Feykir


Feykir - 02.07.1982, Page 8

Feykir - 02.07.1982, Page 8
* AUGLÝSINGAR Margeir Friðriksson Sími 95-5600 & 95-5752. DREIFING Hilmir Jóhannesson Sími 95-5133 & 95-5314. ÁSKRIFT Árni Ragnarsson Sími 95-5500 & 95-5870. Prestastefnan felur biskupi að sjá til þess að kirkjan og stjórnmálaflokkarnir starfi saman að friðarmálum Biskupsvígsla á Hólum Sunnudaginn 28. júní var sr. Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað vígður biskup hins forna Hólastiftis af biskupnum yfir íslandi herra Pétri Sigurgeirssyni. MikiII mannfjöldi um 600 manns var við vígsluna og komst ekki nema helmingur þess f jölda fyrir í kirkjunni svo að athöfninni var varpað um sjónvarpskerfi yfir í skólastofur og íþróttasal Hólaskóla. Viðstaddir vígsl- una voru dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og Sigurður Pálsson vígslubiskup Skálholtsstiftis. Vígsluvottar voru prófastar í Hólastifti sr. Robert Jack á Tjörn, sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, sr. sr. Stefán Snævarr á Dalvík og sr. Pétur Ingjaldsson fyrrum prófastur á Skagaströnd. Viljum fá orlofsféð heim Prestastefna Islands var sett í Hóladómkirkju kl. 13.30 mánu- daginn 28. júní síðastliðinn. Að lokinni helgistund flutti herra Pét- ur Sigurgeirsson biskup yfir fslandi yfirlitsræðu um ýmis málefni kirkjunnar. Síðar um daginn var umræðu- efni prestastefnu Friður á jörðu tekið fyrir. Framsöguerindi fluttu dr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum, sr. Sváfnir Svein- bjarnarson prestur á Breiðabólstað og dr. Þórir Kr. Þórðarson pró- fessor. Þórir talaði fyrstur og fjallaði um friðarhugtakið í biblíunni og tengdi það líðandi stund og stöðu heims- málanna. Hann var ómyrkur í máli um það hvert stefndi ef vígbúnaði linnti ekki í heiminum. Hann benti á að allir hugsandi menn lifa í stöðugum ótta við að öllu lífi verði eytt á jörðu. Hann vék að stöðu mannsins í lífríkinu hvernig hann væri kópía af guði í miðju lífríkis þangað kominn til að gera það sem guð vill gera lífríkinu þ.e. að efla það. Hann vék að misskiftingu auðs í heiminum og því hvernig réttlætið væri forsenda friðar og í því sambandi minntist hann á m.a. merkingu sagnarinnar að dæma þar sem segir í Heilagri ritningu: ,,Með réttvísi mun hann dæma hina fátæku“. Þarna segir dr. Þórir sögnina að dæma merkja að gæta réttar. Að loknu inngangserindi dr. Þóris flutti sr. Sváfnir Sveinbjarn- arson ræðu sem hann nefndi Um friðarveginn. Því næst flutti dr. Gunnar Kristjánsson yfirgripsmik- ið erindi þar sem hann m.a. gerði grein fyrir vopnabúnaði stórveld- anna og lét í Ijósi þá skoðun að þekking á honum væri forsenda þess að menn gætu talað af ein- hverju viti um það hvert horfði í friðarmálum. Slitur úr ræðum sr. Sváfnis og dr. Gunnars eru birt í opnu blaðsins. Að loknum erindum þeirra félaga hófust almennar umræður þar sem m.a. var rætt um siðfræði þess að vera kristinn og það hvernig ýmsum sýnist friðarumræðan hafa lent í kreppu vegna þess að vinstri- menn eigna sér hana en hægrimenn hafna henni. Á þriðjudeginum störfuðu umræðuhópar og grund- vallast ályktun prestastefnu sem birt er hér í blaðinu á þeirri vinnu sem þar fór fram. Prestastefnu lauk með athöfn í Sauðárkrókskirkju að kvöldi mið- vikudags 30. júní. Ályktun prestastefnu 1982 I. Sá friður sem kirkjan boðar er friður Guðs, sem hún er send með út í heiminn til þess að fagnaðarer- indið fái að móta mannlíf allt. Vér minnum á að friður er af- leiðing af réttlæti í samskiptum manna og verður aðeins tryggður á þann hátt, að réttlæti ríki. Vér minnum á, að hinn kristni fagnaðarboðskapur á erindi við manninn á öllum sviðum lífs hans. Fagnaðarerindið er boðskapur um ábyrgð mannsins í öllu lífrík- inu, og þar með einnig um velferð þjóða og einstaklinga. II. Vér fordæmum geigvænlegan vígbúnað í heiminum. Vér minnum á þá gífurlegu fjármuni, sem varið er til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. Vér bendum á, að málefni friðar og afvopnunar séu ofar flokks- sjónarmiðum stjórnmálaflokk- Afmælishátíð Bændaskólans áHólum Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var stofnaður 14. maí árið 1882. Hann á því aldarafmæli nú í ár. Þessa merka áfanga verður minnst með afmælishátíð sunnudaginn 4. júlí heima á Hólum með sérstakri hátíðardagskrá. Vígð verður ný sundlaug sem gamlir nemendur og aðrir velunn- arar Bændaskólans og Hólastaðar gefa í tilefni afmælisins. Pósthús verður starfrækt hátíðardaginn og notaður sérstakur póststimpill í til- efni dagsins. Frímerki í tilefni af- mælisins kemur út 1. júlí. Útbúinn hefur verið fáni skólans og einnig sérstök afmælisumslög með merki skólans sem verður hægt að fá á staðnum með 1. dags stimpli og Hólastimpli. Flugferð verður á vegum Flug- leiða frá Reykjavík sunnudaginn 4. júlí kl. 9.00 og frá Sauðárkróki kl. 19.30. Meðal gesta á hátíðinni verð- ur forseti Islands Vigdís Finn- bogadóttir. Framhald á bls. 7. anna. I málefnum friðar og af- vopnunar hljóta allir menn að vera kallaðir til ábyrgðar. Vér æskjum þess, að kirkju- stjórnin taki höndum saman með öllum stjórnmálaflokkum landsins til umræðu um friðarmál og bein- um því til biskups að hafa forgöngu í því efni. III. Vér hvetjum söfnuði landsins til þess að leggja aukna áherslu á uppeldi til friðar með því að: a) ástunda það innan fjölskyld- unnar sjálfrar og í samskipt- um milli heimila á þann hátt m.a. að sýna sáttfýsi, sann- girni, hógværð og umburðar- lyndi, b) vekja menn til vitundar um skaðsemi ofbeldis í fjölmiðl- um, myndböndum, leikföng- um, og á fleiri sviðum. c) vekja til umhugsunar um leiðir til að ná sáttum í deilu- málum, stórum og smáum og minnast gildis hins fórnandi kærleika, d) byggja upp gagnkvæmt traust milli einstaklinga og hópa og vinna gegn fórdómum með því að hvetja menn til þess að virða skoðanir annarra. Vér bendum söfnuðum landsins á eftirfarandi leiðir til þess að vinna að uppeldi til friðar: a) með því að efna til umræðu- funda í kirkjum og safnaðar- heimilum um málefni friðar og afvopnunar, b) með friðarsamkomum, frið- arvökum, guðsþjónustum, þar sem meginefnið er friður, sáttargjörð eða skyld efni, c) vér leggjum til, að tekinn verði up sérstakur friðar- og þakkargjörðadagur 14. sd. eftir þrenningarhátíð. Sú regla hefur hingað til verið við- tekin um meðferð orlofsfjár að það hefur runnið gegnum póstgíróstof- una og greiðir hún 34% vexti af því. Nú hafa þau tíðindi gerst á Vest- fjörðum að bankastofnanir, at- vinnurekendur og launþegar á fé- lagssvæði A.S.V. hafa gert með sér samning um að bankar taki að sér hlutverk og skyldur póstgíróstof- unnar um meðferð þessa fjár þó með þeirri breytingu að féð verður lagt inn á þriggja mánaða verð- tryggða reikninga. Það segir sig sjálft að með þessu móti má halda geysilegum fjár- hæðum heima í héraði sem annars rynnu eitthvert annað. Við snérum okkur þess vegna til Jóns Karls- sonar formanns verkalýðsfélagsins á Sauðárkróki og spurðum hann hvort þetta væri ekki eftirbreytni- vert. Jón sagði: „Ég er kveiktur fyrir þessu þó ég hafi ekki séð samning Vestfirðing- anna en tel að slíkur samningur yrði að ná til allra atvinnurekenda. Þar er við rammari reip að draga hjá okkur en hjá Vestfirðingum því þar eru vinnuveitendur í félagi saman en hér hafa þeir engin slfk samtök með sér og yrði því að semja við hvern og einn fyrir sig. Mér er kunnugt um að mörg fyrir- í hérað tæki þverbrjóta lögin um meðferð orlofsfjár og væri þess vegna full ástæða til að taka á þessu. Eitt fyrirtæki hefur rætt óformlega við mig um það hvort við værum til í einhverjar breytingar á núverandi fyrirkomulagi en lengra hefur það ekki gengið. Mér hefur skilist að hluti af samkomulaginu á Vest- fjörðum feli í sér að bankar ábyrgist greiðslu orlofsfjár til laun- þega á sama hátt og póstgíróstofan er ábyrg nú þó að vanskil séu á orlofsfé af hálfu atvinnurekenda. SlOc ábyrgð er forsenda þess að hægt sé að tala um samkomulag af þessu tagi.“ T? ískalt Seven Up. Hressir betur.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.