Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.08.1992, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.08.1992, Síða 2
VESTFIRSKA 2 ESTI ?IRS K; | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur að jafnaði út síðdegis á fimmtudögum. Blaðinu er dreift án endurgjalds á Vestfjörðum, en fastir áskrifendur greiða áskriftargjald, kr. 1.500 fyrir hálft ár. Ritstjórn og auglysingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)- 4011, fax (94)—4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnús- son. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)—4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)- 3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)- 3223. s Islands þúsund ár Þessi leiðari fjallar um alvarleg mál. Hann fjallar um framtíð byggðar á Vestfjörðum, um lífsstarf og framtið fólksins sem hér býr. Hann snýst um það, hvort Vestfirð- ingar verða með ofbeldi ríkisvaldsins og „eignatilfærslu" hraktir í burtu og þvingaðir til að skiljast við það sem enn er ekki búið að rænafrá þeim: Húsin, æskuslóðirnar, fyrir- tækin, framtíðarvonirnar, draumana. Þessi leiðari er skrif- aður eftir samtöl við fjölda Vestfirðinga. Ekki síst við (fyrr- verandi) stuðningsmenn stjórnarflokkanna. Þetta er það sem fólki finnst. Að minnsta kosti ákaflega mörgum. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eru vænt- anlegir til Vestfjarða á morgun, til þess að ráðgast við flokksmenn sína í kjördæminu. Fundarstaðurinn er mið- svæðis og vel valinn: Húsakynni Hjálms á Flateyri, í fyrir- tækinu hans Einars Odds. Tímasetning fundarins er einnig nokkuð góð. Svona lagað tíðkast hjá þeim sem fara helst ekki að öðrum lögum en eigin geðþótta: Að skjóta fyrst og spyrja svo. Fyrir þúsund árum mælti Njáll á Bergþórshvoli hin fleygu orð: „Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eyða.“ Þessi orð hafa verið höfð í heiðri á íslandi fram undir það síðasta. En nú hefur verið horfið frá þúsund ára hefð: Stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið mark- visst að stórfelldustu eignatilfærslu og eignaupptöku hér- lendís frá því um siðaskipti. Eignatilfærslan í kjölfar siða- skiptanna leiddi hins vegar ekki til landauðnar eins og nú stendur til. Lög um stjórn fiskveiða eru ólög. Á þeirri staðreynd hafa Vestfirðingar klifað frá upphafi. Árangurslaust. Vestfirðing- ar eru ekki eins fjölmennir og framlag þeirra til þjóðarbús- ins gæti bent til. Vestfirðingar hafa ekki atkvæðisrétt i Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda, ásamt núgildandi ólögum, eru í þann veginn að leggja vestfirskar byggðir í auðn. Aflaheimildir Vestfirðinga hafa verið skertar jafnt og þétt. Síðasta höggið er þyngst. Það mun ríða sjávarút- vegsfyrirtækjum á Vestfjörðum að fullu, og þar með öllum öðrum fyrirtækjum. Hins vegar munu kjósendur þeirra Davíðs og Þorsteins muna það vel í næstu kosningum, að fyrirtæki í þeirra kjördæmum græða á niðurskurði veið- anna. Þau fá að veiða meira. Þessir kallar kunna sannarlega að bræða saman hags- muni sína, þrátt fyrir einhvern sýndarágreining til að halda betur athyglinni. Ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram eignatilfærslu sinni (eignatilfærsla er fallegt orð, stofnanamál, svokölluð skrauthvörf fyrir þjófnað og rán), þá er hætt við því að hún sé jafnframt að taka sína eigin gröf. Þegar höfuðborgin verður ein eftir í byggð hérlendis, er komin upp sú sér- kennilega staða, að forsætisráðherrann á fslandi er (aftur) orðinn að borgarstjóra. En ekki lengi. Höfuðborgin þrífst ekki lengi án landsbyggðarinnar, ekki frekar en höfuð án líkama. Stjórnmálamenn láta í veðri vaka, að umhyggja þeirra fyrir vísindalegum vinnubrögðum ráði gerðum jseirra. Vandséð er, hverjir þeirra eru svo barnalegir að trúa hind- urvitnum Hafrannsóknastofnunar, eða hverjir nota tillögur stofnunarinnar sem skálkaskjól til þess að geta haldið áfram að stunda „eignatilfærslu". Fjöldi vísindamanna hefur bent á stórkostlegar veilur í fræðum Hafrannsókn- astofnunar. Virtir veðurfræðingar, sem eru manna reynd- astir í því að spá um framvinduna í náttúrunni, hafa verið ómyrkir í máli og lýst vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar rugl eitt, fúsk, heimsku og hindurvitni. Hafrannsóknastofnun byrgir sig inni í þjóðkunnum fíla- beinsturni sínum og hlustar ekki nú frekar en áður á álit annarra, hirðir ekki um niðurstöður erlendra alvöru vfs- indamanna sem stangast gersamlega á við skoðanir Hafró, hún lemur hausnum við steininn, hún hefur að engu áratuga reynslu íslenskra fiskimanna, hefur að engu þekk- ingu þeirra á hegðun fiskanna og breytilegum lífsskilyrð- um í sjónum. Verkin sýna merkin: Stórkostleg afglöp t.d. varðandi loðnuna og ýsuna, óskiljanlegur hringlandahátt- ur, óskiljanleg sinnaskipti milli ára, þar sem eitt rekur sig á annars horn (hvað meðt.d. Grænlandsþorskinn?), þetta einkennir vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar. Til þess að setja svo einhvern frekari vísindastimpil eða gæðastimpil á ruglið, þá er pantað álit frá útlendum jábróður stofnunar- innar. Og á þetta segist aumingja Þorsteinn Pálsson trúa! Þess er vissulega vert að minnast í þessu samhengi, að Föstudagur 7. ágúst 1992 I fréttablapip1= Hvað er um að vera á ísafirði í ágúst 1992? My ndlistarsýningar: 25. júlí-16. ágúst MicklosVáczi 22. ág.-13. sept. Grétar Reynisson Ágústmánuður Guðmundur Thoroddsen Tónlistarviðburðir: 20. ágúst Sigurður Halldórsson celló Daníel Þorsteinsson píanó 27. ágúst Rannveig Sigurðardóttir sópran Frímúrarasalur Hólmfríður Sigurðardóttir píanó 3.september Guðrún Jónsdóttir sópran Frímúrarasalur Ólafur Vignir Albertsson píanó Slunkaríki Slunkaríki Hótelísafjörður Frímúrarasalur SMÁ MAZDA 626 LX 2000 ’83 til sölu, skoðuð '93, ekin 78 þús. Uppl. í síma 4000 kl. 8-16 (Auöur). KÖTTUR 1 ÓSKILUM Lltil svört kisa með sjálf- lýsandi ól fannst í Sætúni fyrir viku. Eigandi er beð- inn að vitja hennar sem allra fyrst. Upplýsingar i síma 3922. Föndurloftið auglýsir: Nýkomid mikið úrval af íslensku lopa- og bómullarpeysunum, bæði fyrir börn og fullorðna Mikið urval afnyjum minjagripum ísafjarðarbolir, ísafjarðarkönnur og aðrir hlutir með ísafjarðarmerkinu íslandsbolirnir vinsælu og ódýru komnir aftur, nýjar myndir Munið ódýra og góða gistingu á besta stað í bænum Föndurloftið - verslun og gisting - Mjallargötu 5 símar 3659 og 3539 fyrir skömmu veitti íhaldsmeirihlutinn í hinni fornu borg Davíðs fjárstyrk til stjörnuspekiiðkana. Það er vissulega í fullu samræmi við trúna á Hafrannsóknastofnun - nema hvað Hafró fær öllu meiri peninga til að spila með! Og nú á hún að fá allan Hagræðingarsjóð til viðbótar! Og hún fær ekki bara peninga, heldur einnig fjöregg íslensku þjóð- arinnar. Nú á að leggja Vestfirði í eyði en „byggja upp“ þorskstofninn í staðinn. Væntanlega á að byggja hann upp á sama hátt og ýsustofninn á undanförnum árum! Hafa einhverjir aðilar mútað Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar? Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Þingmenn Vest- firðinga og aðrir verða að gera það upp við sig, hvort þeir hyggjast þjóna kjördæmi sínu og kjósendum ellegar ríkis- stjórninni. Það fer nefnilega ekki saman fremur en eldur og vatn, ekki fremur en Guð og Mammon. Alþingi Islendinga tekur vonandi fram fyrir hendurnar á þeirri ógæfustjórn sem nú tröllríður íslandi. Við viljum lög, en ekki ólög. Við viljum vísindi, en ekki reiknikúnstir eins og hjá Sölva Helgasyni og kollegum hans á Hafrann- sóknastofnun. Við viljum ríkísstjórn, en ekki þjófa og ræn- ingja. Vestfirska fréttablaðið fyrir sitt leyti býður Davíð Odds- son og Friðrik Sophusson velkomna til Vestfjarða. Það er ekki víst að þeir eigi kost á því síðar að fá viðeigandi móttökur hjá Vestfirðingum. Kannski koma þeir næst sem túristar í eyðibyggðum Skutulsfjarðar, skoða minjar um sildarbræðslu í Djúpuvík og fiskvinnslu á Flateyri og spássera um draugabyggðina í Bolungarvík. Þeir gætu líka skroppið á sjóstöng og dregið fáeina þorska. Orð Njáls á Bergþórshvoli eru ekki lengur í gildi hjá íslenskum stjórnvöldum. íslands þúsund ár virðast vera liðin. Hlynur Þór Magnússon. Bíldudalur: Nýtt gistiheimili Nýtt gistiheimili hefur verið tekið í notkun á Bíldudal. Það eru hjónin Þórunn Hetga Sveinbjörnsdóttir og Hannes Friðriksson sem reka gisti- heimilið, en þau eiga og reka einnig veitingahúsið Vegamót á Bfldudal. Gistiheimilið er með fjórum stórum herbergjum, sturtu og baði og setustofu með sjón- varpi. Rúm eru fyrir átta manns en hægt að bæta við dýnum í svefnpokapláss ef óskað er. Stórar svalir fylgja íbúðinni með útsýni yfir höfn- ina. í tengslum við gistinguna er boðið upp á morgunmat, heimilismat, kaffi og grillmat á veitingahúsinu Vegamótum sem erfyrir ofan gistiheimilið. Róbert Schmidt. Hjónin Hannes Fríðriksson og Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, veitingamenn á Bfldudal.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.