) er Vestfirska fréttablaðinu an? Er hún vond eða góð? Var
dreift ókeypis um Vestfirði. Á- staða blaðsins vond eða góð þeg-
stæðanerekkertleyndarmál: Við ar Ólafur Geirsson fór frá þvf
gerum þetta í auglýsingaskyni. fyrir tæpu ári?
Til þess að auglýsa blaðið fyrir Allt um þetta í leiðaranum á
Vestfirðingum; til þess að vekja bls. tvö.
athygli auglýsenda á blaðinu.
Hver er annars staða Vest-
firska fréttablaðsins? Hver er út-
/T\ BÍLAÞJÓNUSTA DAÐA #c_1 FJARÐARSTRÆTI20, ÍSAFIRÐI SMURSTÖÐ — HJÓLBARÐA VIÐGERÐIR mT ( ) JW OPIÐ FRÁ KL. 8:00 TIL 18:00 SÍMI 94-3499 \ /Janúartiiboð &*/ á helgarferðum '$/ Reykjavíkur / FLUGLEIDIR SZ / símar 3400 og 3000 *