Feykir


Feykir - 26.03.1982, Blaðsíða 4

Feykir - 26.03.1982, Blaðsíða 4
Sauðárkrókskirkja 90 ára Sauðárkrókskirkjaer90áraáþessuári. Hún varvígð 18. des. 1892 á fjórða sunnudegi í aðventu. Kirkjan er vönduð og vegleg bygging og augljóst að vel hefur verið til hennar vandað í upphafi. Það má nærri geta hvert átak það hefur verið litlum söfnuðu að reisa kirkjuna. Þegar hún var vígð voru aðeins um 20 ár frá upphafi búsetu á Sauðárkróki. Arið 1891 voru kirkjurnar að Sjávarborg og Fagranesi lagðar af og stofnuð Sauðárkrókssókn í þeirra stað. Vaknaði meðal sóknar- manna almennur og mikill áhugi á því að standa myndarlega að byggingunni. Bárust gjafir til væntanlegrar kirkju frá einstak- lingum og félögum. Hið unga bæjarfélag lagði og fram drjúgan skerf. Kirkjusmiður var ráðinn, Þorsteinn Sigurðsson að nafni og gekk smíðin vel undir hans stjórn. Margir lögðu fram vinnu og reiknuðu sér ekki laun fyrir. Sr. Árni Björnsson minnist þessa tíma nokkrum árum síðar í Kirkjublaðinu. Þar segir hann meðal annars þetta: „Sauðárkrókssöfnuður er langt frá því að geta kallast ríkur, en með allri framkvæmd sinni í kirkjubyggingarmálinu hefur hann greinilega sýnt, hversu einhuga samheldni og bræðralag á furðu- lega hægt með að framleiða þúsundirnar. Það er ekki ávallt fátækt- in einber, sem stendur gagnlegum og góðum fyrirtækjum fyrir þrifum.“ Hin 90 ára kirkja þjónar hlutverki sínu vel ennþá þótt stundum sé þröngt setinn bekkurinn enda söfnuðurinn margfalt stærri nú en var á fyrstu áratugum sóknarinnar. Safnaðarheimili eignaðist kirkjan eftir 1960. Þá var gamla sjúkrahúsið keypt og hefur það smám saman verið endurbætt og því breytt til nýrra nota það er nú hið myndarlegasta safnaðarheimili með fundar- og samkomu- sölum, eldhúsi og skrifstofu sóknarprests. Samkomur eru haldn- ar fyrir unga sem aldna og ýmis félög halda þar fundi og stærri samkomur. Þá eru þar oft haldnir ,,basarar“ til styrktar menning- ar- og líknarfélögum. Nú í vetur færði Kaupfélag Skagfirðinga og starfsmenn þess kirkjunni myndarlega gjöf til minningar um Helga Rafn Trausta- son, kaupfélagsstjóraen hann vareinnigformaðursóknarnefndar. Gjöfin var myndflutningskerfi fyrir sjónvarp þannig að nú er hægt aðfylgjast með messum ogsamkomum öðrum í Safnaðarheimilinu þe^ar kirkju sækja fleiri en þar rúmast. Á þessu ári er stefnt að því að bæta aðstöðu til æskulýðsstarfs á lofti heimilisins. Einnig er það mjög brýnt að gera við lóð og gangstéttir við kirkju og safnaðarheimili. Standa vonir til þess að því verki verði lokið snemma næsta sumar. Afmælisins verður minnst með kirkjuhátíð síðar á árinu. Sr. Hjálmar Jónsson. Sauðárkróksprestakall Guðsþjónustur í aprílmánuði Sau&árkrókskirkja: Pálmasunnudagur, 4. apríl: Ferming kl. 10.30 og 13.30. Skírdagur, 8. apríl: Ferming kl. 10.30. Alt- arisganga kl. 21.00 sama dag. Páskadagur, 11. apríl: Hátíðamessa kl. 8.00. 2. páskadagur, 12. apríl: Hátíðamessa kl. 14.00. Altarisganga kl. 21.00 sama dag. Sumardagurinn fyrsti 22. apríl: Æskulýðs- og skátamessa kl. 11.00. Hvammskirkja: Föstudagurinn langi, 9. apríl, kl. 14.00. Ketukirkja: Föstudagurinn langi, 9. apríl, kl. 16.30 Sr. Hjálmar Jónsson. Kaffibrúnum leggjum í spor þeirra vaga Lostinn syndir feta brjóstgóðar feitir kallar í vatnsbláum augum stúlkur um sand. með stráhatta. meðan sólin lækkar á loftinu. Gyrðir Eliasson, Sauðárkróki. Þessa skemmtilegu mynd af Pálínu á Skarðsá teiknaði Jón Gíslason trésmiður á Akureyri eftir mynd sem birt- ist með viðtali við Pálínu í Jólablaði Feykis, þarna er fallegt handbragð og listilega vel unnið. mm % '/ § '1 l!iS§«|!ISPív '/■ Olympíuhlauparinn á Skagaströnd Laugardaginn 20. mars frumsýndi Leikklúbbur Skagastrandar gamanleikinn ,,Ólympíuhlauparann“ eftir Derek Henfield í þýðingu Maríu Thorsteinsson. Leikstjóri við verkið var Ragnhildur Steingrímsdóttir og er þetta í þriðja sinn sem hún leikstýrir hjá Leikklúbbnum, en áður leikstýrði hún ,,Hart í bak“ og ,,Gísl“. Frá Skagaströnd hyggst Ragnhildur halda til starfa á Siglufirði. Lcikendum og lcikstjóra var vel fagnað í leikslok. Leikendur eru alls 9 en yfir 20 manns unnu við upp- setningu sýningarinnar og má því Ijóst vera að fieira þarf en leikara til að koma sýningu á fjalirnar. Inna áhugaleikarar og aðrir, sem að slíkri sýningu standa, fórnfúst starf af hendi í síharðnandi baráttu við vídeó og sjónvarp. Sést af því, að manninum hcntar ekki að vera eingöngu þiggjandi þeirrar flatneskjulcgu menningar sem fjölmiðlar ausa yfir landslýð, heldur vill hann taka þátt í að skapa sína eigin menningu. Að sjálfsögðu má svo deila um, hvert sér menningargildi hverrar sýningar. ÓLMA. — 4 . Feykir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.