Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 4

Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 4
FcykÍR Ábyrgöarmaður: JÓN F. HJARTARSON Auglýslngar: STEFÁN ÁRNASON Prentverk Odds BJðrnssonar h.f. Akureyrl Þegar vaktar eru umræður um útgáfu á frjáisu og óháðu fréttablaði er augljóst að átak Guðbrandar biskups í prent- mennt á sínum tíma var mun meira en að gefa út vikublað. En víkjum sögunni til hliðar. Lítum okkur nær. I' öðrum iandshlutum gefa menn út fréttablöð, má t.d. nefna Vík- urblað Húsvíkinga, Austfirð- ingar gefa út blöð, Suður- nesjamenn gefa út Suður- nesjatíðindi, Vestfirðingar Vestfirska fréttablaðið og nefna mætti fleiri. Hvers vegna ekki hér í vöggu hins forna Hólastiftis? Vissulega hafa nokkrar til- raunir verið gerðar með blaðaútgáfu, t.d. Vettvangur og Krókstíðindi. En þá vakn- ar spurningín hvað skorti á að bíöðin kæmu reglulega út, e.t.v. skipulag og sam- stöðu. Samstaða næst með því að blaðið sé f reynd frjálst og óháð en jafnframt opið fyrir skoðanaskiptum. Fjármögn- un þvílíks fyrirtækis sem út- gáfu á vikublaði, ætti að vera auðveld fyrir íbúa þessa svæðis, einstaklinga, fyrir- tæki, félagssamtök og sveit- arfélög. Það er margt sem ofviða er einstökum aðilum en jafn- framt auðvelt átak fyrir sam- stöðu nokkurra aðila. Þess vegna er það trú aðstand- enda þessa blaðs að unnt sé að reka blaðið ef áhugi er fyrir því. En gætum að því hvað ávinnst með útgáfu fréttablaðs sem á að vera vettvangur skoðanaskipta um bæjar-, sveita- og kjör- dæmismál, er ekki umræðan undanfari allrar ákvörðunar- töku? Er ekki siík umræða nauðsynleg okkur íbúunum til þess að við getum tjáð sjónarmið okkar og átt hlut- deild í því að taka ákvörðun um umhverfi og framtíð? Ljóst er ef litið er til síðustu ára að umræða um atvinnu- uppbyggingu hér hefði þurft að eiga sér vettvang hér heima um Blönduvirjun, um steinullarverksmiðjuna og um skólahaldið, um sam- göngur, svo dæmi séu tekin. Mörgum er þetta Ijóst og vilja leggja sitt af mörkum. Frá hverjum og einum þarf ekki meira en „atkvæði“ hans. Fiskur liggur stundum undir steini. Svo einfalt er það. Jón F. Hjartarson. Árni Ragnarsson: Af skipulagsmálum á Sauðárkróki TÚNAHVERFI. Á síðustu misserum hafa þrjú skipulagsverkefni verið í deiglunni hjá bæjaryfirvöldum á Sauðár- króki. S.l. sumar var gengið frá deiliskipulagi fyrir norðurhluta Túnahverfis á túnunum sunnarr við sjúkrahúsið. Þarna verða 54 ein- býlishúsalóðir og svarar sá fjöldi til þess sem byggingarnefnd hefur út- hlutað á tveim til þrem árum. Síð- sumars var lóðum úthlutað við næstneðstu götuna, Dalatún, og skipt um jarðveg í götunni. Um þessar mundir eru teikningar að berast byggingarnefnd til sam- þykktar og framkvæmdir eru hafn- ar á einni lóð. HAFNARSVÆÐIÐ. Vinna er langt komin við deili- skipulag hafnarsvæðisins frá „gömlu bryggju" norður fyrir slát- urhús K.S. Koma þarna við sögu vatnspökkunarverksmiðja, útgerð- arhús fyrir bátana, ný smábáta- dokk, mjöl- og vörugeymslur og olíubirgðasvæði. Gert er ráð fyrir smábátadokkinni austur af „Sand- búðum", suður af „Syðra planinu", Endurbætur á planinu eru taldar ógerlegar og mun það hverfa sam- kvæmt skipulagstillögunni. Dokkin mun veita bátunum langþráð skjól, þar sem hún mun opnast í norður og aðstaða bátaútgerðar skána mjög, komist þessar hugmyndir I framkvæmd ásamt ráðagerðum um hús fyrir útgerðina vestur og suður af dokkinni. ÁRTORG. land, sem bauð uppá að menn hentu bara oná það húsum. Bygg- ingarland hér í bæ verður því framvegis svipað því og venjulegt er í öðrum kaupstöðum. Nú eru byggingarhæfar fjöl- býlishúsalóðir allar byggðar og þess vegna var óskað eftir endur- skoðun deiliskipulags við Ártorg, Umræður aukast um byggðaskipulag í landinu. þarsem fjölbýlishúsum hefurverið ætlaður staður. Tillaga var lögð fyrir byggingar- og skipulagsnefnd í síðustu viku en á all langt í land að mínum dómi. Ártorgssvæðið afmarkast af Skagfirðingabraut og Hegrabraut að vestan og norðan, að austan af ráðgerðri götu vestan við Loðskinn og að sunnan af götu sem liggur austur frá Skagfirðingabraut þar sem hitavatnsleiðslan liggur nú. Eystri hluti svæðisins er ætlaður fjölbýlishúsum, samkvæmt tillög- unni, og gætu verið þar um 100 íbúðir á svæðinu fuUbyggðu. Vest- Grænar flatir, tærar tjarnir, limgerði og kjarr, fegra og bæta umhverfið. sem fengist ró á ána, svo fram- burður félli til botns og hægt yrði að moka honum upp og nýta hann. Nýja tillagan gerir ráð fyrir slíkri tjörn við fót Sauðárhæðar þar sem áin hrannar grúsinni upp núna. Næði tjörnin þá sunnan frá Sauð- árafleggjara og norður að lóð Verknámshúss og uppmokstur úr tjarnarbólinu mætti flytja austur yfir Skagfirðingabrautina til fyll- ingar undir Ártorgið. Ártorginu og tjörninni tengjast útivistarsvæðið í Sauðárgili og skólahverfið við Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut og vangaveltur um það, hvernig megi „teyma“ útivistarsvæðið niðúr í bæinn, en halda samt áfram uppbyggingu skólahverfisins upp brekkuna sunnan við Sauðá. Allt þetta — og önnur skipu- lagsmál, sem á döfinni eru, t.d. endurskoðun aðalskipulags og deiliskipulags fyrir gamla bæjar- hlutann — ætti að skipta máli fleira fólk en það, sem sett er til þess að vinna og ákveða þessa hluti. Þótt hér séu ekki tök á nákvæm- um (og plássfrekum) útskýringum, vil ég þó fagna því tækifæri sem þetta blað gefur til þess að skipu- lagsmál verði rædd fyrir opnum tjöldum — ekki síst í bæjarfélagi, þar sem bæjaryfirvöld eru andsnú- in borgarafundum um skipulags- mál, s.b.r. félagsheimilismálið. Árni Ragnarsson. Loks skal hér drepið á Ártorgið, en svo nefndi byggingarnefnd nýlega verslunar- og þjónustutorgið, sem um nokkurra ára skeið hefur verið ráðgert sunnan við Mjólkursam- lagið. Mér hafa virst skoðanir bæj- arbúa á þessu svæði mjög skiptar, enda er það ekki beint árennilegt eins og það liggur nú. Aldrei veiddum við þó marhnút þar eins og við gömlu bryggjuna, sem nú er komin á þurrt. Sjálfsagt verða Sauðkrækingar að horfast í augu við það, að nú er fullbyggt það ari hluti svæðisins er ætlaður undir skrifstofur, verslanir og aðra þjón- ustu ásamt tilheyrandi bílastæðum. Sauðáin hefur mulið undir Krókinn gott byggingarland. Hún flytur enn með sér gott fyllingar- efni, sem hún hleður undir sig uns hún flæðir út úr farvegi sínum ef ekki er mokað undan henni. Lengi var meiningin að gera stóra tjörn neðarlega í Sauðármýrinni, þar mmsM} iiamíim ■ .-sjLA “'V Graskögglaverk- smiðja í Skagaf. Talað við Egil Bjarnason, ráðunaut Blaðið átti viðtal við Egil Bjarnason um graskögglaverk- smiðju í Skagafirði, en hann er formaður framkvæmdanefndar verksmiðjunnar. Egill Bjarnason. Hvað er efst á baugi hjá ykkur? Nú það er unnið um þessar mundir að framkvæmdaáætlun fyrir verksmiðjuna, en hún á að hefja framleiðslu 1983 og er gert ráð fyrir að framleiðslan verði í kringum 3000 tonn á ári. Er búið að tryggja fjármagn til framkvæmdanna? Það eru mörg ár frá því að 3 jarðir voru keyptar með framlagi ríkissjóðs, alls um 600 hektarar lands sem voru ræstir fram. 1980 voru 20 milljónir veittar á fjárlög- um til jarðvinnslu og leitað var eftir fjárframlögum frá sveitarfélögum, búnaðarfélögum og ýmsum öðrum félagssamtökum og einstaklingum en ekki eru enn öll fjármagnsloforð komin inn. Á þessu ári voru veittar 150 milljónir gkr. á fjárlögum til ráð- stöfunar 1981. Bráðum verður Sauðárkrókur eini staðurinn á fslandi sem flytur út vatn og þá verður kátt í höllinni við Faxatorg. Því miður er lítið vatn í bæjarlandinu nema það sem rennur um götur og klaufir, öllum til armæðu, tjóns og bölvunar. Vatnsveituframkvæmdir á veg- um bæjarins voru miklar 1980 svo að nú eiga allir í Hlíðunum að fá leka í sína krana og önnur vatns- knúin heimilis- (hreinlætis) tæki. Nýi vatnstankurinn rúmar 195 tonn og kostaði rúmar 20 millj. gamlar. Rörin frá virkjun að tanki eru 3,8 km löng, 4 og 5 tommu plaströr grafin hálfan annan metra í jörðu. Afþrýstibrunnar á leiðsl- unni eru sjö. Heildarkostnaður við þetta og einnig samtengingu við gömlu veituna var gamlar 60 milljónir. Hilmir. 4 . Feykir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.