Feykir - 17.06.1982, Blaðsíða 8
PEDERSEN LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA Sauðárkróki
Góð
ráðí
kaupbæti.
Biskupsvígsla og
prestastefna á Hólum
Prestastefna íslands verður haldin
á Hólum í Hjaltadal dagana 28.-
30. júní. Við upphaf hennar, verð-
ur sr. Sigurður Guðmundsson á
Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu
vígður biskup en hann hefur verið
kjörinn vígslubiskup hins forna
Hólastiftis. Vígsluathöfnin verður
í Hóladómkirkju sunnudaginn 27.
júní og hefst klukkan tvö. Að
henni lokinni verður boðið til kaff-
iveitinga á Hólastað. Þá verður
einsöngur í kirkjunni, Svava Stef-
ánsdóttir syngur við undirleik
Stephan Yates. Um kvöldið býður
kirkjumálaráðherra prestum
Hólastiftis, konum þeirra og
nokkrum gestum öðrum til veislu
í Bifröst á Sauðárkróki til heiðurs
vígslubiskupi.
Þess er að vænta, að margt
manna verði á Hólum hinn 27.
júní. Verður sett upp hátalarakerfi
svo fólk geti fylgst með utan dyra
þegar ekki komast fleiri inn í
kirkjuna. Þá verður sjónvarpað
frá vígslunni í íþróttasal og
kennslustofur á Hólum.
Síðast var biskupsvígsla á Hól-
um árið 1969 en þá var hr. Pétur
Sigurgeirsson, biskup vígður þar.
Prestastefnan á Hólum ber yfir-
skriftina: „Friður á jörðu“. Fram-
sögumenn um friðarmálin verða
þrír: Dr. Þórir Kr. Þórðarson pró-
fessor, dr. Gunnar Kristjánsson,
prestur á Reynivöllum og sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson, prestur á
Breiðabólstað.
Á þriðjudagskvöldið, 29. júní
verður ,,skagfirskt kvöld“ í
Miðgarði. Þar syngur karlakórinn
Heimir og kirkjukór Sauðárkróks.
Eyþór Stefánsson flytur kvæði og
sr. Ágúst Sigurðsson á Mælifelli
erindi.
Um prestastefnu og friðarmál
verður fjallað nánar í næsta tölu-
blaði Feykis
H.J.
Frá
Skólastjórum:
Skorað á
Svein að
halda áfram
í síðasta tbl. Feykis var frá því
greint að Sveinn Kjartansson
fræðslustjóri Norðurlandsum-
dæmis vestra hafi sagt starfi
sínu lausu. Sveinn á að baki
glæsilegan feril í þessu starfi. Á
fundi hinn 24. maí skoruðu
skólastjórar í umdæminu á
Svein að hætta ekki. Undir
áskorunina skrifuðu skóla-
stjórar á svæðinu frá Siglufirði
til Stranda, allir nema tveir sem
ekki náðist til. Sýnir þetta hin-
ar miklu vinsældir sem Sveinn
hefur notið í hinu erilsama
starfi sínu. Feykir sendir Sveini
góðar óskir á nýjum starfsvett-
vangi.
„Fararstjórinn
var
Jesús
og konan
hans María"
Páll
frá Höfða
segir frá
Fréttaritari Feykis á Hvamms-
tanga leit nýlega inn hjá Páli
Guðmundssyni frá Höfða í
Kirkjuhvammshreppi. Hann
býr nú í einni af íbúðum ald-
raðra á Hvammstanga. íbúðir
þessar eru byggðar af nokkrum
hreppum í nágrenni Hvamms-
tanga. Páll er fæddur á
Reykjum í Hrútafirði árið 1901
og er því 81 árs. Mestum hluta
ævinnar hefur hann varið í
Vestur-Húnavatnssýslu. Nokk-
ur ár var hann á vertíð í Eyjum,
vann á Siglufirði og var í brú-
arvinnu. í kreppunni keypti
hann sér trillu en sótti ekki gull
í greipar Ægis á henni, hafði
naumlega í soðið. Árið 1939
keypti Páll sér landskika í
Kirkjuhvammshreppi og reisti
þar Höfða og græddi landið
upp. í fyrravor seldi hann kotið
og flutti í þá íbúð sem hann er
í núna. Sambýliskona Páls,
Jakobína Teitsdóttir, lést árið
1981. Hvernig er svo hljóðið í
Páli á ári aldraðra:
- ,,Ég verð nú að segja að
mér finnst vera vel hugsað um
gamla fólkið. Það er nú
kannski af því að maður er litlu
vanur. Það þýddi ekki að gera
kröfur hér áður fyrr, en þakka
þér fyrir, ég er hæst ánægður,
hef ekki áhyggjur af neinu. Ég
er tiltölulega heilsugóður. Ég
fór til Spánar í vetur og hef hug
á að fara aftur. Mig grunaði nú
aldrei að ég færi út fyrir poll-
inn. Mér kom mest á óvart
gróðurleysið á Spáni. Farar-
stjórinn var Jésús og líktist
mjög nafna sínum. Ég glápti og
gapti þegar ég heyrði nafnið
fyrst, en þetta er víst algengt
nafn á Spáni. Það spillti nú
ekki fyrir að konan hans heitir
María, hún er íslensk.“
Páll sagðist vera afar ánægð-
ur með að fá matinn sendan
heim frá spítalanum og þurfa
því ekki að malla ofaní sig sjálf-
ur. Hann notar tímann til lestr-
ar og svo fer hann líka á drátt-
arvélinni sinni grænu árgerð
1955 út í sveitir að heimsækja
kunningja, eða þá í kaupfé-
lagið eða eitthvað annað.
H.K.
HaHHNMiMÍMÞtHMHÍ 1
k Iflli JÍÍfc
m0
Hreppsnefnd Hvammstangahrepps ásamt sveitarstjóra: Talið frá vinstri: Kristján
Bjömsson, Matthias Halldórsson, Þóróur Skúlason sveitarstjóri, Brynjóifur Svein-
bergsson oddviti, Gunnar V. Sigurðsson og Karl Sigurgeirsson.
Brynjólfur Sveinbergsson
Oddviti Hvammstangahrepps
situr fyrir svörum
1. Hver eru helstu atriði í mál-
efnasamningi meirihlutans?
Svar: Meirihlutasamstarf á
Hvammstanga varð þannig, að B—
listi og L-listi mynduðu samstarf
um kjör oddvita, þannig að tíma-
bilinu verður skipt á milli listanna,
B-listi er með oddvita fyrstu tvö
árin og L-listi varaoddvita, að
tveimur árum iiðnum verður kosið
aftur og verður þá kjörinn oddviti
af L-lista og varaoddviti af B-lista. I
nokkrum tilvikum er oddviti sjálf-
kjörinn til formennsku í nefndum
og til starfa fyrir sveitarfélagið út á
við og mun verða skipst á um þessi
störf.
Við kjör nefnda að öðru leyti
náðist samkomulag á milli lista
þannig að í 5 manna nefndum eru
2, 2 og 1, í þriggja manna nefndum
eru 1, 1 og' 1, en um aðrar nefndir
varð samkomulag.
Gera má ráð fyrir að sveitar-
stjómin vinni saman að sem flest-
um framfararmálum sveitarfélags-
ins, þó að í einstökum málum
kunni að verða skiptar skoðanir.
2. Hver er afstaðan til samvinnu
sveitarstjórna?
Um þessi mál hefur ekki verið
rætt nema lítillega í nýkjörinni
sveitarstjórn. En á undanförnum
árum hefur verið unnið saman að
brunavörnum, tónlistarskóla, að
byggingu íbúða fyrir aldraða, þó
hafa ekki öll sveitarfélög í V-Hún.
staðið að þessu, en Bæjarhreppur í
Strandasýslu er i þessu samstarfi
um ibúðir fyrir aldraða. Gera má
ráð fyrir að sveitarfélög komi sér
saman um fleiri samstarfsverkefni
á komandi árum og væri það
örugglega öllum til hagsbóta ef um
semdist.
Börnln á þeMri mynd búa á Sauðárkróki og heita f.v.: Birgitta Sóley Birk-
isdóttlr, Ómar Örn Sigmarsson og Guðrún Erla Sigmarsdóttir. Þau settu
upp tombólu nú nýlega og gáfu ágóðann, kr. 750,00 f byggingarsjóð aldr-
aðra. Feyki þykir ástæða til að geta um þetta merka framtak barnanna.
ískalt Seven Up.
Hressir betur.