Feykir


Feykir - 17.06.1982, Síða 4

Feykir - 17.06.1982, Síða 4
FeykÍR ÚTQEFANDI: FEYKIR H.F. RHslfód og *toyrg0arm*0or: ÞOR8TEINN BROODASON. Auglýmlngar: UARQEIR FRIORIK8SON, 8lml 980400 og 960782. DvoNlog: HILMIR JÖHANNE8SON, 8lml 960133 og 960314. Askrtft: ÁRNI RAQNAR8SON, 8lml 960500 og 960970. Rltsltóm: ARNI RA0NAR880N, HILMIR JÖHANNESON, HJALMAR JÓN8SON, JÓN A8BERQ88ON, JÓN F. HJARTARSON. Rltnsfnd á 8lgluflr0l: BIRQIR 8TEIN0ÓR88ON, 8VEMN BJÓRN8SON, QUNNAR RAFN 8IQUR8JÓRN8SON, KRISTjAN MÓLLER, PALMI VILHJALMSSON. Rltnsfnd á Hvsmmstsngs: HOLMFKiOUR BJARNADÓTTIR, EQILL QUNNLAUQSSON, HELQI ÓLAFSSON, ÞÓRVEIQ HJARTAROÓTT1R, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS HALLDÓRSSON. Rhmfnd á BIAnduöál: MAQNÍIS ÓLAFSSON, 81QMAR JÓNSSON, BJÖRN SIQURBJÓRNSSON. ELlN SIQURÐARDÓTTIR, SIQURÐUR EYMUNDSSON Rltnsfnd á Sksgsströnd: ELiN njAlsdóttir, sveinn inoólfsson, jón inqi INQVARSSON, MAQNÚS B. JÓNSSON, ÓLAFUR BERNÓDUSSON. Rltnafnd é Hohdál: FJÓLMUNDUR KARLSSON, QUÐMUNDUR INQI LEIFSSON, PÁLMI RÓQNVALDSSON, BJARNI JÓHANNSSON, Sr. SIQURPALL ÓSKARSSON, RÓ8A PORSTEINSDÓTT1R, BJÖRN NÍELSSON, PÓRDÍS FRIOeJÓRNSDÓTTlR Útílt: REYNIfl HJARTARSON PRENTVERK 0008 BJÓRNSSONAR H.F. AKUREYRI 1M2 Feyklr er hálfsmánaðarblaS. Aakrtít 20 kr. á mánuSJ. Lausssala 12 kr. Atímamótum Nýkosnar sveitarstjórnir eru nú sem óðast að hefja störf eftir orrahríð kosninga og meirihlutamyndana. Verkefnin blasa hvarvetna við, furðanlega lík í eðli sínu hvert svo sem sveitarfólagið er. I þessu blaði hefur verið lögð á það áhersla allt frá upphafi, að íbúar Norðversturands þyrftu og ættu að standa saman um lausn vandamáia sinna. Því miður hefur lítið orðið úr framkvæmdum. Þeir sem hefðu átt að hafa frumkvæðið, sveitarstjórn- armennirnir, hafa ekki gefið sig að mállnu þótt þeir viðurkenni fúslega nauðsyn og gagnsemi samvinnu innan kjördæmisins. Þessi pistill er því tileinkaður nýkjörnum sveitar- stjórnarmönnum með það í huga að orðin eru til allra hluta fyrst og minnt á nokkur atriði: Það er kominn tími til að við tökum höndum saman og gerum Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki að raunverulegum kjördæmisskóla eins og upphaflega var stefnt að. Skólinn hefur sannað tilverurétt sinn og hasl- að sór völl. Öflugur fjölbrautaskóli á Sauðárkróki er forsenda þess að tak- ast megi að halda uppi framhalds- námi við grunnskólana í kjör- dæminu. Þetta er staðreynd sem skólamenn hafa þegar gert sér Ijósa, nú er komið að sveitarstjórnarmönn- um að tryggja framhaldið. Það er kominn tími til að við tökum saman höndum og tryggjum að virkj- un Biöndu verði öllu kjördæminu til hagsbóta. Blönduvirkjun má ekki verða einangruð stórframkvæmd sem e.t.v. skapar fleiri vandamál en hún leysir. Virkjun Blöndu getur, ef vel er á haldið, gerbreytt atvinnuhátt- um í öllu kjördæminu, en það gerist ekki af sjálfu sér. Það er kominn tími til að við tökum höndum sman og mótum okkur stefnu í gatnagerð og eignumst mal- bikunarstöð í sameiningu. Það er kominn tími til að við á Norðurlandl-vestra stofnum okkar eigin sveitarstjórnar samtök. Samtök sem verði tæki okkar til að leysa til- tekin og vel skilgreind viðfangsefni. Notfærum okkur reynsluna af fjórð- ungssambandinu og dettum ekki í sömu pappírsgryfjuna og illa skil- greindu markmiðin. Tökum f alvöru til höndunum í sameiginlegum mál- um okkar og látum nú verkin tala. GRS. MÓAUNGSKINN seinni hluti ferðasögu Kristjáns í Gilhaga Nú er mál að linni hugleiðingu um liðna tíð en áfram halda ferðinni, og að skammri stundu liðinni er ég kominn austur yfir Giljamýrar og Ásana austan þeirra og Austur- dalurinn blasir við sjónum. Jök- ulsáin austari, alauð svo langt sem sést, sígur hljóðlát niður hallalítinn dalinn, fölblá og sýnist örgrunn. Þess sjást þó merkin víða og ósmá, að slflct sakleysi vari ekki nema stundum. I sjónauka sést móta fyrir tóftarbrotum alllangt utar í daln- um, eyðibýlin Nýjibær og Tinnár- sel vitna þar um sögu liðinna kyn- slóða. Þá kemur fram í hugan saga skáldsins sem hér bjó 1824-1829, en varð að hrekjast burtu af ástæðum sem ekki er vert að vera að rifja upp núna, en halda áfram ferðinni fram til öræfanna. Út með sjó og inn til dal , örðug fyrr var lífsins glíma, Gróin tóft á grónum bala, geymir minning liðins tíma. Það er komið hádegi, klukkan er raunar að verða hálf eitt. Sleðafæri er svo gott að vegalengdir sem að sumarlagi vaxa mér í augum verða næstum að engu núna, og klukkan virðist ganga hægar en þá. Ég er því að stundu liðinni aftur staddur vestur á brún Runu fremst, nánar tiltekið við Móalingskinn, og er talið að Runa, sem áður er getið, endi þar. Fellur áin þar í kletta- gljúfri alldjúpu sem grynnist ört til suðurs en við örlitla beygju til vesturs er lítill og vinalegur gróinn hvammur í skjóli fyrir norðaustan- áttinni og heitir Mótalingskinn. En hver var hann þessi Móalingur sem gaf hvammin- um nafn sitt? Bar þama einhvern tíma beinin móálóttur hestur, eftir að hafa háð harða baráttu við norðlenskt skammdegisveður, eða náði hann að þreyja hér þorrann og góuna, og ganga til móts við kom- andi vor, með hertan vilja og þrótt er entist til að þjóna því hlutverki sem honum var ætlað? Hvorugt er vitað, en trúlegri er síðari ágiskun- in, því alautt er að sjá héðan norður yfir Runu og mun svo hafa verið mörg árin liðin. Er hún „Kinnin“ merkur minnis- varði? Mun það nokkur vita nú, til sanns? Leynast kennsi í gröf hjá grónu braði, gulnuð bein, sem vitna um örlög hans? Ég fer aftur austur á belveginn og fylgi honum fram á Reiðhól. Hér eru metrarnir orðnir 706 yfir sjávarmál, og niðri á sandinum héma skammt sunnan við stendur einmana vegprestur og bendir á Ásbjamarvötn. Hann gegnir því hlutverki sem og hinir prestamir að vísa öðrum veginn, en fer hann ekki sjálfur, þó segir hann vega- lengdina ekki meiri en sautján kfl- ómetra. Þó að kaldir séu þeir hér vetrarstormamir sem mæða um hann, og langar skammdegisnæt- umar, finnst mér ég kenna ofurlít- illar öfundar í hans garð. Oft er þörf að halda á sér hita. Nú hlýnar senn, og daginn lengja fer, en ef þér leiðist, láttu mig þá vita, og leyfðu mér að taka við af þér. Um þessa lægð, þar sem prest- urinn stendur er afrennsli Reyðar- vatna á vorin, meðan leysingar eru, vestur í'Runukvísl, en er líður á sumarið dregur svo úr því, að sendinn jarðvegurinn gleypir það áður en hingað er komið. Og áfram skal haldið, því nú er bensínbrús- inn kominn með í förina, og af tekinn allur vafi á að upphaflega áætlun standist ekki. Hér lækkar landið aftur og gróður vex að nýju, kringum Reyðarvötnin sem eru á vinstri hönd um það bil 1 km2 að flatarmáli, en þó einkum í Rústun- um sem framundan eru og á vinstri hönd sé vegurinn farinn. Þær heita reyndar fullu nafni Orravatnsrústir og draga nafn af stöðuvatni eða stærstu tjöminni sem er í þeim sumarlega. Nú kann einhver að spyrja; hvað eru rústir? Rústir eru stórar þúfur í flá eða mýrlendi, flatar að ofan með tjarnir og síki allt í kring og oft mjög mikill gróð- ur í vatninu. Undir rústunum helst klaki allt sumarið, sem stendur á föstum grunni og hlýtur því árs- meðalhitinn að vera talsvert undir 0° C, enda gróður oft mjög þyrk- ingslegur á þeim sjálfum. Stærð þúfna þessara, rústanna, er breyti- leg, allt niður fyrir 1 m2, en er oftast 20-50 m2, og með óreglulega lögun. Oftar aflangar, kistulagaðar, og því stundum kallaðar dysjar. Norðast í rústunum stendur gangnamanna- kofi, norðan við lækinn sem rennur norðvestur úr þeim og em þar upptök Runuhvíslar, eða Hofsár, sem trúlegra er réttara þó alltaf sé hún kölluð Rústakvfsl hér og Runuhvlsl að Hraunþúfuá. Að lokinni stuttri viðdvöl er haldið af stað fram, í námunda við bflveginn með viðkomu á Orra- haugnum, stökum grashól sunnar- lega í Rústunum. Ekki er vitað hvernig stendur á nafngift hans, eða hver hann hefur verið þessi Orri sem gefið hefur vatningu og hólnum nafn sitt. Máski hefur hann hlotið hér hinsta legstað, og hóllinn fengið haugsnafnið af því. Að minnsta kosti er allstór grasþúfa uppi á honum, lflc og þjóðsagan lýsir slflcum leiðum eða dysjum, og jjar hefur lágfóta grafið sér gren, sem að hefir þó verið í eyði alllengi. Nú er farið að styttast að Jökuls- ánni eystri, og ég tek stefnuna á brúna, þó að trúlega þurfi ég ekki á henni að halda núna, og mig ber fljótt yfir. Þægilegur ferðamáti á þessari auðn, þar sem ekkert er að sjá nema endalausa fannbreiðu. Þó örlar víða á snjóstikum sem standa meðfram bílveginum, og styrkja mig í trúnni á að stefnan sé ekki fjarri lagi. Og svo kemur brúin í ljóst, eða er kannski ekki hægt að kalla þetta brú? Ekkert sér fyrir hliðgrindinni 'sem lokar henni að vestan, og um það bil fet af hand- riðunum stendur upp úr fa- nndyngjunni og því á annan meter niður á brúargólfið. Fátt er nú um kennileiti, utan stikutoppa á stöku stað, hraðinn hefur ofturlítið truflandi áhrif á staðsetninguna hverju sinni og áð- ur en varir er Strangilækurinn að baki og Hnjúkskvíslin sömuleiðis. Það leggur gufustróka upp af Laugunum þegar fyrirheitna land- ið blasir við, og Laugakvíslin er al- auð alllangt niður eftir frá þeim. Þrátt fyrir að ekki hafi ég fundið fyrir kvíða eða geig í ferðinni, fylgir því afar notaleg tilfinning að sjá sæluhúsið við Laugafell blasa við. En vissan um ágæti þess sem gisti- staðar og umhugsunin um það hefur efalaust truflað eftirtektina og athyglina, enda í huganum kominn þangað inn og sestur að snæðingi. Ég renndi mér austur af melnum illu heilli í stað þess að fara eftir hæðonum upp eftir, og held samsíða Laugakvíslinni. Hún er raunar undir snjó hér en sjáan- lega aðeins þunnt skæni yfir lækn- um sjálfum og sigið niður. I næstu andrá ligg ég marflatur á snjónum og sleðinn horfinn undan mér. Hafði ég farið yfir Kaldavermsli- læk sem rennur undan brekkunni og í kvislina. Svo sakleysislegur að sumarlagi og lætur lítið yfir sér, en býr yfir þessari undraverðu náttúru sem nú var orsök þess hvemig komið var. Var hann búinn að þýða snóinn neðan frá og aðeins þunnt þak eftir yfir, sem var ofurlítið sigið að vísu en mér hafði séðst yfir það drag. Og stóð ég nú brátt á tveimur jafnfljótum, ómeiddur sjálfur en ríflega hæð mín ofan á sleðanum og annað skíðið brotið af. Ekki veit ég hvort hægt er að gera með orð- um einum grein fyrir því ástandi sem hafði skapast. Landfræðilega séð stendur Laugafell sem næst miðju landsins, og að vera staddur þar, undir þessum kringum stæð- um, á þessum árstíma var hlutskipti sem færri mundu kjósa sér. Svo mikið er víst að ekki bar ég kvíð- boga fyrir framhaldinu, enda til þessa stofnað sjálfur og af fúsum vilja, eða öllu heldur af einhverri dulinni æfintýraþrá, þrá eftir að sjá gamalkunnar slóðir í búningi vetr- arins, í nýju ljósi. Einn- og engu háður öðru en áætlun afturkomu í byggð að liðnum umtöluðum tíma. Útbúinn til aðseturs næstum hvar sem var, ekki ferðaáætlun fast- ákveðin, aðeins njóta líðandi stundar og farinnar ferðar hverju sinni, tilbúinn að taka þeim afleið- ingum sem slflct athæfi býður upp á. Ég klöngrast ofan að sleðanum og aðgæti allt nánar, hvergi neina skemmd að sjá aðra en brotinn öx- ulinn sem gengur niður úr stýris- ganginum í skíðið. Vélin malaði ánægjulega ennþá, hafði ekki svo mikið sem svelgst á við þessa hremmingu. Mesta undrun mína vakti plast- hlífin framan við stýrið, stráheil þó að ég hafi þeyst fram yfir hana og skil ég ekki enn hvernig það gat gerst. Ég valdi álitlegasta staðinn til uppáferðar aftur, losaði skóflublað úr farangri mínum og byrjaði að moka stall í skaflinn, í þeirri hæð sem ég taldi mig geta lyft sleðan- um. Þetta yrðu lflclega þrír fjórir stallar til að ná yfirborðinu aftur. Ég fór að hugsa um framhaldið meðan á mokstrinum stóð, nú fengi ég að taka til fótanna, til að komast heim aftur, og var þegar kominn af stað, í huganum. Mundi trúlega þurfa að gista eins nótt á leiðinni auk þeirrar sem í vændum var, því dagur er senn að kvöldi kominn. Um leið og ég leyfti sleðanum í síðasta sinn og upp á skaflinn, datt hún fyrirvaralaust fram í huganum lausnin á nýorðnum vandræðum. Skóflublaðið var auðvitað tilvalið að nota í skíðisstað. Það var af malarskóflu u.þ.b. ferfet að stærð og skálarlaga með ofurlítinn skaftstubb sem hægt var að binda fastan þannig að það yrði kyrrt á sínum stað. Endinn á brotna öxlinum stóð í skálinni á blaðinu og ferðin gekk greiðlega síðasta spöl- inn heim að skálanum. Aðkoman þar var mjög góð svo sem við mátti búast, frostið var 8 stig á mæli utan dyra en hiti 11 ° inni, þar sem laugavatnið hitaði upp með sí- rennsli gegnum pípur við gólfið meðfram útveggjum. Tæki til hit- unar voru ekki hér til staðar né heldur með í förinni svo að ég varð að setja upp hlóðir utan dyra og hita mér þar tevatn og sjóða súpu. Á meðan vatnið hitnaði, gafst góður tími til að ganga betur frá 4 . Feykir skóflublaðinu svo að endast mætti ófama leið til byggða, og að því loknu að fara í stuttan reynsluakst- ur um næsta nágrenni sem gaf fyr- irheit um góða ferð að morgni. Við sæluhúsið og niður með Laugakvíslinni eru hagasnapir all- miklar og finnst þar alloft fé á haustin og í vetrarbyrjun, enda gera volgrumar sitt til að auka þar á gróðurinn og því lífvænlegra er Hður að vetri. Engar sagnir eru um að útilegumenn hafi hafst hér við enda vatnið hvergi heitara en rúm- lega 40° C, og því ónothæft til að sjóða í því kjöt, sem að trúlega hefir verið aðallifsbjörg þeirra. Þó er það einmitt þessi jarðhiti og uppsprett- ur frá honum, sem viðhalda þeim munnmælasögum em á reiki plág- ur herjuðu á byggðirnar. Einna trúlegust finnst mér sú saga er viðhelst ennþá í Eyjafirði, að tóftarbrotin niður við Lauga- hvíslina hafi verið heitin eftir hús- freyjunni á Möðruvöllum í Eyja- firði og alltaf kölluð Þórutóftar- brot. Átti hún að hafa flutt hingað með allt sitt, og dvalist hér meðan svarti dauði geysaði um byggðimar og bjargaði þannig sér og sínum frá dauða. Eftir að plágunni létti flutti Þóra til byggða á ný, en svo vel hafði hún unað hér að mörg sumrin næstu á eftir hélt hún hér til og hafði 1 seli. öllu ósennilegri er sú saga er fylgir hinni, að á meðan Þóra dvaldist hér hafi hún af og til sent menn til að grennslast um ástandið í byggð og hafi þeir sem til baka komu aftur, sagt að pestin lægi yfir byggðinni eins og móða og næði upp í miðjar hlíðar, þar til einn sagði að nú væri aflétt plág- unni. Svo mikið er víst að við tóft- arbrotin hefur fundist aska og kindarbein sem ótvírætt bendir á búsetu, þó ekki sé vitað hvenær eða af hvaða ástæðum hún hefir verið. Sögn um flótta fólksins lifir frelsi og þróttar naut í senn. Síðan hljótt þess sögu yfir sefur tóftarbrotið enn. Ennþá er veðrið jafn stillt og gott, hæg norðaustlæg átt eilítill skafrenningur á stundum, einkennileg hula í lofti byrgir að mestu sýn. Þó glyttir í fölgræna slikju norðurljósa á vesturloftinu, tvær stjömur á himni ekkert tungl. Eftir að hafa litast nokkuð um innan dyra og lesið í gestabókinni það sem skrifað hafði verið síðan ég kom hér síðast, var ég þess full- viss að þar hafði ekki skrifað sá eða sú er hér hafði síðast gist. Undir. bekk í forstofunni og í kokkhúsinu mátti greinilega sjá ummerki mús- ar þó ótrúlega sé, á þessum stað. Það verður ekki skýrt á annan veg en að einhver gestanna hér hafi flutt hana í farangri sínum og mat- arleysið síðan orðið henni að ald- urtitla. Svo er ekki annað eftir en að skríða ofan í svefnpokann og hverfa burt frá stund og stað, til draumalandsins eða algleymis. Meðan ræður milt og rótt myrkur auðnar stóru einn ég kýs að eiga nótt inni i rflci Þóra. Sífellt gjálfur vatnsins i píponum við veggina heldur athyglinni stutta stund, virðist hljóðna hægt og hægt, hverfur loks alveg. Það er að byrja að lýsa af nýjum degi þegar ég vakna af draumlaus- um svefni, sem varað hefur í al- gleymi frá þvl er gjálfur vatnsins hvarf í gærkveldi, sem hefur nú að nýju sama seiðmjúka sífellda klið- inn. Þá er að tendra eld í hlóðonum að nýju, hita morgundrykkinn og á brúsa í nesti. Hæg norðaustan átt ofurlítill skafrenningur og frost -5- 9° C. Ég bjó mig til ferðar á meðan vatnið hitnaði, skrifaði í gestabókina, og lét þar fljóta með stöku, sem reyndar varð til a allt öðrum stað en ekki við ósvipaðar aðstæður og á ekki síður við hér. Þó að frysti, fölni blað finnst hér lyst, að una. Þeir sem gista þennan stað þakka vist og muna. Þegar ég hef gengið frá öllu með sömu ummerkjum og að var kom- ið, loka ég hurðum útidyra og renni af stað úr hlaði, án orða, hún vitnar um þakklæti mitt stakan. Sleðafæri er sem fyrr mjög gott og skóflu- blaðið skilar með prýði nýju hlut- verki. Ég fer vestur yfir Lauga- kvislina svo fljótt sem fært er, og upp á melhrygginn vestan við en stansaði aðeins þar, til að líta snöggvast yfir svefnstað minn áður en lengra yrði haldið og þá kemur hún í huganum, stakan sem ég átti að skrifa í gestabókina áðan. Þreyttur hvfld hér þráða hlaut þakka ber með orðum, þar sem einnig ylsins naut einhver Þóra forðum. Fyrr en varir er Jökulsáin að baki og við Pollakvíslina bíður mín eldsneyti frá í gær, og næsta áfanga lýkur við skála F.f.S. í Lamba- hrauni. Ég stansa um stund og litast um en fljótlega fer kuldinn að sækja á. Þó frostið sé ekki mikið, hæg norðaustan gola og nú ekki til setunnar boðið lengur. Þar sem tími virðist rúmur og veður gott ákveð ég að taka smá útúrkrók og stefni á Svörturústir. Allsstaðar hefur kaldavermslið í lækjonum etið undan snjónum og víða uppúr, svo þeir voru alauðir enda snjór ekki djúpur hér á þessu flatlendi og sést víða til jarðar í rústonum. Rjúpnaspor á einni, fyrstu merki um líf, síðan norður á Þorljóts- staðabrúnum, en nú fór að rætast úr því. Ofarlega við norðasta læk- inn sem opinn er, sé ég minnkaslóð. Hann hefur komið upp i gegnum skaflinn við lækjarbotninn, og hleypur niður með að sunnan. Ég fylgi slóðinni. Stansar hvergi, takt- viss og ákveðin stökk, nær alltaf jafn löng, þrjú sporin næstum alveg saman hægri framfótur örlítið framar. Svona geta þeir hlaupið kílómetrum saman, ótrúlegar vegalengdir. Þvflflc taktfesta. Af henni mætti öfunda hann hver sé sem glímir við flókið nótnaregístur og síbreytilegan takt tóna. Hvergi fer hann að læknum, beygir allt í einu þvert úr leið, stefnir suður á melölduna, trúlega ekki ókunnug- ur hér. Nú veit ég hvert hann ætlar, austur á Bug. Slóðin stefnir nú á auðan læk, einn af mörgum hér í Vestur-Bugnum, viðstöðulaust of- an í hann og innundir snjóinn en vegalengdin er lfldega hátt í þrjá kilómetra, sem ég hef fylgt slóð- inni. Hér er sannkallað kjörlendi fyrir minnkinn, smásilungur eða Lækjalonta í nær öllum lækjum þó kaldir séu, stærri silungur í stöðu- vötnum nægur til lífsviðurværis um vetrartímann þar til fuglinn kemur með vorinu. Þó telur veiðistjóri að minnkurinn haldi sig í byggð eða nær henni yfir veturinn og fari svo til fjalla aftur að vorinu. Allavega era hér viða mjög góður uppeldis- staðir sem aldrei hefir verið komið á, í leit að mink til eyðingar. I bústað lágfótu við Svörturústadrag vorið 1980, var bæði silungar og gæs á borðinu, vafalaust daglega. Slflcra kræsinga er nú ekki neytt kvundags hjá mennskum, teljast raunar til hátíðamatar, en svona eru misjafnar siðvenjur, og að- stæður til öfiunar lífsviðurværis. í vestri ris Rauðhóllinn yfir sandöldumar austan Ásbjamar- vatna, 915 metra hr og glöggt kennileiti enda stefnan þangað. í leiðinni er Grænatjöm, og þeim sem vildu kynnast henni, skal vísa á fjórða bindi. „Hrakningar og heiðavegir" bls. 74. Gott dæmi þar um óvænt atvik er verða á vegi þeirra sem eru á ferð fjarri byggð- um án samferðamanna. Hér er snjórinn orðinn mýkri og verulega meiri en austar, og Ásbjamarvötn- in undir þykkri fanndyngju, en auður lækurinn sem til þeirra rennur að sunnan, mikil ummerki þar af völdum minkar, og ekki mun matarskortur þjá hér. Stefnan er yfir Ásbjamarfellið norðan, en skyggni ekki gott vegna skafrennings og drungalegs lofts, útsýni er þó stórfenglegt þaðan ef bjart er enda þúsund og tuttugu metrar niður af sjávarmáli. Þá er komið í Lambahraun, sem áður er getið og nú er það allmiklu greiðfærara en að sumarlagi, nán- ast hvergi misfella og sýnist, stutt yfir að skálanum þó að séu um þrír kílómetrar. Það má ekki vera ströng áætlun framundan þegar farið er að skoða hraunið, en þeim tíma sem til þess fer tel ég vel varið. Það er æskilegast að rigningar- demba sé nýafstaðin þegar farið er að skoða hraunið. Þá er grámosinn brúsandi og líflegur, og þá sjást mun betur fjölmargar tegundir jurta sem þar lifa og blómstra. Grámosinn er að sjálfsögðu mest áberandi því að hann undirbýr jarðveginn með takmarkalausri þolinmæði og nægjusemi, fyrir annan gróður stórvaxnari og þurft- arfrekari. Lætur sér nægja langtímum saman til vökvunar náttdöggina, sem svitar hraunurð- imar og skjólsælir hraunbollamir sannkallað kjörlendi mosans, sem og annarra jurta, því að þar kemst ekki foksandurinn að með sitt eyð- ingarafl. Fjallagrösin og hrein- dýramosinn blása út í kóralþyrp- ingu eftir dembuna. Tófugrasið velur sér skuggsælai. stað undir hraunhellu og naut ekki dembunnar áðan. Þar hef ég fundið þúsundblaðarós þó ólfldegt sé, en skollafingur og litunarjafni algeng- ir jafnvel tungljurt. í dálítinni lægð raklendri, hefur gróðurinn að mestu þakið hraunið, og allmargar mýrajurtir bætast þar í flóru þess. Hálfgrös eins og hrafnastór fjallhæra og ljósastór, þursaskegg er fjær dregur rakan- um. Skáli F.f.S. stendur í hrauninu við austustu kvísl Jökulsár vestari og reistur árið 1979, rúmgóður með svefnlofti og forskála, vistlegasta hús en ekki full frágenginn innan veggja. Mismunur á frosti ekki mikill innan dyra og utan. Klukkan er tólf á hádegi og tímabært að taka til matar. Hlóða- stæði fannst ágætt undir hraunbrflc skammt frá og vatnið sauð bráð- lega. Það er ekki sama ró yfir veru þess sem hér dvelur og við Laugar- fell. Ásýnd alls miklu harðari, kynjamyndir nakins hraunsins með einbeittan svip. Jökullinn í návígi, ábúðarmikill og sýnist til alls vis, jökulsáin við næstu fótmál hógvær að vísu alloft, en ber með sér svip þess ógnarvalds og óstöðvandi, sem hún býr yfir. Það er allt annar andi í húsinu hér en þar, ekki þessi friðsæla kyrrð og hugarhægð sem fylgir verunni þar, mikið frekar spenningur og eftirvænting, hér er svo margt að sjá, margt að skoða. Gestabók er ekki ennþá til á þessum bæ, svo að ferðalangar hafa fundið sér hina ólflcustu hluti til áritunar. Ég gat stuttlega ferðasög- unnar á blaði úr bók minni og áætlunar um framhaldið. Þar skrifaði ég lflca visu sem fæddist áðan meðan ég sat yfir pottinum á hlóðonum. Heim er áttin, brátt mig ber burt, en þrátt í leynum vakir máttur, samt hver sér segir fátt af einum. Það er ekki gott að staðsetja þær nákvæmlega kvíslar Jökulsár undir fannbreiðunni sem myndar hér eina samfellu, svo greiðfæra að nánast steinsnar virðist vestur að Eyfirðingahólum. Þeir draga nafn sitt trúlega af veginum sem um þá liggur, frá Hveravöllum til Eyjafjarðar, fjölfömum á hestum fyrr, en fyrst á bflum 8. september 1949 að Laugarfelli. Norður Jökul- tunguna, milli jökulkvíslanna er greiðfært, en snjór þó harðari hér, og niður við sporð hennar, vestan vestustu kvislar er Skiftabakki. Þar steindur nýlega reistur skáli gangnamanna úr Lýtingsstaða- hreppi, tveggja flokka sem þar eiga saman eina nótt, en skilja að morgni og skiptanafnið gefa bakk- anum. Það er austan strekkingur og kuldinn sækir ákaft að mér meðan á stuttri viðdvöl stóð, nægjanlegt gas á kút þar, til hitunar tevatns. Ég skrifaði í gestabókina skjálfandi höndum, meðan vatnið hitnaði og hvataði för sem mest, þvi kyrrseta hér var ekki fýsileg. Leið á drift í leik um stund láni og giftu þakka. Kvíða svift kætist lund kveð ég Skiftabakka. Ég er ekki sá eini sem skolfið hefur hér á Skiftabakka, því stað- urinn er kuldalegur og næðings- samt mjög þó á öðrum tíma sé, en á meðan vetur og fannfergi rflcir. Trúlega hefur hann skolfið meira gangnamaðurinn sem ekki var sáttur við skilnaðinn forðum hleypti á eftir þeim hópnum sem ekki átti að fylgja. En þar var kvíslin í milli og stefnan ekki ígrunduð náið, enda mun áhrifa gærdagsins og nýliðinnar nætur enn hafa gætt og hvarf hestur og maður fram af bakkanum. Skaut þó fljótt úr kafinn aftur stefnu og ferðinni haldið, utan húfan sem flaut niður strauminn, og málgleð- in enn við líði þegar mönnunum náði og mælti „þetta var ljóta demban“ Það er skammt niður að Þrönga- gili frá Skiítabakka, þar sem svo þrengt er að ánni að sakamaður á að hafa hlaupið þar yfir á flótta og borgið þannig lífi sínu eins og þjóðsagan segir. Þó er nú meira að henni þrengt nágranna þessarar í vestri Ströngukvísl, þeirri sem hug- djörfum er fært að láta renna milli fóta sér á einum stað. Snjór fer nú minnkandi er norð- ar kemur og við aflagðan gististað gangnamanna hjá Hraunlæk, fremst á Goðdaladal er allmikið autt, einkum við gilið beggja megin árinnar. Hann er í vel nothæfu standi enn kofinn þó ekki fylgi kröfum nútímans, hvorki staðsetn- ing né rými. Þær standa efalaust skýrar fyrir hugarsjónum minning- ar frá liðnum gangnasunnudags- kvöldum hér, en atburðir næst lið- inna daga. Það var ekki svo litlum áfanga náð á þeirri leið að verða maður þegar komið var hingað í fyrsta sinni það kvöld. Það eru ekki hvað síst spaugileg atvik mörg og óhöpp óvænt, sem menn gerðu góðlátlegt grín að, er geymast skír í huga margra og vekja kátinu hvenær sem vitnað er til. Magnús Sigurjónsson Framhald af forsíðu. Skólamálin eru stór póstur í þessum bæ og við ætlum að halda áfram uppbyggingu fjölbrautaskólans og hyggjumst fá eins mikið fjármagn frá Rflci og við mögulega getum og verðum náttílrulega að leggja á móti eins og lög gera ráð fyrir. Bygging íþróttahússins er nú að hefjast og við munum leggja allt kapp á að koma því húsi í not hið fyrsta. Nauðsynlegt er að bæta námsaðstöðu á grunnskólastigi. Þar þarf að auka húsrými, því hefur ekki verið sinnt undanfarin ár. Barnaskólinn býr við allt of þröng húsakynni og viðhald hússins hefur verið vanrækt. Létta verður þrengslin í húsnæði Bamaskólans með því að flytja meira af starf- semi hans inn í hús Gagnfræðaskólans. Mér sýnist að hepplegasta leiðin til að leysa margan vanda sé að færa allt grunnskólastigið undir eina stjórn. En með tilkomu eigin húsnæðis Fjölbrautaskólans bæði verknáms- og bóknámshúss mun grunnskólastigið fá aukið svigrúm einnig. Víðvflcjandi málefnum bama er það að segja að í málefnasamningi okkar er tekið fram: Ljúka skal við dagheimili f Hlíðahverfi á næsta ári. Kannaður möguleiki á rekstri gæsluvalla í tengslum við dagheimili og leikvellir endurbættir. Áframhaldandi uppbygging heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss er brýn. Enda þótt við fögnum þvi að heilsugæsla og læknisþjónusta sé með mikl- um ágætum hjá okkur þá má lengi um bæta. Hraða þarf byggingu hjúkr- unar og dvalarheimilis aldraðra. Þörf fyrir þessa byggingu er mikil þar sem fjöldl fólks bíður á heimilum sínum eftir plássi. Eins þarf að gera fólki kleift að dvelja eins lengi og mögulegt er á heimilum sínum og það vill sjálft. Hraða þarf endurskipulagningu gamla bæjarins og gera útivistarsvæði í Sauðárgili og Skógarhlíð aðgengilegri fyrir almenning. Um samgöngur er það að segja að áfram þarf að vinna að framkvæmdum við höfnina með hliðsjón af auknum umsvifum þar. Næst á dagskrá er gerð nýrrar smábátahafnar og framtíðarverkefni er Suðurgarður og væntaleg þurrkví fyrir skipaviðgerðir. Sífellt þarf að fylgjast með dýpi hafnarinnar og moka sandi eftir þörf- um. Flugvöllurinn okkar er annar besti flugvöllur landsins. Við vonumst til þess að rflcissjóður leggi á næstunni fram fé til malbikunar flugvallarins og til byggingar flugstöðvar svo hann geti þjónað sem varavöllur fyrir millilandaflug. Það mundi létta beinar samgöngur við útlönd t.d. með ferska matvöru á markaði erlendis! — Hver er afstaöa þín til aukins samstarfs sveitarfélaga á Norðvesturlandi? Núverandi skipan sveitarfélaga er löngu úrelt enda miðuö við allt aðrar aðstœður hvað varðar samgöngur og atvinnuhœtti er nú ríkja, þess vegna má breyta mörgum núverandi hreppamörkum i landinu og vinna að samstarfi í stœrri einingum. Það œtti að fœra meira af verkefnum og tekjustofnum frá Riki til sveitar- félaga en til þess að það sé mögulegt þurfa sveitarfélögin að stœkka og samvinna milli þeirra að aukast. Mig og ýmsa fleiri dreymir um að stofna sérstakt samband sveitarfélaga á Norðvesturlandi, þetta hefur lengi verið til umrœðu í kjördæminu en af framkvœmd hefur ekki orðið ennþá. Feykir . 5

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.