Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 5
 \ ESTFIRSK^ L Fimmtudagur 17. desember 1992 5 I FRÉTTABLAÐIÐ l „Hann þarf að blása úr sér andskotanum" - segir Magnús Hansson „Þetta gengur bara alveg á- gætlega, það er ekkert væl í okkur hér“, sagði Magnús O- lafs Hansson, verslunarstjóri í sportvöru- og hljómtækjadeild Verslunar E. Guðfinnssonar í Bolungarvík. „Það er fínt rennerí héma hjá okkur og við tökum á móti þessu ágæta fólki með brosi á vör. Annars held ég að sjálf jólaverslunin fari hæjjt af stað á Vestfjörðum öllum. Eg er nú samt að vona að þetta glæðist og við fáum góða jóla- ös. Ég er viss urn að þetta á eftir að verða alveg sæmilegt og við erum ekkert að kvarta. Við kvörtum ekki einu sinni yfir veðrinu, því hann þarf að blása úr sér andskotanum þarna uppi“, sagði Magnús Hansson, hress að vanda. Bolungarvík: Næturbasl á Óshlíð Ballgestir úr Bolungarvík sem verið höfðu að skemmta sér í Félagsheimilinu í Hnífsdal voru hálfan annan tíma á leið- inni heim í jeppa aðfaranótt sunnudags. „Þegar þau komu út undir Kross keyrðu þau fram á fólksbfl sem var fastur í skriðu og mestur tími fór í að ná þeim bíl út úr henni. 1 honum var einn maður sem var að reyna að komast inn eftir. Eftir mikinn mokstur og troðning með jeppanum skildi maðurinn fólksbílinn eftir og fékk far með jeppafólkinu til Bolungar- víkur“, sagði Gunnar Hallsson í samtali við Vestfirska frétta- blaðið. Hólmavíkurlöggan í hrakningum Breiðafjarðarferjan BALDUR HF. óskar öllum Vestfirðingum og gestum þeirra gleðilegra jóla, árs og friðar Vetraráætlun okkar yfir Breiðafjörð 1992-1993 Frá Stykkishólmi Mánud., miðvikud., föstud. kl. 10.00 Þriðjudaga, sunnudaga kl. 13.00 Frá Brjánslæk Mánud., miðvikud., föstud. kl. 14.00 Þriðjudaga, sunnudaga kl. 17.00 Aukaferðir Fimmtud. 17. desember kl. 13.00 Laugard. 19. desember kl. 10.00 Fimmtud. 17. desember kl. 17.00 Laugard. 19. desember kl. 14.00 Engar ferðir verða eftirtalda daga: Aðfangadag jóla, jóladag, annan í jólum, gamlársdag, nýársdag og 2. janúar. „Það tók mig sjö tíma á sunnudag að komast úr Hrúta- firðinum og heim“, sagði Höskuldur lögregluvarðstjóri á Hólmavík. „Ég var kallaður út upp úr klukkan fimm á sunnu- dagsmorguninn og fór á stað- inn í blíðuveðri. Þegar ég ætl- aði svo heim aftur var komið aftaka veður. Við komumst við illan leik yfir Hálsana og inn í Kollafjörð og það endaði með því að við urðurn að skilja bíl- inn þar eftir þar sem hann sat fastur í skafli. Við gengum svo með veginum yfir brekkurnar og þar kom jeppi á móti okkur hinum megin frá. Síðan er búið að vera snælduvitlaust veður en allt frekar rólegt þó, fóik er ekkert að þvælast úti í svona veðrum", sagði Höskuldur Hólmavíkurlögga í samtali við Vestfirska fréttablaðið í fyrra- dag. Patreksfjöröur: Höfnin full af aðkomutogurum „Héðan er bara allt gott að frétta, nema að veður og færð hefur náttúrlega verið með verra móti“, sagði Jónas Sig- urðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Patreksfirði. „Þetta hefur sloppið stórslysa- laust, þó að svona veðrum fylgi alltaf erill hjá okkur. Við höf- urn nú ekki nema þrjá-fjóra fjallvegi hérna í kring um okkur sem við þurfum að hjálpa fólki á. Það leitar að sjálfsögðu til lögreglunnar þegar það festist í ófærð. A sunnudaginn áttu að vera tónleikar í Tónskólanum en þeim varð að fresta vegna ó- veðurs og ófærðar. Höfnin hérna er full af aðko-' gur- um sem liggja inni vegna brælu. Annars skilst mér að fiskiríið hafi verið eitthvað að glæðast hjá bátunum, nú bíða menn bara eftir að tíðin batni“, sagði Jónas í símtali við Vest- firska fréttablaðið á mánudag. Reykhólar: Barn brenndist illa Það gerðist þriðjudaginn 8. desember, þegar rafmagnið var óstöðugt og hagaði sér eins og jójó, að á Reykhólum voru nokkur börn í sundlauginni. Þegar rafmagnið kom á ný fyrir alvöru, þá fór í gang sjálfvirka dælan sem dælir heita vatninu í minni heita pottinn og dældi þangað sjóðandi vatni. Níu ára gömul gestkomandi stúlka á Reykhólum stökk út í pottinn og brenndist illa á fót- um og upp að mitti. Hún fékk 1. og 2. stigs bruna. Stúlkan var flutt til Reykja- víkur eins fljótt og hægt var. Talið er ólíklegt, að þótt sund- laugarvörður hefði verið til staðar hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið. Reykhólahreppur leigir sundlaugarlykla út yfir haustið og veturinn til fjögurra inánaða í senn og verða leigutakar að skrifa undir samning þar sem þeir skuldbinda sig til að fylgja börnum í laugina. Þeir geta tekið með sér gesti að vild. Hægt er að fá leigða lykla að lauginni í versluninni Arnhól. Leigutakar mega ekki lána lyk- ilinn. JR -video Opnunartímar um jól og áramót Aðfangadagur 10-16 Jóladagur Lokað Annar í jólum 14-19 og 20-23.30 Gamlársdagur 10-16 Nýársdagur Lokað Konfektúrvalib er hreinlega ótrúlegt Verð trá kr. 210 tíI kr. 4.450 Verslunartími okkar um hátíðamar: Aðfan 'dagur 9-14 Jóhdagur Lokað Annar í jólum 13-23.30 Sunnudagur 27/12 13-23.30 Gamlársdagur 9-14 Nýársdagur Lokað Laugardagur 2/1 9-23.30 Sunnudagur 3/1 10-23.30 HAMRABORG HF. SÍMI 3166, ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.