Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 3

Feykir - 10.04.1981, Blaðsíða 3
Sæmundur Hermannsson: Það samstarf sveitarfélaga í byggð- um Skagafjarðar, sem hefur átt sér stað sumt um lengri tima, annað skemur, hefur reynst byggðalaginu í heild með ágætum í langflestum til- fellum. Ég vil nefna nokkur dæmi þessu til sönnunar: Sameiginlegur rekstur Kaup- félags Skagfirðinga á verslun og annarri uppbyggingu á Sauðár- króki, Varmahlið og Hofsósi hefur verið þeim byggðalögum, sem þess hafa notið til góðs. Þegar útgerð stærri skips var endurvakin um 1967-68 varleitaðtil Skagfirðinga almennt um hluta- fjársöfnun. Var með þvi vakinn áhugi meðal fólksins um nauðsyn þess að afla fiskjar til vinnslu i fiskverkunnarstöðvum, sem til staðar voru og þar með að veita f jölmörgum atvinnu. Síðar með til- komu skuttogaranna varð sam- starfið víðtækara, enda fiski landað úr þeim til vinnslu bæði á Sauðár- króki og Hofsósi. Þannig gátu fleiri byggðalög sameinast um verkefni, sem öðrum aðilanum var ekki fært einum sér. VIRKJUM MATT SAMTAKANNA Sýsla og bær sameinuðust um byggingu bóka- og skjalasafns, sem allt héraðið nýtur góðs af. Grunnskólar eru starfræktir í hinum einstöku hlutum héraðsins en framhaldsskóli, Fjölbrautaskól- inn á Sauðárkróki, er rekinn af Sauðárkróksbæ og riki. Þeirri stofnun mættu, að mínum dómi, önnur sveitafélög i kjördæminu leggja eitthvert lið, enda hagur fólksins að fá góða menntun í næsta nágrenni heimabyggðar. Hafið er samstarf sýslu og bæjar um uppbyggingu elliheimila. Á Sauðárkróki verður byggt hjúkrun- ar- og dvalarheimili i tengslum við Sjúkrahúsið. Á Hofsósi verða byggðar ibúðir og félagsfaðstaða fyrir eldra fólk og í Varmahlíð íbúðir aldraðra. Þó er einn Ijóöur á samstarfi þessu: fólkið, sem byggir Fljóta- hreppana, hefur ekki i öllum tilfell- um verið með. Vegna einangrunar þeirra áður fyrr f rá byggðum Skagafjarðar urðu þeir að vera með sina eigin verslun,, er þeir byggðu upp með hliðsjón af I þörfum fólksins, svo sem verslunar- hús, frysti- og sláturhús o.þ.h. 1 samstarfi við K.S. hafa þeir ekki enn, hvað sem síðar verður, fengið það sem þeir áður höfðu. Á meðan héraðslæknir var á Hofsósi sóttu Fljótamenn læknis- þjónustu þangað. Þeirra hlutur í byggingu sjúkrahússins á Sauðár- króki var sá sami og annarra sveitafélaga í Skagafirði. Þannig áttu þeir, enda þeirra sjálfra vilji, að vera með i sameiginlegri heilbrigð- isþjónustu héraðsins, þegar aðal- stöðvar þjónustunnar voru fluttar á Sauðárkrók. í þess stað fá þeir nú læknisþjónustu frá Siglufirði. Sú breyting var gerð af mönnum, sem ekki höfðu þekkingu á staðháttum og í fullri andstöðu við heimaaðila, og er full þörf á, að þessu verði breytt, svo sem allra vilji er fyrir. Ég tel þó, þegar á heildina er litið, að samstarf Skagafjarðarsýslu og Sauðárkróks hafi verið til góðs, enda verður ávallt svo, ef af heil- indum er til samstarfs gengið. Þannig á það líka að vera, að þétt- býli og dreifbýli styðji hvort annað. Það er hagur framleiðenda í sveit- um, að fólkinu í þéttbýlinu vegni vel. Með vaxandi þéttbýli verður neysluþörfin meiri og afurðir fram- leiðenda seljast betur. Það hefur raunar sýnt sig, að þar sem þetta hugarfar er hvað mest ríkjandi, þar er almenn velmegun i kaupstað og sveit. Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið er þar Ijósasti votturinn. Hin myndarlega uppbygging á Akureyri hefði ekki átt sér stað, ef sifelldur rigur hefði verið á milli bæjarbúa og dreifbýlis- svæðisins, og hin stórglæsilegu bændabýli eyfirsk, hefðu heldur ekki þrifist þar svo vel, ef bændur og búalið hefðu ekki haft gott samstarf og skilning á öflugri byggð á Akur- eyri. Við, sem byggjum Skagafjarðar- byggðir, skulum taka nágranna okkar til fyrirmyndar. Sameinumst um að gera ekki sfður lifvænlegt hjá okkur. Stöndum saman, sláum skjöld um velferð fólksins i Skaga- fjarðarhéraði. Sameinumst um al- menna framfarasókn, jafnt fyrir dreifbýli sem þéttbýli. HÓLALAX Við þekkjum stórlaxa, smálaxa, niðurgöngulaxa og fleiri teg- undir af þessum eðla fiski. Nýj- asta tegundin er svo Hólalax, með stórum staf vegna þess að sá hlýtur að vera æðstur þeirra allra. En að orðaleikjum sleppt- um er þetta fyrirtæki nýtt í at- vinnusögu héraðsins og vonandi lika í fræðslumálum, ef þær áætlanir standast sem gerðar haf a verið. Eignaraðilar með ríkinu eru veiðifélög og einstaklingar í kjör- Hafgestur í Skagafirði dæminu enda stöðin sett á laggirn- ar til að framleiða seiði fyrir ár ( Skagafirði og Húnavatnssýslum og einnig til útfíutnings. Þá er hafbeit hugsanleg í félagi við veiðifélag- Hjaltadalsár. Framkvæmdir voru miklar í sumar, húsið byggt, hitaveita lögð* en Hólalax á hluta af henni. Einnig var köldu vatni veitt til stöðvarinn- ar og á haustdögum var allt tilbúið fyrir ástarleiki laxanna sem þó eru heldur órómantískir á svona stofn- unum og ganga undir því kald- ranalega heiti kreisting. Tveir menn vinna við stöðina og ekki vantar munnanna sem metta þarf, því hrognin voru um 1 milljón sem fengust í haust. Eldið sjálft er rétt í þann mund að hefjast. Klakstöðvar hafa risið víða síð- ustu árin og áætlanir um útflutning verið gerðar, en það nýjasta er að innflutningur til Noregs hefur verið bannaður a.m.k. í bili. Hilmir. — Vegir bættir og nýir lagðir.. Framhald af bls. 1. búast við fjárveitingu af vegaáætl- un til Skagavegar. Gert er ráð fyrir að lokið verði við nýja veginn um Laxárdalsheiði, lagfærður kafli um Veðramót, einnig kaflinn um Hafragil og fleiri kaflar utar á Skaganum. Deildardalsvegur. Búist er.við því að fjárveiting verði til Deildardals- vegar í samræmi við vegaáætlunina 79-'82. Fjárveitingar til lagningar nýrra vega í Skagafirði árið 1980 voru samtals að upphæð 6,79 milljónir króna, þar af var fjárveitingin til Héraðsvatna 1,68 milljónir króna og fjárveitingin til bundinna slit- laga 1,15 milljónir króna. Fjárveit- ingar til annarra nýbygginga voru 3,96 milljónir króna og skiptast á ellefu staði. Fjárveitingar til sumar viðhalds í Skagafirði voru á síðasta ári um 3,35 milljónir króna. Bændaskólinn á Hólutn endurvakinn Nýr skólastjóri - Miklar f ramkvæmdir .lóu Bjarnason frá Bjarnarhöfn var nýverið ráðinn skólastjóri að Hólum. Byggð hefur verið laxeldisstöð, endurbætur verða jjerðar á kirkjunni, hesthús er nú í byggingu. Stefnt er að kennslu næsta haust. Eru þeir að fá'ann? At'li hjá togurunum hefur verið sæmilegur, en þar sem annars- staðar til sjávarins setur ótíðin strik í reikninginn. Skrapið er búið hjá þeim i bili en Drang- eyjan landaði einum skraptúr f yrir sunnan. Hegranesið var þrjár vikur í slipp, skipt var um plötur í því og settur skrúfuhringur. Grásleppukarlar eru farnir að leggja en lítið hefur fengist enn, vonandi batnar tíðin og sleppan finnur þessa gömlu kitlandi löngun til að elta rauðmagann — en af honum er töluvert. Einn þorsk- veiðibáturinn fékk eftir vikulögn, átta þorska og þrjú hundruð rauð- maga. Yfir netaveiðunum er" eitthvað að lifna. Fengist hafa 4'/: tonn af þorski eftir nóttina. Netin eru enn- þá utan við Málmey en engin loðna hefur komið í fjörðinn eins og hún gerði í fyrra. Fiskurinn er stór hrygningar- fiskur, sjö til átta ára gamall og víst er um það að stórútgerðarmenn á Suðurlandi geta tæpast eignað sér alveg vöggustofu þorskanna. Hilmir. Feykir . 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.