Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 6

Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 6
„Hleypir skeiði hörðu ur yfir ísa" Fyrstu ískappreiðar á Sauðárkrókí Sunnudaginn 29. mars s.l. efndí hestamannafélagið Léttfeti til fyrstu ískappreiða á Sauðárkróki. Fóru þær fram á Tjarnartjörn. Keppt var í 200 m skeiði, 150 m skeiði og opnu tölti. { 200 m skeiði kepptu 4 hross, en aðeins 1 hestur lá sprettfærið: Lyfting Ingimars Ingimarssonar, Sauðárkróki. Tími Lyftingar vár 21,3 sek. f 150 m skeiði kepptu 6 hross og urðu úrslit þar: 1. Bliki, eig. Lúðvík Ásmundsson, Fljótum. Knapi Magni Ás- mundsson, Skr. Bliki hljóp vegalengdina á 18,3 sek. 2. Perla, eig. Steindór Árnason, Skr. Knapi Ingimar Pálsson, Skr. 3. Cesar, eig. Stefanía Guðmunds- dóttir, Skr. Knapi Jón Bald- vinsson, Skr. Úrslit í tölti: 1. Lyfting Ingimars Ingimarsson- ar, Skr. Hlaut hún 83 stig. 2. Móses Björgvins Sveinssonar, Skr. 3. Garpur Hólmgeirs Pálssonar, Skr. í dómnefnd í töltkeppni voru Jóhann Þorsteinsson, Miðsitju, Gísli Geirsson, Sauðárkróki og Sigurður Ingimarsson, Flugumýri. Mótsstjóri var Árni Gunnarsson. Þetta fyrsta mót fór vel fram, enda þótt hestar væru ekki í sem bestri þjálfun. T.d. var Perla frá Reykjum tekin úr haga og járnuð aðeins rúmri viku fyrir mótið. Þó hefði mótið mátt ganga fljótar fyrir sig, ekki síst dómarnir. Veðrið var eins gott og á verður kosið og voru áhorfendur margir. S. Á. H. Bifreiða- og vélaverkstæði rafmagnsdeild, Freyjugötu 9, Sauðárkróki. Sími 95-5200. Raflagnir og heimilistækjaviðgerðir alls konar. Veitum góða þjónustu. Ingimar Ingimarsson á fljúgandi skeiöi á Lyftingu frá Flugumýri. Hekla feykir glóðum og heiðrar blaðið á út- gáfudegi. Rafmagnsdeild Óska eftir að kaupa notað Píanó eða flygil. Þeir sem áhuga hafa hringi í síma 5418 eftir kl. 18. ALFA-nef nd á Sauðárkróki Stofnuð hefur verið ALFA nefnd á Sauðárkróki í tilefni af alþjóðaári fatlaðra,ALFA'81. Nefndina skipa formaður, Frið- rik Á. Brekkan félagsmálastjóri, ritari, Aðalheiður Arnórsdóttir frá félagsstarfi aldraðra, Helga Hannesdóttir og Sigurlína Arna- dóttir frá félagsmálaráði og Lára Angantýsdóttir frá Sjálfsbjörg. Nefndin hefur haldið tvo fundi þar sem rædd hafa verið mál fatlaðra og hvað hægt væri að gera til úrbóta t.d. í feril- og atvinnu- málum. Setjum okkur í spor fatlaðra og hugsum um hvað við getum gert til úrbóta hér í bæ og héraði. Má ekki t.d. létta fötluðum að komast ferða sinna óhindrað? Víða vantar hand- rið við tröppur, gangstéttarbrúnir eru of háar, þröskuldar einnig, þá eru hurðir að skólum, verslunum og öðrum byggingum of þröngar. Þetta eru atriði sem ófatlaðir hugsa ekki um en þau geta verið fötluðum óyfirstíganlegar hindran- ir. Einnig þarf að huga að atvinnu- málum fatlaðra. Þar er ástandið alls ekki nógu gott. Þeir eru margir sem geta og vilja vinna, t.d. 2-4 klst. á dag, en finna ekki starf við sitt hæfi. öllum er nauðsyn að umgangast annað fólk. Þarna er verðugt verk- efni fyrir okkur öll. Hjálpumst að. (Frá ALFA-nefndinni). Byggingarfélagið Hlynur h.f. Sæmundargötu — Borgartúni Tökum að okkur: HÚSBYGGINGAR - MANNVIRKJAGERÐ Byggingarefni: SPERRUR - ÞAKJÁRN - STEYPUJÁRN ÞURRKAÐUR SMÍÐAVIÐUR, ýmsar stærðir Unnið: GLUGGAEFNI - PÓSTAR - GLERLISTAR Unnió: MILLIVEGGJAEFNI -LEKTUR og ýmsar gerðir af listum PANELL, tvær breiddir á veggi og loft Smíðum á verkstæði: GLUGGA - ÚTIHURÐIR - INNIHURÐIR INNRÉTTINGAR BYGGINGAF É LAG IÐ SÍMI (96) 5211 jiSlll 550 SAUDÁRKRÓKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.