Feykir


Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 13

Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 13
mm A myndmni oru: IVIacjiuis Sigfusson. Mnrgrot Baldursdoll ir Magnus Sigurjonsson. Steinar Skarpheöinsson. Jo hanna Haraldsdottir. Petur Petursson, Sighvatur Torfa son Bjorn Magnus Bjorgvinsson og Svoinn Friðvinsson FRAMBOÐSLISTI FRAMSÓKNAR- FÉLAGS SAUÐÁRKRÓKS vegna bæjarstjórnarkosninga 22. maí 1982. 1. Magnús Sigurjónsson, deildarstjóri. 2. SighvaturTorfason, kennari. 3. Bjöm Magnús Björgvinsson, fþróttakennari. 4. Pétur Pétursson, byggingameistari. 5. Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri. 6. Jóhanna Haraldsdóttir, sjúkraliði. 7. Sveinn Friðvinsson, innheimtufulltr. 8. Margrét Baldursdóttir, gjaldkeri. 9. Magnús Sigfússon, byggingameistari. 10. Bragi Haraldsson, byggingameist ari. 11. Pálmi Sighvatsson, bólstrari. 12. Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri. 13. Svanborg Guðjónsdóttir, húsmóðir. 14. Áml Indriðason, verkamaður. 15. Erla Einarsdóttir, skrifstofumaður. 16. Ástvaldur Guðmundsson, útvarpsvirki. 17. Sæmundur Á. Hermannsson, sjúkrahússráðsmaður. 18. Stefán Guðmundsson, alþingismaður. VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Við sem skipum B-listann sendum þér lesandi góður baráttu- kveðjur um leið og við leitum eftir stuðningi þínum í komandi kosningum. Við gerum okkur grein fyrir því að það gera fleiri og að baráttan um traust þitt og fylgi er hörð. Kostir okkar og gallar sem einstaklinga eru sjálfsagt hvorki meiri eða minni en annarra frambjóðenda en það sem úrslit- um ræður og við viljum benda þér sérstaklega á er sú stefna sem við fylgjum í bæjarmálum og reynslan hefur kennt að hefur stuðlað að batnandi hag og bættu mannlífi hér í bæ. Við teljum að einkenni þessarar stefnu sé kjarkur, dugnaður og framsýni. Með það að leiðarljósi teljum við flesta vegi færa. Ef þú ert sama sinnis þá eigum við samleið. Að sjálfsögðu munt þú spyrja: Hvað ætlar þessi hópur að gera sem réttlætir fylgi mitt? Svarið er að finna í hugmyndum okkar um eflingu at- vinnulífsins sem er að okkar mati grundvallaratriði, aukinni þjónustu við unga og aldna og stórauknu átaki í umhverfis- málum og þá fyrst og fremst I gatnagerð og frágangi opinna svæða í bænum. Við bendum á að alger samstaða hefur verið um steinullarverksmiðjuna en undirbúningur að stofnun hennar hófst á kjörtímabilinu 74-78 þegar framsóknarmenn voru leiðandi afl í bæjarstjórn og það er allra von að það mál fái farsælan endi. En við teljum aö samtímis verði að renna fleiri stoðum undir atvinnulifið í bænum, en það hefur núver- andi meirihluti vanrækt. Einhugur hefur verið um byggingu íþróttahúss en dugleysi núverandi meirihluta hefur tafið framkvæmdir. Við erum tilbúin að hafa forgöngu um farsælan framgang þess máls. Við bendum þér á forgöngu framsókn- armanna um byggingu dvalar- og hjúkrunarheimilis fyrir aldr- aða, þar hefur verið unnið af bjartsýni og djörfung. Hug- myndum okkar um gatnagerð var hafnað af núverandi meiri- hluta allt þetta kjörtímabil. Þú getur treyst okkur til þess að taka það verkefni upp að nýju af fullri einurð. í síðustu kosningum vantaði B-listann aðeins 3 atkvæði til að koma fjórum mönnum í bæjarstjórn. Takmarkið nú er þvi að tryggja kosningu Péturs Péturssonar. Sigur B-listans þýðir að aftur verður tekin upp stefna áræðis og kjarks þar sem trúin á framtíð bæjarins er hið leiðandi afl. Hugsaðu málið vel, trúlega eigum viðsamleið. ÁVARP FRAMBJÓÐENDA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Féýkir . 13

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.