Feykir - 30.04.1982, Blaðsíða 6
Gísli á Hofi
segir frá
HÓLASKÓLA GEFIN SUNDLAUG
Það var hátíðleg stund á Hólum í
Hjaltadal sunnudaginn 18. aprQ
þegar fyrsta skóflustungan var tek-
in að sundlaug þar í bliðskapar-
veðri. Sundlaugin á að vera tilbúin
4. júli í sumar þegar 100 ára af-
mælis Bændaskólans á Hólum
verður minnst. Hún verður gjöf
gamalla Hólasveina og -meyja og
annarra velunnara Hólastaðar til
skólans.
Fyrstu skóflustunguna tók bún-
aðarmálastjóri Jónas Jónmsson og
hélt hann stutta ræðu við það
tækifæri og rakti aðdraganda þess
að í sundlaugargerðina væri nú
ráðist. Þegar hefur safnast um
helmingur þess fjár sem fyrirhugað
er að framkvæmdimar kosti, en
auk sundlaugarinnar verður þama
gufubað og heitur pottur, „freyði-
pottur“ með vatns- og loftnuddi. Þá
verða búningsklefar leikfimissalar
endurbættir, en þeir munu einnig
nýtast sundlaugargestum. Laugin
verður norðan við austurálmu
skólahússins, snýr í austur og vestur
og verður 16%x8 m að stærð.
Skólastjórinn Jón Bjamason frá
Bjamarhöfn bauð gestum sem
þama voru margir saman komnir
til kaffidrykkju að athöfn lokinni.
Þar talaði Hjörtur E. Þórarinsson á
Tjörn í Svarfaðardal, en hann á
sæti í skólanefnd Hólaskóla. Einnig
talaði sýslumaður Skagfirðinga,
Jóhann Salberg Guðmundsson.
Sýndar voru teikningar af hinum
fyrirhuguðu mannvirkjum.
900 bréf send út.
Feykir hitti formann skóla-
nefndar Hólaskóla, Gísla Pálsson á
Hofi í Vatnsdal, og fékk að fræðast
nokkuð um gang sundlaugarmáls-
ins og annað sem snertir Hólastað,
en Gísli er formaður Hólalax-fé-
lagsins og formaður stjórnar hita-
veitunnar í Hjaltadal. Þær eru
orðnar margar ferðimar sem Gísli
hefur farið heim að Hólum á síð-
astliðnum þremur árum, líklega
milli 50 og 60, en leiðin fram og
aftur er um 300 km löng.
Gísli sagði að sundlagarmálið
væri nokkuð sérstakt að því leyti að
hér væm gamlir nemendur skólans
að bindast samtökum um nokkuð
sem jafnvel vefðist fyrir opinberum
aðilum að hrinda í fram-
kvæmd. Hér væri ekki um
bisniss eða verksmiðjustofnun að
ræða heldur athöfn sem mjög gæti
styrkt skólann og staðinn, enda
byndu forráðamenn hans miklar
vonir við þessa gjöf. Gísli á Hofi
sagði að þeir í sundlaugamefndinni
væru búnir að senda út 900 bréf til
gamalla Hólamanna. Sá elsti væri
Eiður Guðmundsson á Þúfnavöll-
um í Skriðuhreppi sem útskrifaðist
árið 1906. Næstir koma Guðjón
Hallgrímsson á Marðamúpi f
Vatnsdal og Ámi Antonsson á
Dalvflc, en þeir útskrifuðust 1908.
Gísli gat þess að einnig hefði verið
leitað til fyrirtækja sem tengdust
6 . Feykir
staðnum og landbúnaðinum.
Þannig hefði Búnaðarbanki íslands
gefið 50 þúsund krónur og Sýslu-
sjóður Skagafjarðarsýslu 100 þús-
und krónur. Stefnt er að því að
laugin verði tilbúin 15. júní, en 4.
júlí verður hún afhent skólanum
eins og áður sagði.
Hólalax.
Talið snerist nú að Hólalaxi. Það
kom fram f máli Gísla að hinn 9.
maí 1977 kusu veiðifélögin í
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum
nefnd til að finna stað undir klak-
stöð og hefjast handa um fram-
kvæmdir. Árið 1978 var að áeggjan
Haralds Ámasonar borað hjá
Reykjum í Hjaltadal eftir heitu
vatni með góðum árangri. Þá var
farið að líta til Hóla sem ákjósan-
legs staðar fyrir klakstöð. Fyrir
nefndarmönnum vakti þá einnig
endurreisn Hólastaðar og kennsla
þar í laxeldi. Hlutafélagið Hólalax
var svo stofnað 1979, og með til-
komu þess skapaðist grundvöllur
fyrir hitaveitu til Hóla (og sundlaug
þar!), en þangað eru 9 km frá
Reykjum. Nokkur barátta var háð
um hitaveituna því að „þeir á
Orkustofnun eyddu tíma í að sanna
að þetta væri ekki hagkvæmt".
Hitaveitan f Hjaltadal er eign rflcis,
Hólalax og Hólahrepps.
Gfsli sagði að fimm af nemend-
um Bændaskólans hefðu tekið
fiskeldi sem aðal- eða aukagrein og
væm þrír þeirra nú í verklegu námi
hjá Hólalaxi en tveir í Kollafirði.
Klakstöðvum hefði fjölgað og það
stæði þeim fyrir þrifum að ekki
fengist menntað fólk til þeirra. Með
kennslunni á Hólum ætti vonandi
eftir að rætast þar úr. Aðspurður
hvernig gengið hefði með klakið
hjá Hólalaxi að undanförnu sagði
Gísli að þeir mættu sæmilega við
una. Byrjunarörðugleikar hefðu þó
verið nokkrir, m.a. vegna skorts á
fullkomnum tækjum.
Loðdýr og heimafóður.
— Getið þið sem standið að
endurreisn Hólastaðar nú farið að
anda rólega?
„Nei, það er enn í mörg hom að
líta. Það sem nú er mest aðkallandi
er kennslubú á Hólum í loðdýra-
rækt. Til að forðast mistökin við
refa- og minkabúin, sem nú fjölgar
ört, er kennsla nauðsynleg. Það var
vegna þekkingarskorts fyrst og
fremst sem minkabúin lögðust nið-
ur hér á árunum. Loðdýraræktin
virðist eiga framtíð fyrir sér. Af
öllum búgreinum kemst hún næst
því að unnt sé að framleiða þar á
heimsmarkaðsverði."
I framhaldi af þessu var minnst á
Heimafóður, hina færanlegu hey-
kögglaverksmiðju, sem Húnvetn-
ingar hyggjast flytja inn á næst-
unni. Gísli sagðist mjög trúaður á
gengi þess fyrirtækis. Hann hefði
sjálfur unnið að því að fá slflca
verksmiðju til landsins fyrir 8 árum
en því miður hefði ekki orðið af því
þá. Benti Gísli á að slflc færanleg
verksmiðja sparaði fjárbændum
alveg fóðurkaup og minnkaði þau
til muna hjá kúabændum. Á þenn-
an hátt framleiddu bændur sjálfir
sitt fóður. Þeir spöruðu sér þannig
drjúgan skilding og þyrftu því ekki
að hafa eins margt fé og ella. Gisli
lét þess getið að ekki yrði undan því
vikist að draga úr kjötframleiðsl-
unni vegna markaðsvandamála.
Það kom margt fleira fram í
spjallinu við Gísla, sem ekki verður
skýrt frá að sinni. Umræðan
tengdist einkum laxveiðum og
þeim tekjum sem bændur og sveit-
arfélög geta haft af þeim ef rétt er
að staðið. Ræddi hann um laxa-
fóður og möguleikana á að fram-
leiða það og annað fóður úr slátur-
afurðum og fiskúrgangi sem við
hendum.
Gísli á Hofi gat þess í lokin að
það hefði verið „voðalega gaman“
að vinna að þessari uppbyggingu
Hólastaðar, og að enn væri þar
framundan mikil barátta.
Við kveðjum þennan sigurglaða
mann og þökkum honum fyrir
hressinguna. Þurfum við ekki
nokkra slflca til að ýta við okkar
annað slagið svo að við koðnum
ekki niður í okkar þrönga heimi?
Til sölu
Ónotaður Egebjerg
baggavagn, 130 bagga.
Upplýsingar gefur Hjalti
Guðmundsson, Vestur-
hópshólum, sími um
Hvammstanga.
Oskum viðskiptavinum
okkar
egs sumars
Apótek Blönduóss,
Blönduósi
Blómabær,
Blönduósi
Búnaðarbanki íslands,
útibú Blönduósi
Kaupfélag Húnvetninga,
Blönduósi
Kistan,
Blönduósi
Pólarprjón h.f.,
Blönduósi
Trésmiðjan Stígandi,
Blönduósi
Kaupfélag V-Húnvetninga,
Hvammstanga
Sparisjóður V-
Húnavatnssýslu,
Hvammstanga
Ábær,
Sauðárkróki
Blómabúð Sauðárkróks,
Sauðárkróki
Búnaðarbanki íslands,
útibú Sauðárkróki
Kaupfélag Skagfirðinga,
Sauðárkróki
Matvörubúðin,
Sauðárkróki
Radio- og sjónvarpsþjónustan,
Sauðárkróki
Rafsjá h.f.,
Sauðárkróki
Sauðárkróks Apotek,
Sauðárkróki
Verslunin Bláfell,
Sauðárkróki
Verslun Haraldar Júlíussonar,
Sauðárkróki
Verslunin Tindastóll,
Sauðárkróki
Gisl! ræAir við Guttorm Óskarsson hjá K.S.
Og þar meS er vinna hafln vitf sundlaugina.