Feykir


Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 15

Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 15
Hvorki er ég dauður.... Framhald af bls. 1 verði byggð í Blöndu, ef leið II yrði valin. Það er því tómt mál að tala um leið II og ekkert annað en gegnsæ blekking, að allur vandi væri úr sögunni og málið leyst, ef sá kostur yrði valinn. Hvað tæki við? Leið II táknar sem sagt enga Blönduvirkjun í bráð. En líklega gengur Helgi skrefinu lengra, enda er einnig mjög veruleg landeyðing með margumtalaðri leið II. Hann er sjálfsagt alfarið á móti virkjun í Blöndu. Það er sjónarmið út af fyrir sig. En hvað tekur þá við. Núverandi ríkisstjóm ákvað, þegar hún var mynduð, að næsta stórvirkjun yrði utan eldvirkra svæða. Að Blöndu frágenginni er því ljóst, að næsta stórvirkjun yrði Fljótsdalsvirkjun. Eins og Helga er vafalaust ljóst, er það almennt viðurkennt af þeim sem til þekkja, að landsspjöllin á miðlunarstæði Fljótsdalsvirkjunar eru miklu meiri en þau sem verða við Blöndu; landið sem fer undir vatn er stærra og gildi þess frá sjónarmiði landkosta og náttúru- fegurðar miklu meira, m.a. að dómi Náttúruvemdarráðs. Ef Helgi Baldursson er á förum í landfræðilegri merkingu eftir sein- ustu tíðindi í Blöndumálinu, þá veit hann vonandi, hvert hann á að fara. Á Austurlandi er sannarlega óplægður akur fyrir sjónarmið hans, því að þar hefur enginn hreyft andmælum gegn væntan- legum virkjunarkosti svo kunnugt sé. Málamiðlun? Ég veit ekki, hvort Helga Bald- urssyni er mikið um málamiðlanir. Helst gæti ég trúað því að hann sé hafinn yfir þess háttar brölt, þegar himnesk náttúra jarðar er annars vegar. En við sem erum að paufast við að stjóma landinu, stöndum í þessu daglega að miðla málum og tryggja sættir í erfiðum deiluefnum. Deilan um næstu stórvirkjun landsmanna hefur verið þrælslega snúið mál. Þar hafa þó mikilvægar sættir tekist með nýgerðum samn- ingi við fimm hreppa — og ég er sannerlega ekki vonlaus, þegar þetta er ritað, að enn víðtækari sættir takist á næstu dögum. Helgi Baldursson hefur ásamt ýmsum öðrum reynt að telja fólki trú um með skrifum sínum, að í þessu Blöndumáli hafi stjómvöld og væntanlegir virkjunaraðilar vaðið áfram af einstæðu skeyting- arleysi gagnvart náttúru landsins. Hvort sem telst skynsamlegra að virkja Blöndu eða ekki, verður að virða staðreyndir íþessu efni: Ég tel, að varla verði dregið í efa, að í nýgerðum samningi um virkjun Blöndu sé margfalt meira tillit tek- ið til náttúmvemdarsjónarmiða en nokkm sinni fyrr síðan raforku- framleiðsla hófst hér á landi. Ég vil styðja þessa fullyrðingu nokkrum augljósum rökum: Lónið verulega minna Allar stjórvirkjanir sem nú eru fyrirhugaðar eru miðaðar við stór miðlunarlón og sama gildir raunar um stórvirkjanir seinustu ára. Blönduvirkjun var upphaflega teiknuð með 600-700 GL lóni en 550 GL lón er nú talið hagkvæm- ast. Að kröfu heimaaðila hefur lónið verið minnkað í 400 GL og gert er ráð fyrir i samningum að það verði 220 GL, þar til brýna nauðsyn ber til að stækka það. Þessi niðurstaða hefur fengist eftir mjög langvinnt samningaþóf og verður að teljast nokkuð ein- stæður sigur hér á landi fyrir sjón- armið náttúruvemdarmanna. Samráð við heima- menn 1 öðru lagi eru ákvæði í þessum samningi um samráð virkjunarað- ila og heimamanna um skipulag mannvirkja og umhverfismál bæði á byggingartíma og eftir að rekstur er hafinn. Með skipan fjögurra fulltrúa í sex manna samráðsnefnd fá heimamenn gott tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi í öllum þeim málum sem varða byggingu og rekstur virkjunarinn- ar, en verði ágreiningur í nefndinni sker fimm manna gerðardómur úr, þ.e. svonefnd matsnefnd og sætti menn sig ekki við þá niðurstöðu má áfrýja málinu til yfirmats. Ákvæði þessi eiga sér engin for- dæmi hér á landi við meiri háttar mannvirkjagerð. Þau eru til komin að ósk bænda og verða að teljast stórmerkur sigur fyrir heimamenn, þótt þau hafi sem flest annað í þessu máli fallið nokkuð í skugg- ann af hóflitlum gífui7rðum and- stæðinga samningsins. N áttúruverndarráð lagðist ekki gegn € Ýmsir ágætir áhugamenn um náttúrvemd hafa álasað mér í fjöl- miðlum nú seinustu vikumar fyrir að leggjast ekki gegn virkjun Blöndu. En em allir, sem gera sér grein fyrir þvi, að Náttúmvemdarráð hefur hvað eftir annað fjallað um virkjun Blöndu samkvæmt leið I, en aldrei mótmælt þessari virkjun- artilhögun. í ályktun ráðsins frá því i mars 1978 er sérstaklega tekið fram að virkjunin raski ekki þeim svæðum, sem frá sjónarmiði nátt- úruvemdar beri helst að varðveita „og ekki virðast heldur vera í húfi sérstæð eða fágæt vistkerfi.“ Hins vegar sé eftirsjá af víðfeðmu gróð- urlendi. Náttúruvemdarráð mælir því með þvi að „lokaákvörðun verði tekin á grundvelli viðtæks landnýt- ingarmats, sem ekki er f verkahring Náttúruvemdarráðs að leggja dóm á i heild.“ Áformin um virkjun Blöndu eru byggð á þessari skoðun Náttúm- vemdarráðs, að „víðtækt landnýt- ingarmat“ verði að ráða niðurstöð- unni. Landið er notað undir orku- búskap i þágu allra landsmanna i stað sauðf járbúskapar eins og verið hefur. En það nýja við þennan samning er, að nú er í fyrsta skipti i Islands- sögunni stefnt að því að rækta upp land í stað þess sem fer undir vatn. Nýrækt í stað glataðs lands. Hingað til hefur verið algild regla, að glatað gróðurlendi hefur verið bætt með peningagreiðslum. Þetta er í fyrst sinn, að væntanlegur virkjunaraðili skuldbindur sig til að rækta upp land í stað þess, sem fer undir vatn. Heimaaðilar geta viss- ulega ráðið því í gegnum samráðs- nefnd, hvar það verður reynt. Hingað til hefur aðallega verið tal- að um uppgræðslu í sömu hæð inni í landinu og lónið verður, en ekkert er því til fyrirstöðu, að uppgræðsl- an verði miklu nær byggð. Per- sónulega tel ég, að nýræktin ætti fyrst og fremst að vera á mótum heiða og heimalanda. Land sem tapast hefur undir vatn fjarri byggð hefur hingað til verið greitt með samningum eða samkvæmt eignarnámi eftir svip- uðum töxtum og Vegagerð rikisins er látin borga. Á árinu 1981 greiddi Vegagerð rikisins um 35 þús. kr. á fer- kílómetra (350 kr. á hektara) fyrir gróið land utan byggða. Miðað við 400 GL lón við Reftjamarbungu er landeyðing áætluð um 51 fer- kílómetri og samkvæmt venjulegu eignamámsmati yrði því landið metið á um 1,8 milljón króna á verðlagi liðins ár, ef fylgt væri fyrri vinnubrögðum við íslenskar virkj- anir. Ákveðið hefur verið, að aðalfundur Hlutafélagsins Feykis verði haldinn 28.-29. maL í tengslum við aðal- fundinn verður boðað til ársþings Feykis þar sem rit- nefndarmenn blaðsins í öllu kjördæminu hittast ásamt hluthöfum félagsins og ræða stöðu blaðsins og stefnu- mótun í framtíð, með hliðsjón af fenginni reynslu hins fyrsta árs. Augljóst er, að blaðið hefur sannað gildi sitt. Það hefur miklu hlutverki að sinna og getur efalaust betur með ennþá víðtækari samstöðu og markvissari stefnu einstaklinganna sem byggja Norðvesturland. Nánar verður sagt frá fyrirhuguðu þingi í næsta blaði, en þess er eindregið vænst, að allir, sem hlut eiga að máli sjái sér fært að koma til Sauðárkróks á aðalfundinn og ársþingið. Hj. J. I þessu tilviki hefur hins vegar verið samið um gjörólflc vinnu- brögð, þ.e. uppræktun lands, sem er talin verða 15-16 sinnum dýrari en venjulegt eignamám og kostar um 30 milljónir króna á verðlagi liðins árs eða 5880 kr. á hektara. Að sjálfsögðu er þetta stærri sig- ur fyrir sjónarmið uppgræðslu og landvemdar en nokkur dæmi em um í íslandssögunni, enda mun þessi niðurstaða hafa söguleg áhrif á alla mannvirkjagerð, sem hefur landeyðingu í för með sér héðan í frá. En staðreyndir af þessu tagi komast lítt til almenning í því fár- viðri ýkjukenndra fullyrðinga sem beinist að því að telja fólki trú um, að við, sem höfum staðið að þess- um samningi séum sérstakir land- níðingar og óbótamenn, sem eigum það helst skilið að hent sé í okkur lokakveðju. Að endingu þessi ábending til Helga Baldurssonar í fullri vin- semd. Ef fyrirhugað ferðalag þitt ber ekki að skilja landfræðilegum skilningi heldur á hinn veginn, að þú sért að leita nýrra bandamanna gegn stóriðjubrölti útlendinga f landinu, þá vona ég sannariega að þú leitir ekki langt yfir skammt og lendir ekki, eins og sumir ágætir menn, i geitarhúsi að leita ullar. Ragnar Arnalds. Neðanmáls fyrir fróðleiks- fúsa Eins og kemur fram hér að ofan virðist kostnaður við uppgræðsluna nema 5,880 kr. á hektara. Vegagerðin greiðir 350 kr. fyrir gróið heiðaland en 1.400 fyrir ræktunarhæft gróið land í byggð og 4.000 í ræktunarkostnað og má því segja að hektari túns sé bættur með 5.400 kr. Þegar um tún er að ræða koma bætur til viðbótar vegna afurðatjóns f tvö ár, þegar vegagerðin á 1 hlut og veru þvi heildarbætur vegna hektara túns 10.400 kr. á árinu 1981. Auglýsing Feykir auglýsir starf ritstjóra laust til umsóknar. Upplýsingar veitir ritnefnd og núverandi ritstjóri. Nýi maðurinn þyrfti að vera á aðalfundinum og taka til starfa íjúníbyrjun. Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga þann 22. maí n.k. liggur frammi á bæjarskrifstofunni til kl. 17.00 föstudaginn 7. maí n.k. Kærur vegna kjörskrár skulu stflaðar til bæjar- stjórans á Sauðárkróki og skulu hafa borist fyrir kl. 17.00 þann 7. maín.k. Athygli aðstandenda námsmanna á Norðurlöndum er vakin á að kanna hvort viðkomandi sé á kjörskrá og gera viðeigandi ráðstafanir, sé svo ekki. Sauðárkróki 26. apríl 1982. BÆJARSTJÓRI. Aðalfundur Haldinn verður aðalfundur Sauöárkróksdeildar Norræna félagsins þriðjudaginn 4. maí kl. 21 í Safnaðarheimilinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frásögn af för U.M.F. Tindastóls til Köge. Kaffiveitingar verða á fundinum. Stjórnin. Fjölgun þingmanna leysir engan vanda Framhals af bls. 5 og þið eruð reiðubúin að starfa að því málefni, ættum við að leggjast á eitt og ráða ráðum okkar hvemig bregðast skuli við til vamr, Þannig að íbúar landsbyggðarinnar geti búið við mannsæmandi kjör og haldið áfram að starfa að verð- mætasköpun fyrir þjóðarbúið. Með bestu kveðjum og von um samstarf. Fyrir hönd áhugamanna í Fram- sóknarfélagi V.-Hún. Aðalbjöm Benediktsson, Hvammstanga, Öm Bjömsson, Gauksmýri, Fyrir hönd áhugamanna í Sjálf- stæðisfélagi V.-Hún. Karl Sigurgeirsson, Hvamms- tanga. Egill Gunnlaugsson, Hvamms- tanga. Fyrir hönd áhugamanna í Alþýðu- flokki í V.-Hún. Baldur Ingvarsson, Hvamms- tanga, Vilhelm V. Guðbjartsson, Hvammstanga. Fyrir hönd áhugamanna í Alþýðu- bandalagsfélagi V.-Húnavatns- sýslu. Bjöm Sigurvaldason, Ljtlu-Ás- geirsá, Matthías Halldórsson, Hvammstanga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.