Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 1
39. tbl. 28. september 1989 15. árg. Annríki hjá vestfirskum skák- mönnum á næstunni: Töflin og klukkurnar safna ekki ryki í vetur Nú er skáklífið hér fyrir vestan að vakna úr sumardvalanum. Margt er á döfinni hjá Skáksam- bandi Vestfjarða og einstökum taflfélögum: Vikulegar skákæfing- ar, firmakeppni, ísafjarðarmót, Vestfjarðamót og deildakeppni. Vikulegar skákæfingar verða á ísafirði í Sjálfstæðishúsinu, Hafnar- stræti 12, annarri hæð (félags- heimili Sjálfstæðismanna). Æf- ingarnar vcrða á sunnudagskvöld- um og byrja kl. 20 (fyrsta sunnu- dagsæfingin verður reyndar á öðrum tíma, eða kl. 14 núna á sunnudaginn, þann 1. októbcr). Allir velkomnir. Firmakeppni Skáksambands Vestfjaröa veröur brátt haldin á ísafirði, væntanlega um miðjan október. Tefldar verða hraðskákir og lýkur keppninni á einum degi. Vestfjarðamót verður haldið á ísafirði að þessu sinni, að öllum líkindum 20.-22. október. Auk vestfirskra skákmanna munu ein- hverjir boðsgestir taka þátt í mót- inu. ísafjarðarmót verður að líkind- um haldið í nóvember, en því hefur enn ekki verið valinn tími. Fyrri hluti deildakeppni Skák- sambands Islands verður haldinn í Reykjavík 10.-12. nóvember. Þar munu Vestfirðingar eiga tvö lið, annað í 1. deild (8 manna lið) og hitt í 3. deild (6 manna lið). Á síðasta keppnistímabili varð Á-lið Vestfirðinga í 3. sæti af átta, eftir harða keppni við Reykjavíkur- sveitirnar. B-liðið var hársbreidd frá því að komast upp í 2. deild. Þríeykið góðkunna (Einar S. Einarsson, Guðfinnur Kjartans- son og Högni Torfason) er væntan- legt í heimsókn vestur á næstunni, færandi hendi að venju. Við segjum nánar frá því þegar þar að kemur. Þess má geta, að vestfirskum skákmönnum hefur nú bæst góður liðsauki: Það cr Erlingur Þor- steinsson, sem kominn er til að kenna við Menntaskólann á ísa- firði í vetur. Sérgrein hans er bréfskák, en á því sviði er hann margreyndur á alþjóðamótum. Fyrsta „menta“ haustsins var í borðsal Frosta í Súóavík á þriðjudagskvöld. Óskar Elísson að tafli. Flugfélagið Ernir í Afríku: Hauki og Halla líkar vistin vel Flugmönnunum tveimur, þeim Hálfdáni Ingólfssyni og Hauki Reynissyni sem fóru með Twin Otter vél Flugfélagsins Ernis til Afríku á dögunum, líkar vistin bara vel samkvæmt nýjustu fréttum. Þar eru þeir nú að fljúga með hjálpargögn og vistir fyrir Rauða krossinn frá Kenýa til Súdan. Gerður hefur verið samn- ingur við svissneskt fyrirtæki um leigu á flugvélinni til flutninga fyrir Rauða krossinn í þrjá mánuði til að byrja með. Að sögn Jónínu Guðmunds- dóttur hjá Flugfélaginu Erni á ísa- firði eru ekki næg verkefni fyrir þessa vél hér heima að svo stöddu. Samdráttur í atvinnulífinu bitnar ekki síður á þeim en öðrum þjón- ustufyirtækjum og því verður að leita verkefna annarsstaðar fyrir vélar félagsins meðan það ástand varir. Veðrið undanfarna daga hefur óneitanlega leitt hugann að vetrinum með allri sinni hörku. Hér má sjá Pál Pálsson frá Hnífsdal ösla inn ísafjarðardjúp í talsverðum sjó. Myndina tók Guðbjartur Ástþórsson skipverji á Guðbjarti. Nýir viðskiptahættir á ísafirði í kólastrfðinu: Hættir Úlfar í Hamraborg að selja kók? „Kóiastríðið" tekur á sig ýmsar myndir. Algengast er í því stríði að framleiðendur berjist um kúnn- ana; farið er í auglýsingaherferðir, barist er með sértilboðum eða alls- herjar verðlækkunum, safnað er flipum og töppum eða lcitað að dós númer hundrað þúsund, og svo framvegis. Nú birtist Vcrksmiðjan Vífilfell með nýtt og alveg óvænt herbragð á ísafirði: Fyrirtækið er komið í stríð við kaupmcnn í bænum. Sölustjórinn þar velur einstakar verslanir úr og lætur þær hafa kók- ið á spottprís, en þverneitar öðrum um slíkt. Stærsti seljandi gos- drykkja á Vestfjörðum, Úlfar í Hamraborg, getur nú farið yfir götuna og keypt þar kók í smásölu og selt það aftur hjá sér með hagn- aði á lægra verði en hann þarf sjálf- ur að borga þegar hann kaupir af verksmiðjunni. En hann sjálfur fær ekki slík kjör. Fyrst bauð Vífilfell tveimur vcrslunum á ísafirði þetta vildar- vcrö, en þegar blaöið fór í vinnslu voru kaupmenn í einni verslun enn og einni sjoppu búnir að fá þetta líka með því að rífa nógu mikinn kjaft við sölustjórann hjá Vífilfelli (kaupmaður sem nýtur þcssara sérkjara staðfesti við blaðið að hér væri um hreina geðþóttamis- munun af hálfu Vífilfells að ræða, en ekki neina eðlilega eða venju- lega viðskiptahætti). En Úlfar í Hamraborg hugleiðir nú að hætta að vera með gos frá Vífilfelii, enda þýðir lítið fyrir hann að bjóða það á hundrað prósent hærra verði en sumir aðrir á svæðinu. Og stendur ekki líka einhvers staðar að Pepsí sé best? ískalt? Spilað um hálfa milljón í Staupasteini um helgina: Allir helstu brídsmenn landsins keppa á ísafirði — Stærstu peningaverðlaun í bridsmóti á íslandi Bridgefélag ísafjaröar stendur fyrir stórmóti í brids í Staupasteini um helgina. Mótið er haldið í til- efni af 25 ára afmæli félagsins, sem verður 14. okt. næstkomandi. Þarna munu koma saman öll sterk- ustu pör landsins og etja kappi við heimamenn, og verðlaunin eru ekki af lakara taginu, alls hálf mill- jón króna. Fyrstu verðlaun verða kr. 150 þúsund og önnur verðlaun kr. 120 þúsund, en sjö efstu pörin fá peningaverðlaun. Þetta munu vera vegiegustu verðlaun sem um getur á bridsmóti á íslandi. Alls taka 36 pör þátt í þessu stór- móti á ísafirði. Það hefst á föstu- dagskvöld og stendur allan laugar- daginn frá kl. tíu um morguninn. Allir bridsáhugamenn eru vcl- komnir til þess að fylgjast með keppninni. Mótinu verður slitið með verð- launaafhendingu og veglegu loka- hófi fyrir þátttakendur og gesti þeirra í Krúsinni á laugardags- kvöldið. Formaður Bridgefélags ísa- fjarðar er Guðmundur Þorláksson kennari, en auk hans hafa þeir Kristinn Kristjánsson, Björn Brynjólfsson og Júlíus Sigurjóns- son veg og vanda af undirbúningi þcssa móts. Ýmis fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera þetta afmælismót að sannkölluðu stórmóti. $ KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA Full búð af nýjum, fallegum efnum í saumaskapinn. — Komdu og sjáðu! Kaupfélag Isfírðinga — vefnaðarvörudeild EFNILEG VERSLUN Vestfirska fréttablaðið — you can’t beat thefeeling

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.