Feykir


Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 2

Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 2
HOTEL MÆLIFELL Minningarsjóður Rúnars Inga Björnssonar Innan Ungmennafélagsins Tindastóls var stofnaður minn- ingarsjóður um ungan og efni- legan íþróttamann, Rúnar Inga Bjömsson. Stjóm sjóðsins ákvað að verja fjárhæð úr sjóðnum til kaupa á tækjum til að kvikmynda og sýna kappleiki, sem hverju iþrótta- félagi er nauðsynlegt, til að kanna hæfni og galla mótherjanna og eigin, svo einhver árangur náist. En mikið fjármagn vantaði til þess að koma málinu í höfn. Því var það að áhugasamir menn um íþróttir, innan Kiwanisklúbbsins Drangeyjar, gengust fyrir því að klúbburinn tók að sér söfnun á því fé sem á vantaði og vill klúbburinn koma á framfæri sér- stöku þakklæti til þeirra mörgu einstaklinga og fyrirtækja sem léð hafa þessu þarfa máli lið. Eftirtaldir aðilar hafa látið fé af hendi rakna svo að ungmenna- félagið Tindastóll geti eignast þessi tæki: Kaupfélag Skagfirð- inga, Útgerðarfélag Skagfirðinga, Búnaðarbanki ísl., Sauðárkróki, Bæjarsjóður og Hitaveita Sauð- árkróks, Rafveita Sauðárkróks, Loðskinn hf. Trésmiðjan Björk sf., Verslunin Sparta og Lilja, Bláfell — Baldvin Kristjánsson, Tannlæknastofa Páls Ragnars- son, Trésmiðjan Borg hf., Bygg- ingafélagið Hlynur hf. Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey, Áhöfn af Drangey SK 1, Hátún húsgagnaverslun, Vélsmiðjan Logi sf., Fiskiðja Sauðárkróks hf., Hraðfrystihúsið Skjöldur hf., Steypustöð Skagafjarðar hf., Tré- smiðjan Einir sf., Rafsjá hf., Saumastofan Vaka, Sauðárkfóks Apótek, Ferðaþjónustan hf., Sauðárkróki, Hótel Mælifell, Matvörubúðin sf., Kristján Ara- son, múraram., Pálmi Sighvats- son, húsgagnab., Verslun Har- aldar Júlíussonar, Garðar Guð- jónsson, Guðjón Ingimundárson, Hilmar Hilmarsson, Rúnar Gíslason, Símon Skarphéðinsson, Sigurbjöm Skarphéðinsson, Eiríkur Sigurðsson, Jón Ámason, Haraldur Sigurðsson, Rögnvald- ur Ámason, Jóhann Eymunds- son, Jón Sigurðsson, Georg Her- mannsson, Gísli Antonsson, Ingi Friðbjömsson, Ómar Kjartans- son, Ingimar Ástvaldsson, Sig- urður Tómasson, Bifreiðaverkst. Áki. Oháðir og samvaldir Með heilsíðuauglýsingu í Feyki hófu K-listamenn baráttuna gegn flokksvaldinu á S.króki. Einhverjir hefðu nú talið að þar yrðu tekin til umfjöllunar þau málefni sem hafa orðið til þess að þessir ágætu borgarar, félag- ar minir og vinir sumir hverjir, telja sig ekki geta átt samleið með neinum þeirra flokka sem íslenskt lýðræði hefur byggt á um langan tíma og margir telja að rúmi með hugmyndafræði sinni þær skoðanir og stefnur sem flestir landsmenn aðhyllast. En hvað gat að líta? Efst á blaði var alþjóðlegur flugvöllur við S.krók. Og þá vaknar sú spuming, hvort flokkamir hér hafi verið á móti uppbyggingu þessa flugvallar. Er það þess vegna sem óháður listi verður til? Þeir sem fylgst hafa með bæjarmálum, nú eða flugmál- um (því þessi framkvæmd er jú á vegum flugmálayfirvalda og ekki að neinu leyti kostuð af bæjarsjóði), viti að alger ein- hugur hefur ríkt um þessa framkvæmd hjá öllum flokkum og verður vonandi áfram. Og hvað getur svo að líta? Skipulags- og umhvefismál. Vitaskuld eru þetta mikilvægir málaflokkar sem bæjarbúar vilja að séu í góðu lagi og þurfa að vera það. En hvers vegna að skipa sér undir óháðan lista til að vinna þeim málum gagn. Eru K-listamenn óánægðir með teiknistofuna sem hér er rekin og vilja þeir kannski að hún verði lögð niður? Það er nú samt álit margra að þessi skrifstofa sé mikill fengur fyrir allt skipu- lagsstarf i bænum og reyndar kjördæminu öllu og að skipu- lagsmál séu nú í betra horfi en oft áður. Sama er ekki hægt að segja um umhverfismál. Þar hefur verið sofið á verðinum og gera þarf stórátak í þeim málum á næstu árum. Um það getum við verið sammála. En hvers vegna þá óháð framboð? Fyrsti maður K-listans hefur haft þessi mál í hendi sér sl. 4 ár og hvað hefur áunnist, hvar eru þær fjárveitingar sem gert hefðu kleift að sinna þessum málum t.d. i Hlíðarhverfi? Þeir velta því sjálfsagt fyrir sér íbúamir þar. Og þá er komið að þriðja og síðasta stórtrompi K-listans í þessari auglýsingu um listann, iþróttahúsinu. Hafi verið ein- hugur um nokkurt mál í kosn- ingabaráttunni 1978 þá var það um byggingu iþróttahúss og það fljótt. Það var einstakur póli- tiskur samhugur um það mál og hefði mátt ætla að skjótt yrði hafist handa og allt gert til að flýta framkvæmdum. Hvað segir myndin af grunninum í auglýsingu Harðarmanna um það? Að sjálfsögðu segir hún jjað að orð og gerðir fara ekki ætíð saman og eins og í fleiru hefur 1. maður á K-lista haft þetta mál í hendi sér sl. 4 ár með þessum lika árangri. Varla þurfa óháðir að leita undir þann hatt í von um betri tíð fyrir framgang þeirrar framkvæmd- ar. Með einhverjum rökum má sjálfsagt réttlæta óháð framboð t.d. ef um alvarlegan ágreining er að ræða um stefnumótun og framkvæmdir. En með einn valdamesta mann bæjarins sl. 4 ár sem skipstjóra er vart um það að ræða í þessu tilfelli. Óháðir og samvaldir hefðu heldur átt að fræða kjósendur um sam- heldni sína í félagsheimilismál- inu. Það er alkunna að skip- stjórinn á K-listanum hefur knúð fram fjárveitingar í þá framkvæmd með hörku og hót- aði á miðju kjörtímabili að slíta meirihlutasamstarfi nema samþ. fengist fyrir lóð undir húsið norðan í Áshildarholts- hæð. Það er einnig alkunna að stýrimaður K-listans veit ekki margt vitlausara en að byggja umrætt hús á þeim stað. Fróð- legra hefði verið að vita hvað samhentir hafa ályktað í þeim efnum. Þeir sem lagt hafa á sig að sitja bæjarstjómarfundi hafa eflaust tekið eftir því að efsti maður K-listans hefur oftar en talið verður séð ástæðu til þess að vera með hnútukast í stærsta atvinnurekanda bæjarins, KS. Hefur undirritaður oft undrast þá heift og haldið uppi and- mælum. Fróðlegt hefði því ver- ið að fá úr því skorið hvort stýrimaðurinn ætlar að taka undir þennan málflutning eða hvort óháðir séu ef til vill ekki eins samvaldir og þeir vilja vera láta í umræddri auglýsingu. Nokkur tími er enn til kosn- inga og því von til þess að þessi mál beri á þeirra góma og umræddir frambjóðendur gefi kjósendum sínum svör. Von- andi eyða þeir þá nokkrum lín- um í lítinn málaflokk sem hefur verið okkur framsóknarmönn- um hugleikinn og kallast AT- VINNUMÁL. Stéfán Pedersen. Athugasemd frá nokkrum Seylhreppingum. Við mótmælum þeim fullyrðingum Páls Péturssonar, sem hér fara á eftir og lýsum því yfir, að hvað okkur snertir eru þær staðlausir stafir. Á Alþingi þann 31. mars s.l. sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins meðal annars, að Bldönusamning- um hefði verið „böðlað áfram með óeðlilegum hætti, heimamenn beittir miklum og óeðlilegum þrýstingi, einstakir hrepps- nefndarmenn hundeltir, skuldug- um bændum hótað og leiguliðar hins opinbera látnir vita hvem veg þeir ættu að haga sér.“ Þar sem við undirritaðir erum „leiguliðar hins opinbera“ þykir okkur ástæða til að taka eftirfar- andi fram: Það er fjarri öllum sanni, að op- inberir aðilar eða einstaklingar hafi beitt þrýstingi, hótunum eða öðr- um óheiðarlegum aðferðum í þá veru að vinna okkur til fylgis við samninga þá um Blönduvirkjun, ' sem þegar hafa verið samþykktir og undirritaðir af samninganefndum hreppanna og hins opinbera. f þeim málum sem öðrum höfum við farið eftir eigin skoðunum og sannfæringu og engan látið segja okkur fyrir um „hvem veg við ætt- um að haga okkur". Stefán Haraldsson, Víðidal. Sigurður Óskarsson, Krossanesi. Jóhann Gunnlaugsson, Víðimýri. Jón Gissurarson, Vfðimýrarseli. Hlifar Hjaltason, Viðiholti. Drykkja veldur krabba f læknariti bandarfeka krabba- meinsfélagsins segir að rannsókn tveggja þekktra vfeindamanna, dr. Mashbergs og Garfinkels, bendi til þess að áfengisdrykkja valdi krabbameini í munni. Mikil drykkja virðist mun hættulegri í þessum sökum en miklar reyking- ar. Það er athyglisvert að neysla léttra vína og áfengs öls hefur að líkindum skaðvænlegri áhrif að þessu leyti en drykkja sterkra teg- unda ef sama magn vínanda er innbyrt. — Krabbi í munni er afar fátíður meðal þeirra sem hvorki reykja né drekka. En þeir sem drekka að ráði eru í allt að 15 sinn- um meiri hættu en bindindismenn hvað sjúkdóm þennan varðar. (Áfengisvamaráð 31. 3. ’82) Undir Nöfum Einhverra hluta vegna barst mér ekki i hendur, fyrr en nú, 6. tölublað af Feyki 1981, þar sem Hilmir Jóhannesson gerir að umtalsefni 15 ára gamlan draum, sem hann telur vera, þ.e. byggingu félagsheimilis á Sauðárkróki. Það kemur ekki fram i greinarstúfnum hvera hlut greinarhöfundur á að þessu máli. Það skildi þó ekki vera að hann hefi leikið þar aðal- hlutverkið siðustu fjögur árin. Ætli nokkrum detti i hug, sem les greinina i umræddu tölu- blaði Feykis, að hér sé að kveða sér hljóðs formaður Bifrastarstjóraar og sá sem lét vinna teikningar númer tvö af nýrri Bifröst? Nú er það svo, að til þess að menn dreymi, þurfa þeir að sofa, ekki fast, en sofa samt. Þar kemur kannski skýringin á því, hvers vegna Hilmir Jóhannesson og félagar, vörðu til þess 15 milljónum eða meir, sumarið 1978, að láta Jón Haraldsson arkitekt teikna mikið hús til byggingar á Ás- hildarholtshæð, þar sem þá var óskipulagt svæði af hálfu skipulagsyfirvalda. Það hefur auðvitað gerst i svefni, eða var það kannski Ifka draumur? En einhver bað nú arkitekt- inn að vinna þetta verk og reikningana þurfti að greiða. Svo þegar farið var að skipu- leggja svæðið kom í Ijós, að húsið gat ekki staðið þar sem arkitektinn ætlaði því stað. Hver ber ábyrgð á því? Auðvitað ekki formaður Bif- rastarstjóraar eða hvað? Þegar svona er unnið, er ekki von til mikils árangurs. Og það er ekki sanngjarat að skella skuldinni á bæjarbúa almennt. Nema þá að þvi leyti, að bæjarbúar hafa kosið menn til að vinna að þessum málum sem öðrum. Formaður Bifrastar er vara- bæjarfulltrúi Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna. Flokksins, sem lagður var nið- ur formlega, fyrir alllöngu. Það er þvf meira að, heldur en svefnfarir og erfiðir draumar, það má segja að hér séu lfka svipir á ferðinni. Þyrairós svaf f eina öld, segir i ævintýrinu, en þá kom einn konungsson og vakti hana. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti, að þeir féiagarair Hilmir Jóhannesson og Hörð- ur Ingimarsson kæmi i gerfi konungssonarins inn f Bifrast- armálin, þá hefur sú von bragðist. En séu þeir f hlut- verkum Þyrnirósar, sem draumfarir benda til, verða menn trúlega að bfða enn um sinn, eftir frumkvæði þeirra til lausnar húsnæðismála skemmtanaiðnaðarins á Sauðárkróki. Skr. 11. 04. 1982, Magnús Sigurjónsson. 2 . fteyfcif

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.