Feykir - 22.05.1981, Blaðsíða 2

Feykir - 22.05.1981, Blaðsíða 2
Grímur Gíslason: Virkjun Blöndu er velferðarmál Trúlega hafa fá mál vakið svo al- menna umræðu og umþenkingar fólksins f landinu á sfðustu misser- um, sem orku og virkjunarmálin. Nú eru þau í brennidepli á alþingi, þar sem fram hefir veríð lagt frum- varp iðnaðarráðherra um heimild fyrir rfkisstjómina, en með sam- þykki alþingis, að hefjast handa um eina eða fleiri stórvirkjanir til þess að bæta úr brýnni þörf um orkuöfl- un og með þvf bægja frá þeirri miklu hættu er af orkuskorti stafar, en sú hætta var við hvers manns dyr á s.l. vetri og olli miklum vandræðum og efnahagslegu tjóni fyrir allan landslýð. Því mun vart um deilt að úrbóta er þörf, en hitt er svo annað mál að sitt sýnist hverjum, hvar skuli hefja framkvæmdir. Vissulega vakti það alþjóðar at- hygli f vetur er norðanmenn gerðu för sína til Reykjavíkur og afhentu iðnaðarráðherra áskorun um að virkja Blöndu. Undir áskorunina höfðu skrifað yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda á Norðurlandi vestra eða á annan hátt tjáð sig með framkvæmdinni. Þetta skeði hinn 9. marz og gerðu fjölmiðlar at- burðinum góð skil svo sem sjón- varpið er breytti kvölddagskrá sinni með fréttum af atburðinum. Þá boðuðu norðanmenn og blaða- manna-fund á Hótel Borg og höfðu þar orð fyrir hópnum þeir Stefán Jónsson á Kagaðarhóli, Jón Karls- son á Sauðárkróki, Þórður Skúla- son á Hvammstanga og Grímur Gíslason á Blönduósi. Flutti sá síð- ast nefndi eftirfarandi framsögu á fundinum, en aðrir ræðumenn töl- uðu frekar um einstaka þætti I sambandi við málið s.s. atvinnu- uppbyggingu o. fl. Blaðamanna- fundinum stjórnaði Magnús Ólafs- son á Sveinsstöðum. Ég held að þeir sem tafið hafa fyrir ákvarðanatöku um virkjun Blöndu, séu á góðri leið með að Þær vegaframkvæmdir í Húna- vatnssýslum sem skipta munu um- ferðina mestu eru lagning bundins slitlags í Hrútafirði og I Langadal, tenging nýs vegar um Hrútafjarð- arháls og bygging nýrrar brúar yfir Giljá. Vegaáætlun verður væntanlega samþykkt nú einhvern síðustu daga þingsins. Þær tillögur sem nú liggja fyrir og líklegt má telja að sam- þykktar verði gera ráð fyrir eftir- farandi meginframkvæmdum í ný- byggingum vega: Hrútafjarðarháls. Síðastliðin þrjú sumur hefur verið unnið við nýjan veg frá Tjarnarkoti niður í Miðfjörð sem er um 5,7 km leið. í sumar er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir komist á það stig að taka megi hann I notkun. Fjárveiting verður um 1,8 m kr. auk brúar- kostnaðar á Svertingsstaðaá. Giljá. Byggð verður ný brú á Giljá, ásamt vegartengingu sem er um 1,5 km að lengd. Kostnaður við brú og veg er áætlaður um 2 m kr. Sk agaslranda rvegar. Byggður verður nýr kafli næst Norður- landsvegi rúmur kílómetri að lengd. Fjárveiting verður um 0,5 m kr. Hrútafjörður. Lagt verður bund- ið slitlag á Norðurlandsveg í Hrútafirði á um 12 km kafla. Lík- legt er að vegurinn milli Síkár og Staðar verði styrktur og endur- bættur þannig að hægt verði að byrja slitlagið við Hrútatungu að sunnan. Fjárveiting verður um 3,0 m kr. Langidalur. Lagt verður bundið 2 . Feykir vinna mikið óhappaverk. Orku- þörfin er svo brýn að segja má að líf fólksins í landinu og allt samfélag þess lamist, ef orkan bregst. Því fylgir myrkur, kuldi og athafnaleysi á flestum stöðum, bæði í sveit og við sjó. Við núverandi ástæður í orku- málum höfum við þreifað á þeim staðreyndum að aðalorkuverin bregðast mjög, sökum vatnsskorts sem ekki var þó reiknað með að þau gerðu. Eins höfum við þeifað á þeirri staðreynd að annars hin ágæta byggðalína rofnar, einmitt þegar verst gagnir og það hlýtúr að vera mikil óviss um, í hvert skipti, hvenær unnt er úrað bæta. Trúlega vill fólk ekki hugsa afleiðingar þess til enda, ef náttúrubrot yrðu á þeim svæðum, sem aðalorkuver þjóðar- slitlag á Norðurlandsveg í Langa- dal fyrir um 3,5 m kr. I fyrra var gerð tilraun með að leggja einfalda klæðningu frá Skagastrandarvega- mótum að Glaumbæ og skyldi hún tvöfölduð í ár. í vor skemmdist þessi einfalda klæðning hins vegar svo mjög að líklega verður að endurleggja hana. Einföld klæðn- ing er aðeins um 1 cm að þykkt, sem hefur ekki reynst nægilegt gagnvart þeirri miklu keðjunotkun sem var í vetur auk þess sem efsta undirlagið var tvíefnaríkt malar- slitlag sem missti burðargetu þegar yfirborð vegarins þiðnaði. Auk viðgerða á einföldu klæðningunni má búast við að lögð verði tvöföld klæðning fram að Hvammi. Aðrar fjárveitingar verða í Heggstaðanesveg um Jaðar, Fitja- veg sunnan Hrísa, Neðribyggðar- veg milli Blöndubakka og Bakka- kots og I tvo staði á Skagavegi þ.e. um Harastaðaá og um Stórhól. Vegaáætlun sú sem nú liggur fyrir sem þingályktunartillaga er gerð fyrir árin 1981-84. Hún er að verulegu leyti sniðin þannig að sem lengstir kaflar náist af bundnum slitlögum. Þannig má nefna að I lok áætlunartímabilsins verður sam- felld klæðning frá Hrútatungu að Miðfjarðará um 28 km, frá Vatns- homi að Víðidalsv. vestri um 11 km, frá Lækjamótum að Gröf um 9 km, frá Gljúfurá að Blönduósi og áfram fram Langadal að Gunn- steinsstöðum alls um 40 km. Norð- urlandsvegur í Húnavatnssýslum er um 130 km þannig að í lok tíma- bilsins verður komið bundið slitlag á um 60% þeirrar leiðar. innar eru nú. Afleiðing þess hlyti að verða miklar hörmungar. En svo að rætt sé um virkjun Blöndu, þá er hún yfirlýst í fyrstu röð valkosta um næstu virkjanir í landinu, að dómi kunnáttumanna. Allir sjá hversu vel hún fellur inn í virkjanakerfi landsins með tilliti til orkuflutnings og hversu vel hún stuðlar að jafnvægi í búsetu fólks- ins í landinu. Á hvoru tveggja þarf að halda. Hægt er, að vissu marki, að taka undir eftirsjá og fórnun þess lands er Blönduvirkjun hlýtur að fylgja ðg yfirlýst er. Og ekki verða bornar brigður á verðgildi þess og umráð eigenda beggja vegna árinnar. En trúlega fáum við harla fátt án þess að láta nokkuð í staðinn. Framþróun búsetu fólksins í land- inu hefur kallað á að tekið hefur verið og alltaf af einhverjum land- eigendum land undir vegi, raflínur, síma og svo að ógleymdum stærri og stærri bæjum og þéttbýliskjörn- um og ailt þykir þetta sjálfsagt. Menn bregða fyrir sig hátíðleika og tala um þá röskun á lífríki er fylgi Blönduvirkjun. Sjálfsagt mikið rétt. En fylgir ekki flestum fram- kvæmdum meiri eða minni röskun á upphaflegu lífríki. Hvað um alla framræslu vot- lendis í landinu. Hvað um öll ræktunarlöndin, sem komið hafa í staðinn. Skyldi ekki fylgja þessu eitthvað sem mætti kalla nýtt líf- ríki? Jú, og að þessu nýja lífríki hafa íslenzkir bændur keppt á undanförnum áratugum með þeim glæsilega árangri, sem allur lands- lýður veit. Upphaflegt lífríki landsins þótti ekki nóg til þess að brauðfæða þjóðina og ræktunar- búskapur bænda hófst og fram- leiðslan jókst og batnaði. Við vitum stöðu þessara mála í dag. Bændum er sagt að halda að sér höndum og stöðva framþróun- ina í framleiðslumálunum og þeim megi jafnvel enn fækka til þess þó að fullnægja þörfinni fyrir land- búnaðarvörurnar. En það eru tak- mörk fyrir því að samfélag fólks þrífist í strjálbýli. Fyrir því höfum við áþreifanleg dæmi. Og hvað á þá að gera? Rökrænt segir það sig sjálft að þjóðin verður að snúa sér að sem fjölþættustu atvinnulífi og eyma afkomendum okkar, sem nú lifum að nýta alla þá möguleika til land- búnaðar I hinum hefðbundna gamla stíl er við höfum þekkt og það er vissulega dýrmætur arfur, er fáar þjóðir eiga, sem við íslending- ar. Við norðanmenn, sem staddir erum hér í Reykjavík í dag í for- svari og með stuðningi yfirgnæf- andi fjölda samborgara okkar er heima sitja, viljum ekki láta það orka tvímælis hvað við viljum i þessum málum. Að við teljum að virkjun Blöndu sé I raun undir- stöðuframkvæmd allra annara framkvæmda er við eygjum og samrýmist fullkomlega hagsmun- um allra landsmanna. Orkulindir eru í dag miklar auð- lindir. Við íslendingar erum svo gæfi- sumir að eiga þessi verðmæti í rík- um mæli. Velgengni þjóðarinnar og gæfa byggist mjög á því að nýta þessi verðmæti á sem hagkvæm- astan og beztan hátt, fyrir lands- menn alla. Því spyrjum við: Vill nokkur í raun standa í vegi fyrir því að svo geti orðið? Siðan þessir atburðir áttu sér stað hefir mikið verið þingað um virkjunarmálin og er það flestum kunnugt. Komið hefir I ljós, svo að ekki verður lengur um deilt að virkjun Blöndu er hagstæðasti virkjunarkosturinn, sem völ er á, að dómi kunnáttumanna, miðað við upprunalega áætlun umvirkjunina. Einnig hefir komið í Ijós lítill hópur manna, sem telja sig hafa meira vit á málunum stinga upp á ýmsum öðrum leiðum og að einhverja þeirra eigi að taka, en án tillits til kostnaðar. En á móti virkjun Blöndu segjast þeir ekki vera. — Svo er nú það. íbúafjöldi Skv. bráðabirgðatölum Hagstofu, var íbúafjöldi á Sauðárkróki 1. des. s.l. 2.169. Er Sauðárkrókur fjöl- mennasta byggðarlagið á Norður- landi vestra. Alkalískemmdir Skýrsla hefir borist frá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins um próf sem gert var á steypu með tilliti til alkalívirkni, úr steypuefni úr Gönguskarðsárósi og af Borgarsandi. Niðurstaðan er sú af sex mánaða prófi, að efnið er ónothæft með venjulegu Portland- sementi, en stenst kröfur ef það er blandað með kísilryki, 7,5%.þ Jafnframt er frá því greint, að nú í vor og framvegis verði allt sement frá Sementsverksmiðju ríkisins blandað slíku ryki. Bæjarráð ákvað í framhaldi af þessum upplýsingum að láta kanna alkalídkemmdir á húsum. Skemmdir af völdum virks akalis munu vera mjög háðar raka í lofti og veðurfari. Hitaveita Gerð hefir verið sú breyting á gjaldskrá Hitaveitu, að auk hins venjulega gjalds fyrir mínútulítra, sem nú er kr. 45,70, er nú innheimt fastagjald hjá hverjuma notanda. Er það nú kr. 25.00 á mánuði. Heimilt er að selja stærri notendum Mikill vafi er á að þessi litli hóp- ur fólks taki nokkuð sárar sú eyðing gróðurlanda, sem hlýtur að verða afleiðing virkjunarinnar, heldur en hinum, sem vilja taka á málinu með raunsæi og djörfung. Enginn vafi er á, og enda talið sjálfsagt, að bæta eigendum það tjón er verður á beitilandi og að sjálfsögðu í formi verðmæta er fylgi bújörðunum er beitilandsins hafa notið um aldir. Ýmsar leiðir eru til, en þessum línum skal lokið með því að koma á framfæri tillögu, sem einn góður og gætinn Húnvetningur tjáði sig um I viðtali við mig um daginn: Einfaldlega því að bœta eigendum landsins með hluta þeirrar miklu orku er við framkvœmdirnar skap- ast. Slíkar bætur stóðu einusinni til boða og hefði betur farið ef um hefði samist. En þröngsýnin var látin ráða í það sinn, sem svo oft vill verða. Virkjun Blöndu er alltof mikið velferðarmál til þess að láta fram- kvæmd hennar stranda á léttvæg- um kenjum og misheppnuðu mati fárra manna á litlu svæði. For- ráðamönnum hins opinbera ber og að sýna örugga forsutu í samning- um um málið, svo að lokum flestir eða allir geti vel við unað og notið þess öryggis og þeirra hagsbóta, sem góðri framkvæmd fylgir. svtn skv. mæli og greiða þeir þá ekki fastagjaldið, en hinsvegar mælaleigu eftir stærð mælis, skv. gjaldskrá. Lögsaga yfir bæjarlandinu Á s.l. hausti var samið á vegum bæjarstjórnar, frumvarp til laga um stækkun lögsögu Sauðárkróks- kaupstaðar. Er þar um að ræða að fá undir lögsögu bæjarins, land- svæði í mýrunum, sem verið hefir í eigu Sauðárkróks frá því að það var á sínum tíma keypt af eiganda Sjávarborgar, en auk þess Borgar- sandur, sem er í eigu Sjávarborgar og Eyrin sem deilt er um hvort sé i eigu bæjarins eða Skarðs. Þing- menn kjördæmisins voru beðnir að flytja frumvarpið á Alþingi, en vegna eigdreginnar andstöðu hreppsnefndar Skarðshrepps hefur það enn ekki verið gert og mun ekki verða á yfirstandandi þingi. Hinsvegar hefur bæjarráð hafið viðræður við hreppsnefnd Skarðs- hrepps, þar sem reynt er að leita lausnar á máli þessu. Til skýringar skal það tekið fram að I þessu tilliti er ekki deilt um eignarrétt á við- komandi landssvæðum, heldur um rétt til að nýta landið, skipuleggja það og innheimta af því gjöld samkv. gjaldskrám, Hlutafélagið Feykir h/f auglýsir eftir vikna fresti. Starf hans mun fela í sér m.a. framkvæmdastjórn útgáfunnar, auglýsingaöflun og öflun áskrifenda. Nánari upplýsingar fást í síma 95-5418. Vegaframkvæmdir í Húna- vatnssýslum í sumar Við Freniri Blöndubrú. Ljósm. Unnar Agnarsson. Grímur Gíslason. Fréttir frá bæjar- stjórn Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.