Feykir


Feykir - 17.06.1982, Side 1

Feykir - 17.06.1982, Side 1
Alþýðubandalag og Framsókn mynda meirihluta á Sauðárkróki Magnús kjörinn forseti bæjarstjórnar Rabbað við Magnús um áform meirihlutans — Fyrir hverju œtlar hinn nýi bœjarstjórnarmeirihluti að beiia sérfyrst og fremst? — Hann vill fyrst og fremst efla atvinnulífið, það er mál málanna enn í dag. Útgerðin stendur á völtum fótum svo styðja þarf við bakið á ut- gerðafélaginu og þá væntanlega með því að auka hlutafé. Vinna þarf að að uppbyggingu steinullarverksmiðju og leggur meiri- hlutinn til að bæjarsjóður leggi fram sinn skerf. Ríkissjóður mun skv. lögum um steinullarverksmiðju frá 1981 leggja fram 40% hlutafjár og steinullarfélagið h/f sem bæjarfélagið er aðili að safnar því sem á vantar og vonandi verður hægt að hefja verklegar framkvæmdir á næsta ári. Við viljum auðvelda atvinnufyrirtækjum að setja sig hér niður og létta þeim iðnfyrirtækjum sem fyrir eru róðurinn. Við leggjum áherslu á að atvinnumálanefnd bæjarins starfi og sé virk stofnun. Við gagnrýndum það á síðasta kjörtímabili að lítið væri hafst að við varanlega gatnagerð og höfum hug á að bæta þar úr. Sú tíu ára áætlun sem gerð var 1972 er nú runnín út og því er mál að gera aðra nýja og fylgja hennieftir’ Framhald á bls. 4. FRA RITSTJORN Baldri Hafsta þökkuð vel unnin störf og Þorsteinn boðinn velkominn Baldur Hafstað hefur nú látið af ritstjórn Feykis, sem hann hefur sinnt síðan í september í fyrra af einstakri natni og ósérhlífni. Rit- stjórn þakkar Baldri framúrskarandi starf og hyggur gott til þess að Feykir mun fá að njóta skrifa hans og liðveislu enn um sinn. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn í stað Baldurs. Sá heitir Þor- steinn Broddason, kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Þorsteinn mun ritstýra Feyki í sumar, en ritstjórn vinnur að því að ráða ritstjóra til frambúðar frá haustnóttum. Eitt ár er liðið frá stofnun Feykis og hefur hann verið borinn fram af áhuga, velvilja og einhug fólks á Norðvesturlandi. Rit- stjórn hefur fengið hvatningu og stuðning hvar sem hún hefur komið. Feykir hefur meðbyr lesenda og hann siglir á meðan svo blæs, stefnir í átt til upplýsingar og framfara með málefni Norð- vesturlands innanborðs. Áhugamenn standa að siglingunni og hafa lagt í hana mikla vinnu. Þótt kostnaði hafi þannig verið haldið í lágmarki eru farm- gjöldin há fyrir hinn þýðingarmikla farm Feykis og þau hækka eins og annar útgerðarkostnaður á landi hér. Á það látum við nú reyna, hvort þið viljið hafa Feyki áfram í flutningum með málefni ykkar, lesendur góðir. Á næstu vikum sendum við ykkur póstkröf- ur um greiðslu ákskriftargjalds fyrir tímabilið mars-ágúst 1982. Á Sauðárkróki verður þó gengið í hús til innheimtu. Áskriftargjaldið verður 20 krónur á mánuði fyrir tvö blöð, þ.e.a.s. 120 krónur fyrir áðurnefnt hálfsárstímabil. í lausasölu mun blaðið kosta 12 krónur. Enn eiga nokkrir vangreidda áskrift fyrir tímabilið september 1981 - febrúar 1982 og verða þeir nú beðnir um greiðslu. í trausti þess að Feykir eigi enn vísan góðan stuðning lesenda, hefur hann lagt úr höfn á nýju starfsári. Feykir árnar lesendum heilla á þjóðhátíðardaginn. Hilmar Kristiánsson oddviti á Blönduósi Vinstri meirihlutinn leggur aðaláherslu á uppbyggingu atvinnulífsins Tveir listar voru boðnir fram á Blönduósi 1 nýaf- stöðnum sveitarstjómarkosningum, listi vinstrimanna og listi sjálfstæðismanna. Vinstrimenn hlutu þrjá menn kjöma en sjálfstæðismenn tvo og munu vinstri- menn því áfram fara með stjóm sveitarfélagsins undir forsæti Hilmars Kristjánssonar oddvita. Hér á eftir fer lauslegur úrdráttur úr stefnuyfirlýs- ingu vinstrimanna. Á komandi kjörtímabili verður að leggja áherslu á að byggja upp atvinnulífið á Blönduósi til að veita þeim sem út á vinnumarkaðinn koma möguleika á að setjast þar að. Eftir að framkvæmdir við Blönduvirkj- uunn eru hafnar er eðlilegt að kanna möguleika á stofnun iðnþróunarsjóðs með fastar árlegar tekjur. Tekjum sjóðsins verði varið til að fá sérfræðinga til að athuga iðnaðarkosti og gera tillögur um frekari iðn- aðaruppbyggingu. Aukin útgerð og vinnsla sjávar- afurða er fljótlegasta og hagkvæmasta leiðin til at- vinnuaukningar á staðnum, þegar höfnin verður orðin að veruleika. Ef vel er að staðið má auka úrvinnslu á lan dbúnaðarvörum enda er eðlilegt að hún og iðn- aður tengdur henni sé ríkastti þáþáatttaáttur at- vinnulifs á BbebBlönduósi. Þá verður að efla þau fyrirtæki sem fyrir eru í byggðarlaginu. Á síðastliðnu ári var hafist handa um gerð skjól- hafnar norðan við núverandi hafnargarð. Á þessu ári er áformað að gera líkan af höfninni til að auðvelda byggingu hennar. Unnið verður við uppfyllingu á hafnarsvæðinu og við grjótnám vestan Hólabaks í Þingi. Á næstu árum verður að tryggja nægjanlegt fjármagn þannig að höfnin verði að veruleika. I stöðugt vaxandi bæ eins og Blönduósi er fjöldi ungs fólks sem þarf að fá verkefni við hæfi í leik og starfi. Á næstu árum þarf því að vinna af fullum krafti að byggingu íþrótta- og æskulýðsmiðstöðvar en hönnun hennar er nú að mesti lokið. í umhverfismálum verður að halda áfram á sömu braut og undanfarin ár. Leggja þarf áherslu á upp- græðslu og frágang opinna svæða. Nauðsynlegt er að girða af og snyrta í kringum sorpbrennsluofninn við Draugagilið. Vmsum fleiri verkefnum verður að huga að 1 náinni framtíð. Bundið slitlag verður að leggja á götur jafn- hliða því sem byggt er við þær og leggja áherslu á frágang þeirra, þ.e. gerð gangstétta og graseyja. Huga þarf að stækkun leikskólans sem nú þegar er fullset- inn. Á næstu árum verður að halda áfram uppbygg- ingu verkamannabústaða. Bæta þarf félagslega þjón- ustu við aldraða t.d. með áframhaldandi heimilis- þjónustu. Auka þarf stuðning við ýmis félagasamtök. Stefna ber að því að fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé traust.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.