Feykir - 22.05.1981, Blaðsíða 1

Feykir - 22.05.1981, Blaðsíða 1
FEYKIR H/F auglýsir eftir umboðs- mönnum á: Sigluflrði, Biönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd. Upp. ísíma (95)-5418. 2. TÖLUBL. 1. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 Auglýsingasími Feykis er (95)-5418 HLUTAFÉLAG STOFNAÐ L Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra: Mikið vatn ^ hefur runnið hér til sjávar síðan umræður um Blönduvirkjun hófust Hlutafélagið Feykir h/f var stofnað 2. maí s.l. á Sauðárkróki. Ákveðið var að gefa út hálfsmánaðarlega fréttablað og auglýsa eftir ritstjóra. Rúmlega þrjátu hluthafar hafa skráð sig en hluthafaskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Sauðár- króks og er öllum opinn, þeir sem óska að gerast áskrifendur eða hluthafar snúi sér til Hilmis Jóhannessonar. Á stofnfundinum voru lög félagsins samþykkt og kosin 3ja manna bráðabirgðastjórn til að undirbúa aðalfund standa að hlutafjársöfnun og auglýsa eftir ritstjóra. 1 stjórn eru Hilmir Jóhannesson, Hjálmar Jónsson og Jón Hjartarson. Aðalfundur verður haldin 30. maí n.k. og verður þar kosin rit- nefnd og væntanlega ráðin ritstjóri. Aðalfundurinn verður í Safna- húsinu kl. 17. Lög félagsins eru: Undirritaðir aðilar, sem hafa kom- ið sér saman um að stofna hluta- félag um útgáfu á fréttablaði, gera með sér eftirfarandi stofnsamning: 1. gr. Hlutafélagið heitir Feykir h/f. Heimili og varnarþing þess er á Sauðárkróki. 2. gr. Tilgangur félagsins er að gefa út óháð frétta- og lándsmálablað. 3. gr. Hlutafé félagsins skal vera 100.000,00 kr. Upphæð hvers hlut- ar skal vera 200,00 kr. og eitt at- kvæði fylgir hverjum án nokkurra sérréttinda. Enginn einn hluthafa getur þó farið með meir en 10% at- kvæða. Hlutabréf skulu hljóða á nafn. Stjóm félagsins ákveður hve- nær hlutafé skuli innborgað og til- kynna ákvörðun sína bréflega. Innlausnarskylda hvílir ekki á hlutabréfum í félaginu. Veðsetn- ing, sala eða annað farmsal á hlut- um má einungis fara fram með samþykkti félagsins nema við arf- töku. 4. gr. Aðalfundur hluthafa er haldinn árlega í fyrstu viku maímánaðar og skal til hans boðað skriflega með dagskrá með minnst 7 daga fyrir- vara. Sömu ákvæði skulu gilda um hluthafafundi. Á aðalfundi fara fram venjuleg aðalfundarstörf, svo sem kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og samþykktir reikningar félagsins. Reiknisár félagsins er almanaksárið. 5. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara og skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum og ræður starfsmenn og veitir prócúruumboð fyrir félagið. Endurskoðendur skulu vera 2, kosnir á aðalfundi til eins árs í senn. 6. gr. Um félagsslit gilda ákvæði 17. kafla laga no. 32 frá 1978. Að öðru leyti gilda sömu lög um félagið eftir því sem við á. Sauðárkróki 2. maí 1981. Frá ármótum Blöndu og Svartár. Ljósm: Unnar Agnarsson. BLANDA EÐA FLJÓTSDALUR? Nú er útlit fyrir aó endanlegar ákvarðanir um næstu stórvirkjun verði teknar í síðasta lagi að hálfu ári liðnu eða á næstkomandi hausti. Ljóst er orðið að kostirnir eru fyrst og fremst tveir: Blanda eða Jökulsá í Fljótsdal. Aðrir kostir verða ekki á dagskrá að sinni. Óþarft er að benda Norðlend- ingum á, hve mikilvægt er fyrir at- vinnuþróun þessa landshluta, að Blanda verði fyrir valinu. Hins vegar vantar mikið á, að fólk um land allt geri sér grein fyrir því, að virkjun Blöndu hefur í för með sér talsvert lægra orkuverð til al- mennra notenda í landinu en virkjun í Fljótsdal og stuðlar því að betri lífskjörum heimilanna. Ástæðan er sú, að orkan frá Blönduvirkjun verður 20-25% ódýrari en orka Fljótsdalsvirkjunar ef Blanda er virkjuð með stíflu við Reftjarnarbungu. Þar sem orku- verð er býsna hár kostnaðarliður í útgjöldum heimilanna er því virkj- un Blöndu mikið hagsmunamál sem varðar hverja fjölskyldu í landinu. Nú er að vísu enn óljóst, hvaða tilhögun virkjunar við Blöndu verður valin. Stífla við Sandár- höfða hækkar orkuverðið frá irkjun vegna þess að þá þurfi minna uppistöðulón í Blöndu og minna land glatist undir vatn. Þessi málflutningur er alls ekki út í blá- inn. Það- er rétt að þegar lón Fljótsdalsvirkjunar er komið til sögu er óhætt að miða rekstur Blönduvirkjunar við minna lón fyrst i stað. En afleiðingar þessarar stefnu eru augljósar: / fyrsta lagi myndi byggingu Blönduvirkjunar seinka um all- mörg ár, jafnvel um 10-15 ár, ef lítið verður af byggingu stóriðju næstu árin, sem enginn veit neitt um eins og sakir standa. Varla finnst þeim mörgu sem andvígir eru nýjum stóriðjufram- kvæmdum erlendra auðfélaga í landinu, fýsilegt að ýta á eftir því með afstöðu sinni, að farið verði fyrst af öllu í stóru virkjunina á Austfjörðum, sem krefst mikils orkufreks iðnaðar ef vel á að vera. Orkufrek stóriðja í eigu og i þágu Islendinga sjálfra, t.d. eldsneytis- framleiðsla, krefst margra ára und- irbúnings áður en ákvörðun yrði tekin, og því er nokkuð gefið, að stóriðja sem ákvörðun yrði tekin urn nú í tengslum við ákvörðun um Fljótsdalsvirkjun yrði að meira eða minna leyti á vegum erlendra auðfélaga. / öðru lagi eru engar líkur á því, að virkjunaraðili myndi semja um lítið uppistöðulón við Blöndu nema til skamms tíma. Fyrst eftir að Fljótsdalsvirkjun hefur verið byggð er ekki þörf á stóru lóni við Blöndu. En það verða bersýnilega stundargrið. / þriðja lagi er eftirtektarvert, að flutningur lónsins frá fyrirhuguðu stíflustæði við Reftjarnarbungu upp að Sandárhöfða er mjög önd- verður hagsmunum upprekstrar- félaga austan Blöndu. Stærri gerð uppistöðulóns (420 Gl.) setur miklu meira land undir vatn austan Blöndu, ef farið er að kröfum Svínavatnshrepps og stíflan flutt upp að Sandárhöfða. Minni gerð stíflu setur álíka mikið land undir vatn austan Blöndu, ef stíflað er samkvæmt óskum Svínavatns- hrepps eins og stærra lónið við Reftjarnarbungu. Það er því engin furða þótt staðan sé nú orðin sú, að krafa Svínavatnshrepps um flutn- ing fyrirhugaðrar stíflu upp að Sandárhöfða eigi heldur lítinn hljómgrunn í hinum hreppunum fimm sem að samningum standa. Er ekki ólíklegt, að íbúar I öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og raunar á landinu öllu eigi erfitt með að sætta sig við 9% dýr- ara raforkuverð en ella myndi véra, þegar ljóst liggur fyrir, að aðeins lítill hluti þeirra bænda, sem hags- muna eiga að gæta gerir kröfu um þennan mikla viðbótarkostnað? Ég hef lengi borið mikla virðingu fyrir viðhorfum manna, sem mesta áherslu leggja á það að vernda náttúru landsins, gæði þess og feg- urð. (Framhald á bls. 3). Blöndu um 9% og önnur stíflustæði eru þaðan af dýrari. Hins vegar er hugsanlegt, þótt stíflað sé á hag- kvæmasta stað, þ.e. við Reftjanar- bungu, að hlífa ákveðnum svæðum og hækkar þá virkjunarkostnaður um 3-4%. Ragnar Arnalds. Enda þótt Blönduvirkjun sé svo miklu hagkvæmari en aðrar virkjanir í landinu, verður þó að viðurkenna að langt í frá er öruggt að hún verði fyrir valinu sem næsta stórvirkjun. Hætta er á þvt, eins og kunnugt er, að deilur við þá sem land eiga að virkjunar- og stíflu- stæðinu geti orðið til þess að ekki verði af þessari virkjun fyrst um sinn. Ef Blönduvirkjun verður önnur i röðinni, hversu mikil verður þá seinkun framkvœmda? Um það má deila og enginn get- ur svarað spurningunni á þessari stundu. Ef mjög mikil stóriðja á Austurlandi fylgir í kjölfar Fljóts- dalsvirkjunar (t.d. 100 MW) gæti Blanda orðið fullvirkjuð 3-5 árum eftir 1. áfanga Fljótsdalsvirkjunar. En yrði orkufrekur iðnaður óveru- legur í tengslum við Fljótsdals- virkjun gæti frestun Blönduvirkjunar hæglega þýtt að ekki yrði virkjað í þessum lands- hluta fyrr en eftir 1990, jafnvel ekki fyrr en undir aldamót, ef Sultar- tangavirkjun kæmi inn á milli. Ég vil sérstaklega vara við þeim fullyrðingum, að þess megi vænta, ef byrjað er á Fljótsdalsvirkjun að jafnhliða verði unnið að fram- kvæmdum við Blöndu. Gefið er í skyn að virkjunaraðili muni dunda þeim mun lengur við framkvæmd- ir, ef Blanda verði önnur í röðinni, og slíkt vinnulag muni koma sér betur fyrir heimamenn. Vissulega hefur það mikla kosti fyrir heima- aðila, ef unnt væri að dreifa vinn- unni á 10-12 ár, en vegna gífurlega aukins fjármagnskostnaðar með þvílíku vinnulagi mun virkjunar- aðili aldrei samþykkja það nema að litlu leyti, og yrði þá helst um að ræða nokkra jarðvegsvinnu og vegagerð. Einnig hefur því verið haldið fram undanfarnar vikur af ýmsum, að heppilegra sé að Fljótsdals- virkjun verði á undan Blönduv-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.