Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 2
 Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið er ókeypis og sent áskrifendum hvar sem er á landinu og erlendis og þá einungis gegn greiðslu ásendingarkostnaði. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aðalstræti 35, Isafirði, sími 94-4011. Póstfaxsími: 94-4423. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Útgefandi: Grafíktækni hf. Prentvinnsla: ísprent hf. Aðalstræti 35, ísafirði, 94- 3223. Vestfirska fréttablaðið er í Samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Vestfirska fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunar- ráðs Islands. A snöggu augabragði Menntamálaráðherra er ódeigur við að taka ákvarðanir, Þaðfer eftir atvikum, hvenær slíkt verður talið kostur. Framtakssemi ráðherrans birtist í niður- skurði. Það er gott að fara vel með, en vinnu- brögðin geta verið með ýmsum hætti. Vinnubrögð Ólafs G. Einarssonar í ráð- herradómi eru þannig, að draga verður í efa verðleika hans til embættisins. Jafnvel þótt ekki sé lagður dómur á réttmæti þess að leggja niður Reykjanesskóla, eða umbylta námsskip- an í Kennaraháskóla íslands, eða koma í veg fyrir öldungadeild á Hólmavík, þá ér fráleitt að gera slíkar ráðstafanir fyrirvaralaust um það leyti sem skólahald hefst. Vinnubrögðin eru óskiljanleg og ámælisverð og minna helst á bankafarganið svonefnda, þegar ráðherra vék bankastjóra og gæslustjórum Landsbank- ans fyrirvaralaust úr embætti á sínum tíma. Einhvern veginn koma í hugann orð séra Haltgríms um slyngan þann sláttumann, sem slær allt hvað fyrir er. Hér verður ekki spáð um það, hvort aðgerð- ir Ólafs G. Einarssonar f ráðherradómi muni kosta hann embættið eins og henti Björn Jóns- son á sínum tíma. En það má alltaf lifa í voninni. Þakkarávarp Hjartans þakkir til barna minna og tengda- barna, barnabarna, langömmubarna, ætt- ingja og vina, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, skeytum, hlýjum hugsun- um og kveðjum á afmæli mínu. Ég hugsa til ykkar, hvers og eins, og bið Guð að blessa ykkur öll. Minnumst þess ávallt, að: „Hjálpin kemur frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. “ Guðrún Jónsdóttir, Birnustöðum. Isafjarðarsöfnuður Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í kapellunni á neðri hæð Menntaskólans á ísafirði sunnudaginn 22. september 1991 kl. 16.00. Sóknamefnd. Hannibal Valdimarsson bar fyrstur fram hugmyndina um menntaskóla á Isafirði s — Kafli úr minningarorðum Björns Teitssonar skólameistara á sal MI Hannibal Vaidirnarsson. Næst gerðist það í þessu máli, að fræðsluráð ísafjarðar samþykkti í ágúst 1949 tillögu frá Hannibal Valdimarssyni um að taka þátt að sínum hluta í kostnaði við kennslu í fram- haldsdeild við Gagnfræða- skóla ísafjarðar, og skyldi sú kennsla svara til 1. bekkjar menntaskóla. Greinilegt er að þessi tillaga var fram borin eftir að séð var að hugmyndin um fullkominn menntaskóla hér næði ekki strax fram að ganga. Þessi eins árs framhalds- deild var starfrækt 1949-51 og síðan aftur frá 1960. Hún var í reynd upphaf Menntaskólans hér. Nemendur fóru úr henni beint í 2. bekk menntaskóla- náms á Akureyri, samkvæmt samkomulagi við Menntaskól- ann þar. Eins og kunnugt er var Menntaskólinn á ísafirði loks formlega stofnaður 1970 og Jón Baldvin, sonur Hanni- bals. varð fyrsti skólameistari skólans." Niðurlagsorð í ávarpi Björns Teitssonar voru þessi: „Fullyrða má að Hannibal Valdimarsson hefur verið einn glæsilegasti og aðsópsmesti stjórnmálamaður íslendinga á 20. öld. Forganga hans í menntaskólamáli Isfirðinga, sem ég hef hér rakið, var með þeim skörulega hætti að hún á ekki að falla í gleymsku. Hann var frumherjinn, hinn glæsti foringi, sem aðrir fylgdu eftir. Menntaskólinn á ísafirði má ævinlega vera þakklátur minn- ingu þessa merka manns. Flest börn Hannibals Valdi- marssonar eru þjóðkunn, en þeirra á meðal er eins og áður segir Jón Baldvin, fyrsti skóla- meistari Menntaskólans á ísa- firði. Við sendum frú Sólveigu Ólafsdóttur, ekkju Hannibals, svo og börnum hans, innilegar samúðarkveðjur á þessum út- farardegi. Ég vil biðja ykkur öll að rísa úr sætum og votta þannig minningu Hannibals Valdi- marssonar tilhlýðilega virð- ingu.“ S Menntaskólinn á Isafírði: Fjölbrautaskóli í stöðugum vexti — Verknám, bóknám, öldungadeildir á þremur stöðum á Vestfjörðum, fjarkennsla Hannibal heitinn Valdi- marsson bar fyrstur fram með eftirminnilegum hætti hug- myndina um menntaskóla á Isafirði. í gærmorgun, mið- vikudag 11. september, á út- farardegi Hannibals, kallaði Björn Teitsson skólameistari Menntaskólans á ísafirði nem- endur og starfsfólk saman á sal og minntist hins látna höfð- ingja. Björn rakti í stórum dráttum æviferil Hannibals, og hefur Vestfirska fréttablað- ið fengið leyfi hans til að birta hér dálítinn kafla úr þeirri samantekt, þar sem greinir frá hlutdeild Hannibals í því að menntaskóli varð til á Isa- firði: „Árið 1938 gerðist Hanni- bal skólastjóri Gagnfræða- skóla ísafjarðar og gegndi því starfi að fullu til 1946, þegar hann var kjörinn alþingismað- ur. Fyrri hluta árs 1975 var Hannibal á ný skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði. Hannibal Valdimarsson tók að beita sér fyrir ýmsum mál- um strax þegar hann kom inn á Alþingi. Eitt hið fyrsta var menntaskólamálið. Hann og Páll Zóphaníasson þingmaður af Austurlandi fluttu saman þegar veturinn 1946-47 frum- varp um stofnun menntaskóla á Vestfjörðum og Austur- landi. Á næstu tveimur þing- um endurfluttu þeir frumvarp- ið. I blaðinu Skutli sem út kom 14. nóv. 1947 segir frá því að miklar umræður hafi orðið í efri deild Alþingis um þetta merkilega frumvarp, enda hafi það átt skilningi og vinarhug að mæta hjá ýmsum þing- mönnum. Samt gekk illa að fá frum- varpið samþykkt. Um miðjan desember 1947 barst bæjar- stjórn ísafjarðar erindi frá Hannibal, þar sem hann ósk- aði eftir liðsinni við málið. í Skutli segir svo 23. janúar 1948: „Ibúar Vestfjarða og Aust- fjarða verða vel aðfylgjastmeð gangi máls þessa á Alþingi og krefjast fulltingis þingmanna fjórðunganna málinu ti! fram- dráttar, hvar í flokki sem þeir standa. Mál sem þetta á að vera hafið yfir alla flokkapólitík. Petta er menningar- og þjóð- þrifamál. í því felst sjálfsögð réttlætiskrafa um að ungmenni afskekktra byggðarlaga og dreifbýlisins séu ekki með öllu sett hjá um að njóta sem full- komnastrar menntunar, standi hugur þeirra og hœfileikar til mennta. “ Bæjarstjórn ísafjarðarbrást vel við erindinu og sendi áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp Hanni- bals og Páls. Jafnframt sam- þykkti bæjarstjórnin ályktun þess efnis, að ef ákveðið yrði að reisa menntaskóla á ísa- firði, væri bæjarstjórn reiðu- búin að leggja skólanum til ókeypis lóð á hentugum stað. Eins og áður er komið fram sat Hannibal þá einnig í bæjar- stjórn, og getur verið að hann hafi einnig hreyft fyrstur þeirri hugmynd, sem síðar varð að veruleika, að bærinn léti af höndum lóð undir skólann. Menntaskólinn á ísafirði var settur sunnudaginn t. september kl. 16 með athöfn í aðalsal skólans. Fyrst hlýddu viðstaddir á samleik Sigríðar Ragnarsdóttur og Jónasar Tómassonar á flautu og píanó. Skólameistari, Björn Teits- son, flutti síðan ræðu. Verða nú rakin nokkur atriði úr máli hans. SKÓLINN ER FJÖLBRAUTASKÓLI Menntaskólinn á ísafirði hefur frá hausti 1989 verið rek- inn sem fjölbrautaskóli. Námsleiðum við hann fjölgar sífellt. í ágúst var haldin í Me.nnta- skólanum á ísafirði náms- stefna um fjarkennslu, og er ætlunin að taka þá kennslu upp á vegum Menntaskólans nú á haustönn, enda fjárveit- ing fyrir hendi. Þegar hefur slík kennsla verið rekin á Austurlandi í eina önn. Fjar- kennsla er ætluð þeim sem ekki búa í nánd við framhalds- skóla, og á námið einkum að fara fram með bréfaskiptum og símasambandi. GRUNNDEILD MÁLMIÐNA Stofnuð hefur verið grunn- deild málmiðna við skólann. Deildin verður í vetur til húsa í sal á neðri hæð í byggingu Isvers við Sindragötu. Annars skortir skólann mjög verk- menntahús. Tveggja ára sjúkraliðabraut fer nú af stað við skólann. Heimavistin var lagfærð talsvert í sumar, m.a. skipt um gólfefni á göngum. Við hliðina á skólanum er í byggingu íþróttahús, sem væntanlega kemst í gagnið haustið 1993. SEX NÝIR KENNARAR Skólameistari minntist Sigurðar Hj. Sigurðssonar, fyrsta húsvarðar skólans, en hann lést 20. apríl 1991, átt- ræður að aldri. Sex nýir kennarar koma nú að skólanum í fullt starf. Ása Magnúsdóttir tekur við kennslu í viðskiptagreinum. Germar Wetzler tekur við starfi þýskukennara; hann er fæddur í Rúmeníu en með þýskan ríkisborgararétt. Helga Friðriksdóttir, áður stundakennari, tekur nú við fullu starfi sem kennari í líf- fræði og skyldum greinum. Reynir Kristjánsson tekur við kennslu í stærðfræði og eðlis-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.