Feykir - 26.03.1982, Blaðsíða 10
Jón Karlsson skrifar um
Steinullarverksmiðju
Það er að vonum að mikillar óþol-
inmæði gæti varðandi ákvörðun
um steinullarverksmiðjuna marg-
umtöluðu. Við norðanmenn höfum
jafnan gætt þess að viðhafa hóg-
væran og efnislegan málflutning
þegar þetta mál hefir komið til
umræðu í fjölmiðlum. Okkar tals-
menn hafa ekki látið egna sig til
stóryrða né staðið í að skattyrðast
við keppinautana á Suðurlandi, þó
að tilefni hafi gefist til. Þar hafa
þeirra talsmenn oft látið hafa eftir
sér ýmsar fullyrðingar og nú uppá
síðkastið gífuryrði, sem merkilegt
má heita að fullvaxnir menn og
forystumenn heils landfjórðungs
telji vera málstað sínum til fram-
dráttar. Ekki skal hér tekið upp
karp í þessum tón, en ég vil samt til
upprifjunar benda á nokkur atriði.
Steinullarverksmiðja er búin að
vera til umræðu meðal framá-
manna og íbúa á Sauðárkróki síðan
veturinn 1975/76. Ekki detturmér í
hug að efast um að meðal Sunn-
lendinga hafi verksmiðja sem þessi,
komið til umræðu á árunum
1973/76. — En hitt er víst,
að það er ekki fyrr en snemma
vetrar 1979 að vart verður við
áhuga þeirra að einhverju marki.
Þá var af hálfu okkar á Sauðárkróki
búið að vinna mikið í málinu í
góðri samvinnu við Iðnaðarráðu-
neytið. Þar lágu fyrir öll gögn
málsins og þar má segja að Sunn-
lendingar hafi „komist i málið“ —
eða þau gögn sem þar voru. Eftir
þetta setti iðnaðarráðuneytið báða
aðila á jafnhátt plan, setti nefnd í
málið og óskaði margvíslegra
gagna. Jafnframt var unnið í mál-
inu hér heima. Fullyrða má að öll
sú vinna sem hér var unnin, fyrst og
fremst af Þorsteini bæjarstjóra og
stjórn Steinullarfélagsins hafi verið
langtum markvissari og nákvæmari
en keppinautanna. Enda kom það
oft á daginn að þeir gerðu að sínu
máli og sínum rökum margt af því
sem héðan hafði komið. Þessi atriði
vega þungt um þá forystu sem
Steinullarfélagið hf. hefir haft í
málinu og skiptir þar minnstu
hverjum hafi dottið verksmiðja
fyrst í hug. Kannanir Steinullar-
félagsins leiddu í ljós að ekki er
unnt að fá viðunandi verð fyrir
framleiðsluna erlendis. Það er til-
tölulega stutt síðan sunnlendingar
viðurkenndu þetta, en þá með því
að segjast tilbúnir að byggja „litla“
verksmiðju, sem þeir höfðu þó for-
dæmt áður. Norðanmenn hafa haft
með höndum víðtækar athuganir á
bræðsluofnum og allri tækni sem til
þarf í þessum efnum. Hefur verið
haft samband við mörg fyrirtæki
erlendis, sem framleiða slQcan
búnað og safnað margvíslegum
upplýsingum. Hafa allmörg fyrir-
tæki erlendis verið heimsótt og við
þau rætt ítarlega. Rangar eru fyll-
yrðingar Sunnelndinga um að við
séum að ryöjast inní einhver sam-
bönd sem þeir hafi við fyrirtæki á
Norðurlöndum. Við vorum þegar á
árunum 1977 og 78 1 sambandi við
þessi fyrirtæki og hefur öllum leið-
um verið haldið opnum til áfram-
haldandi samstarfs ef hagkvæmt
þætti. Sama má segja um stórfyrir-
tæki bæði i Þýskalandi og Frakk-
landi, á þessu sviði; þar er opin leið
að taka upp náið samstarf, en allt
slíkt bíður þess fyrirtækis sem
stofnað verður til reksturs væntan-
legrar verksmiðju og stjórnenda
þess.
Allar áætlanir um að reisa verk-
smiðju af þeirri stærð sem hér hefir
verið gert hafa miðast við stækkun
síðar, ef t.d. hagkvæmt yrði talið að
flytja út. En öll skynsemi virðist
mæla með því að rétt sér að byrja
smærra og bæta síðan við í stað
þess að byrja stórt — og fá e.t.v.
stóran skell. Raunar hafa Sunn-
lendingar nú viðurkennt þetta, með
því að nú nýverið hafa þeir tjáð sig
fúsa til að byggja litla verksmiðju.
Að lokum þetta: Ef það á að líðast
—þegar ein sveitarstjórn er búin að
leggja svo mikið í sölurnar sem hér
er gert, við að leggja grundvöll að
atvinnufyrirtæki — að Alþingi
komi og taki þetta úr höndum
heimamanna og rétti alla þessa
vinnu og áform öðrum — þá er
hætt við að margur sveitarstjómar-
maðurinn sjái í því lítinn tilgang að
eyða kröftum i uppbyggingu at-
vinnulífs.
Jón Karlsson.
Vísnakeppni
Safnamála
Tímaritið Safnamál, sem gefið er út
af Héraðsbóka- og Héaðsskjala-
safni Skagfirðinga, hefur undan-
farin ár gengist fyrir vísnakeppni.
Er það að tilstuðlan Magnúsar
heitins Bjarnasonar kennara á
Sauðárkróki, sem var mikill
áhugamaður um vísnagerð og
stofnaði sjóð til að standa fyrir ár-
legri vísnakeppni í héraðinu. Þareð
þátttaka hefur verið fremur dræm
oft á tíðum vilja aðstandendur
t)n»* '■hoM*ptnin*»r tm . . . I3íí ; Vfc.»..rttí .•.„//>. • . 9
iJ .
«****>'* • <
Mt■ xxhtn'fúu gerd) . t>
1Í. ■•> . 'i*
il
»
áiT{a»q'Ui- i'DK)
saina
Minal
10 . Feyklr
vísnakeppninnar koma henni á
framfæri við lesendur Feykis og
hvetja alla „hagsmiði bragar" til að
spreyta sig og senda vísur og botna.
Mun Feykir væntanlega síðar birta
úrslit úr keppninni og eitthvert
sýnishorn að auki.
Keppnin fer þannig fram, að
lesendur eru beðnir að gera til-
tcknu yrkisefni skil í heilli vísu. Að
þessu sinni eru þeir beðnir að yrkja
um Vorkomuna. Ennfremur eru
birtir fyrripartar tveir og glími
menn nú við að botna:
Það gæti varla verið synd,
en vakið öfund hinna ...
Ekki reynist gatan greið,
grettum steinum þakin ...
Botna og vísur skal merkja dul-
nefni, en höfundamafn fylgi í lok-
uðu umslagi, merkt dulnefninu, og
sendist til Héraðsskjalasafns Skag-
firðinga, Safnahúsinu, Sauðár-
króki. Sérstök dómnefnd velur slð-
an úr aðsendu efni og verða veitt
bókaverðlaun fyrir bestu visu og
botna.
Skilafrestur er til 15. aprQ 1982.
Kvenfélagskonur á Sauðárkróki taka lagið i Safnaðarheimilinu
Sólborg Björnsdóttir leikur á gítarinn, en þær sem lagið taka með
henni ero f.v. Lára Angantýsdóttir, Sigriður ögmundsdóttir, Lilla
Bjarman, Ása Helgadóttir, Alda Ellertsdóttir.
Línurskýrast
Óðum skýrast framboðslín-
urnar til bæjarstjórnarkosninga
á Sauðárkróki. I síðasta tbl.
Feykis voru birt nöfn efstu
manna á lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Alþýðubandalagið hefur nú
gengið frá sínum lista, og eru
níu efstu menn þessir: Stefán
Guðmundsson, Marta Bjarna-
dóttir, Rúnar Bachmann, Anna
Kristín Gunnarsdóttir, Sigur-
lína Árnadóttir, Jens Andrés-
son, Skúli Jóhannsson, Lára
Angantýsdóttir og Bragi Skúla-
son.
Ekki er enn búið að ganga frá
lista Alþýðuflokks. Eftir því
sem Feykir kemst næst munu
fjórir efstu menn þar að löc-
indum verða: Jón Karlsson,
Dóra Þorsteinsdóttir, Helga
Hannesdóttir og Guðmundur
Guðmundsson.
Listi Framsóknarflokksins
eru heldur ekki tilbúinn, en
Feykir hefur hlerað að þar verði
þessir fjórir í efstu sætum:
Magnús Sigurjónsson, Sig-
hvatur Torfason, Pétur Péturs-
son og Björn Magnús
Björgvinsson.
Hávær þögn rOcir enn um
óháðan lista Harðar Ingimars-
sonar. Feykir hefur þó heyrt að
Hörður og félagar ætli sér
a.m.k. tvö sæti i næstu bæjar-
stjóm.
Sauðárkrókur:
Tannlæknaþjónusta
Sæmundur Hermannsson segir frá
Tannlæknaskortur er á
Sauðárkróki og í Skagafjarðar-
sýslu, og hefur svo verið um
langan tíma. Við spurðum Sæ-
mund Hermannsson ráðsmann
Sjúkrahúss Skagfirðinga hvort
gert væri ráð fyrir tannlækninga-
aðstöðu í nýju heilsugæslustöð-
inni sem risin er við sjúkrahúsið.
Það kom fram í svari Sæm-
undar að 5 ár eru liðin síðan
vinna hófst við heilsugæslustöð-
ina og ekki sæi fyrir endann
ennþá. Sæmundur sagði að í
upphafi hefði verið hugmyndin
að hafa þarna tannlæknastofur,
en áætlanir breyttust. Sagði
Sæmundur að í lögum væri
ákvæði um að stjórnir heilsu-
gæslustöðva ættu að stuðla að því
að tannlæknaþjónusta væri veitt
á svæði stöðvarinnar.
Þegar útséð var um að
tannlæknastofur yrðu 1 nýju
heilsugæslustöðinni var farið að
svipast um eftir öðru slOcu hús-
næði, sem hentað gæti tveimur til
þremur tannlæknum og sameig-
inlegu þjónustuliði. Var HúsavQc
hér tekin til fyrirmyndar, en þar
eru þrír tannlæknar saman um
húsnæði og þjónustu. Trésmiðjan
Borg á Sauðárkróki lýsti sig
reiðubúna að útvega húspláss, og
arkítekt var fenginn til að gera
drög að innréttingu. Dráttur varð
svo á að húsnæðið yrði tekið á
leigu, og nú er svo komið að
Borgarmenn telja sig ekki geta
misst það.
Sæmundur sagði sína afstöðu
þá að það bæri að halda áfram að
leita að hentugu húsnæði undir
tannlæknastofu. Fólkið ætti rétt á
öruggri þjónustu. Kvaðst
Sæmundur álíta að vilji væri fyrir
því að veita tannlæknum fyrir-
greiðslu til kaupa á tækjum til
þessarar þjónustu. Þjónustan eins
og hún væri nú væri óviðunandi.
Aðeins einn tannlæknir væri
starfandi í sýslunni en annar væri
á hlaupum hér annað slagið.
Nýtt
heillaskeyti
Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju hefur nú gefið út nýtt heillaskeyti. Á
skeytinu er vatnslitamynd af kirkjunni og safnaðarheimilinu eftir lista-
konuna Ástu Pálsdóttur frá Sauðárkróki. Myndprent á Sauðárkróki hefur
prentað.
Skeytasala verður í safnaðarheimilinu laugardag 3. aprQ kl. 13-17 og á
pálmasunnudag kl. 10-17. Miðvikudaginn 7. apríl verður skeytasalan opin
kl. 13-17 og gog á skírdag kl. 13-15.