Feykir


Feykir - 02.07.1982, Side 5

Feykir - 02.07.1982, Side 5
FeykÍR ÚTQEFANCX: FEYKIR H.F. RlUtjórl ofl Abyrgðarmaflur: ÞORSTEINN BRODOASON. Aufllýtlngar: MARGEIR FRIÐRIKSSON, Slml 05-5600 og 05-5752. DrtHlng: HILMIR JÓHANNESSON, Siml 05-5133 og 05-5314. Askrtft: ÁRNI RAGNARSSON, Slml 05-5500 og 05-5870. RlUtK»m: Arni ragnarsson, hilmir jóhanneson, hjAlmar jónsson, jón Asbergsson, jón f. hjartarson. Rltrufnd á SlgluflrOI: BIRGIR steindórsson, sveinn björnsson, gunnar rafn SIGURBJÖRNSSON, KRISTJAN MÖLLER, PALMI VILHjALMSSON. RHnofnd á HvammtUnga: hólmfrIdur bjarnadóttir, egill gunnlaugsson, helgi ÓLAFSSON, ÞÓRVEIG HJARTARDÓTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS HALLDÓRSSON. Rltntfnd á Blönduósl: MAGNÚS ÓLAFSSON, SIGMAR JÓNSSON, BJÖRN SIGURBJÓRNSSON, ELÍN SIGURDARDÓTTIR, SIGURÐUR EYMUNDSSON. Rllnsfnd á Sksgaströnd: EUN NJÁLSOÓTTin, SVEINN INQÓLFSSON, JÓN INQI INQVABSSON, HAQNÚS B. JÓNSSON, ÓLAFUB BERNÓDUSSON. RltiMlnd i Hotidil: FJÓLUUNOUR KARLSSON, QUOMUNDUR INQI LEIFSSON, PALUI RÖGNVALOSSON, BJARNI JÓHANNSSON, Sf. SIQURPALL ÓSKARSSON. RÓSA PORSTEINSDÓTTIR, BJÖRN NlELSSON, ÞÓRDlS FRIDBJÖnNSDÓTTIR. Útllt: REYNIR HJARTARSON. PRENTVERK OOOS DJÖRNSSONAR H.F. AKUREYRI 1983 Feyklr er hálfsmánaOarblað. Aikrttt 30 kr. i minuíl. LsusassU 12 kr. Jafnvægi óttans Blikur sundurlyndis og ófriðar eru nú á himni nær og fjær sem svo oft áður. Þjóðir berast á banaspjót og stór hiuti jarðarbúa á ekki málungi matar. Fyrir réttum 37 árum logaði himinninn yfir tveimur japönskum borgum og nafnið Hírósíma vekur æ síðan hroll með hverjum læsum manni. Nóbelshafinn Aage Bohr sonur eins þeirra sem lögðu til þekkinguna og hugvitið að bomb- unni hefur lýst fyrstu viðbrögðum föður síns við „velheppnaðri“ til- raunasprengingu í Los Alamos á þá leið að hann hafi talið að nú þyrði enginn í stríð. Nokkrum árum síðar varð til kenningin um „gagnvirka fælingu" en á henni byggist hugmyndin um jafnvægi óttans. Níels gamli Bohr er horfinn til feðra sinna og því skai ósagt látið hvort hann væri sama sinnis nú og sonur hans segir hann hafa verið úti í eyðimörkinni á fimmta tug þessarar aldar. Víst er að þeim fer fækkandi sem sjá í bombunni tryggingu eilífs friðar. Hinum fer fjölgandi sem sjá í svepplaga eld- skýi á himni teikn um útrýmingu þess lífs á jörðu sem við þekkjum nú. Sagan kennir okkur að ekki haf allir átt sér hið sama til erindis út í eyðimörkina og fyrrnefndir feðgar. Einn sneri þaðan og flutti öllum jarðarbörnum fagnaðarerindi. Margir þeirra sem starfa í nafni hans á vegum íslensku þjóðkirkj- unnar hafa að undanförnu setið á rökstólum um það að Hólum í Hjaltadal hvernig þeir geti best lagt sitt af mörkum til friðar á jörðu. Vlð hljótum öll að taka undír þá fyrirbæn að eindrægni megi ríkja undir þeim himni sem lykur um jörðina alla. Það er auðvelt að lýsa yfir vilja til friðar og tala í almennum orðum um friðsamlega sambúð ríkja. Kirkjan hefur óneitanlega oft fallið í þessa gryfju. En fyrr eða síðar kemur að því, að sá sem vill frið í raun og veru verður að blanda sér inn í hinn pólitíska veruleika. - Þar með er ekki sagt, að afstaða hans þurfi að mótast af viðhorfi stjórn- málaflokka. - Þetta þekkja evrópskar kirkjur býsna vel frá tímum nasismans, þegar það kost- aði eitthvað, stundum líf manna, að boða „fagnaðarerindi friðarins“ (Ef. 6:15) í heiminum. En um hvað snýst þá málefni friðarins á yfirstandandi tíma? Hvers vegna eru menn greinilega svo uppteknir af umræðunni um frið og hví gefa alþjóðleg kirkju- samtök út hverja yfirlýsinguna á fætur annarri um málefni friðar og afvopnunar? Vmsar alþjóðlegar ráðstefnur um frið og afvopnun fara fram þessi misserin og ber þar hæst afvopnunarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir, minna má á afvopnunarvið- ræður risaveldanna í Gefn sem nú standa yfir og fyrirhugaðan fund æðstu manna um sama málefni. Þannig mætti lengi telja. Sú mikla almenna umræða um frið og af- vopnun, sem fram hefur farið á vesturlöndum undanfarið hefur vart farið framhjá neinum. En um hvað snýst málið? I stuttu máli sagt er það vitund manna um geigvænlegan vígbúnað og þá fyrst og fremst kjarnorkuvíg- búnað sem hefur knúið þá til þess að opna umræðuna um þennan mesta vágest mannkynsins einu sinni enn. En það er ekki eingöngu umræðan um kjarnorkuvígbúnað og ýmsar hliðar hans bæði sið- ferðislegar og herfræðilegar, sem mönnum hefur leikið hugur á að fjalla um heldur einnig allur sá kostnaður, sem rennur til þess að hlaða upp vopnum víðs vegar um heiminn, beinn og óbeinn. Hvernig tengist vaxandi hungur í heimin- um, vaxandi atvinnuieysi og gífur- leg mannréttindabrot víðs vegar um heiminn hinni miklu aukningu á vígbúnaði? í stuttu máli sagt snýst málið um hina einföldu spurningu, sem einn þekktasti stjórnmála- maður í bandaríska þinginu orðaði þannig: „Hvað erum við í raun og veru að gera við líf okkar og lífs- skilyrði?1 Hinn siðfe rðislegi kostnaður kjarnorkuvígbúnaðar er jafnvel enn meiri en sá kostnaður, sem nefndur hefur verið. Kjarnorku- vígbúnaður gerir alla, sem að hon- um standa og að honum stuðla í orði, verki eða með þögninni að ábyrgðarmönnum hugsanlegrar útþurrkunar milljóna manna. Við, íbúar hinna kristnu vestur- landa höfum alist upp við þá grundvallarhugsun, að lífið sé heil- agt, og af þeim sökum látið það sitja í fyrirrúmi að lina þjáningar manna, læknað sjúkdóma með ótrúlegri hugkvæmni og oft á tíð- um aðdáunarverðri fórnfýsi og varið fé til þessara hluta - með annarri hendi. En með hinni hendi höfum við látið fé streyma til víg- búnaðar og lýst okkur reiðubúna að gegna hlutverki fjöldamorðingja í kjamorkustríði. Með því van- helgum við ekki aðeins lífið heldur metum við það einskis þegar allt kemur til alls. Enski biskupinn John Robinson segir: „Á einhvern hátt hefur sú hugsun náð að menga andrúmsloft á vesturlöndum, að ef svo ber undir og hemaðarleg rök hníga í þá átt, þá megi útrýma öllu lífi á þessari jörð“. Spurningin er því þegar allt kemur til alls um raunverulegar varnir og raunverulegt öryggi. ör- yggi er oftast gagnkvæmt: Þá að- eins þegar Bandaríkjamaðurinn veit, að Rússinn sefur rólega og er ekki þrúgaður af ótta getur hann sjálfur lagt sig til hvíldar í friði. Og á sama hátt getur Rússinn hallað sér til hvíldar nokkurn veginn öruggur, þegar andstæðingar hans í vestri og austri þurfa ekki að óttast vígbúnað hans. Ógnarjafnvægið byggir á rökfræði, sem gengur í þveröfuga átt, það byggir á því, að svo lengi sem andstæðingnum staf- ar nógu mikil ógn og ótti af mér þá muni það halda árásargirnd hans í skefjum og þá mun ríkja friður á milli okkar, en það er vissulega kaldur friður, sem mun reynast okkur báðum dýr, hvernig sem á málið er litið. Þess vegna hlýtur rökfræði ógn- arjafnvægisins að viðhalda óvið- unandi ástandi þar sem það festir fjandskapinn í sessi og viðheldur viðgangi vígbúnaðarins ískjóli þess fjandskapar. Að hnika við fjand- skapnum merkir þá um leið aðför að vígbúnaðinum. Carl Friedrich von Weizsacker velti fyrir sér, hvað það merkti pólitískt að elska óvini sína. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að það merki að minnsta kosti viðleitni til þess að setja sig í spor andstæðingsins og gera tilraun til þess að sjá heiminn út frá hans sjónarhorni og skynja hagsmuni hans, vonir hans, ótta hans og veiku punktana. Vissulega þarf óttinn við hann þá ekki að hverfa en hann virtist vafalítið í öðru Ijósi og missir sárasta broddinn. Hin mikla breiðfylking friðar- hreyfinganna austanhafs og vestan hefur vart farið framhjá neinum. Hér er um að ræða „grasrótar- hreyfingu“, sem nær til allra stétta, til leikra og lærðra, ungra og gam- alla. Grundvöllur þeirrar umræðu, sem þessar hreyfingar hafa komið af stað er fyrst og fremst fræðileg umræða um leiðir í varnar- og öryggismálum. Sú umræða er vissulega ekki að hefjast nú á þessum misserum; ailt frá lokum seinni heimstyrjaldar hafa friðar- rannsóknarstofnanir starfað með ýmsum hætti víða á vesturlöndum þótt þeim hafi ekki vaxið verulega fiskur um hrygg fyrr en á seinni árum. Umræðan um kjarnorkuvíg- búnað komst í hámæli á megin- landi Evrópu í lok 6. áratugarins þegar kjarnorkuvopnum var komið fyrir þar. Munu margir minnast virkrar þátttöku kirkjufólks í þeirri umræðu. En umræðan um kjarn- orkuvígbúnað hefur ekki þagnað þótt yfir henni hafi dofnað um tíma. Á ótal alþjóðlegum ráðstefn- um hefur verið fjallað um frið og afvopnun, alþjóðleg samtök eins og Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök hafa orðið að viðurkenna vanmátt sinn þegar vígbúnaður var annars vegar. Alþjóðleg kirkju- samtök hafa ítrekað fjallað um vígbúnað og gefið út ítarlegan fróðleik þar að lútandi. Sú friðar- hreyfing, sem fram hefur komið á meginlandi Evrópu og í Banda- ríkjunum á sér rætur í kirkjulegum jarðvegi. Má benda á bein áhrif friðarráðs hollensku kirkjunnar á andstöðu stjórnvalda þar í landi til þess að samþykkja uppsetningu hinna nýju stýriflauga og öflugrar fræðslustarfsemi í söfnuðum landsins um frið og afvopnun. Hugmyndir manna um frið eru margvíslegar, sjálft hugtakið friður hefur býsna margvíslegt innihald þegar vítt er litið. En það er yfirlýst stefna þeirra kirkjusamtaka, sem islenska kirkjan er aðili að, að ótt- ast "ekki samstarf með hverjum þeim aðila, sem hefur góðan vilja til að stasrfa að sömu markmiðum í samskiptum þjóða og hún, jafnvel þótt þeir hafi aðra trú eða hug- myndafræði að ýmsu leyti. Málefni friðar á jörðu er kirkj- unni ekki óviðkomandi., það hlýtur að vera markmið hennar að það „fagnaðarerindi friðarins" sem henni er falið að boða í þessum heimi nái að móta þá umræðu að verulegu marki. Undirstrika ber, að friðarhreyf- ingamar hafa ekki barist gegn hernaðarbandalögum. ÞetTa hafa bæði andstæðingar þeirra gefið í skyn en ennig ýmsir aðilar - einnig hér á landi - sem vilja misnota það mikla fylgi, sem friðarhreyfingarn- ar hafa, sinni eigin pólitík til fram dráttar. Einnig ber að undirstrika, að friðarhreyfingarnar hafa aldrei haft í frammi hugmyndir um ein- hliða afvopnun. Hins vegar hafa þær lagt áherslu á það, jafnt vestan hafs sem austan, að raunhæf og ábyrg leið til þess að rjúfa vítahring vígbúnaðarins væri sú, að einstök ríki tækju einhliða skref til fækk- unar kjarnorkuvopna sinna. Það er vissulega forkastanleg baráttuað- ferð, að gefa í skyn, að hér séu á ferð útsendarar risaveldisins í austri. Slíkur áróður hlýtur í flest- um tilvikum að vera byggður á vanþekkingu, í öðrum á misskilinni pólitík, sem setur skammtímasjón- armið ofar sannleikanum. Gegn slíkum málflutningi, úr hvaða átt, sem hann kemur, hlýtur kirkjan, hvar sem hún er í heimin- um, í austri eða vestri, að snúast. Hún hlýtur að snúast gegn því þegar þjónar hennar eru sakaðir á óréttmætan hátt um að starfa ekki á grundvelli sinnar kristilegu trúar og lífsskoðunar heldur í þágu flokks- pólitískra sjónarmiða. Trú krossins er vissulega róttæk trú, sem kallar á róttækan lifsstíl sem býður hinu illa valdi haturs og ótta byrginn með mótleik úr óvæntri átt: með trausti, vináttu, með kærleika. Allt í trausti til þess, að sú slóð sem Jesús fetaði og ruddi kirkju sinni muni liggja framhjá hyldýpinu til lífsins. En guðfræði krossins er einnig guðfræði upprisunnar: o crux ave spes unica er hin þverstæðukennda trú kirkjunnar um allar aldir, ekki síst nú, þegar menn leita þess öryggis, sem ekki er til í þessum heimi með þeim hætti að leita skjóls í skugga vopna, sem geta tortýmt þeim. Á þeirri leið finnur maðurinn ekki frið þegar til Iengd- ar lætur, hvemig sem á málið er litið, maðurinn hefur leitt sjálfan sig í gildru, sem hann getur ekki leyst sjálfan sig úr, hann hefur skapað svo „stóran stein að hann getur ekki lyft honum sjálfur“. Það ímyndaða öryggi er byggt á rök- fræði, sem aldrei fyrr í sögunn 4 . Feykir Sagtum friðarmálin f hita leiksins fyrst á eftir framsöguerindunum: Prófessor Björn Björnsson: ... félagsleg ábyrgð kirkjunnar felst ekki í þvf að leysa unglinga- vandamál fyrir sveitarfélögin. ... að vera kristinn maður felur í sér að vera pólitfskt meðvitaður í vfðustu merkingu. Sr. Þórir Stephensen: Samtök herstöðvaandstæðinga hafa gert málið að sinu það getur fælt þá frá sem með Atlantshafsbandalaginu standa ... menn óttast að hér geti myndast tómarúm .... ... af hverju vitum við svo Iftið um hernaðargetu austurblokkarinn- ar. Ég veit það ekki en hitt veit ég að kristleysi austurblokkar- innar veldur þvf að við eigum erfitt með að tala saman. Við vcrðum að taka á þessu vandamáli i umræðunni. Sr. Halldór Gunnarsson: ... það er ekki hægt að gera eins og sr. Þórir sagði að ræða þetta eins og það væri ópólitiskt.... þetta er pólitfskt og verður það þó að við tölum um það af alvoru. Sr. Einar Þór Þorsteinsson: ... þegar Jón biskup Arason reið að heiman frá Hólum þótti einum sona hans hans vilja fara heldur fáliðaður. Jón svaraði þvi til að Borgfirðingar myndu veita sér lið. Við vitum öll hvernig fór. Ég held við ættum að hálda okkur utan við hernaðarbandalög. Sr. Gunnar Kristjánssonasoz i ... við vitum heilmikið um hernaðargetu austurblokkarinnar. ... gallinn er sá að vinstrimenn eigna sér friðarmálin en hægri menn hafna þeim. hefur verið notað sem leiðarljós í leit mannsisns að öryggi, rökfræði óttans. Það var enginn annar en Albert Einstein, sem sagði, að ör- yggi byggðist eftir allt saman „á ákveðnu gagnkvæmu trausti milli ólíkra aðila“. Aldrei fyrr í.sögunni hefur maðurinn fundið hversu mikill snillingur hann er að leysa tæknileg vandamál en á sama tíma hugmyndalaus þegar finna skal leiðir til friðsamlegrar sambúðar. Leið vopnanna er leið uppgjafar. En það er ekki stíll kirkjunnar að boða uppgjöf og vonleysi. Okkar timar bera vitni um mikið vonleysi. Skv. skoðanakönnun BBC nýlega var helmingur aðspurðra sann- færður um það að heimurinn mundi líða undir lok vegna kjarn- orkusprengingar fyrir árið 1990. Kirkjan er ekki ókunnug 'nug- myndum um, að þessi jörð ætti eftir að líða undir lok. Frumkirkjan vænti endurkomu Krists og jafn- framt vænti hún þess, að heimurinn liði undir lok og frumefnin leystust sundur í eldi. En þeir biðu án þess nokkuð gerðist. En jafnvel þessi vitund um forgengileika jarðarinn- ar dró ekki kjarkinn úr kirkjunni og dró hana heldur ekki burt frá hinu jarðneska lífi. Marteinn Lúther sagði: „Jafnvel þótt ég vissi, að heimurinn ætti að farast á morgun og ég hefði ákveðið að gróðursetja eplatré í dag, þá myndi ég samt gera það“. Kirkjan lítur á þessa jörð í víðara samhengi. Stundum hefur þessi þáttur trúarinnar reyndar dregið ýmsa sértrúarhópa frá lífinu svo að þeir hafa afskrifað jörðina og gefið hana upp á bát- inn. En trú Nýja testamentisins, sem hinn kristni lífsstíll er mótaður af í innsta eðli sínu er markaður sér- kennilegu samblandi af skeyting- arleysi og umhyggju. Á sama tíma og kristinn maður lætur sér þessi forgengilegri heimur í léttu rúmi liggja ber hann meiri umhyggju fyrir honum en nokkur annar maður á þessari jörð. Hann mun ekki týna hjarta sínu í þessum heimi, en hann er reiðubúinn að týna lífi sínu fyrir heiminn. Ávextir þessa lífsstfls eru sambland af þjáningu og gleði, úthaldi og von, sem hefur í sjálfu sér lítið sameig- inlegt með „venjulegri" bjartsýni. Sú von, sem Biblían talar um er „von gegn von“, von upprisunnar, sem horfist í augu við veruleika lífsins, við þjáningar og ótta, við veruleika hatur og öngþveiti - en heldur samt áfram. v- -• Sr. Gunnar og sr. Sváfnir í garðinum á Hólum. Sr. Sváfnir Sigurjónsson Breiðabólsstað Um friðarvegin „Þetta er að þakka hjartagróinni miskunn Guðs vors, fyrir hana mun ljós af hæðum vitja vor, til að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, til að beina fótum vorum á friðarveg.“ (Lúk. 1, 78-79). „Að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að hata hefur sinn tíma, ófriður hefur sinn tíma og friður hefur sinn tíma“, segir Prédikarinn og það læðist að manni sá grunur að í þessari upp- talningu andstæðna flokki hann þögnina með elskunni og friðinum er en bendli fremur talið við hatur ogófrið. Samt verður nú að hætta á að tala og treysta því að friðmál okkar hér valdi engum kala né friðslitum, þótt skoðanir kunni að vera eitthvað skiptar um vinnu- brögð og leiðir að markinu. Hitt er viðbúið að mín fátækleg orð og lítt lærð verði heldur ódrjúgt efni í þá vegarsmíð, sem okkur fýsir öll að stunda í átt til friðar meðal manna og þjóða á þessari jörð. En svo ég haldi áfram með til- vitnunina: „Ég virti fyrir mér þá þraut, sem Guð hefur fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hefur hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel erlífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra, - aðeins fær maðurinn ekki skilið það verk, sem Guð gjörir, frá upphafi til enda“. (Préd. 3, 8-11). Enn veitist víst mörgum mann- inum erfitt að skilja sköpunarverk- ið frá upphafi til enda, þrátt fyrir allar skýringartilraunir, fallna engla og erfðasynd. Enda upphafið næsta fjarlægt því leiftri vitundar, sem manninum gefst um fáa daga, - og endirinn ókominn ennþá. Allt um það er það verk, sem Guð gjörir hið sama. Við skynjum að sköpun- in er og við skynjum okkur sjálf sem hluta af henni. Og Skaparinn, Guð, er sá sem hann er, Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Og hann er meiri en hjarta vort og stærri en skynsemi vor, - og friður hans, sem er æðri öllum skilningi er ekki ríkjandi meðal mannanna. Ekki nema í samfélaginu við Krist Jesúm. Hlutverk kirkjunnar er að boða hann, útbreiða, efla og end- umýja samfélagið við hann. Það er hin gjörtæka og varanlega upp- bygging á veginum til friðar. Hverju er þá við að bæta?, — nema því að varanleg vegargerð gengur oft seint og á meðan við bíðum og vonum og kannski vinnum lítilræði, þá veltumst við aftur á bak og út á hlið á vegleysum ranglætis og ójafnaðar, öfundar og haturs, ótta og andvaraleysis. Ófriðarblikur og eyðingaröfl virðast jafnvel ógna lífi og tilveru á jörðinni. Við erum knúin til að leita tiltækra leiða í bráðum vanda. Sumir virðast jafn- vel sl flcri skelfingu slegnir, að þeim sé laust í hendi að láta hvers konar áunnin mannréttindi, siðferðisleg og menningarleg verðmæti, and- legan arf og ávinning kynslóðanna í skiptum fyrir falskan frið. Upp- gjöf fyrir ofbeldis- og yfirgangsöfl- um er ekki leið til friðar. í þolin- mæði og trausti skal styrkur yðar vera, var eitt sinn kennt og mun enn gilda. Það er talað um margs konar frið, - og misjafnt hvað við er átt, er menn taka sér þetta orð í munn. Fræðilega útlistun á merkingu hugtaksins í frumtextum Bibliunn- ar læt ég öðrum eftir, - sem þó vissulega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir við lestur ritninganna. Þar er um nokkur blæbrigði og merkingamun að ræða eins og lflca á okkar tungu. Sögnin að friða er á okkar tungu bæði notuð um að vernda líf og veita þvi ákjósanleg vaxtarskilyrði, - og hins vegar um að berja niður alla mótspymu, kyrra allt sem kvikt er. Friður er ávöxtur réttlætis og kærleika, sam- ræmis og jafnvægis, þegar allt er í réttri afstöðu og réttum hlutföllum. En svo er orðið líka notað í hótun: Ætlarðu að hafa frið, vera „til friðs"?, eða á ég að berja þig? En valdbeiting og kúgun eða undirokun ber ekki frið- sælan ávöxt, - heldur safnar glóðum ófriðar. Jafnvægi í ríki náttúrunnar, í lífrflci jarðarinnar, kennum við til friðar, þótt þar eigi sér stað ýmis konar átök og lífsbarátta, - og einn hlekkur líf- keðjunnar nærist á öðrum. Það er friðsælt í Djúpafirði á kyrrum vor- dögum og um bjartar nætur, - þar sem fjölbreytni gróðurs og fuglalífs og lífkeðjunnar allrar fær að njóta sín og leita jafnvægis svo sem henni er áskapað. Arnarhjón verpa í Stórabergi yfir lygnum vogum, þar sem álft og æður fleytir sér með föllum inn og út með fjörunni. Rjúpurnar eru spakar sem ali- hænsn og þrastarhjón eiga sér unga I hreiðri undir húströppunum. Stelkur, lóa og spói, ásamt minnst tíu öðrum tegundum fugla. taka einnig þátt í samhljómi lífsóper- unnar í Djúpafirði. Björkin er fag- urlega laufguð og blómjurtir opna krónur sínar hver í kapp við aðra. Randaflugan suðar, köngurlóin spinnur vef sinn og mýið lifnar í lognkyrrum lautum. Bunulækir niða og fjörgast í hlýindunum en fannir klökkna. Er þetta ekki friður og dýrð? Jafnvel maðurinn virðist geta fallið inn í þessa mynd án þess að raska samræmi sköpunarverks- ins, - án þess að vera friðarspillir og eiginn böðull - og annarra. Slflcar stundir gefast í okkar fagra og frið- sæla landi. Þó kannski ekki nema í gleymsku til víðara umhverfis og mannlífs, sem líður fyrir friðleysi, misrétti, skort og nauðir hvers konar, - eftir syndafallið. En lfldegt þykir mér að mörgu stríðsþjáðu og hungruðu jarðarbarni og jafnvel allnokkrum þegnum hinna vold- ugu stórþjóða, sem kynntust okkar högum, - þætti sem við stæðum í nokkurri þakkarskuld við Skapar- ann, - við Guðs verk með þessari þjóð. En það er víst ekki ætlast til þess að umræðan snúist um frið á einum afmörkuðum bletti þessarar jarðar og þaðan af síður um þann frið, sem aðeins er merki doða og deyfðar, skynleysis og sinnuleysis um vanda þess og vegsemd að vera maður, - undir sama oki ábyrgðar og í sömu von og allir aðrir menn. Nærstæðara mun að huga að frið- arhetjum heimsins í dag og þeirra rökum og ráðum, eldflaugum og atómsprengjum, friðargöngum og fjöldafundum. Ósk þeirra allra er um frið á jörð. En hvers konar frið og hvernig skal til hans stofna? Þar greinir stórlega á. Sameiningaraflið eða hvatinn er óttinn við gereyð- ingarmátt vopnanna. í stórum hlutum heimsbyggðarinnar leyfist fólki ekki að tjá sig né sínar óskir í eina átt eða aðra. Fjöregg friðarins eru þar í tröllahöndum. Það er brothættur báturinn okkar allra. En friðarþráin hefur lengi búið með manninum. Hann er skapaður til þess að lifa í friði, - og til sam- starfs við Skaparann. Friður er hið eðlilega og heilbrigða ástand. Styrjaldir og mannvíg eru mein- semd og vansköpun í þeim heimi, sem er Guðs. Þetta er hörgulsjúk- dómur, sem stafar af skorti á rétt- læti. kærleika og miskunnsemi. Stjórnmálamönnum, sem hafa haft og hafa þessi mein til meðferðar, hættir til að beita við þau annað hvort verkjatöflum eða þá helzt til grófum lækningaaðferðum, - blóð- tökum og brennijárnum, - án þess að reyna að komast fyrir orsakir sjúkdómsins og uppræta þær. Stundum hafa þeir sem þjáðust og engdust vegna þessarar meinsemd- ar séð draumsýnir í óráði eins og Jesaja spámaður þegar hann talar um að úlfurinn muni búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, - og að ljónið muni hey éta sem naut. Og síðan eru allir friðarboðendur einatt sagðir óraunsæir skýjaglópar. Það er þá altént munur að vera „raunsær" og ráða yfir svo kröftugum meðulum, að lækni þau ekki sjúkdóminn, þá eyða þau honum og sjúklingnum með, - og raunar öllum heilbrigð- um lflca, - öllu lífi á þessari jörð. Það er mikið talað um frið, - en }x> að orðið sé margra merkinga þá fer ekki á milli mála við hvað er átt, fyrst og fremst, í þeirri miklu frið- arumræðu og friðarhreyfingu, sem nú lætur til sín taka beggja vegna Atlantshafsins, - og er einnig hvati þeirrar umræðu, sem hér er til stofnað. Þar er fyrst og fremst átt við varðveizlu friðar, eflingu friðar og endurskipulag friðarmála í samskiptum þjóða og þjóða- bandalaga en þó einkum á milli risaveldanna tveggja, sem svo eru nefnd, og staðið hafa og standa hvort andspænis öðru búin sífellt ógnvænlegri eyðingarvopnum, sem nú gætu að talið er, eytt öllu kviku á jörðinni, - ef beitt væri. Heimsfrið- urinn er í veði og raunar líf allrar skepnu á þessari jörð. Sífellt fleiri sjá í hvert óefni stefnir og vilja leita nýrra ráða, - vilja snúa við á þeim helvegi, sem troðinn er til þessa dags og þreifa fyrir sér um nýjar leiðir til þess að varðveita, efla og endurnýja þann ótrygga frið sem milli þessara andstæðu afla ríkir eða kannski fremur blaktir á blá- þræði marga stund. Jafnframt er þá stefnt að því að efla frið og samstarf meðal manna og þjóða um allan heim. Þetta er aðvörun og krafa til rflcjandi valdhafa og áhrifaaðila og stofnana í heimsbyggð allri um að taka höndum saman í viðleitni til þess að draga úr þeirri spennu og tortýmingarógn, sem yfir vofir. Og að reynt sé að finna og koma á fót með samræðum og samningum skynsamlegra skipulagi til verndar og viðhalds lífi og friði, - og væn- legra til árangurs en það ógnar- jafnvægi, sem ýmsir virðast nú helzt treysta á. Eðlilegt er og sjálf- sagt að kristin kirkja leggi til leið- sögn og stuðning í þessari viðleitni og reyni að sameina hin sundur- leitu öfl undir merki nýrrar vonar og lífstrúar í stað ótta. Kirkjunni ber alltaf og alls staðar að flytja erindi sátta og friðar. Boðskapur- inn, sem henni er fenginn til að flytja um jafnrétti og bræðralag allra manna, um virðingu fyrir líf- inu og friðhelgi þess, býr hana bet- ur í stakk en nokkra aðra stofnun á jörðu til þess að gegna þessu hlut- verki. Einnig það að hún verður ekki með réttu tortryggð vegna veraldlegra hagsmuna eða annar- legs tilgangs af neinu tagi, - eins og ýmsir þeir aðilar, sem hæst tala um frið með byssuna fyrir aftan bak. Einnig íslenzka kirkjan, íslenzka I I þjóðin er í aðstöðu til þess að leggja lóð á vogarskálina. Tímar eru breyttir. Við erum ekki lengur neydd til að bardúsa hvert og eitt aðeins í sinni litlu garðholu, - þó því beri líka að halda áfram, - heldur er kirkjan, einnig að þessu leyti, orðin einn akur um alla jörð. Og á þessum vettvangi er enginn stór eða smár, - framlagið reiknast ekki samkvæmt höfðatölu eða fjármunum, - heldur eftir þeim anda og krafti sem þeginn er til þessa starfs frá Honum, sem ávöxtinn gefur. „Keppum þess vegna eftir því sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar", segir post. Páll og mættu það vera einkunnarorð al- þjóðlegs friðarstarfs, - og eftir þeim vinna. Og þó að við skiljum ekki verk Guðs frá upphafi til enda og getum ekki útreiknað áform hans, - né þekkt fyrirboða hins siðasta dóms, - þá hljótum við að treysta fyrirheitinu um að „ávexti rétt- lætisins verði sáð i friði þeim til handa sem frið semja“, og reyna eftir megni að starfa samkvæmt því bæði heima og heiman, bæði í eigin reit og á alþjóðavettvangi. Ólflcir hagsmunir, skoðanir, tung- ur, þjóðerni, siðvenjur og trúar- brögð eiga ekki lengur að geta hamlað því að skilningur vakni á mögulegu samstarfi, fyrir sameig- inlegri friðarþrá og friðarþörf. Kristur hafði, samkvæmt guð- spjöllunum, ekki svo mjög friðartal á vörunum. Fremur voru honum tamar á tungu þær forsendur, sem til friðar leiða. Sælu boðar hann fyrr hógværum og þeim sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, svo og miskunnsömum og hjarta- hreinum, áður en hann segir frið- flytjendur sæla og muni Guðs syni kallaða verða. Boðskapur hans var um gjörtæk sinnaskipti, þar sem hatur, ranglæti, grimmd og eigin- girni skyldu vflcja fyrir kærleika, réttlæti, miskunnsemi og fórnfýsi. Það er ekki fyrr en í skilnaðarræð- unni, þegar hann uppfræðir læri- sveinana um eðli og ávöxt starfs síns og yfirvofandi fórnardauða, að hann talar um frið, - frið í þeim skilningi, sem síðan er kristinn: „Frið læt ég eftir hjá yður“. „Minn frið gef ég yður“. Og síðan einnig eftir upprisuna, er hann birtist þeim: „Friður sé með yður“. Og þennan frið hafa lærisveinar hans fundið með sér síðan, og er, sam- kvæmt vitnisburði bréfanna í N.T. ogsamkvæmt kristinni kenningu til dagsins í dag, verk Guðs, friður Guðs, - ávöxtur endursköpunar hans og sáttargjörðar, - vegarsmíð til varanlegs friðar fyrir samfélagið við Krist Jesúm. Friðarsókn kirkj- unnar hlýtur fyrst og síðast að felast í því að boða Jesúm Krist og frið- arverk hans í nálægð og fjarlægð, - en jafnframt ber henni að styðja og efla hverja þá viðleitni, sem miðar að því að draga úr spennu, ótta og ófriðarhættu. Hún á í öllum hlutum að keppa eftir því sem til friðarins heyrir. Ég gef að lokum Páli post- ula síðasta orðið í þessu máli mínu: „Að öðru leyti, bræður, verið glað- ir. Verið fullkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið frið- samir. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með yður“. Feyklr . 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.