Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Qupperneq 7
I<1
vestfirska
TTABLAÐID
7
Frímúrarasalurinn
á ísafirði
á laugardaginn:
Árlegir
tónleikar til
minningar um
RagnarH. Ragnar
Tónleikar til minningar um
Ragnar H. Ragnar, fyrrverandi
skólastjóra Tónlistarskóla ísa-
fjarðar (1898-1987), verða haldnir
núna á laugardaginn, hinn 30.
september. Þar með er hrint í
framkvæmd hugmynd um að halda
árlega tónleika um þetta leyti, en
afmælisdagur Ragnars var einmitt
28. september.
í fyrrahaust fluttu þeir Jónas
Ingimundarson og Rúnar Guð-
brandsson Óð steinsins eftir Atla
Heimi Sveinsson. Óðurinn er
innblásinn af ljóðum eftir Kristján
frá Djúpalæk, en Ijóðin aftur inn-
blásin af steinmyndum Ágústs
Jónssonar.
Tónleikarnir í ár tengjast einnig
ljóðlist og myndlist. Eingöngu
verða flutt verk eftir Jónas Tómas-
son tónskáld, sem fæddist á ísafirði
1946 og hefur starfað þar við tón-
smíðar og tónlistarkennslu mörg
undanfarin ár. Verkin eru: Sonata
XIX fyrir bassaklarinett og píanó,
Sonata XVIII fyrir einleikshorn,
og Cantata II fyrir einsöngvara og
fjóra hljóðfæraleikara. Ljóðin í
kantötunni eru eftir kínverska
ljóðskáldið Lí Pó, sem uppi var á
8. öld, og eru flutt í enskri þýð-
ingu, en hornsónatan var upphaf-
lega samin til flutnings á mynd-
listarsýningu og hefur gjarnan
verið flutt í tengslum við myndlist.
Flytjendur eru Hrefna Eggerts-
dóttir. píanó, Inga Rós Ingóifs-
dóttir. selló, John Speight, bar-
yton, Kjartan Oskarsson, klarinett
og bassaklarinett, Þorkell Jóels-
son, horn, og höfundurinn Jónas
Tómasson, altflauta.
Tónleikarnir verða í sal Frímúr-
ara á ísafirði kl. 16:00 laugardag-
inn 30. september, og verða kaffi-
veitingar á boðstólum í hléi.
Ókeypis aðgangur er fyrir nem-
endur Tónlistarskólans 20 ára og
yngri.
Ýmis fyrirtæki og einstaklingar
á ísafirði og í Bolungarvík styrkja
þessa tónleika með fjárfram-
lögum, og kunna aðstandendur
þeim sérstakar þakkir fyrir.
Tónlistarfélag ísafjarðar,
Tónlistarskóli ísafjarðar.
Meiraprófs-
námskeið
Fyrirhugað er að halda meiraprófsnám-
skeið í haust ef næg þátttaka fæst. Þeir sem
áhuga hafa á þátttöku, geta látið skrá sig
og greitt innritunargjald hjá undirrituðum
sem einnig veitir allar nánari upplýsingar
um námskeiðið í vinnusíma 94-3195 og
heimasíma 94-3748 eftir kl. 20.00 á kvöldin.
Mjög áríðandi er að þeir sem hug hafa á
að sækja námskeiðið, láti innrita sig sem
allra fyrst, og ekki síðar en 10. október
næstkomandi svo að tími gefist til undir-
búnings.
Arnór Jónsson,
Miðtúni 31, 400 ísafirði.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTFJÖRÐUM
BRÆÐRATUNGA
400 ÍSAFJÖRÐUR
ATVINNA!
Staða ráðsmanns við Bræðratungu er laus til
umsóknar. Ráðið verður í starfið frá og með
1. nóvember n.k.
í starfinu felst eftirlit með eignum Bræðra-
tungu auk aksturs sem heyrir undir starfsemi
heimilisins. Æskilegt er að umsækjendur hafi
áhuga og skilning á málefnum fatlaðra.
Laun eru samkvæmt launataxta opinberra
starfsmanna.
Umsóknir skulu sendar til forstöðumanns
Bræðratungu, ísafirði sem gefur jafnframt
nánari upplýsingar um starfið í S* 3290.
Umsóknarfrestur er til 10. október n.k.
ISLENSK FYRIRTÆKI 20ARA
0ókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI
hefur í tuttugu ár verið
ein helsta handbók þeirra
er þurft hafa að leita
upplýsinga um fyrirtæki,
félög og stofnanir á Islandi
Skráning í ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1990 er hafin
• Fyrirtækjaskrá
• Vöru og þjónustuskrá
• Útflytjendaskrá
• Umboðaskrá
• Skipaskrá
*\?
Frjálst framtak
Ármúla 18,108 Reykjavík
Sími S 23 00