Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Qupperneq 5
fci
vestfirska
TTABLADID
5
„Það er áhyggjuefni ef við þurfum að keyra á flugeldum og auglýsingastofum..."
Stokkað upp hjá Kaupfélagi ísfirðinga:
Steiniðjan hf. tekur við rekstri
byggingavöruverslunar K.Í.
vandamál og Sturlumálið frægast,
en það er nú úr sögunni. Við dvelj-
umst á stöðunum nokkra daga og
reynum að vanda okkur og setja
okkur inn í þann skilning sem fólk-
ið hefur sjálft á hlutunum. Ég
reyndi þetta þegar ég var í heil-
brigðisráðuneytinu, og mér fannst
það gagnlegt.“
- Nú bar þessa heimsókn ykkar
ráðuneytisfólks upp á sömu helgi
og þeir formennirnir hófu funda-
herferð sína „Á rauðu ljósi“. Var
það tilviljun?
„Ferðin okkar hingað vestur var
ákveðin fyrir alllöngu. Fundahug-
mynd formannanna kom upp
löngu seinna. Þeir ætluðu upphaf-
lega að byrja herferð sína á laugar-
deginum. Ég lét auðvitað minn
formann vita af því að ég hefði ver-
ið með í huga þennan skólamála-
fund á laugardeginum, og þá fluttu
þeir sinn fund yfir á föstudags-
kvöldið. Menn héldu að þetta
myndi ef til vill trufla pínulítið
hvort annað; ég held að það hafi
ekki gert það. Alténd dró það ekki
úr fundarsókninni hjá okkur. Við
vorum komin til að tala um
skólamál, og ég fann það fyrir
fundinn að það var hópur af fólki
sem taldi að það mundi af tveimur
ástæðum verða til lítils að halda
skólamálafundinn í kjölfar hins. í
fyrsta lagi vegna þess að for-
mennirnir væru nýbúnir að halda
fund, og í öðru lagi vegna þess að
það væri svo lítill áhugi á skólamál-
um. Áhuginn er hins vegar mikill,
og fólk verður að skilja það, að
allir eiga og allir verða að hafa
áhuga á skólamálum. Það er ekki
hægt að líta þannig á, ef maður á
barn í skóla, að þá hendi maður
því bara út um dyrnar á morgnana
og taki við því aftur á kvöldin; og
svo viti maður ekkert frekar um
þessa stofnun. Það hugarfar
gengur ekki.“
Finnst vænna um
málefnalega fundi
- Þú vékst aðeins að eldflaugum
og skrautblysum í upphafi máls
þíns á skólamálafundinum á Hótel
ísafirði. Mátti ekki túlka orð þín
þannig að þú værir svolítið pirr-
aður á þátttöku Alþýðubandalags-
ins í fundaferðinni?
„Það ber nú ekki að skilja þetta
þannig. Frekar var um að ræða
samlíkingu á þessum tveimur
fundum. Ég viðurkenni það, að
eftir því sem ég er lengur í þessari
pólitík, þeim mun vænna finnst
mér um svona málefnalegar
stundir. Ég er þá ekki að gera lítið
úr því að menn þurfi að auglýsa sig
og sína í pólitíkinni. Það verða
menn auðvitað að gera, það er al-
veg óhjákvæmilegt.
En það er auðvitað dálítið á-
hyggjuefni fyrir okkur sem vinnum
í málum eins og skólamálum, ef
við þurfum að keyra á flugeldum
og auglýsingastofum til að koma
okkur á framfæri. Ég held að það
sé hins vegar alveg ljóst, að það sé
svo mikill áhugi á skólamálum að
það þurfi ekki að nota slíkar að-
ferðir. Og það er athyglisvert, að
þessi stóri fundur sem við héldum
á Akureyri, hann kom varla í ein-
um einasta fjölmiðli. Það var hins
vegar jafn athyglisvert, að fundur-
inn skilaði sér inn í skólana fyrir
norðan. Ég hef verið að fá við-
brögð úr skólunum þar æ síðan.
Ég held að það sama verði uppi
á teningnum hér með skólana, og
ég veit ekki betur en fjölmiðlar
hafi sýnt þessu mikinn áhuga á ísa-
firði, bæði staðarblöð og ekki síst
útvarpið á ísafirði.“
- Finnst þér jafnvel hálfóhugn-
anlegt að Alþýðubandalagið skuli
vera komið í slagtog við loddarann
Ámunda?
Boðberar tiltekinna málefna
„Ég held að menn megi ekki
lenda inni í neinu slíku, enda þótt
við verðum að notfæra okkur nú-
tímatækni við að koma okkur á
framfæri. Við eigum engra annarra
kosta völ. Við erum fyrst og fremst
boðberar tiltekinna málefna, og
þau verða að vera á sínum stað,
hvað sem auglýsingamennskunni
líður. Ég hef að sjálfsögðu ekkert
á móti því að formenn A-flokk-
anna haldi fundi og tali við fólk um
grundvallaratriði, að þeir tali um
flokkana og hvað það sé sem grein-
ir þá að. Það er auðvitað fjölmargt,
utanríkismál, vaxtamál, efna-
hagsmál í mörgum greinum og guð
veit hvað. Það er allt í lagi að tala
um það, en hvorki mega menn
ýkja það sem þá greinir á um, né
heldur mega þeir ýkja samstöð-
una. Það verður að segja satt frá
því sem skilur á milli, það má ekki
blekkja fólk.“
Skólinn er
grundvallaratvinnuvegur
- Á skólamálafundinum var
kynnt ný skólastefna til tíu ára.
Megum við að lokum fá ofurlitla
greinargerð um það mál?
„Tilgangurinn með þessu er í
fyrsta lagi að vekja upp kringum
landið umræðu um skólamál. Það
má auðvitað segja að við eigum
skólastefnu í formi laga og reglu-
gerða og svo framvegis. Það sem
við þurfum, er að vekja umræðuna
og átta okkur á þeim áherslum sem
við viljum hafa á næstu árum. í því
skyni sendum við bréf allt í kring-
um landið, og við ætlumst til að fá
álit fjölmargra aðila, kennara,
stéttarsamtaka, atvinnurekenda,
bæjarstjórna og foreldrafélaga,
svo dæmi séu tekin. I öðru lagi er
ætlunin að styrkja íslenska skólann
með þessari viðleitni. Styrkja hann
sem gildan þátt í þjóðlífinu, þann-
ig að þeir sem starfa við skólann
hafi kjark til að ganga m.a. fram
fyrir páfa efnahags- og atvinnulífs
og segja: „Við störfum einnig við
grundvallaratvinnuveg, þetta er
framtíðin, börnin eru framtíðin,
og þið verðið að skilja það.“ Þess
vegna er það eðlilegt og sjálfsagt
að skólinn kosti peninga. Skólinn
má aldrei vera afgangsstærð í þjóð-
félaginu. Og við erum líka að
þessu til þess að skólafólkið sjálft
öðlist kjark til að standa upp og
segja: - Hér er ég, við eigum okkar
rétt fyrir hönd barnanna - framtíð-
arinnar."
Að sögn Halldórs Antonssonar
steypustöðvarstjóra er Steiniðjan
h.f. nú komin með í sínar hendur
allan rekstur sem verið hefur á at-
hafnasvæði steypustöðvarinnar.
Þetta á við allt sem þar hefur verið
í nafni Kaupfélags Isfirðinga, eins
og byggingavöruverslun og tré-
smíðaverkstæði. Nú rekur því
Steiniðjan h.f. steypustöð, hellu-
steypu, rörasteypu, trésmíðaverk-
stæði og verslun á sama stað. Segir
Halldór að í framtíðinni verði
reynt að stunda samhliða þessu
verktakastarfsemi í tengslum við
trésmíðaverkstæðið. Einnig verði
reynt að bæta þjónustuna eftir því
sem kostur er.
Varðandi verktakastarfsemi
sagði Halldór, að nú eftir áramótin
hefði fyrirtækið tekið að sér verk
Ljósmyndastofan Myndás á ísa-
firði hefur nú flutt allt sitt úr Ljón-
inu á Skeiði í nýstandsett húsnæði
að Aðalstræti 33. Þar með er stof-
an komin í sitt eigið húsnæði, og
er óhætt að segja að þarna er öll
aðstaða hin myndarlegasta. Kunn-
ugir muna væntanlega eftir
rammagerðinni hans Rúriks
Sumarliðasonar sem þarna var til
húsa.
Nú hafa þau hjónin Árný Her-
bertsdóttir ljósmyndari og Snorri
Grímsson innréttað þarna á mjög
svo smekklegan hátt aðstöðu fyrir
ljósmyndastofu, en á síðasta ári
keyptu þau íbúðina hans Rúriks
ásamt kjallaranum. Síðan hefur
verið unnið baki brotnu við að
koma þessu í stand og nú getur að
líta árangur erfiðisins.
Ekki ætlum við okkur hér að
lýsa þessu nánar, en hvetjum fólk
þess í stað að heimsækja Árnýju á
nýja staðinn og athuga hvað hún
hefur upp á að bjóða. Ekki er þar
eingöngu um hefðbundna pers-
ónuljósmyndun að ræða; Árný
hefur gert töluvert af því að taka
úti í bæ, en það hefur ekki verið
gert á þess vegum áður. Með yfir-
töku Steiniðjunnar á starfsemi
Kaupfélagsins telja menn að hægt
sé að koma við betri nýtingu á
þeim mannskap sem fyrir er.
Eitt nefndi Halldór sem ekki er
á allra vitorði, en það er sú nýjung
að Steiniðjan hefur leigt bifreiða-
stjórum og eigendum vinnuvéla
aðstöðu til viðgerða á verkstæði
steypustöðvarinnar. Hefur þetta
mælst vel fyrir og er notað í vax-
andi mæli.
Varðandi steypusölu og verk-
efni vegna nýbyggingá sagði
Halldór, að útlitið hefði vissulega
verið dökkt að undanförnu, en þar
væri þó vonarglæta. Nefndi hann
sem dæmi að trúlega yrði boðin út
steypuvinna í þekju við ísafjarðar-
Arný Herbertsdóttir Ijósmyndari.
eftir gömlum myndum. Til að auð-
velda þá vinnu, þá hefur hún nú
komið sér upp mjög fullkomnum
tækjum, og að sögn hennar færist
það stöðugt í vöxt að fólk komi til
að láta taka eftir gömlum myndum
sem þá þarfnast oft viðgerðar.
Um rekstur ljósmyndastofunnar
höfn, og tæki Steiniðjan væntan-
lega þátt í því.
Halldóri fannst eitt atriði varð-
andi steypuvinnu fyrir sveitarfélög
á svæðinu skjóta svolítið skökku
við, þegar talað er um að Vestfirð-
ingar sæki of mikið af sinni þjón-
ustu til Reykjavíkur: Það er kant-
steinslagning. Hann sagðist á síð-
astliðnum vetri hafa hringt í mörg
sveitarfélög hér í kring og spurt
hvort menn væru að hugleiða lagn-
ingu á kantsteini. Svarið á öllum
stöðunum var einfaldlega nei. Svo
gerist það hinsvegar í vor, að sum
þessara sveitarfélaga fá verktaka
að sunnan til að leggja kantstein.
Um framtíðina kvaðst Halldór
bjartsýnn og sagði að starfsemin
hefði gengið framar vonum á síð-
astliðnu ári.
á nýja staðnum kvaðst Árný vera
bjartsýn og vonaðist til að gömlu
viðskiptavinirnir rötuðu til hennar
aftur. Hún gæti eiginlega ekki ver-
ið annað en bjartsýn, því inni í
Ljóni hefði hún strax fengið góðar
viðtökur ísfirðinga og annarra.
Svavar Gestsson: Skemmtilegur fundur á Hótel ísafirði.
Ljósmyndaþjónusta á ísafirði:
Myndás
kominn í miðbæinn