Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 1

Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 1
Boðað til stofn- fundar hlutafélags um útgáfu á frjálsu, óháðu fréttablaði 2. maí í Safna- húsinu á Sauðár- króki kl. 17,00 Oft hefur á mannamótum verið vikið að því að dreifbýlið sitji hjá í fréttaþjónustu í ríkisfjölmiðlum, t.d. var gerð ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Norðlendinga um ráðningu fréttamanns útvarps hingað á norðurslóðir. Eins hefur verið rætt um að hér skorti augljóslega vettvang til umræðna um bæjar-, sveita- og kjördæmismál, t.d. orkumál og iðnaðar, skóla- og menningarmál, samgöngur og skipulagsmál og annað það sem mannfólkið varðar. Segja má að fjölmiðlar sinni málefnum þessa svæðis i hjáverkum ef nokkuð að ráði. Þvi hafa nokkrir áhugamenn um stofnun hlutafélags um útgáfu á óháðu fréttablaði ákveðið að boða til stofnfundar hlutafélags sem opið er öllum er þessu máli vilja liðsinna 2. maí n.k. í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Fjölmargir hafa þegar lýst yfir vilja sínum til að leggja fram hlutafé. Gert er ráð fyrir að hlutaféð verði greitt með jöfnum afborgunum á 10 mánuðum. Ef undirtektir verða góðar verður ráðinn ritstjóri og ritnefnd og blaðið gefið út á tveggja vikna fresti, síðar vikulega ef unnt er. í drögum að stofnskrá félagsins sem hér fylgja koma fram markmið þess. F.h. undirbúningsnefndar. JH Drög að stofnskrá l.gr. Félagið heitir Feykir h/f. Heimili og vamarþing þess er á lögheimili formanns ritnefndar hverju sinni. 2-gr. Tilgangur félagsins er að gefa út óháð fréttablað á Norðurlandi vestra. 3. gr. Hluthafar kjósa úr sinum hópi fimm manna ritnefnd á aðalfundi. Hún ræður sér framkvæmdastjóra (ritstjóra) til eins árs i senn og skiptir með sér verkum. 4. gr. Aðalfundur hluthafa er haldinn árlega í fyrstu viku maimánaðar. 5. gr. Ritnefndin er ábyrg fyrir útgáf- unni og þvl að blaðið sé i rcynd óháð, vandað og opið fyrír ólíkum viðhorfum til bæjar-, sveita- og landsmála. 6. gr. Komi fram skrífleg ósk V4 hluta hluthafa um fund skal formaöur ritnefndar boða fund. Telji eigendur % hluta hlutafjár rekstrargrundvöll félagsins brostinn verður félagið. leyst upp á aukaaðalfundi. 7. gr. Almenn fundarsköp giida um fundi hluthafa og ritnefndar. Vegir bættir og nýir lagðir Vegaáætlun fyrir árin 1981-1984 hefur enn ekki verið afgreidd á Al- þingi og eru nú líkur á að það dragist fram yfir páskafrí þing- manna. Vegaáætlun segir fyrir um fjár- veitingar til einstakra verka í vega- gerð. Starfsmenn Vegagerðarinnar vita því enn ekki að hvaða verk- efnum verður unnið í sumar. Að vísu er til vegaáætlun, sem samþykkt var vorið ’79 og gerð fyrir árin ’79-’82, sem gefur nokkra vis- bendingu um þau verk sem verða í nýju áætluninni. Samkvæmt Vega- lögum ber að endurskoða vega- áætlun á tveggja ára fresti og er vegaáætlun því endurskoðuð á Al- þingi í vetur. Við endurskoðun reynist oft óhjákvæmilegt að færa til verkefni milli ára, auk þess að sjálfsögðu að endurskoða allar tölur vegna verð- breytinga. Helstu nýbyggingarverkefni sem Vegagerðin undirbýr eru þessi: Héraðsvötn við Grundarstokk. Gert er ráð fyrir að lokið verði við byggingu brúarinnar, sem byrjað var á i fyrra. Einnig er gert ráð fyrir vegartengingu við brúna þannig að hún yerði akfær í haust. Lokafrá- gangur á vegi með bundnu slitlagi verður þó ekki fyrr en á næsta ári og lokafrágangur á varnargörðum verður jafnvel enn síðar. Siglufjarðarvegur um Mánár- skriður. í fyrra var fyrir alvöru byrjað á nýja veginum í Mánár- skriðum, þá var lokið við um 800 m langan kafla vestan við sjálfar skriðumar og byrjað að vinna niður skeringuna í skriðunum. I ár er reiknað með að lokið verði við skeringuna sjálfa, sem er um 500 m löng. Eftir verður þá kaflinn austan við skriðurnar sem er um 1300 m langur og verður hann væntanlega unninn á næsta ári og vegurinn allur tekinn í notkun. Sauðárkróksbraut. í sumar verð- ur einhver fjárveiting í kaflann Varmahlíð-Sauðárkrókur. Við ger- um ráð fyrir að halda áfram með uppbyggðan veg frá Sæmundar- hlíðarvegi til norðurs. Gera má ráð fyrir að tvö ár taki að byggja upp Jónas Snæbjörnsson. kaflann frá Sæmundarhlíðarvegi að Áshildarholti, eitt ár kaflann frá Áshildarholti niður á Borgarsand skv. aðalskipulagi og ennfremur að eitt ár taki að hækka kaflann frá Hátúni að Stóru-Gröf syðri. Gert er ráð fyrir að klæðning verði lögð á Sauðárkróksbrautina jafnóðum og hún er hækkuð, þó þannig að klæðningin komi alltaf ári á eftir upphækkuninni. Á þessu ári er varla búist við lengingu á bundnum slitlögum í Skagafirði. Skagavegur. Á fjárlögum er veitt einni milljón króna til Skagavegar úr Jaðarbyggðasjóði. Að auki má Framhald á bls. 3. Sjónvarp og útvarp í áttungnum Viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson Vilhjálmur Hjálmarsson var hér á ferð við upphaf sæluv^ku og flutti ræðu á kirkjukvöldunum. Blaðamaður Feykis tók hann tali, sem formann útvarpsráðs, og spurði hann fyrst um það, hvaða áform væru uppi um end- urbætur og fullkomnun dreifi- kerfis útvarps og sjónvarps á Norðurlandi vestra. Framkvæmdir við dreifikerfi út- varps og sjónvarps hafa verið fremur litlar síðastliðin tvö ár. Ríkisútvarpið var þá rekið með miklum halla og koma það niður á þessum verkum. Það hefir ekki þótt gerlegt að gera framkvæmdaáætlun til margra ára. En sitthvað er fyrir- hugað að gera í Skagafirði og Húnaþingi á þessu ári. Ég vil þó, samkvæmt fyrri reynslu minni, taka vara fyrir hugsanlegum trufl- unum á slíkum áformum. Seinkun á afgreiðslu tækja, endanlegar mælingar og alvarlegar bilanir hvar sem væri á landinu geta t.d. valdið ófyrirsjáanlegum töfum. Þá skulum við líta á sjónvarpið, hvað áformað er að gera 1981. Nýir magnarar verða settir á stöðvarnar í Vatnsdal, Glæsibæ og á Felli. Eykst styrkleiki þeirra nokkuð og mest á Felli vegna flutnings á merki þaðan yfir til væntanlegrar stöðvar fyrir Laxárdalinn. Tvær nýjar stöðvar eiga að koma fyrir Hjaltadal og bæta úr þörf 14 bæja að talið er. Þá er áformað að koma upp nýrri stöð fyrir Deildardal og Unadal, væntanlega nærri Hofsósi; einnig að bæta skilyrði á Vatnsnesi, vænt- anlega með tveimur sendum. Vert er að vekja athygli á því, að þar sem tæki eru endurnýjuð, t.d. í Vatnsdalnum og auðvitað víðar, þá er gömlu tækjunum haldið við og þau höfð til vara. Athugað verður nánar um úr- bætur í Seyluhreppi og i Skefils- staðahreppi vegna bæja í Laxárdal, en ekki er öruggt að því verki ljúki í ár. Hvenær fáum við loftsamband frá Þrándarhlíðarfjalli á Hegranes fyr- Vilhjálmur Hjálmarsson. ir FM-sendingu í stað símalínunnar nú? Þessu er ekki unnt að svara nákvæmlega ennþá, Nú eru undir- ; búnar aðgejíi^ Tíl[ þé$'iflytja dagskrá í „stereó" til Norðurlands og áfram austur um til Gagnheiðar nærri Egilsstöðum. Tæknimenn segja mér að þetta atriði, sem þú spyrð um verði leyst samtímis. Ég vil svo geta þess að í sumar verður sett FM-stöð á Hnúk fyrir ofan Blönduós og einnig á Hvíta- bjarnarhól í Hrútafirðinum. Nú er i ráði að hefja útgáfu fréttablaðs hér á Sauðárkróki. Hvernig líst þér á slikt fyrirtæki? I mínum huga er enginn minnsti vafi á því að svæðisblað hefir miklu hlutverki að gegna. Ég þekki þetta vel eystra og hef sjálfur unnið að útgáfu Austra í aldarfjórðung. Út- gáfa Austra var löngum óregluleg og var það til baga. Þó hygg ég að blaðið hafi orðið málefnum fjórðungsins að liði og jafnvel forðað frá gleymsku nokkrum fróðleiksmolum. Útgáfa Austur- lands hefir verið reglulegri. Bæði þessi blöð eru tengd stjórnmála- flokkum, en ég tel almennt gildi 'peirra mjög mikið. Austurland hefir lengi komið út vikulega og giegnir að parti sama hlutverki i '";í Neskaupstað og Morgunblaðið í Reykjavík. Er blaðið komið? spyr fólk á föstudögum. Austri er nú gefinn út reglulega á Egilsstöðum og mér sýnist hann vera að ná likri stöðu þar. En eins og að líkum læt- ur munar verulega miklu hvort blað er borið í hús beint úr prent- smiðju eða sent í pósti og berst mönnum þá eitthvað seinna. , Hvort telur þú að eigi meiri lifs- lfkur óháð eða pólitískt blað? Ég held að ópólitískt blað hafi ekki síður möguleika til þess að verða gagnlegt og vinsælt. Það er alls ekki pólitíska efnið sem al- mennasta athygli vekur í okkar blöðum eystra, það þori ég að full- yrða. Og án þess að ég ætli að fara að leggja ykkur lífsreglurnar, þá bendi ég á að náin tengsl við lifandi starf: atvinnulíf, menningarmál, sveita- stjóm, félagsmál o.s.frv. eru hverju blaði ákaflega mikils virði, þar með talið sem best samband við það svæði allt, sem blaðinu er ætlað að ná til.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.