Feykir


Feykir - 02.07.1982, Page 2

Feykir - 02.07.1982, Page 2
Stórhátíð í Skagafirði \vesW jft&íitva Safnafundur Safnafundur á Norðurlandi var haldinn á Blönduósi 12. júní s.l. Á fundinn mættu fulltrúar minja- safna á Norðurlandi. Búist við 10-12 þúsund gestum Til skamms tíma lék það orð á hestamannamótum að þar risi sollur oft hærra en hollt væri mönnum og málleysingjum. Á undanförnum árum hefur orðið gæfuleg breyting þar á og er allur undirbúningur Landsmóts hestamannafélaga á Vind- heimamelum góður vitnisburður þess að fjölskylduhátíð stendur fyrir dyrum. Fjölskyldanum eru ætlaðar sérstakar tjaldbúðir og verður höfð á þeim stöðug gæsla. Þá verða sérstakar búðir fyrir hjólhýsi og tjaldvagna auk hinna al- mennu tjaldbúða á bökkum Svartár. Hreinlætisaðstaða er stórbætt frá því sem verið hefur og er rennandi vatn sótt um tveggja km. langa vatnsleiðslu yfir í hlíðina vestan ár. Á svæðinu er fjöldi vatnssalerna og gnótt vatns til að tryggja mótsgestum nauðsynlegt hreinlæti. Matsala og kaffiveitingar verða í veitingahúsi og tveimur samkomutjöldum á svæðinu og K.S. mun starfrækja þar matvöruverslun. Aðgangseyrir að mótinu verður: Fyrir alla daga mótsins frá 7,-11. júlí kr. 350. Fyrir þá sem einungis eru sunnudaginn 11. júlí kr. 200. Fyrir börn 12 ára og yngri er enginn að- gangseyrir. 1 Borgarey eru 60-70 ha. hagar fyrir hross og verða hagá- gjöld fyrir ferðahesta og sýningarhross kr. 80fyrir hvert hross sem kemur í haga fyrir kl. 24 fimmtudaginn 8. júlí en kr. 50 fyrir þau sem koma síðar. Móttaka hesta í girðingar hefst kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. Viljaprófun gæðinga fer fram degi áður en dómar í við- komandi flokki hefjast. Gæðingar í B fl. verða viljaprófaðir þriðjudaginn 6. júlí en gæðingar í A fl. þann 7. júlí. Hagar á hálendinu eru góðir miðað við árstíma og líkur á að svo verði einnig um færð er nær dregur móti. Dagskrá fyrir Landsmót hestamannafélaga Miðvikudagur 7. júlf. Kl. 9.00 Stóðhestar dæmdir. Dómnefnd starfar allan daginn. Kl. 9.00 Gæðingar í'B-flokki dæmdir. Dómnefnd starfar allan daginn. Fimmtudagur 8. júlí. Kl. 9.00 Kynbótahryssur dæmdar. Dómnefnd starfar allan daginn. Kl. 9.00 Gæðingar A-flokki dæmdir. Dómnefnd starfar allan daginn. Kl. 21.00 Evrópumót —fyrri hluti. Föstudagur 9. júlf. Kl. 9.00 Unglingakeppni—12 ára og yngri. Dómnefnd starfar. Kl. 10.00-12.30 Stóðhestar sýndir og kynntir. Kl. 13.30-13.45 Mótið sett af formanni L.H. Stefáni Pálssyni. Kl. 13.45-15.45 Kynbótahryssur sýndar og kynntar. Kl. 15.45-16.45 Evrópumót—síðari hluti. Kl. 16.45 Undanrásir kappreiða (250, 350 og 800 m stökk og 300 m brokk, fyrri sprettur). Kl. 21.00 Kvöldvaka. Laugardagur 10. júli. Kl. 10.00-12.00 Milliriðlar kappreiða. Kl. 10.00 Unglingakeppni 13-15ára. Dómnefnd starfar. Kl. 12.00-14.00 Stóðhestar sýndir—dómum lýst. Kl. 14.00-14.45 Gæðingar A-flokki sýndir og sérstaklega kynntir lOefstu hestar. Kl. 14.45-16.15 Kynbótahryssur sýndar, dómum lýst. Kl. 16.15-17.00 Gæðingar B-flokki sýndir og sérstaklega kynntir lOefstu hestar. Kl. 17.00-17.45 Hópsýning ræktunarbúa. Kl. 17.45 Skeið—fyrri sprettur. Kl. 21.00 Kvöldvaka. Sunnudagur 11. júlf. Kl. 10.30 Hópreið hestamanna inn á sýningarsvæðið. Kl. 11.00 Helgistund. Kl. 11.15 Ávörp: Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, Ásgeir Bjarnason. form. Búnaðarfélags Islands. Kl. 12.00-13.00 Úrval kynbótahryssna sýnt, verðlaun afhent. Kl. 13.00-13.30 Unglingakeppni, úrslit kynnt, verðlaun afhent. Kl. 13.30-14.30 Úrval stóðhesta sýnt, verðlaun afhent. Kl. 14.30-16.30 Úrval gæðinga 1 A-flokki og B-flokki sýnt. Tíu efstu hest- um raðað og verðlaun afhent. Kl. 16.30-17.00 Hópsýning ræktunarbúa. Kl. 17.00 Skeiðogbrokk—seinni sprettir og úrslitasprettir í öðrum hlaupagreinum. Kl. 17.00 Dregið í happdrætti mótsins. Mótinu slitið að loknum kappreiðum. Rætt var um samstarf minja- safna á Norðurlandi og voru fund- armenn sammála um að samstarf væri gagnlegt og úrsöfnun tegunda væri nauðsynleg þannig að hvert safn hefði sína sérstöðu. Þá var álitið að samhæfa þyrfti önnur söfn á sama stað. Þjóðminjavörður Þór Magnús- son mætti á fundi og svaraði greið- lega spurningum fundarmanna. Sagði hann að Þjóðminjalög væru í endurskoðun og þar yrði væntan- lega sérstakur lagabálkur um minjasöfn. í fundarlok skoðaði fundarfólk Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Þingeyrarkirkju. E.S. Oddvitinn við hreppstjórann: Það er auðvelt fyrir mig að greina sundur aðalatriði og aukaatriði, vandinn er hins vegar sá fyrir mig að átta mig á hvort er hvað. „Western Saloon“ á Skagaströnd 2 . Feykir

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.