Feykir


Feykir - 26.03.1982, Blaðsíða 9

Feykir - 26.03.1982, Blaðsíða 9
Ægileg lífsreynsla: Hjartað hamaðist eins og hríðskotabyssa Sigurfinnur Jónsson segir frá Sigurfinnur Jónsson varð fyrir miklu slysi þann 30. maí 1973, á afmælisdegi konu sinnar Maríu Jóhannsdóttur frá Daðastöðum á Reykjaströnd. Ekki var minnst á þetta slys í fréttum. Þó mun ganga kraftaverki næst að maðurinn skyldi lifa það af. Hann var uppi í rafmagns- staur að gera við spennistöð hjá Melsgili í Staðarhreppi. Full spenna var á línunni, 11 þúsund volt. A þeim árum voru ekki öryggi á línuspottum þannig að hægt væri að taka straum af litlu svæði. Öll Skagafjarðarveita var á sama örygginu og þess vegna hafði Sigurfinni orðið svo lítið ágengt í að fá að taka straum af h'num þegar gera þurfti við, ef minnsti möguleiki varað komast hjá straumrofi. Sigurfinnur var búinn að vinna lengi hjá RARIK og var verkstjóri þegar hér var komið sögu. Hann þótti nokkuð harð- ur í horn að taka, en var þó all- taf harðastur við sjálfan sig. Það var oft erfitt að finna bilan- irnar á raflínunum hér áður þegar öryggin voru svo fá. Oft þurfti að ganga langar leiðir í grenjandi hríð. Það kom aldrei slíkur óveðursdagur að ekki væri reynt að gera við ef bilað var. Fólkið vildi sitt rafmagn, hvað sem hríðinni leið. Hann er fæddur á Daðastöð- um á Reykjaströnd árið 1930, en fluttist síðar að Stcini á sömu strönd. Hann var oft á vertíðum fyrir sunnan á vetrum og við bjargsig í Drangey á vorin. Þær veiðar eru vart til serri hann hef- ur ekki stundað og fróðir menn segja að hann sé einhver mesta skytta landsins. Þar sem Sigurfinnur er að bjástra þarna uppi í staurnum og búinn að lengja í öryggis- beltinu rennur járnskórinn til á veðruðum staurnum með þeim afleiðingum að maðurinn snýst hálfhring um staurinn og rekur þá höndina í háspennuvírinn. Hann hélt fullri rænu en var al- veg lamaður og sá nú loftið loga allt í kringum sig. Hjartað ha- maðit eins og hríðskotabyssa. Hann reyndi hvað eftir annað aðslíta siglausan. Vinstri handleggurinn tók nú að brenna, og einnig lærið vin- stra megin þar sem það lá upp að staurnum. Það var eins og glóandi járn væri sett á lærið og stærðar stykki brann alveg inn að hvítu beini. Þá brann ilin á hægra fæti. Einnig brann undir upphandleggnum vinstra megin. Það blæddi ekkert, blóðið sem leitaði út þornaði upp, stiknaði. Kvalirnar voru geysilegar og straumurinn hrísl- aðist um allar taugar. Svona liðu nokkrar sekúndur. Maður- inn neitaði að viðurkenna að hann væri dauður, hefur talið sig hafa töluvert að lifa fyrir. Hann átti konu og tvær ungar dætur. I staurnum var jarðskaut og gömul einangrun á því, sem brann, og þá sló út, - allur Skagafjörður varð rafmagns- laus. Sigurður Ólason var með Sigurfinni þennan dag og kom nú upp í staurinn og hjálpaði honum niður. ,,Við skulum vera snöggir áður en þeir slá inn aftur,“ sagði Finni. Hann gat gengið að bílnum, en þegar hann var sestur inn lamaðist fóturinn. Hann tók af sér úrið, en þá fylgdi skinnið með. Hann hélt rænu alla leiðina út á Krók, sagði fátt, en þegar hann hitti lækna spurði hann hvort þeir ættu ekki eitthvað deyfandi. Hann var sjö daga á gjörgæsl- udeild. Það var vond lykt af öskunni og hinu brunna holdi. Sá frægi læknir Árni Björnsson annaðist Finna. Haft var eftir Árna að hann hefði aldrei feng- ið svona mann inn á spítalann. Það þurfti að flytja mikið skinn og teygja á alla vegu. Á lækn- aþingi síðar var þessu tilfelli gerð skil, myndir sýndar og fórnarlambið kallað suður. ,,Ef þú gefst upp, í hverju sem er, ertu dauður þó að þú sért li- fandi. Árni sagði að enginn læknir gæti læknað mann nema maður vildi það sjálfur.“ Hann fór aldrei á Reykjalund í endurhæfingu, en þjálfaði sig sjálfur. Árni læknir hafði sagt honum að hann mundi aðeins geta gengið á sléttri götu. Hann ýtti á kúplinguna í landrovern- um með priki. Svo gekk hann til rjúpna um haustið og henti stafnum. Hann datt hvað eftir annað, því sinar voru veikar vinstra megin og vöðvar rýrir. Hann gekk þar til hann var orð- inn máttlaus í fætinum, hvíldi sig þá um stund - og hélt áfram. Hann hefur dálítinn mátt í vin- stri upphandlegg og getur hald- ið byssunni og miðað með því að leggja hana á gervihandlegg- inn. En hann verður að vera fljótur að miða því kraftarnir endast aðeins örskamma stund. Samt hittir hann jafnvel og áður. Félagi Sigurfinns tjáði mér að erfitt væri að fylgja honum eftir á veiðunum. Þetta fyrsta haust eftir slysið gengu þeir saman upp á Tindastól. Þegar komið var niður á veg aftur tók Finni stefnuna upp á Þverárfjall. Á leiðinni þaðan bauð hann fél- aga sínum að bera fyrir hann rjúpuna, hefur líklega séð að hann var að niðurlotum kom- inn. í desember þetta sama ár var Sigurfinnur byrjaður aftur hjá RARIK, og þar vinnur hann enn, en tekur alltaf 2-3 mánuði til veiða á haustin og gengur þá kannski 8 tíma í striklotu á fjöll- um. Á sumrin fer hann í eftir- litsferðir með öllum raflínum í Skagafirði og jafnvel Húna- þingi og eru þær samanlagt meira en þúsund kílómetra langar. Það verður því ekki sagt að Sigurfinnur gangi aðeins sléttar götur. Hann sleit að vísu þessar fáu sinar við hægra hnéð í hitteð- fyrra, þegar hann datt á hálku. Það var hálfum mánuði fyrir rjúpnatímann. Ólafur læknir Sveinsson á Sauðárkróki tengdi sinarnar á ný og Sigurfinnur var í gipsi í mánuð, en fór strax eftir það til rjúpna. „Það er margt sem fatlaðir menn geta gert, þetta er ekkert einsdæmi," segir maðurinn af hógværð. — Færðu aldrei martröð? „Martröð? Til hvers? Það deyja allir. Þetta er bara spurn- ing um tíma. - Þegar menn lenda í svona nokkru er líklega mikilvægast að fá ekki ,,sjokk“. Það hefur sjálfsagt drepið margan manninn. Hvað mig varðar, þá vakna ég iðulega á nóttum vegna kvaia. En það má venjast þeim þegar maður gerir sér Ijóst hvaða kosta maður á völ.“ Sigurfinnur uppi á Kerlingu vorið 1955. Á Rauðkoili vorið 1957. Mastrið hallast fram yfir þverhnípt bergið. Sigurfinnur tekur sér hvíld. Ósammála Árna frá Reykjum Talið barst að veiðiskap. Sigur- finnur kvaðst um margt vera ósammála því sem Árni frá Reykjum skrifaði í næstsíðasta Feyki. Sagði Sigurfinnur að flekaveiðar væru þær einu veiðar sem hann hefði gefist upp á. Þó hefði hann ekki haft meira upp úr neinum öðrum veiðum. Hann sagði villt dýr bera betur sár en hræðslu. „Og hræðslunni verður hver einasti fugl fyrir þegar hann uppgötvar að hann er orðinn fastur. Á skyttiríi er ekki nema einstaka fugl sem særist og sleppur. Næl- onsnúran skarst alveg inn í bein. Álkan, sem er geysiharð- ur fugl, hætti aldrei fyrr en hún fótbraut sig. En sinin er seig. Og það kom aðeins örsjaldan fyrir að fæturnir slitnuðu og hún fylgi burt fótalaus. Það var oft mikið veitt við Drangey. Einn sólrhringinn veiddum við fjórir 1000 fugla. En það er ekki hægt að gera allt fyrir peninga. Ef mönnum líður illa við það sem þeir gera, þá eiga þeir að hætta. Ég kalla flekaveiði ekki veiði- skap. En það er rétt hjá Árna að vissir menn ættu ekki að hafa byssuleyfi. Þeir sem sigla fretandi um sjóinn eða veiða rjúpu og refi af snjósleðum þverbrjóta öll siðalögmál. „Sigurfinnur sagði að það ætti að friða refinn á vorin. „Á grenjunum eru hvolparnir kvaldir, og refurinn kemur heim þó að hann viti að maður sé á greninu. Það er aðeins einn af hverjum 100 refum sem bítur fé. Svoleiðis dýrum verður auðvitað aðná.“ Við kveðjum Sigurfinn Jóns- son með góðum óskum. Þessi maður virðist ekki vera feigur. Einu sinni fékk hann stein í hausinn við bjargsig í Drangey. I annað sinn hafði hann sig upp úr vök með því að velta sér upp á skörina og að bakkanum á ánni. Og 11 þúsund volta spennu lifði hann af eins og greint hefur verið frá. Ekki alls fyrir löngu var bíl ekið á hann á ógnarhraða framan við sam- komuhúsið Bifröst. Ökumaður hafði stigið bensínið í botn í staðinn fyrir bremsuna. Finni brá hendinni, þeirri einu sem eftir er, eldsnöggt upp á húddið og vippaði sér upp. Hann kom standandi niður aftan viðbílinn, gekk inn í Bifröst og keypti miða á árshátíð Stangveiðifél- agsins. Feykir . 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.