Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Qupperneq 6

Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Qupperneq 6
6 vestíirska FRETTABLADIE Flateyri — marhnútaveiðin að glæðast Gyllir landaði um 35 tonnum um miðja síðustu viku. Togarinn land- aði svo nú á mánudaginn um 30 til 40 tonnum af ufsa. Þá voru drag- nótabátar með 6 og 8 tonn eftir tveggja daga veiði. Það hefur því verið fremur rólegt í frystihúsi Hjálms og lítið meira en átta tímarnir unnir þessa dagana. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum mun þó eitthvað hafa verið að glæðast marhnútaveiðin á bryggjunni hjá yngstu fiskimönn- unum. Þeir munu þó ekki hafa fengið leyfi til að setja aflann í gáma, enda vantar fisk hjá frysti- húsinu. Ekki er ólíklegt að ýmsir líti þennan veiðiskap björtum aug- um, enda um að ræða vannýttan fiskistofn. Og þó marhnúturinn sé ljótur, þá segja þeir sem reynt hafa að þetta sé hreinasta lostæti. Bíldudalur — togarinn kominn úr slipp Sölvi Bjarnason er kominn úr slippnum og byrjaður veiðar. Hann var þó ekki farinn að koma með afla nú fyrri part vikunnar, enda búinn að vera stutt úti, eða frá því á laugardag. Ýmir landaði 10 tonnum rúmum úr tveimur veiðiferðum í síðustu viku. Jör- undur Bjarnason landaði 422 kílóum í einni veiðiferð, en báðir þessir bátar eru á dragnót. Driffell var með 3,9 tonn rúm í síðustu viku og Breiðfirðingur var með rúmlega 1,2 tonn. Það sem eftir var af fellibylnum Húgó gekk yfir landið nú eftir helgina og var því leiðindaveður á miðunum. Hjá frystihúsinu á Bíldudal hefur verið hægt að halda uppi vinnu flesta daga, enda hafa þeir fengið eitthvað af fiski frá Tálknafirði til vinnslu. Tálkna- fjörður — eru íslendingar of fínir til að vinna í fiski? Á mánudag og þriðjudag voru engir bátar á sjó á Tálknafirði, enda veðrið ekki upp á marga fiska. Fyrir helgina voru dragnóta- bátar að fá bærilegan afla og færa- bátarnir líka. Var reytingur hjá bátunum sem lönduðu á laugar- dag, en þeir höfðu verið við veiðar fyrir sunnan bjargið á grunnu vatni. Virðist vera búið að vera óvenju mikið af fiski á grunnslóð og inni á fjörðum í sumar. Sýnist það skjóta skökku við álit fiski- fræðinga á ástandi þorskstofnsins, en almennt eru menn þó ekki til- búnir að taka á sig ábyrgðina á auknum veiðum í þeirri von að fiskifræðingarnir hafi rangt fyrir sér. Annars telja ýmsir að sá afli sem að landi berst nú sé nægur ef tillit er tekið til þess hversu fáir íslendingar eru tilbúnir til að vinna í fiski. Tálknfirðingur kom inn um helgina eftir stutta útivist og land- aði um 54 tonnum af þorski á mánudag. Hjá frystihúsinu voru skakbátar að landa ágætis afla fyrir helgina. Þannig var einn með 7 tonn í tveimur löndunum og annar var með 4 tonn í tveimur lönd- unum, en þar er einungis einn á. Þykir mönnum þetta ansi gott og talað er um að mjög mikið sé af fiski inni á fjörðum þar sem hann hefur verið sjaldgæfur áður. Þrátt fyrir mikinn fisk við landið, þá hef- ur togurunum ekki gengið jafn vel og litlu bátunum. Vegna veðurs leituðu einir fimm bátar yfir á Patreksfjörð vegna þrengsla og ókyrrðar í höfninni á Tálknafirði. Þingeyri Framnes komið úrslipp í Englandi, en er nú í góðum höndum skipa- smiða á ísafirði Þórdís fékk rúm 7 tonn á línu í síðustu viku. Þá fékk Gestur Magnússon 920 kíló en hann var einnig á línuveiðum. Dýrfirðingur var með rúm 4,2 tonn á línu. Bibbi Jóns var með 1,6 tonn á línuna. Afli þessara báta var allur óslægð- ur. Vinur var með 240 kíló á hand- færi í síðustu viku. Dýrfinna var þá með 360 kíló og Blíðfari var með 255 kíló. Togarinn Sléttanes landaði um 70 tonnum á mánudag. Framnesið er komið úr slipp í Bretlandi og kom til ísafjarðar á mánudag, þar sem Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. mun framkvæma einhverjar breytingar í skipinu. Patreks- fjörður — HPP slegið Fiskveiðisjóði á 95 milljónir króna Andri var með 3,1 tonn eftir fimm ferðir í síðustu viku. Bensi var með 1,7 tonn í einni ferð. Vestri var svo með 11,9 tonn í tveimur ferðum. Ekki voru bátar á sjó á þriðjudag og spáin ekki glæsileg. Harðfrystihús HPP var slegið Fiskveiðisjóði á uppboði nú á mánu- dag. Fór húsið á 95 milljónir króna, en aðeins mun eitt boð hafa komið í húsið. Áætlað er að heildarskuldir frystihússins séu vart undir 500 mill- jónum króna. Kunnugir telja að til að hægt sé að koma húsinu í viðun- andi horf fyrir vinnslu, þá þurfi að leggja um 30 milljónir króna í við- gerðir og endurbætur. Súðavík — ágæt veiði Valur var að landa á mánudag um 22,5 tonnum. Sama dag var Haffari að landa um 50 tonnum. Tóti landaði 940 kílóum á föstudag í síðustu viku. Að öðru var ekki annað en allt gott að frétta úr Súða- vík að þessu sinni. Hólmavík — slátrun á fullu, en enginn fiskur Engin löndun var hjá Kaupfélag- inu í síðustu viku, enda allir á kafi í slátrun. Um 94 eru á launaskrá hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar þessa dagana, en af þeim eru einungis sex menn auk verkstjóra sem ekki vinna við slátrunina. Einnig er alltaf nokkuð um sveitafólk sem vinnur við slátrun. Drangsnes — bræla og frekar treg veiði Sundhani var með 1,1 tonn af þorski og 89 kfló af ufsa í síðustu viku. Guðrún Ottósdóttir var með um 1 tonn af rækju og 120 kíló af þorski. Gunnhildur var með 412 kíló af þorski og 106 kíló af ufsa. Sæbjöm var með 267 kíló af þorski. Hamravík var með 405 kíló af þorski. Svana var með 22 kíló af steinbít, 225 kíló af þorski og 255 kíló af ýsu. Hafrún var með 359 kíló af þorski og Díva var með 75 kíló af þorski. Ekki var það nú meira á Drangsnesi að þessu sinni, enda veður eins og víðar með brælu og öðrum óþverra. Brjánslækur — sæmilegasta skel, en ónæðis- samt vegna veðurs Þann 19. september var Magnús með rúm 4 tonn af skel, og þann 20. var hann með 4,8 tonn rúm. Þann 24. sept. var hann með rúm 3 tonn og nú á mánudag var hann með um 3,3 tonn af skel. Frekar ónæðissamt hefur verið til skelveiða vegna veðurs. Skelin er þó þokkalega góð og vel í meðallagi. Ingibjörg landaði á ísafirði þann 19. um 7,8 tonnum sem ekið var með vestur, en þessi afli fékkst í dragnót. Síðan landaði báturinn hálfu öðru tonni, einnig á ísafirði. Þá gerði hann mjög góðan túr og landaði á laugardag 14,2 tonnum í gám á Isafirði og sendi rúm 4,1 tonn á Brjánslæk auk þess sem Sund sf. á Isafirði (Einar Garð- ar og þeir) fékk um 1 tonn. Aflinn í þessari veiðiferð gerði þannig um 19 tonn. Halldór Sigurðsson land- aði á ísafirði 19. sept. tæplega 2 tonnum sem ekið var vestur. Þann 22. september var Jökull með 78 kíló eftir hálfan dag. Tjaldur land- aði 22., tæpum 1,4 tonnum. Svalur landaði svo 397 kílóum á mán- udag. Bolungarvík — ágæt veiði á línu í ísafjarðardjúpi Heiðrún landaði 18. september 22 tonnum sem fengust á rúmum sólarhring, en hún kom inn vegna veðurs. Færabátar voru með þokkalegan afla miðað við aðstæð- ur, en eins og ýmsir hafa orðið varir við, þá hefur verið mikið um brælu að undanförnu. Línubátar fiska einnig þokkalega og eiga reyndar ekki langt að sækja. Hafa þeir lagt lóðir sínar í ísafjarðar- djúpi þar sem óvenju mikið er nú af fiski. Hafa þeir verið að fá upp í 160 kíló á bala. Uggi sem er fimm tonna bátur var með 3,8 tonn á 24 bala, en Stefán Ingólfsson mun vera með þann bát. Dagrún er komin úr slipp og beið nú í viku- byrjun eftir því að veður gengi niður. Sömu sögu er að segja af Sólrúnu. Júpíter er á veiðum á Dohrnbanka. ísafjörður — millibilsástand, ýmsar þreifingar, jafnvel síldveiði Páll Pálsson giskaði á 100 tonn og setti í tvo gáma á mánudag. Bræla hefur verið á miðum minni báta og þeir því legið í höfn. Annars er einskonar millibilsást- and þessa dagana, því nú er sá tími er menn huga að því að skipta um veiðarfæri. Sumir eru þegar búnir með þorskkvótann og bíða eftir að geta hafið rækjuveiðar. Sumir óttast mikla þorskgengd í Djúpinu og telja að hann fari illa með rækjuna, en aðrir telja þetta í góðu lagi og nóg sé af rækju. Þá hafa menn verið að þreifa fyrir sér á síld í Djúpinu og hefur Stafnes frá Keflavík verið að leita undanfarna daga. Eitthvað virðist vera um síld, en hún heldur sig helst á svo grunnu vatni að ómögulegt er að kasta á hana. Togarinn Guöbjartur kom inn á mánudag og landaði um 130 tonnum. Var aflinn að mestu karfi og var sett í þrjá gáma til Þýska- lands og Frakklands. Mun Frökkum þykja mest varið í vel rauðan karfa og gefa lítið fyrir bleikan eða litlausan fisk. Hálfdán í Búð er á rækju fyrir norðan land, en veður hefur hamlað veiðum. Orri er nú hættur á rækju og er kominn í slipp á Akureyri. Síðan mun hann fara á línuveiðar og vonast er til að hann geti byrjað á þeim svona þegar vika er liðin af október. Trúlega byrjar Guðný eitthvað síðar. Guðbjörg var með um 100 tonn og setti í tvo gáma á mánudag. Fiskvinnslumenn voru á fundi í Vestmannaeyjum um helgina og ræddu sín mál. Þar rifust forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Einar Oddur frá Flateyri um það hvort tapið á síðustu tveim árum hefði hækkað eða lækkað, minnkað eða stækkað, og hvort menn væru betur eða verr settir en áður. Vildi Einar meina að 15% tap árið 1988 og 1% tap 1989 þýddi ekki að menn væru betur settir en áður, eins og forstjóri Þjóðhagsstofn- unar vildi meina, heldur legðist tapið á þessu ári einfaldlega við tapið á síðasta ári. Þá mun Einar Oddur hafa sagt að menn yrðu bara að virða það sér til vorkunnar að stærðfræðin sem hann lærði á sínum tíma var svona: Ef lagðar eru saman tvær mínustölur, þá stækkar mínusinn. Þannig hafi hann nú lært reikning en Einar Oddur sagðist heldur ekki vera langskólagenginn. Einar Oddur þótti fara á kostum í sínum málflutningi, enda talar hann mál sem almenningur skilur og nennir frekar að hlusta á heldur en smásmugulegt talnaflóð allra hálærðu fræðinganna. Að vísu hefur málflutningur Einars Odds farið fyrir brjóstið á ýmsum, og hafa forsvarsmenn launþega- samtaka haft uppi harðorðar athugasemdir við hans hagfræði. Suðureyri — togarinn með 70 tonn á mánudag Elín Þorbjarnardóttir landaði á mánudag um 70 tonnum, aðallega karfa. Minni bátar hafa að mestu legið í höfn vegna brælu á miðun- um. ATVINNA Vantar vélstjóra og stýrimann á 60 tonna yfirbyggðan línubát sem rær frá ísafirði. Sund s.f. S" 3088 Línubátur til sölu Nýr 40 brúttótonna stálbátur alyfirbyggður með Scania aðalvél og Nogva gír, með skiptiskrúfu og Hatz ljósavél. Rúmur kvóti. Ahugasamir hríngi í síma 91-641344 vestfirska PRÉTTABLAÐIÐ

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.