Feykir


Feykir - 17.06.1982, Blaðsíða 3

Feykir - 17.06.1982, Blaðsíða 3
Volvo 340kostar frá 129.800 kr (5.5.’82) Þú færð bæklinga og allar upplýsingar hjá okkur: Volvo-umboðið Sauoárkróki Brynjar Pálsson Kaupfélag Skagfirðinga sími 95-5200 Hjá öðrum eru gæði nýjung - hjá Volvo hefð! J '■ wUM JWiklk. n ^ ■ f íffntrn nlltttfií v Aðalfundur Skógræktar félagsins og „skógardagur" á Hólum Ákveðið hefur verið að aðalfundur Skógræktarfélags Skagfirðinga verði haldinn í Varmahlíðarskóla f-lstudagskvöldið 25. júní og hefjist kl. 20.30. Mun Sigurður Blöndal skógræktarstjóri tala á fundinum eins og áður sagði í frétt hér í blað- inu. Auk aðalfundarstarfa mun sérstaklega rætt um afmæli félags- ins en Skógræktarfélag Skagfirð- inga var stofnað 1933 og verður því fimmtugt á næsta ári. Daginn eftir fundinn er áformað að hafa „skógardag" á Hólum en slíkur dagur hefur verið á dagskrá skógræktarmanna víða um land á þessu vori. Að vísu er 26. júní kjör- dagur í öllum hreppum sýslunnar nema á Sauðárkróki og Hofsósi en vonandi gefa margir sér einnig tít ma til þess að kjósa trén og eiga fræðslu- og hvíldarstund í fögrum reit. Ætlunin er að skógræktarstjóri leiðbeini hópnum um þetta stærsta skóglendi héraðsins og skoðunar- ferð þessi hefjist kl. 14.00. Hreppstjórinn við oddvit- ann: Hvað veldur að þú vilt endilega fá mig í hreppsnefndina? Oddvitinn við hrepp- stjórann: Ástríður, ástríð- ur, Ástriður mín, til þín. 17. júnímerki: Kaupið 17. júní merkið hjá skátunum og styrkið verk- efni í þágu aldraðrarraa á áárri aldraðra. Þjóðhátíðardag- skrá á Sauðárkróki Kl. 10.00 Hópreið hesta- manna. Kl. 13.30 Skrúðganga frá Kirkjutorgi undir lúðrablæstri. Kl. 14.00 Hátíðsett. Fjall- konan flytur ávarp. Kl. 14.10 Guðsþjónusta. Kl. 14.30 Knattspyrnuleik- ur milli bæjar- stjórnarmanna og slökkviliðs. Kl. 15.00-19.20 Skáta- tívolí í Grænu- klauf. Kl. 16.00 Hljómleikar á Faxatorgi. 1) Geirmundur. 2) Helfró. 3) ,,Eigi skal höggva”. 4) Jazzlið — átthagaflipp. Dansleikur hefst íBifröst kl. 23.00. 17. júnínefnd. FRÁ DALVÍKURSKÓLA Skipstjórnarnám Við Dalvíkurskóla verður starfrækt skipstjórnar- braut og veitir hún 1. stigs skipstjórnarréttindi. Námið er skipulagt ísamvinnu við Stýrimannaskól- ann íReykjavík. Umsóknarfrestur ertil l.júlí. Umsóknum skal fylgja vottorð um siglingatíma, heilbrigðisvottorð, sjónvottorð og skavottorð ásamt prófskírteini. Umsóknum skal skilað til skólastjóra eða yfirkenn- ara sem jafnframt veita upplýsingar. Heimavist er á staðnum. Skólastjórl. LOKAÐ vegna malbikunarframkvæmda og sumarleyfa til 26. júní. HATUN Sæmundargötu 7, Sauðárkróki, sími 95—5420, pósthólf 19 FRETTATILKYNNING Hr. ritstjóri. Teater Sargasso er sjálfstæður leik- hópur starfandi i Stokkhólmi. Meðlimir hópsins eru allir saenskir nema undirritaður sem er íslenzk- ur. Við höfum í vetur unnið að leikritinu „Pá flykt frá den tid“, sem er frumsamið verk okkar, og var það frumsýnt í Stokkhólmi í maí við góðar undirtektir áhorf- enda og gagnrýnenda. Þann 15. júní munum við fara í leikför til Noregs, Færeyja og Is- lands í boði Alþýðuleikhússins, og munu sýningar haldnar á eftirtöld- um stöðum: 23. 6. Valaskjálf Egilsstöðum kl. 20.00. 25. 6. Félagsheimilinu Húsavik kl. 20.00. 26. 6. Glerárskóli Akureyri, iþróttahúsið kl. 20.00. 27. 6. Glerárskóli Akureyri kl. 20.00. 28. 6. Félagsheimilið Bifröst Sauðárkróki kl. 20.00. 30. 6. Félagsheimilið Stykkishólmi kl. 20.00. 2. 7. Félagsheimilið Röst Hellis- sandi kl. 20.00. 4. 7. Logalandi Borgarfirði kl. 20.00. 7. 7. Ársel Reykjavflc kl. 20.00. 8. 7. Ársel Reykjavflc kl. 20.00. 9. 7. Vinnuheimilinu Litla— Hrauni kl. 20.00. 11. 7. Festi Grindavflc kl. 20.00. 18. 7. Félagsheimilinu Sindrabæ Höfn kl. 20.00. Erfitt er að skilgreina leikstíl okkar í klassiskum hugtökum, en segja má að við leggjum áherzlu á hina lflcamlegu tjáningarmöguleika leiklistarinnar. Við höfum fundið okkur form með að blanda saman látbragðsleik, revy, cirkus, nútíma dansi og hefðbundnum leikstíl. Leikritið fjallar um hvernig manneskjumar flýja eða reyna að komast hjá að takast á við aðsteðj- andi deilur og vandamál, varpa af sér ábyrgðinni og skella skuldinni á aðra. Við notumst við atburði úr mannkynssögunni aftur að mið- öldum og hugmyndafræði hvers tíma til að setja þetta á svið. Til að flétta þessa atburði i samhengi ferðumst við sem farandleikhús á leið frá einum stað til annars, frá einni tíð til annarrar, aftur í tímann gegnum sögu vorrar menningar og hugmyndafræði, og speglum gegn- um það þau vandamál sem upp koma í svo hversdagslegum mann- legum tengslum sem hjá meðlim- um farandleikhúss. Leikritið byrjar í loftvamarbyrgi, þar sem nokkrar manneskjur hafa leitað hælis undan yfirvofandi hættu, og endar í jarðhýsi einu á miðöldum þar sem „sömu“ mann- eskjur hafa falið sig undan ósköp- um svartadauða. Þess á milli hefur leið okkar aftur i tímann legið gegnum skemmtanabrjálæði þriðja áratugsins, þjóðernisrómantflc og hreinlifnaðarstefnu 19. aldar, nornabrennur 18. aldar,mg trúar- hita og samfélagsbreytingar 17. aldar. Verkið inniheldur tvær myndir eða svið, — farandleikhúsið og ferðina annars vegar, og hinar mis- munandi senur sem spegla andann á hinum ýmsu tímabilum sögunnar hins vegar. Sviðsetning verksins er og ný- stárleg að því leyti að áhorfendur sitja sinn hvoru megin við leiksvið- ið, og getum við því einungis leikið í sal þar sem raða má stólunum á báðum hliðum. Einnig mun Teater Sargasso standa fyrir 4ra daga námskeiði í „fysisk teater“, þann 6/7-9/7 kl. 13.00-17.00 í Lindarbæ í Reykja- vflc. Námskeiðið er opið bæði at- vinnu- og áhugaleikurum. Teater Sargasso hefur sótt um og fengið styrk frá norrænu leiklistar- nefndinni sem hefur gert þessa leikför mögulega. Væri ég yður þakklátur hr. rit- stjóri ef grein kæmi í blaði yðar um heimsókn Teater Sargasso til ís- lands og/eða þess byggðarlags sem blaðið hefur mesta útbreiðslu í. Með fyrirfram þökk. Virðingarfyllst, Birgir Erlendsson c/o Teater Sargasso Lövholmsvágen 10-12 117 43 Stockholm Sverige. P.S. Auk leiksýningarinnar munum við halda götusýningu/- skrúðgöngu á aðaltorgi þess kaup- staðar sem við heimsækjum. Götu- sýningin, sem ekki stendur að öðru leyti i sambandi við sjálfa leiksýn- inguna, inniheldur alls konar sprell milli skrýtinna fígúra. í Færeyjum munum við leika þann 20. 6. kl. 20.00 (e.t.v. auka- sýning þ. 21. 6.) í boði Hávnar Sjónleikarfélags/Olivur Naess. Feykir . 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.