Feykir - 22.05.1981, Blaðsíða 3

Feykir - 22.05.1981, Blaðsíða 3
VINABÆIR SAUÐÁRKRÓKS? Þar sem ég þykist hafa orðið þess var, að margir bæjárbúar vita ekki hverjir vinabæir Sauðárkróks á hinum Norðurlöndunum eru, og jafnvel hefur alveg farið framhjá mörgum að slíkt samband hafi komist á, þá langar mig til að fara nokkrum orðum um þau vinabæj- artengsl sem nú nýlega hafa tekist. Þeir vinabæir sem við höfum bundist eru: Köge í Danmörk, Kóngsberg í Noregi, Kristianstad í Svíþjóð og Exbo í Finnlandi. Áður hafði að því er mér skilst verið talað um aðra vinabæjarkeðju, en að lokum varð niðurstaðan sú að þessi var valin m.a. í samráði við Nor- ræna félagið. Eins og flestir vita eru margar slíkar vinabæjarkeðjur starfandi og hafa lengi verið. Þannig er það og með þá bæi, sem við tengjumst nú, að vinabæjar- tengsl hafa lengi verið á milli þeirra eða allt frá því fyrir stríð, að vísu þó þannig að finnski vinabærinn sem var fyrirstríðið, var innlimaður í Rússland í stríðslok en 1969 kom Esbo í staðinn. Það er raunar greinilegt að samstarfið er náið og góð tengsl á milli þessara sveitar- félaga því auðsætt er að menn eru fanir að þekkjast mjög vel og helst sýnist þetta vera eins og ein stór fjölskylda sem býr í 4 löndum en kemur saman á 2ja ára fresti til að bera sáman bækur sínar og hver til að reyna að læra af reynslu annars. { samanburði við þessa bæi alla er Sauðárkrókur ósköp lítill, varla fjölmennari en ein sæmileg gata í hinum vinabæjunum. Köge í Dan- mörk er sennilega elstur vinabæj- anna, en Köge fékk verslunarreft- indi árið 1288. íbúar í Köge eru nú um 45000 og borgarstjórnin segir að þar sé fólksfjölgun yfir 1000 manns á ári. Köge er aðeins í um 35 km. fjarlægð frá Kaupmannahöfn og því er upplagt fyrir þá sem til Hafnar ferðast að gefa sér tíma til að heimsækja Köge, sem sagður er mjög fallegur bær og að mörgu leyti líkur því sem gamlir danskir bæir voru. Þar eru t.d. mörg hús enn i notkun frá 15. og 16. öld. í Köge er eitt elsta tréhús í Dan- mörku, sem talið er byggt 1527. Þó er líklega frægasta byggingin í Köge dómkirkja sú er Valdimar Atterdag lét byggja og vígð var 1324. Margir hafa eflaust heyrt talað um Kongsberg í Noregi, sem m.a. er frægur fyrir iðnaðarframleiðslu sína og þá líklega helst vopnaverk- smiðju sem þar hefur verið allt frá 1814, en hún þykir mjög nýtískuleg og framleiðir m.a. vopn fyrir Nato, bílahluti, gastúrbínur, siglingatæki og ýmislegt fleira. I Kongsberg, sem er aðeins um 10 mílur norðan við Olsó, búa um 20.000 manns; hann var þvi minnsti vinabærinn þar til litli bróðir kom í spilið. Þar voru áður miklar silfurnámur sem fundust um aldamótin 1600 og voru nytjaðar allt til 1957, en síðan hafa þar verið til sýnis fyrir ferða- menn sem ekið er um námurnar í „lilleputtág" eins og þeir segja og er afar vinsælt. í Kongsberg er líka skipasmíðastöð sem þykir mjög góð. Norðmenn eru líka iðnir við að auglýsa framleiðslu sína, t.d. tekur maður eftir því þegar komið er inn í flugstöðina á Kastrup að þar eru margar auglýsingar frá Kongsberg þar sem auglýst er alls konar iðnaðarframleiðsla sem sjá- anlega er á mjög háu stigi og flutt út um allan heim. Sænski bærinn Kristianstad er á Skáni um 80 km. fyrir norðan Malmö. íbúatala er um 70.000. Það er skemmtileg tilviljun, og kannski þó ekki tilviljun, að það var sami danski kóngurinn Kristján IV sem stofnaði báða vinabæina Kongs- berg og Kristianstad fyrir um 400 árum þegar danir réðu lögum og lofum um Norðurlönd. í Kristianstad er margt að sjá og skoða. Þar er m.a. hin fagra þrenn- ingarkirkja sem talin er fegursta bygging Norðurlanda í renesans- stíl. Bærinn byggir aðallega á þjónustu við hin geyilega góðu landbúnaðarhéruð á Skáni, en eins og menn vita er Skánn gósenland til landbúnaðar. Þegar maður ekur um flatneskjuna á Skáni þar sem ekki sér til fjalla langtímum saman, sér maður ekkert nema akra og aftur akra. Það er sagt að Kristi- anstad sé einn af vinsælustu ferða- mannastöðum í Svíþjóð a.m.k. meðal svía sjálfra og er það kannski fyrst og fremst því að þakka að þar er besta strandlengjan, hreinust og fegurt, um 60 km. löng og þangað flykkjast svíar til að sóla sig á sumrin. Eftir að hafa dvalið í Kristianstad, að vísu allt of stutt, þá er ég alveg óhræddur við að benda fólki á að heimsækja þann stað í sumarleyfi sínu og. er viss um að það verður ekki fyrir vonbrigðum með dvölina. Að vísu er maður í dálitlum vandræðum með að skilja málið a.m.k. til að byrja með, því skánskan er talsvert frábrugðin sænskunni í framburði og menn eru töluvert ánægðir með málýsk- una og gera í því að halda henni við. En það eru erfiðleikar sem fljótlegt er að yfirstíga. Það má kannski segja að rúsínan í þessum vinabæjarhópi sé Finnski bærinn Esbo, sem er raunar ein af útborgum Helsinki. Þar búa nú um 135.000 manns. Esbo er ein feg- ursta borg sem ég hef komið til. Það er greinilegt að sveitarfélagið er mjög ríkt. Allsstaðar eru styttur og listaverk og byggingar sérlega glæsilegar og augljóst að arkitektar og hönnuðir fá að njóta sín. Reynt er að láta umhverfið halda sér sem mest í upprunalegri mynd og raska náttúrunni eins lítið og mögulegt er. Þannig verða t.d. byggingaraðilar að greiða sérstakar skaðabætur fyrir hvert það tré sem þeir verða að fjarlægja og þeim mun hærri upphæðir sem trén eru eldri og merkilegri. Esbo hefur þanist út á stuttum tíma. Þannig voru í árslok 1950 um 25.000 manns sem þar bjuggu en nú búa þar eins og áður sagði um 135.000 manns. Strandlengja Esbo er um 60 km. löng og sveitarfélagið hefur yfir- ráðarétt yfir u.þ.b. 170 eyjum í skerjagarðinum en margar þeirra eru byggðar. Á milli þeirra ganga á sumrin sérstakar ferjur en á vet- urna þegar sjórinn er botnfrosinn ekur strætó á milli. Finnar sjálfir telja Esbó eina helstu rós í hnappagati sínu, m.a. með tilliti til bygginga og kalla hana gjarna út- stillingaglugga Finnlands. Til marks um þetta má geta þess að á sama tíma og vinabæjamót var haldið í Esbo um mánaðarmót maí/júní s.l. var Frakklandsforseti í opinberri heimsókn í Finnlandi. Borgarstjór- inn í Esbo, Teppo Tiihonen, fékk þá beini frá innanríkisráðherran- um um að taka á móti hinum tigna gesti og sýna honum staðinn. Teppo gerði sér lítið fyrir og hafn- aði upphefðinni og sagðist ekki mega vera að því að sinna forseta Frakka vegna vinabæjamótsins. Sjálft vinabæjamótið var haldið í Esbo dagana 30. maí til 1. júní 1980. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var í nýju stórglæsilegu ráðhúsi borgarinnar var það einr- óma samþykkt að Sauðárkrókur skyldi verða þátttakandi í þessari vinabæjakeðju. Fyrirkomulagið er þannig á þátttöku okkar, að við er- um eiginlega aukameðlimir með fullum réttindum en þurfum ekki að taka á okkur allar þær skyldur sem slíku samstarfi fylgja og sveit- arfélagi af okkar stærðargráður er ofviða. T.d. er ekki ætlast til þess að við getum haldið stór vinabæjamót þar sem mæta 15. til 20. kjörnir fulltrúar frá hverjum vinabæ ásamt mökum, auk embættismanna sveitarstjórnanna; slíkt gætum við ekki. Hins vegar getum við auð- Frá Fjölbraut- arskólanum á Sauðárkróki Innritun stendur yfir til 5. júní. Uppl. veittar á skrifstofu skólans í síma (95)5488, frá kl. 9,00-15,00. SKÓLAMEISTARI. veldlega haldið minni fundi á þessu plani til undirbúnings hinum stærri. Skipulagið á tengslum þessum er þannig að annað hvert ár er haldin svona stór ráðstefna eins og í sum- ar, með vandaðri og vel undirbú- inni dagskrá, og hitt árið hittast forráðamenn sveitarfélaganna til skrafs og ráðagerða. Umræðuefnin s.l. vor voru fjögur: uppbygging, skipulag og fjármögnun vinabæja- tengslanna, orkukreppan og hvernig við skuli brugðið, orkan og umhverfið og loks hvernig þéttbýl- isbúinn getur varið tómstundum sínum. Allt voru þetta skemmtileg og áhugáverð viðfangsefni. Niður- staðan varð þó sú að nægilegt væri að hafa tvö umræðuefni á slíkum mótum sem þessum, þar sem tími væri naumur. Undirritaður og eiginkona ásamt Þorsteini Þorsteinssyni og frú, sóttu þetta fyrsta vinabæjamót fyrir hönd Sauðárkróks. Óhætt er að segja að þær móttökur sem við fengum og sú vinátta sem okkur var sýnd af öllum þátttakendum verða okkur ógleymanlegar. Ég er þess (ullviss að Sauðárkrókur á eftir að njóta góðs af þessu samstarfi í framtíðinni og það skiptir okkur miklu máli að ná góðum tengslum við þessa vinabæi, því af þeim get- um við mjkið lært. Ég geri mér vonir um að fulltrúar þeirra sæki okkur heim nú í sumar til að inn- sigla það samband sem stofnað var til í fyrra. Síðan þurfum við að vera dugleg við að taka virkan þátt í samstarfinu t.d. með því að senda íþróttafólk og skólafólk til kynningar og dvalar í þessum bæj- um, eins og þeir stund mikið og taka á móti slíkum hópum hvenær sem færi gefst. Söngför Heimis á Vesturland Karlakórinn Heimir fór í söng- ferðalag um Snæfellsnes og Borgar- fjörð um fyrstu sumarhelgina. Kór- inn lagði upp laust fyrir hádegið laugardaginn 25. apríl. Ekið var suður yfir heiði, allt suður í Borgar- nes, og þaðan vestur Mýrar um Kerlingarskarð Til Stykkishólms. Þar var sungið um kvöldið og gist um nóttina í hinu stórmyndarlega Hóteli þeirra hólmara. Með morgni var ekið vestur sveitir um Grundar- fjörð og Ólafsvík, til Hellissands og sungið þar kl. 2. Ferðaáætlunin var nokkuð störn, þar sem söngskemmtun var auglýst á Logalandi í Reykholtsdal, kl. 9, þetta sama kvöld. Því var viðstaða ekki löng á Hellissandi að þessu sinni, og eftir rausnarlegar veitingar heimamanna var ferðinni fram- haldið. Farin var Fróðárheiði og sem leið liggur upp í Reykholtsdal um Borgames og Borgarfjarðarbú, upp að logalandi. Þar var sungið fyrir fullu húsi við hinar ágætustu undirtektir. Það var bæði mikil og góð stemming í húsinu og kórinn varð að syngja mörg aukalög. Að lokum kvaddi Jónas Árnason, fyrrv. alþm. sér hljóðs og þakkað Heimi komuna í Borgarfjörðinn með góð- um og hlýjum orðum. Síðan sátu kórfélagar og gestir þeirra hina veglegustu veislu, og eftir ræður, þakkir og kveðjur, var haldið heim- leiðis um lágnættið og komið til Skagafjarðar á sjötta tímanum um morguninn. Þetta var hið ágætasta ferðalag. Farið var með stórum og rúmgóð- um fólksflutningabíl, sem Hilmar Hilmarsson ók. Það eitt skyggði á, að loft var lágskýjað, svo kórfélagar nutu ekki nægilega vel hinnar stór- brotnu náttúrufegurðar sem þær sveitir, er um var farið, veita gestum sínum í björtu veðri. Kórinn hlaut á öllum stöðunum hinar ágætustu undirtektir. Á Snæfellsnesi var það fiskigengdin sem dró þó dafitið úr aðsókninni, en Borgfirðingar næst- um því fylltu hið stóra og myndar- lega samkomuhús að Logalandi, sem fyrr er sagt. Söngstjóri Heimis er Rögnvaldur Valbergsson, og undirleikarar þeir Einar Schwaiger og Guðbrandur Guðbrandsson, og skiluðu þeir allir hlutverkum sínum með mikilli prýði. Söngmenn Heimis s.l. vetur voru 51 alls, og hafa þeir sennilega sjaldan verið fleiri. I þessa söngför fóru þó aðeins 36 söngmenn, hinir 15 voru í önnum heimafyrir. Ein- söngvari er Jóhann Friðgeirsson. þorbjörn Arnason. - Blanda eða Fljótsdalur.. (Framhald af bls. 1). En hvar á að draga mörkin? Það er sjónarmið út af fyrir sig, að við ætlum að hverfa aftur til náttúrunnar og afneita öllum meiri háttar iðnaði. Lífsþæginda- kapphlaupið er sannarlega tví- eggjað. Hitt er þó jafnframt ljóst, að ís- lendingum ber brýn nauðsyn til að halda í við aðrar þjóðir í lífskjörum og almennri þjónustu, ef ekki á að vera hætta á stórauknum fólks- flótta af landi brott. Það er vissulega vondur kostur að þurfa að leggja víðáttumikil gróðurlendi undir vatn í þágu virkjana. Eyjabakkar á Fljótsdals- heiði bjóða upp á mikla náttúru- fegurð og ekki er landeyðingin minni að vöxtum þar, jafnvel tals- vert meiri að dómi náttúruvernd- armanna, bæði hvað varðar um- fang gróðurlendis og gildi flórunn- ar. En er um annað að ræða en að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd, að hagkvæmar, ódýrar stórvirkjanir með mikilli miðlun- argetu eru þjóðinni lífsnauðsyn? Hefðu Islendingar byggt margar stórar virkjanir á undanförnum áratugum, ef ítrustu náttúruvernd- arsjónarmið hefðu ráðið ferðinni? Hvað um Elliðaárnar, Sogsvirkjan- ir, Skeiðsfoss, Laxá, jafnvel af minnstu gerð, Kröflu eða virkjanir í Þjórsárdal? Því meira sem ég hef hugleitt þann þátt Blönduvirkjunar sem snýr að eyðingu lands, þeim mun meiri athygli hef ég veitt máli þeirra manna, sem benda á, að af- réttarlöndin eru bæði ofnýtt og vannýtt. Girðingar og góðir vegir á afréttinum, jafnvel framræsla á stöku stað þar sem mikil bleyta er, en friðun ákveðinna hólfa, þar sem ofbeit er, gæti gert bændum kleyft að nýta afréttinn á allt annan og arðvænlegri hátt en nú er gert. En til þess þarf miklu meira fjármagn en nú er tiltækt í þessu skyni — nema virkjun og ríflegar bætur komi til. Sem betur fer dregur enginn 1 efa rétt bænda til bóta fyrir landspjöll og margháttað óhagræði af völdum virkjunar og uppistöðulóns. Hitt er Samanburður á virkjunum (Úr orkufrumvarpi ríkisstjómarinnar) Afl (MW) Blanda.................... 160 Fljótsdalur........ 290 Villinganes .............. 30 Sultartangi........ 120 ekki ljóst enn hvort samið verður um bætur eða þær ákveðnar eftir mati dómkvaddra manna. Fyrri kosturinn er miklu æskilegri fyrir alla aðila. Jafnframt er viss hætta á, að ekki verði gengið jafnlangt til móts við bótakröfur bænda ef breytt tilhögun virkjunar kostar raforkunotendur í landinu gífur- legar fjárhæðir í hærra raforku- verði. Á sínum tíma stóð ég að tillögu um Villinganesvirkjun sem næstu virkjun á Norðurlandi. Þá var raf- orkukerfi landsmanna ekki orðið samtengt og viss hætth á að Blönduvirkjun yrði erlendri stór- iðju að bráð. Ég er mjög ánægður með, að Villinganesvirkjun var að lokum tekin með í virkjanafrum- varp ríkisstjórnarinnar, enda sótti ég það mál af kappi. Virkjun Hér- aðsvatna við Villinganes er ein sú hagkvæmasta sem völ er á, þótt ekki jafnist hún á við Blöndu- virkjun, eftir að unnt er að nýta hana í þágu allra landsmanna. Ef frumvarpið verður samþykkt ætti röðin að koma að Héraðsvörnum fljótlega eftir Blönduvirkjun. * Það er sannarlega von mín fyrir hönd Norðlendinga og þá engu síður fyrir hönd allra landsmanna, að deilan um virkjunartilhögun við Blöndu verði leyst á næstu vikum og mánuðum. Samningar um virkjun Blöndu verða að hafa það tvennt að leiðar- ljósi: Að óvenjuleg hagkvæmni þessar- ar virkjunar sé ekki fyrir borð borin, en jafnframt verði búskaparaðstaða jarðeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta á Eyvindastaða- og Auðkúlu- heiði örugglega ekki rýrari að öllu samanlögðu eftir virkjun, þegar bætur og aðrar gagnráðstafanir til uppræktar og bættrar nýtingar lands eru virtar. Norðlendingar munu ekki sætta sig við, að gengið verði fram hjá hagkvæmasta virkjunarkostinum og ekkert virkjað á Norðurlandi fyrst um sinn, jafrivel um langt skeið. Og þjóðin öll hlýtur að gera þá kröfu að fá að njóta ódýrustu orku frá nýrrí stórvirkjun sem nú er völ á. Orka Verðá orkuein. (KWH/a) (Þús. ný.kr.) 790 957 1450 1207 180 1300 770 1410 Feykir .

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.