Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.05.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 27.05.1992, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1992 15. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR VESTFIRSKA RITSTJORN OG AUGLYSINGAR: SÍMI 944011 • FAX 94-4423 Stúdentar frá MÍ 1992. Ljósmynd Arný Herbertsdóttir. Menntaskólanum á ísafirði slitið í síðasta sinn: — Magnfreð í Ólympíuliðið Á fundi Olympíunefnd- ar íslands sl. mánudag var endaniega valinn sá hópur sem keppir fyrir hönd ís- lands á Ólympíuleikum þroskaheftra sem fram fara í Madrid á Spáni í sumar. Magnfreð Jensson frá ísafirði var valinn í þennan hóp og keppir hann í 50 og 100 m bringusundi og í 50 og 100 m skriðsundi. Magnfreð er mjög vel að þessu kominn og hefur bætt sigverulega í vetur, t.d. um heilar 14 sek. ( 1(K) m skriðsundi. Hann mun æfa með landsliðshópnum þangað til farið verður til Madrid undir stjórn Erlings Þ. Jóhannssonar landsliðsþjálfara. Þetta er glæsilegur ár- angur hjá þessum unga sundmanni, sem hefur náð markmiði sínu með góðri ástundun og rækt við íþrótt sína. Sundfélagið Vestri óskar Magnfreð innilega til ham- ingju og vonar að honum gangi sem best á ieikunum og í framtíðinni. Óli Þór. Um 6% Vestfirðinga stunduðu nám með einhverjum hætti við skólann í vetur — Meiri festa í kennaraliði en áður hefur þekkst Þær Zsuzsanna og Beáta úti við grænan AusturvöII, glað- legar í góða veðrinu. Tónleikar á ísafirði á uppstigningar dag: Tvær ungverskar leika fjórhent á píanó Menntaskólanum á ísafirði var slitið sl. laugardag og voru afhent prófskírteini til nemenda sem lokið höfðu burtfararprófum eða áfanga- prófum sem veita réttindi í ólíkustu greinum. Þar var um að ræða þrjá vélaverði, sex nemendur sem luku 2. stigi vélstjórnarnáms, einn af skipstjórnarbraut, fímm sem luku verslunarprófí, einn sem lauk almennu meistaranámi iðnaðarmanna og tvo sem luku meistaranámi í húsasmíð- um. Loks voru brautskráðir 30 nýstúdentar. Af nýstúdentunum braut- skráðust þrír af eðlisfræði- braut og af þeim hlaut hæsta aðaleinkunn Halldóra íris Sig- urgeirsdóttir úr Bolungarvík. Af hagfræðabraut komu átta og af þeim fékk hæsta einkunn Margrét Björk Arnardóttir úr Hofshreppi í Skagafirði, en hún er jafnframt dux scholae. Af mála- og samfélagsbraut komu níu stúdentar, og fékk þar hæsta einkunn Margrét Alda Sigurvinsdóttir frá Suðureyri. Af náttúrufræði- braut komu svo tíu stúdentar, og fékk Jóna Björg Guð- mundsdóttir á ísafirði hæsta einkunn þeirra. NEMENDUR í VETUR FLEIRI EN í FYRRA Nemendur í Menntaskólan- um á ísafirði voru nokkru fleiri í vetur en í fyrra. I dag- skóla voru á haustönn 234 nemendur, en á vorönn 210. f öldungadeild og meistara- skóla voru 107 á haustönn en 81 á vorönn. Alls munu fast að 350 nemendur hafa komið við sögu samanlagt í dagskóla og öldungadeild á vetrinum öllum. Þetta kom fram í skólaslitaræðu Björns Teits- sonar, skólameistara, og verða hér rakin fleiri atriði úr máli hans. FJARNÁM, FARSKÓLI í vetur var í fyrsta sinn rekið svonefnt fjarnám við Mennta- skólann á ísafirði. Það er mið- að við þarfir nemenda í dreifð- ustu byggðunum, sem standa þá í bréfa- og símasambandi við kennarana, en um er að ræða fullgilda námsáfanga sem gefa einingar til stú- dentsprófs. f nánum tengslum við skólann er Farskóli Vest- fjarða, sem er með náms- flokka- eða kvöldskólasniði, og voru haldin á vegum hans 21 námskeið í vetur. Þau lengstu voru 30 tonna skip- stjórnarnámskeið, sem voru á fimm stöðum, en annars voru fjölmargar námsgreinar í boði. Námskeiðin voru haldin á ísafirði, í Bolungarvík, á Suðureyri, Flateyri, Patreks- firði, Hólmavík og Drangs- nesi. Nemendur á þeim voru 264 talsins. Þegar allt er talið munu um 6% af íbúum Vest- fjarða hafa stundað nám með einhverjum hætti á vegum Menntaskólans á ísafirði í vetur. LÁTINNA NEMENDA MINNST í ræðu sinni minntist Björn Teitsson skólameistari tveggja ungra manna sem fórust í bíl- slysi á Óshlíð 2. nóvember í vetur, þeirra Bernódusar Am- ar Finnbogasonar þáverandi nemanda og Ágústs Helga Markússonar fyrrverandi nemanda skólans. DUGMIKLIR FORYSTU- MENN NEMENDA Skólameistari þakkaði for- ystumönnum nemenda marg- víslegt samstarf við stjórnend- ur skólans, og tiltók sérstak- lega þá Inga Þór Ágústsson formann nemendafélagsins og Eirík Sverri Björnsson sem hafði umsjón með Sólrisuhá- tíð. FESTA í KENNARALIÐI Af starfsmannahaldi er það að segja, að Helga Haralds- dóttir skólaritari fór í barns- burðarleyfi frá áramótum en í stað hennar var Þóra Gests- dóttir ráðin. f lok marsmánaðar veiktist húsvörður skólans, Ástvaldur Björnsson, og fyrir nokkru kom Ingjaldur Guð- mundsson í hans stað. Meðal fastra kennara skólans hafa ekki orðið miklar breytingar. Um áramót hætti þó Sigurður lónsson, en við tók Stefán Jörundsson, sem kennt hefur stærðfræði. Fastir kennarar voru í vetur átján talsins, auk skólameistara, þar af sextán í fullu starfi. Við sögu komu síðan alls 25 stundakennarar á ísafirði og á Patreksfirði. Venjulega hafa réttindalausir kennarar eða leiðbeinendur verið í ótvíræðum meirihluta meðal fastra kennara skólans, en svo var ekki í vetur. Festan í kennarahópnum er nú með þeim hætti, að ekki er fyrir- sjáanlegt að neina kennara þurfi að ráða til starfa í haust við skólann. MENNTASKÓLANUM Á ÍSAFIRÐI SLITIÐ í SÍÐASTA SINN Þetta voru síðustu skólaslit Menntaskólans á ísafirði, en hann er nú orðinn hluti af hin- um nýja Framhaldsskóla Vest- fjarða. Formaður nýskipaðrar skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða er Pétur Bjarnason fræðslustjóri, en Björn Teits- son er eftir sem áður skóla- meistari undir hinni nýju skipan. Á morgun fímmtudag, uppstigningardag 28. maí, verða spennandi og óvenjulegir píanótónleikar í sal Grunnskólans á ísa- fírði og hefjast kl. 20.30. Þá munu þær Beáta Joó og Zsuzsanna Budai leika saman fjórhent á píanó. Efnisskráin verður fjöl- breytt og skemmtileg, með verkum eftir Mozart, Bizet, Debussy og Brahms. Beáta Joó er fædd í Szeget í Ungverjalandi. Hún hóf þar tónlistarnám 4ra ára gömul og lagði stund á píanóleik frá 7 ára aldri. Aðalnámsgreinar hennar við Franz Liszt tónlistarháskólann í Búdapest voru tónmennta- kennsla og kórstjórn, og lauk hún lokaprófi sumarið 1986. Sama haust fluttist Beáta Joó til ísafjarðar og hefur starfað hér síðan sem tónlistarkennari, kórstjóri og organisti. Zsuzsanna Budai fæddist í borginni Szeged í Ung- verjalandi og hóf píanó- nám sex ára að aldri. Árið 1983 vann hún til fyrstu verðlauna í pt'anókeppni æskufólks í Ungverjalandi. Hún lauk prófi árið 1988 og stundaði síðan kennslu í Búdapest, m.a. við Franz Liszt tónlistarháskólann, þar tii hún kom til íslands sl. haust. Hún kennir nú við Tónlistarskóía ísafjarð- ar. Zsuzsanna hefur haldið einleiks- og kammertón- leika í Búdapest og fleiri stórborgum í Ungverja- landi. Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun S3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.