Feykir


Feykir - 02.07.1982, Blaðsíða 1

Feykir - 02.07.1982, Blaðsíða 1
[Þjngme^rS^BBHHi Nýr vegur um Þverárfjall „Friður á jörðu" Sjá bls. 4-5 Vegur opinn allan ársins hring um Þverárf jallsleið fæli í sér að vegalengdin frá Sauðárkróki til Blönduóss styttist úr 75 km í 45 km, leiðin frá Sauðárkróki til Skagastrandar myndi stytt- ast um rúmlega 40 km. Marga dreymir um slíkan veg því hann myndi létta alla samvinnu milli sveitarfélaganna um miðbik Norðurlands- kjördæmis vestra og auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum öll samskipti. Við snérum okkur til alþingismannanna Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Stefáns Guðmundssonar og Pálma Jónssonar ráðherra og spuröum þá hvern hug þeir bæru til slíks vegar. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður: Ég tel að það gæti verið mikilsvert fyrr en síðar að leggja veg um Þverárfjall sem halda mætti opnum allan ársins hring. Fyrst og fremst til að tengja Blönduós, Sauðárkrók og Skagaströnd því að það stuðlar að heppilegri þróun menningar- og atvinnumála. Þetta svæði gæti orð- ið nánast ein heild í atvinnulegu tilliti t.d. ef einhver meiriháttar iðnaður risi á einhverjum staðanna því að þá gæti fólk stundað þar at- vinnu þó að það væri búsett annars staðar á svæðinu. Með tilkomu útibús Landsbanka íslands á Skagaströnd bætist svæðinu öflug- ur banki og við það hljóta sam- skipti öll að aukast. Atvinnutæki- færum fjölgar auðvitað ef menn geta leitað fanga víðar en innan síns eigin byggðarlags og öll sam- skipti fólksins í þessum sveitarfé- lögum er vitaskuld af hinu góða. Stefán Guðmundsson alþingismaður: Ég er mjög hvetjandi þess að Þver- árfjallsvegur verði lagður. I fyrra var unnið fyrir s.k. jaðarbyggðafé að vegarbótum á Laxárdalsheiði og á síðastliðnum vetri vann Vega- gerðin að snjómælingum á Þverár- fjallsleið en það er forsenda þess að velja megi heppilegt vegarstæði. f mínum huga er lagning þessa vegar eitt mikilvægasta málið í sambandi við samvinnu byggð- anna við Skagafjörð og Húnaflóa. Má í því sambandi benda á góða reynslu Sauðárkróksbúa og Hofs- óssbúa af samvinnu um útgerð. Vegalengdin frá Sauðárkróki til staðanna við Húnaflóa yrði lítið lengri en nú er til Hofsóss. Bændur sem best þekkja til á þessum slóð- um telja að finna megi heppilega leið t.d. með tilliti til snjóalaga. Pálmi Jónsson ráðherra: Þegar brúin á Laxá var byggð fyrir u.þ.b. áratug varð Þverárfjallsvegur sæmilega greiðfær öllum bílum að sumarlægi. Mikilsvert hefði verið að geta bætt veginn meira eða byggt hann alveg upp í þeim til- gangi að tengja betur saman byggðalögin beggja vegna fjallsins. Þetta hefur ekki tekist af þeirri einföldu ástæðu að við vegagerð sem og aðrar framkvæmdir verður Framhald á bls. 7. Að lokinni prestastefnu: Hverfum frá jafn- vægi óttans eða förumst. Sr. Þórir Kr. Þórðarson „Afstýrum kjarnorkustyrjöld og gjöreyðingu alls lífs “ Sr. Þórir Kr. Þórðarson. Við hittum Þóri Kr. Þórðarson prófessor að máli að lojvéni prestastefnu og spurðum hann hvað fælist í hinu kristna friðar- hugtaki. Hið kristna friðarhugtak markast af orðunum „sáttargjörð“, „sam- eining", „heill og heilindi", „vel- ferð“ og „velfarnaður“. Það táknar þjóðfélagsskipan þar sem ríkir réttlæti, réttvísi, miskunn og elska. Andspænis þessari skipan friðar og miskunnar stendur „hið illa“, hin tortímandi öfl, er sundra vilja því og sundur slíta friðinn. Það er höfuðatriði þessa friðar- hugtaks kristinnar trúar, að það er Guð sem komið hefur skipan þess- ari á og viðheldur henni en berst um leið gegn hinum sundrandi öfl- um. Þetta er kallað sköpun og endurlausn á máli kristninnar. Þessi skipan þjóðfélags og fjöl- skyldu á einnig við um náttúruna. Allt lífríkið, vistkerfið allt er ein órofa heild, hún er líf, og guðsvilj- inn eflir þetta líf, Guð er þetta líf lífríkisins, þjóðfélagsins og fjöl- skyldunnar. En Guð er ofar þessu lífi, hann er rót þess, upphaf, skap- ari þess. Aðeins með því að ganga inn í þetta líf Guðs í friði, elsku, réttlæti og réttvísi getur maðurinn lifað sönnu lífi og að þessu tilskyldu sem að ofan greinir getur maðurinn af- stýrt kjarnorkustyrjöld og gereyð- ingu alls lífs á jörðinni. Guð er grundvöllur þessa friðar. Sjálfur hefur hinn frjálsi maður komist á tindinn í vísindum og tækni með framleiðslu kjarnorkusprengjunn- ar og stýriflauganna. Þetta sagði Þórir og hvarf síðan út ískagfirsku náttúrufegurðina. Sr. Bernharður Guðmundsson „Hryggilegt að hægri menn skuli ekki hafa treyst sér til að taka þátt í þessari umræðu“ Við spurðum sr. Bernharð Guð- mundsson um það hvað honum þætti markverðast í ályktun prestastefnu. Sr. Bernharður Guðmundsson. Steundum bregða menn fyrir sig ensku orðunum preace and justice, friði og réttlæti í þessari röð. Með réttu ætti að snúa þessu við og nefna réttlætið fyrst friðinn síðan því eins og fram kemur í ályktun prestastefnu er friður afleiðing rettlætis. Það sem mér þykir athyglisverðast í þessari ályktun er að prestastefnan kemur þeim til- mælum til kirkjustjórnarinnar að hún hafi forgöngu í umræðunni um friðarmálin og kalli til þeirrar um- Framhald á bls. 7.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.