Feykir


Feykir - 02.07.1982, Side 3

Feykir - 02.07.1982, Side 3
Skagfirðingar Nærsveitamenn Við höfum allar algengar byggingavörur á hagstæðu verði. Leitið ekki langt yfir skammt. Eflið norðlenska verslun, verslið í heimabyggð. Það borgar sig. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA BYGGINGAVÖRUDEILD SÍMI 95-5200 Bændaskólinn Hólum auglýsir Þeir nemendur sem ætla að sækja um skólavist næsta vetur eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsóknir hið allra fyrsta. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Umsóknar- eyðublöð fást hjá skólanum, sími um Sauðár- krók. Nemendur á 1. námsönn hefja nám þann 1. nóvember n.k. SKÓLASTJÓRI. Erum með til sölu nokkur einbýlishús og íbúðir af öllum stærðum. Upplýsingar gefnar í síma 95-5931 á þriðjudags- kvöldum kl. 8-9 og á fimmtudagskvöldum kl. 8-10. ÁGÚST GUÐMUNDSSON, viðskiptafræðingur. HELGI I JÓNSSON lögfræðingur. Einbýlishús Til sölu er nýlegt einbýlishús á Sauðárkróki. Húsið er 150-160 m2 með tvöföldum bílskúr. Allar upplýsingar gefur MAGNÚS ÞÓRÐAR- SON HALL, Hamraborg 7 Kópavogi, sími 43307 og heimasími 81259. t MINNINGARORÐ Freyja Ólafsdóttir frá Tyrfingsstöðum Fædd 4. apríl 1899 - Dáin 20. júní 1982 Þá ert þú nú lögð af stað fóstursystir mín góð í leitina að betri heimi, sem góðu heilli ávallt hefur verið trúað að væri á vísum stað en í óskilgreindri fjarlægð. Reyndar hefur mér jafnan fund- ist þessi heimur fagur og full góður handa mér, og svo er enn. Að sjálf- sögðu kemur þó að því, að ég bregð undir mig betri fótunum sem aðrir, og er gott til að hugsa eins og ann- arrar jákvæðrar þróunar, sem mannleg von stendur til. Freyja Ólafsdóttir var fædd að Þverá í öxnadal 4. apríl 1899. For- eldrar hennar voru hjónin, Guðrún Guðmundsdóttir og Ólafur Jóhannsson albróðir föður míns. Ólafur var orðlagt karlmenni að burðum og almennt kallaður Stóri-Ólafur. Alla stund voru þau hjón fátæk, enda börnin nokkuð mörg. Ólafur lést hjá bróður sínum á Efri-Rauðalæk 3. júní 1902, en var þó heimilisfstur á Syðri- Bægisá. Banamein hans var lungnabólga. Þetta sama ár fer Freyja litla til foreldra minna í fóstur þá þriggja ára að aldri. Og í kjöltu móður minnarsat hún, þegar þau fluttu frá Rauðalæk að Egilsá, þá sex ára telpukorn. Þannig ur- ðum við snemma samferða, því móðir mín bar mig þá undir belti, líklega nokkurskonar frosk á því aldursskeiði. Hjá foreldrum mín- um dvaldi Freyja síðan alla stund, þar til á vori 1928, að hún réðst til Jóhanns Eiríkssonar bónda að Tyrfingsstöðum á Kjálka og tók þar við búsforráðum. Ekki gengu þau Jóhann þó í hjónaband fyrr en all mörgum árum síðar. Þetta reyndist þeim báðum hið mesta gæfuspor, og á Tyrfingsstöðum bjuggu þau síðan allan sinn búskap. Þar fæddist þeirra eina barn, dóttirin Kristín Friðfinna, sem varð að sjálfsögðu sólargeisli heimilisins og augasteinn foreldranna, enda efni- leg stúlka. Aldrei voru auðæfi á Tyrfings- stöðum, ekki heldur fátækt. Allir höfðu sinn „deilda verð“, sem sjálf Ritningin telur manneskjunni ekki einungis nóg heldur og hollast. Búið var að heimafengnu svo sem kostur var, og allir undu glaðir við sitt, eftir því sem séð varð. Bæði voru þau hjón starfsöm og ráðdeildarsöm í alla staði, og þrifn- aður bæði úti og inni var með þeim ágætum, að vart varð á betra kosið. Ekki voru þó salarkynni víð né há- reist, því alla stund var búið í torf- bæ, að vísu endurbyggðum að hluta á síðari árum. Allur var þessi bær hreinlegur, hver fjalarspækja hvítskúruð svo sem kostur var og gólf sópuð dag hvern, þar sem þvotti varð ekki við komið. Bæði voru þau hjón gestrisin og þótti jafnvel miður, ef farið var hjá garði, enda ákaflega vinsæl af nágrönnum og öllum sem til þekktu. Frá Heilbrigðis nefnd Sauðárkróks Vekur athygli Sauðárkróksbúa á eftirfarandi: Sterkur grunur hefur komið upp um það að rokgjörn leysiefni og sum hættuleg hafi verið sett í niðurföll bæjarins. Það er ekki leyfilegt að setja olíur eða leysiefni eða hættuleg efni í skolpleiðslukerfi bæjarins. Þessum efnum á að eyða í samráði við og eftir fyrirmælum heilbrigðisfull- trúa. fyrir tónlist, félagslynd að eðlisfari. Ung að árum eignaðist hún litla, einfalda harmoniku. Annað hljóð- færi átti hún aldrei, því miður. Hún var mikill dýravinur, og allar skepnur hændust að henni og áttu við gott að búa frá hennar hendi, enda rækti hún húsmóðurskyldur sínar á breiðu sviði sem sveitakona. Hún var gædd nokkurri ófreski- gáfu, sem hún fór þó fremur dult með. Ekki verður því neitað að Freyja var skapkona svo sem hún átti kyn til en ákaflega sáttfús. Ekki verður hér frekar rakinn æviferill þessarar konu, enda aldrei ætlunin. Minningarnar eru sá sjóður, sem aldrei brennur í verð- bólgu né gengisfelling nær til. Þakklætið er mér efst í huga. Þakklætið fyrir systurlegt þel, sem þú ávallt sýndir mér óverðugum og mínu fólki, fóstursystir mín góð. Að lokum sendi ég og fjölskylda mín öllum ástvinum hinnar látnu innilegar samúðarkveðjur með blessunarósku. Á yfirstandandi vordögum, nokkuð góðum að ýmsu leyti, laumast vísuorð þjóðskáldsins stundum í hugann: „Margt er það, og margt er það, sem minningarnar vekur. Þær eru það eina, sem eng- inn frá mér tekur.“ Guðmundur L. Friðfinnsson. Aldrei bar Freyja tilfinningar sínar á torg, og þegar fjölskyldan fluttist til Sauðárkróks árið 1969 og jörðin fór í eyði, sjálfsagt aðeins um stundarsakir, ræddi hún lítið um söknuð sinn eftir góða bújörð heldur hitt, að nú gæti enginn veg- fari hvílst og notið hressingar á Tyrfingsstöðum. f þá átt féll ræða hennar, og þetta þótti henni sárast. Þarna var löca jafnan gott að koma, glaðværð í heimili, hlýtt viðmót og veitingar svo sem best varð á kosið. Faðir bónda, Eiríkur Gíslason, tal- aði um sterka menn og sagði kímnisögur, enda nokkuð greindur karl, fullur af „húmor“ og hafði frásagnarhæfileika. Á þessum bæ áttu utangarðsmenn og vesalingar ævinlega öruggt hæli og urðu heimilisvinir. Enda dvaldi þar jafnan eitthvað af þesskonar fólki og undi hag sínum vel. Freyja Ólafsdóttir var fremur fríð stúlka með hreint svipmót. Hún var söngelsk og hafði eyra Til sölu MAZDA Sedan 818, ár- gerð 1977 brúnsans- eraður. Ekinn 60 þús. km. Útvarp, segulband og góð vetrardekk fylgja. Verð kr. 55 þús. Upplýsingar í síma 5748 á kvöldin. A MORGNANA: Nýlagað kaffi og rúmstykki með skinku og osti. HÁDEGI T.D.: Réttur dagsins, steikur eða af smáréttaseðli, hamborgarar, samlokurog pizzur. KVÖLD: Safaríkar stórsteikur af sérréttaseðli, t.d. nautasteik, lambasteik, grisasteik, kjúklingar ásamt smáréttum. Heitt kaffi á könnunni allan daginn. Smurt brauð og kökur. Foreldrarathugið: Við gerum ráð fyrir þeim yngstu í fjölskyldunni. Okkar vin- sæla barnaleikhorn stendur alltaf fyrir sínu og einnig bjóð- um við upp á sérstakan barnamatseðil. Verið velkomin. Opið frá 9,00-23,00 alla daga. Hjá okkur sér fagmaður um matargerðina Sælkerahúsið Aðalgötu15 - Sími5900. Feykir . 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.