Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 17. desember 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ Smásaga í gamansamari kantinum eftir Finn Söeborg í þýðingu Herdísar Hubner Óli hitti Alfreð fyrst þegar hnn hafði hjólað á þrfhjólinu sínu eftir sveitaveginum lengra en hann hafði nokkurn tíma komist áður. Skyndilega stóð Alfreð fyrir framan hann. Al- freð var í gamalli skítugri skyrtu og svo var hann ber- fættur í skónum, sem voru svo götóttir að tærnar stóðu út úr þeim. Og hann var skeggjaður um allt andlitið. Óli stöðvaði hjólið og glápti af óttablandinni forvitni á þennan undarlega mann. - Borðaðirðu blómkálssúpu í hádegismat? spurði Alfreð. - Ne-ei. Eg er bara búinn að borða morgunmat. Óli skildi ekki hversvegna maðurinn vildi vita hvað hann hefði borðað í hádegismat. - Nú, ertu bara búinn að fá morgunmat. Alfreð glotti, svo að Óli gat séð að hann hafði aðeins tvær tennur. Eina í efri góm og aðra í neðri góm. Hann varð mjög hrifinn. - Ertu á langferð? spurði Al- freð. - Ég er að fara niður að mýri. Óli vissi ekki hvað langferð var. - Þá getum við verið sam- ferða, sagði Alfreð vingjarn- lega, ég á heima þar. - Niðri í mýri? - Nokkurn veginn. Þeir urðu samferða niður sveitaveginn. Óli hjólaði á þrí- hjólinu og Alfreð rölti við hlið hans. Rétt neðan við sveigju á veginum stóð agnarlítið hús. - Jæja, þá er ég kominn heim, sagði Alfreð. - Blessaður. - Attu heima hér? Óli glápti á litla húsið. - Já, svei mér þá, ég bý hér, þú vilt kannski koma inn í heimsókn? Óli vissi að hann mátti ekki fara neitt með ókunnugum, en Alfreð var svo spennandi að hann sagði já takk. Það var bara eitt herbergi í húsinu hans Alfreðs. Upp við vegg stóð rúm, ekki uppábúið eins og rúmið hans Óla heldur bara með gamalli druslulegri sæng. Annað var þar ekki nema gamalt borð og tveir stólar. - Já, svona lítur höllin mín semsagt út. Alfreð settist við borðið. Þú mátt alveg fá þér sæti, ef þú vilt. Óli settist á hinn stólinn. Að hugsa sér, að þetta skyldi meira að segja vera höll. Hann varð stöðugt hugfangnari. A borðinu var flaska. Alfreð tók tappann úr henni og drakk nokkra sopa. - Hvað ertu að drekka? spurði Óli. - Ávaxtasafa. Alfreð strauk sér um skeggið. Óli sagði, að hann fengi líka ávaxtasafa heirna hjá sér. - Ertu ekkert hræddur að eiga heima hér niðurfrá þegar það er komið myrkur? spurði Óli þeg- ar hann hafði starað með aðdá- un á Alfreð svolitla stund. - Hræddur? Alfreð ieit á hann og brosti. Nei, veistu það, að ef einhver kemur, þá fær hann að kynnast þessurn hér. Hann kreppti hnefann og beygði handlegginn, svo að Óli sá hvernig vöðvarnir hnykluð- ust undir skyrtunni. - Geturðu alveg lamið alla? spurði hann. - Hvern sem er, fullyrti Al- freð. - Ekki Guð og Tarsan, sagði Óli. - Ne-ei, Alfreð varð að við- urkenna að það væru kannski tvær undantekningar. Alfreð opnaði skúffu í borð- inu og tók upp spýtukubb og hníf. Hann byrjaði að tálga kubbinn, og fékk sér öðru hverju gúlsopa af ávaxtasafa. - Hvað ertu að búa til? spurði Óli - Já, það myndirðu vilja vita. Alfreð fékk sér sopa. Óli sat og horfði athugull á Alfreð tálga kubbinn. Meðan hann vann sagði hann sögur um villt dýr og kónga og keisara sem hann hafði heimsótt. Hann vissi margt og gat margt. Hann gat hreyft á sér eyrun og þurfti að sýna Óla það aftur og aftur, en hann skellihló stöðugt. - Hvar átt þú eiginlega heima? spurði Alfreð. Óli sagði honurn hvar hann ætti heima. - Hvað gerir pabbi þinn? Spurningin kom flatt upp á Óla og hann vissi ekki hverju hann átti að svara. Hann skammaðist sín fyrir að viður- kenna fyrir manni eins og Al- freð, að pabbi hans væri bara svona maður sem sæti í banka og skrifaði tölur. - Pabbi rninn keyrir járn- brautarlest, sagði hann. - Svo hann er lestarstjóri, sagði Alfreð. Það er aldeilis al- mennilegt að eiga svoleiðis pabba. Óli hugsaði um pabba sinn, sem vann í banka, og gat ekki búið til skip og hafði allar sínar tennur og ekkert skegg. I sam- anburði við Alfreð var hann heldur lítilfjörlegur. - Ég þarf að fara heim núna, sagði hann. En ég kem aftur á morgun. - Já, já, gerðu það. Alfreð brosti svo að skein í báðar tennurnar. Óli horfði hugfang- inn á hann og velti því fyrir sér hvernig væri hægt að losna við hinar tennurnar, svo að maður hefði bara tvær. Einhvern tíma ætlaði hann að spyrja Alfreð um það. Þegar hann kom heim spurði mamma hans hvar hann hefði verið allan daginn. - Ég var að leika við Alfreð, sagði Óli. - Það er nú gott að þú hefur fundið þér leikfélaga, sagði mamma hans. Er það vænn drengur? Óli hafði aldrei skilið al- mennilega hvernig maður gat séð á drengjum hvort þeir væru vænir eða ekki, en hann hafði á tilfinningunni að mamma hans myndi ekki setja Alfreð í flokk með vænum drengjum. - Já, hann er það, sagði hann. Hann vissi að annars fengi hann ekki að heimsækja hann aftur. Frá þeim degi hófst inniieg vinátta þeirra Óla og Alfreðs. Óli heimsótti Alfreð næstum daglega og þeir fóru niður í mýrina þar sem Alfreð sýndi honum fuglshreiður og tálgaði flautur handa honum, eða þeir sátu í húsinu og Alfreð vann við skipið og hreyfði eyrun eða gerði töfrabrögð. Alfreð gat látið krónupening hverfa í loft- inu og síðan dregið hann út úr nefinu á Óla. Óli óskaði þess að Alfreð hefði verið pabbi hans. Mamma Óla var ánægð með að hann skyldi hafa eignast leikfélaga, bara að það væri vænn drengur. - Hvað gerir pabbi hans Al- freðs? spurði hún einn daginn. - Alfreð á engan pabba, sagði Óli. Litla skinnið, sagði niamma hans. Móður Óla skildist smám saman að Alfreð hlyti að vera fátækur. Það olli henni svolitl- um vonbrigðum, því að hún á- leit að fátækir drengir væru ekki eins vænir og aðrir. En þeim virtist koma svo vel sam- an. Hún fór að gefa Óla kökur og ýmislegt annað til að færa Alfreð. - Þetta var svei mér fallegt af mömmu þinni. Alfreð japlaði á kökunni og skolaði henni niður með ávaxtasafa. Hann var al- veg vitlaus í ávaxtasafa, hugs- aði Óli. Einn daginn tók mamma Óla saman gömul leikföng sent hann var hættur að nota, og sagði honum að færa Alfreð þau. - Hann á sjálfsagt ekki mikið af leikföngum, anginn litli, sagði hún. Alfreð var alveg gáttaður, þegar Óli afhenti honum leik- föngin. - Hver fjandinn, sagði hann. Sendi mamma þtn þig með þetta til mín? - Já. Óli kinkaði kolli. Hún hélt að það myndi gleðja þig. - Mamma þín er aldeilis gamansöm, sagði Alfreð. Óli svaraði ekki. Hann hafði aldrei tekið eftir því að mamma hans væri neitt sérlega garnan- söm. Það leið að afmælisdegi Óla og mamma hans spurði hvað hann vildi gera á þeim degi. - Ég er búin að bjóða Idu frænku hingað, sagði hún. En langar þig ekki að bjóða Alfreð að koma og drekka súkkulaði með þér? - Ó, jú. Augu Óla ljómuðu. Mátti Alfreð í alvöru korna í heimsókn? - Auðvitað má hann koma, sagði mamma hans. Hann verður sjálfsagt glaður, hann fer trúlega ekki oft svona nokkuð. Það áleit Óli ekki heldur. Nokkrum dögurn seinna af- henti Óli Alfreð prentað boðskort nteð litmynd af bangsa og dúkku, og jtar stóð að það myndi gleðja Óla rnjög að fá Alfreð í heimsókn til að drekka súkkulaði á miðviku- daginn klukkan 14 til 17. Al- freð stafaði sig í gegnum text- ann. - Hvað þýðir s.ó.? spurði hann. Það vissi Óli ekki, en hann ætlaði að spyrjast fyrir um það. Daginn eftirgat hann upplýst að s.ó. þýddi, að Alfreð ætti að svara hvort mamma hans leyfði honum að fara. - Jamm, sagði Alfreð. Hann tók kortið og skrifaði með stórum klunnalegum stöfum á bakhliðina: Má alfeg komma firir mömmu. Alfreð. Mamma Óla brosti, þegar hún sá það. - Gengur Alfreð í skóla? spurði hún. - Nei, Óli hélt að Alfreð væri ekki í neinum skóla. Óli vaknaði snemma á af- mælisdaginn sinn, fullur eftir- væntingar. Það var ekki vegna gjafanna, miklu fremur vegna Alfreðs. Óli hafði aldrei hlakk- að eins mikið til afmælisins síns. Hann fékk margar gjafir. Verkfærakassa með alvöru verkfærum og myndabækur og heilt pósthús. Óli geislaði af hamingju, hann ætlaði að sýna Alfreð það allt þegar hann kæmi. Ida frænka kom í morgun- matinn. Hún færði honum fínan bfl, sent var hægt að trekkja upp og gat keyrt sjálfur. - Við Alfreð leikum okkur sko með þennan, sagði Óli hrifinn. - Hver er Alfreð? spurði Ida frænka. - Það er lítill, fátækur dreng- ur, sem Óli leikur sér við, út- skýrði mamma Óla. Hann kemur síðdegis og drekkur með okkur súkkulaði. Óli skildi ekki, hversvegna mamma hans kallaði Alfreð alltaf dreng. Honum fannst hann næstum vera rnaður. Eftir morgunmatinn lagði mamma á borð handa Óla og Alfreð. Það var rnjög fínt veisluborð, með fánum og skrauti og blöðru handa hvor- um þeirra, gulri blöðru handa Óla og rauðri handa Alfreð. Getum við fengið ávaxtasafa á eftir? spurði Óli. Alfreð er alveg vitlaus í ávaxtasafa. - Auðvitað megið þið það. Mamma hans lagaði fulla stóra könnu af ávaxtasafa og setti hana á borðið. Nákvæntlega klukkan 14var dyrabjöllunni hringt. Óli fór og opnaði. Alfreð stóð úti. Hann var í sömu fötunum og hann var vanur að vera í, en ef maður hafði séð hann áður, mátti greina að hann hafði þvegið sér. Þeir sem ekki höfðu séð hann fyrr, hefðu ekki með nokkru móti getað komið auga á það. - Hér er svolítið handa þér, strákur. Alfreð rétti honurn stórt skip með mastri og segl- um og öllu saman. - Vá. Óli ljómaði. Er það til- búið? - Ég sat með það í alla nótt, sagði Alfreð. Þú áttir að fá það á afmælisdaginn þinn. - Komdu, sagði Óli, nú verðurþú að koma inn og heilsa mömmu og Idu frænku. Hann opnaði dyrnar inn í stofuna. Það heyrðust tvö andköf, þegar Óli og Alfreð komu inn um dyrnar. Konurnar tvær störðu skelfingu lostnar á Al- freð. - Þetta er Alfreð, mamma, sagði Óli stoltur. Það liðu nokkrar sekúndur áður en mamma Óla áttaði sig. Hún þurfti að kyngja nokkrum sinnum áður en hún gat komið upp orði. - Ert - ert þú Alfreð? stamaði hún. - Einmitt, sagði Alfreð. Það var ógeðslega almennilegt af þér að bjóða mér, frú. Hann rétti fram krumluna og móðir Óla tók í hana með hryllingi. - Guð minn almáttugur, sagði Ida frænka. - Komdu Alfreð. Óli vísaði honum inn í hina stofuna. Við fáum súkkulaði. - Þetta er hræðilegt, hvíslaði mamma Óla að Idu frænku. Ég hélt að hann væri lítill drengur. Hvað í ósköpunum á ég að gera við hann, ég get ekki boðið svona manni upp á súkkulaði. - Þú verður nú líklega að gera það, sagði Ida frænka. Hún var sannfærð um að ef þær móðg- uðu Alfreð rnyndi hann nauðga þeim báðurn og rnyrða þær síðan. - Þú verður að hjálpa mér, sagði móðir Óla skjálfandi röddu. Þær fóru saman fram í eldhúsið og helltu súkkulaði í könnuna. Þegar þær komu inn voru Óli og Alfreð þegar sestir við borðið. - Þetta er svei mér flott, sagði Alfreð og virti fyrir sér fánana og skrautið á borðinu. - Og þú mátt taka blöðruna með þér þegar þú ferð, sagði Óli, er það ekki marnrna? - Jú, að sjálfsögðu ef herra Alfreð kærir sig um hana. Móðir Óla hellti súkkulaðinu skjálfhent í bollana. - Ef þú vilt frekar eiga gulu blöðruna, sagði Óli ákafur, þá getum við alveg býttað. Alfreð sagði að hann héldi mest upp á rauðar blöðrur. - Jæja, og maðurinn þinn er líklega í járnbrautarlestinni núna, get ég ímyndað mér, sagði hann kurteislega við móður Óla. - Hvað segirðu? Hún starði steinhissa á hann. - Guð ntinn góður, sagði Ida frænka. - Hérna er þeyttur rjómi. Óli var orðinn kafrjóður í framan. Móðir Óla bauð kökurnar, henni fannst sem hana væri að dreyma. Þetta var versta að- staða sem hún hafði nokkurn tíma komist í, og hún vissi ekkert hvernig hún ætti að snúa sér. Alfreð borðaði kökur af feykilegri áfergju og drakk ó- teljandi bolla af súkkulaði. Þegar hann drakk, heyrðist undarlegt hljóð, svipað og andakvak, bara miklu hærra. - Guð minn góður, sagði Ida frænka og móðir Óla varð að styðja sig við stól. Loks var Alfreð saddur, hann gat ekki borðað einn bita í viðbót, sagði hann. - Það er komið alveg hingað, sagði hann og opnaði munninn með tönnunum tveimur og benti með fingrunum niður í hálsinn til að sýna hve langt maturinn næði. Ida frænka hreyfði varimar, en hún kom ekki upp einu orði. - Nú skulum við fá okkur á- vaxtasafa, sagði Óli glaður. Þú mátt drekka eins mikið og þú vilt. - Já, Óli segir að þér þyki svo góður ávaxtasafi, sagði móðir Óla alveg rugluð. - Það er nokkuð til í því, sagði Alfreð og hellti sér fullt glas. Móðir Óla velti því örvilnuð fyrir sér, hvað í ósköpunum hún ætti að láta þá gera þegar þeir væru búnir að drekka. Hún hafði upphaflega ætlað sér að senda þá út að leika sér, en henni fannst núna að það gæti hún ekki gert. Hún komst hjá því að leysa það vandamál, því að Óli tók af skarið. Hann bað Alfreð um að sýna hvað hann gæti. - Hreyfðu eyrun, sagði hann. Sýndu mömmu. Alfreð hreyfði eyrun kröft- uglega. Honum fannst aðstæð- urnar krefjast þess að hann gerði sitt allra besta. - Guð minn góður, sagði Ida frænka. - Sýndu þeim þetta með krónupeninginn, sagði Óli hvetjandi. - Áttu eina krónu, frú? spurði Alfreð. Mamma Óla fór sem í leiðslu að finna budduna sína. Ida frænka fór á eftir henni. - Láttu nægja að fá honum fimmeyring, hvíslaði hún. Al- freð fékk fimmeyring. Hann tók hann í stóran hnefann og gerði nokkrar undarlegar hreyfingar út í loftið. Svo opn- aði hann lófann, fimmeyring- urinn var horfinn. Ida frænka var mjög fegin að hún skyldi hafa komið í veg fyrir að þau töpuðu heilli krónu. - Nú þurfum við að athuga hvort við geturn fundið hann aftur, sagði Alfreð og gekk í áttina til Óla. - Nei, sagði Óli hreykinn, reyndu mömmu. Alfreð stóð andartak og hik- aði, svo gekk hann að móður Óla. - Hvað er þetta, mér sýnist eitthvað fast í nefinu á þér, sagði hann. Hann greip um nefið á henni með tveimur svörtum fingrum og þóttist toga í. Augnabliki síðar stóð hann með fimmeyringinn í hendinni. Móðir Óla bað um vatns- glas. Óli var stoltur og hreykinn fyrir Alfreðs hönd. - Reyndu líka Idu frænku,

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.