Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1991, Page 8
Skiptimarkaður á kennslubókum
fyrír framhaldsskóla hefst íBókhlöðunni ínæstu viku.
Nánar auglýst í Menntaskólanum.
bjt
BÓKAVERSLUN
JÓNASAR TÓMASSONAR ísafirði, sími 3123
Fyrri umferð í forvali
Alþýðubandalagsins:
Krístinn H.
Gunnarsson efstur
— endanleg niðurstaða
upp úr 20. janúar
Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík varð efstur í
fyrri umferð í forvali Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum
vegna komandi Alþingiskosninga. Atkvæði greiddu 85
manns og hlaut Kristinn 50 atkvæði, í öðru sæti varð Lilja
Rafney Magnúsdóttir með 39 atkvæði, í þriðja til fjórða
sæti urðu Bryndís Friðgeirsdóttir og Magnús Ingólfs-
son með34 atkvæði, og í fimmtatil sjötta sæti urðu Unnar
Þór Böðvarsson og Þóra Þórðardóttir með 24 atkvæði.
Á kjörskrá voru 153 og var þátttaka því 55,6%. Hver
þátttakandi mátti nefna allt að sex nöfn. Alls voru það 67
manns sem hlutu einhverja tilnefningu.
Nú um helgina verða send út gögn vegna síðari umferð-
ar forvalsins, og verður gefin hálfs mánaðar „lega“ eins
og formaður uþþstillingarnefndar orðaði það. Þá verða í
kjöri sex efstu úr fyrri umferðinni, en auk þess er uþp-
stillingarnefnd heimilt að tilnefna þrjá til viðbótar. Úrslit í
seinni umferð eru bindandi í þrjú efstu sætin ef þátttaka
nær 50 prósentum.
Slippstöðin gefur MÍ
vélarrúmslíkan
til notkunar
við kennslu
Á næstunni er von á góðri heimsókn frá Akureyri til
(safjarðar. Slippstöðin á Akureyri hefur ákveðið að gefa
Menntaskólanum á (safirði líkan af vélarrúmi í togara, til
nota við kennslu í vélstjórnarfræðum, og verður líkanið
afhent fljótlega við hátíðlega athöfn.
Áður hefur Slippstöðin gefið Verkmenntaskólanum á
Akureyri vélarrúmslíkan, en fyrirtækið hefur tekið upp
þann hátt að gera líkön af vélarrúmi þeirra skipa sem það
smíðar.
Betra í Kúvæt?
Vestfirðingar hafa ekki farið alveg varhluta af misjöfnum
veðrum síðustu daga, þótt stórviðra hafi meira gætt í
öðrum landshlutum. Rafmagn hefur verið nokkuð stopult
og ótraust og samgöngur legið niðri að mestu leyti. Fjöldi
Vestfirðinga er veðurtepptur fyrir sunnan og aðrir iða í
skinninu að komast suður.
Þetta er allt saman partur af því að vera íslendingur og
kannski ekki síst Vestfirðingur. Rafmagnsleysi, ekkert
flug, enginn Moggi, allt er það eðlilegur hlutur um þetta
leyti árs, því að allt hefur sinn tíma. Þeir sem ekki sætta
sig við lífið hér eins og það er, þeir geta farið t.d. til (raks
eða Eþíópíu eða Kúvæt og sest þar að. Ekki er þar snjón-
um fyrir að fara.
Ekki bara sjoppa!
i
LB
HAMRABORG HF.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan:
Krefst þess að verðlagsráð
sjávarútvegsins verði lagt niður
— mönnum þykir ráðið ekki hafa unnið af heilindum
— ítrekuð krafan um að fiskverð verði gefið frjálst
Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Bylgj-
unnar á Vestfjörðum, sem
haldinn var á ísafirði sl.
sunnudag, ítrekaði þá kröfu
að fiskverð verði gefið frjálst.
Jafnframt krafðist fundurinn
þess að þjóðarsáttarhækkanir
eigi við um allar tegundir þess
sjávarfangs sem Verðlagsráð
fjallar um, en ekki bara
bolfisk.
I greinargerð með þessari
kröfu segir svo: „Nýlega gaf
Verðlagsráð út tilkynningu
um nýtt lágmarksverð á fersk-
um fiski. Hið nýja fiskverð
tekur ekki mið af markaðs-
verði, heldur hækkar það til
samræmis við þjóðarsátt. Það
hlýtur því að teljast sanngirn-
iskrafa að aðrar þær tegundir
sem Verðlagsráð fjallar um
taki á sig verðbreytingar eftir
sömu lögmálum. Á það skal
bent að það er krafa Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar að Verðlagsráð
sjávarútvegsins verði lagt
niður, þar sem mönnum þykir
ráðið ekki hafa unnið af
heilindum."
Mikil bóksala fyrir jólin:
Nautnasfuldurinn söluhæstur
á ísafirði
s
— næst komu Saga Isafjarðar og minningabók Gunnars Friðrikssonar
„Staðbundnar bækur“, ef
svo má að orði komast, voru
söluhæstar í Bókaverslun Jón-
asar Tómassonar á ísafirði
fyrir þessi jól. í efsta sætinu
varð skáldsagan Nautnastuld-
ur eftir ísfírska rithöfundinn
Rúnar Helga Vignisson, í öðru
sæti varð Ijórða bindi Sögu
Isafjarðar, og í þriðja sæti bók
Gunnars Friðrikssonar,
Mannlíf í Aðalvík. Þar á eftir
komu svo þeir Bubbi og Björn
á Löngumýri. Gunnlaugur
Jónasson bóksali sagði að til-
nefning Nautnastuldarins til
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna hefði haft mjög örvandi
áhrif á sölu bókarinnar, og
áberandi hversu lítið hefði
komið inn af henni aftur í
skiptum.
Bóksala varð mun meiri
núna fyrir jólin en síðustu ár.
Virðisaukaskattur af bókum
var felldur niður í haust, og
lækkuðu þær almennt í verði
sem því nemur. „Mér finnst
jólasalan hafa komið vel út,
hvort sem það er eingöngu að
þakka verðlækkuninni eða
ekki“, sagði Gunnlaugur
Jónasson í samtali við Vest-
firska fréttablaðið, „en segja
má að einn fimmti hluti verðs
á bókum hafi fallið niður. Nú
var því hægt að kaupa fimm
bækur fyrir sama verð og fjór-
ar áður, og mér virðist að það
hafi menn einmitt gert, án þess
að ég hafi um það endanlegar
tölur ennþá. Fólk kunni
greinilega að meta þessa verð-
lækkun, margir höfðu orð á
henni þegar þeir komu að
kassanum til að borga og ýms-
um kom verðið þægilega á
óvart.“
Gunnlaugur sagði að sölu-
aukningin á bókum hefði
greinilega bitnað á hljóm-
plötusölunni, þó að hún væri
ekki stór þáttur í hans rekstri,
en virðisaukaskattur leggst
ennþá á sölu á hljómplötum
og geisladiskum.
VERSLUNIN
Opið virka daga
kl. 9.30-12.30
og 13.30-18.00
Opið laugardaga kl. 11.00-18.00
Opið sunnudaga kl. 13.00-16.00
llvJl
HNIFSDAL
Sími 3611