Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 8
TOL VUPRENTARAR STAR LC24 —1024 nála, fjórarinnbyggðarleturgerðir, hraði 180 stafir/sek. Tekur þrírit. Staðgreiðslu verð aðeins kr. 31.700 ÍJt BOKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði Kolbrún og Trausti knattspyrnumenn ársins hjá BÍ (lokahófi knattspyrnuvertíöar BÍ sem haldið var i Krús- inni um helgina voru útnefndir knattspyrnumenn ársins af báðum kynjum, þau Kolbrún Kristinsdóttir og Trausti Hrafnsson. Einnig fékk Ámundi Sigurðsson þjálfari þakklætisvott fyrir vel unnið starf, en hann skilaði meistaraflokki karla úr þriðju deildinni og upp í aðra deild, eins og fram kom hér í blaðinu i síðustu viku. Það breytti engu þar um, þótt liðið tapaði síðasta leiknum á laugardaginn. Samband veitinga- og gistihúsa þingar á ísafirði Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsa var að þessu sinni haldinn á Hótel (safirði dagana 10.-12. sept- [ ember (þriðjudag til fimmtudags í þessari viku). Fundinn [ sátu milli 60 og 70 manns víðs vegar að af landinu. Auk þess að sinna venjulegum aðalfundarstörfum nutu fundar- menn ýmissa lífsgæða og annars sem hér er hægt að bjóða gestum, og má þar nefna veisluföng og tónlist á Hótel ísafirði, skoðunarferðir um bæinn, bátsferð um Djúp með viðkomu í Vigur, auk berjatínsluferðar fyrir maka. Einar Valur og Arnar Geir unnu í tvímenningi Á Vestfjarðamótinu i tvímenningi sem haldið var á (sa- firði um síðustu helgi sigruðu þeir Einar Valur Kristjánsson yfirkennari og Arnar Geir Hinriksson lögfræðingur. (öðru sæti urðu Bolvíkingarnir Jóhann Ævarsson og Júlíus Sig- urjónsson og í þriðja sæti Súðvíkingarnir Óskar Elíasson og Esra Esrason. Atján pör tóku þátt í mótinu. Nýlega var Eiríkur Kristófersson byggingameistari kos- inn forseti Bridgesambands Vestfjarða. Aðfínnslur Vont er ef hvessir úr veðri kjurru, en verra ef rignir uppúr þurru. (Ólafur Gíslason í Neðribæ í Selárdal). Maðurinn með ljáinn heldur sínu striki: Menntamálaráðuneytið neitar um öldungadeild á Hólmavík - þrátt fyrir mjög mikinn áhuga heimamanna og sáralítinn kostnað NÝLEGA kvað mennta- málaráðuneytið upp úr með það, að ekki fengist að hafa öldungadeiid á Hólmavík í vetur, eins og búist var við og að var stefnt. Hólmvíkingar með Stefán Gíslason sveitar- stjóra í broddi fylkingar hafa samt ekki enn gefið upp alla von um að þessari ákvörðun verði breytt, í Ijósi þess annars vegar hversu margir eru ákveðnir í því að stunda nám ■ deildinni ef af yrði, og hins vegar í Ijósi þess hversu lítið rekstur hennar myndi kosta ríkissjóð, eða aðeins um 200 þúsund krónur í vetur, að því er Stefán telur. I fyrrahaust tók öldunga- deild til starfa á Flateyri og um síðustu áramót á Patreksfirði. I umræðunni um hinn nýja Framhaldsskóla Vestfjarða hefur alltaf verið gert ráð fyrir öldungadeild á Hólmavík líka, og þegar þess var form- iega var farið á leit við ráðu- neytið í vor að hún yrði stofnuð, var talið að það væri auðsótt mál og nánast aðeins formsatriði. En nýir siður koma með nýjum herrum. Þegar málið var kannað voru 38 manns sem lýstu áhuga sínum á því að stunda nám við væntanlega öldunga- deild á Hólmavík. Þessa dag- ana hefur Stefán sveitarstjóri síðan verið að athuga hversu margir eru alveg ákveðnir og er búinn að fá 30 staðfestingar. Hann sagði í samtali við Vest- firska, að stofnun öldunga- deildar skipti Hólmvíkinga miklu máli, þarna væri ekki aðeins um námið eitt að ræða, heldur skipti félagslegi þáttur- inn verulegu máli. Þess má geta, að íbúar í Hólmavíkur- hreppi öllum teljast vera 475. Stærsti pósturinn í nýjasta tölublaði Hreppsins á Hólma- vík (6. sept.) er einmitt um málefni öldungadeildarinnar, undir fyrirsögninni Við viljum ÖLDUNGADEILD. Vest- firska leyfir sér að taka hér upp hluta þess sem þar stendur: „Um miðjan ágúst hafnaði menntamálaráðuneytið beiðni Hólmvíkinga um starfrækslu öldungadeildar á Hólmavík í tengslum við Menntaskólann á ísafirði (MÍ), en ætlunin var að deildin tæki til starfa með haustinu. Neikvætt svar ráðu- neytisins vakti í senn von- brigði og undrun. Hugmyndin um öldungadeild hafði verið rædd mikið í sambandi við stofnun Framhaldsskóla Vest- fjarða, og á síðasta skólaári var sams konar deildum kom- ið á fót á Flateyri og Patreks- firði. Eftir að afstaða ráðuneytis- ins lá fyrir, var leitað eftir því, að deildin yrði starfrækt innan fjárheimilda Ml án sérstakrar fjárveitingar, enda kostnaður við deild af þessu tagi óveru- legur (etv. um kr. 200 þús. á ári). Ekki virðist hljómgrunn- ur fyrir þessari hugmynd. Ekki er þó öll nótt úti enn, og í næstu viku verður reynt til þrautar að koma deildinni á fót með einhverjum ráðum. í sumar var gerð könnun á áhuga Hólmvíkinga á námi í öldungadeild. Undirtektirnar voru stórgóðar, og bera vott um mikinn áhuga fólks á námi af þessu tagi. Alls lýstu 38 manns áhuga sínum á námi í öldungadeild, auk þess sem 16 höfðu áhuga á að ná sér í 30 tonna skipstjórnarréttindi (pungapróf) og 9 hugðu á véla- varðarnám ef þess yrði kostur.“ Skarphéðinn skólastjóri á Reykhólum — engin heimavist í vetur til reynslu Skarphéðinn Olafsson, sem þar til fyrir fáum árum var skólastjóri í Reykjanesi við Djúp, hefur nú tekið við stöðu skólastjóra á Reykhólum, í stað Jóns Olafssonar sem hætti í vor eftir tvo vetur. Skólinn verður settur á mánu- daginn, þann 16. september. Sú nýlunda er nú tekin upp á Reykhólum, að ekki verður heimavist í vetur fyrir þá krakka sem lengst eiga í skól- ann eins og verið hefur, heldur verður látið á það reyna hvernig gengur að aka öllum á milli daglega. Fimmtíu og fjórir nemendur eru skráðir í skólann, í 1 .-10. bekk. Tveir eru úr Gufudalssveitinni, frá Fremri-Gufudal, og eiga þcir lengst að fara. Tveir bæir, sinn á hvorum enda byggðarinnar, eru nú komnir í eyði frá því í fyrra, og styttir það skóla- aksturinn verulega. Þessir bæir eru Gilsfjarðarbrekka, sem á land að Kleifum í Gils- firði, en Kleifar eru í Dala- sýslu, og Klettur í Kollafirði í Múlasveit. Reykhólaskóli. Níu kennarar verða í Reyk- hólaskóla í vetur, að Skarp- héðni meðtöldum, þar af þrír í hlutastarfi. Auk skólastjóra verða í fullu starfi Sveinn Guðmundsson á Miðhúsum, Ebenezer Jensson, Steinunn Rasmus, Eyjólfur Sturlaugs- son og Eygló Gísladóttir (hún var í nokkur ár skólastjóri í Súðavík). 1 hlutastarfi verða Svanborg Guðbjörnsdóttir (íþróttakennari í hálfu starfi), Jóhanna Þórhallsdóttir (í 60% starfi) og Óskar Gíslason, sem kennir smíðar en verður einnig húsvörður og gang- avörður. Mötuneytið verður í gangi þótt engin sé heimavistin, og fær mannskapurinn þar há- degismat og miðdegiskaffi. Þar starfa þær Indíana Ólafs- dóttir og Ása Stefánsdóttir ( Árbæ. Um ræstingar sjá þær Guðný Jónsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir. Bílstjórar verða sem fyrr þeir Eiríkur Snæbjörnsson á Stað og Þórð- ur Jónsson í Árbæ. Nýr skólabíll hefur verið pantað- Við leynum á okkur þó lítil séum VERSLUNIN Munið að það er opið Uka iT'1^ á laugardögum og sunnudögum HNÍFSDAL ...við leynum líka á okkur og getum prentað heilu bækurnar ef því er skipta ISPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.