Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Síða 2
Miðvikudagur 4. maí 1994 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ Fossavatnsgangan --I 45. sinn á laugardaginn - Fertugasta og fimmta Fossavatnsgangan verður gengin á laugardaginn, 7. maí, og verður ræst af stað á þremur stöðum kl. 14.00. Geta þátttakendur valið um þrjár vegalengdir, 7 km, 10 km og 20 km. Til stóð að halda gönguna um síðustu helgi, en henni var frestað vegna slæmra brautarskil- yrða. ELSTA FJÖLDA- GANGA Á SKÍÐUM Á ÍSLANDI Fossavatnsgangan á sér 59 ára sögu og telst elsta fjölda- ganga á skíðum á Islandi. Gangan hófst árið 1935 að frumkvæði Olafs Guðmunds- sonar í Vélsmiðjunni Þór á Isa- firði. Ávallt hefur verið farin svipuð leið frá Fossavatni eða skammt þaðan, fyrir Engidal og Nónhom, yfir Fellsháls við Rembing, yfir Botnsheiði, á milli Búrfells og Miðfells upp í Gyltuskarð og þaðan yfir Miðfellsháls og niður Selja- landsdal að Skíðheimum, alls um 20 km. Árið 1939 var þó gengið frá húsinu Sjónarhæð við Seljalandsveg (ofan við Framhaldsskólann núverandi) og sem leið lá inn í Engidal, þaðan upp að Fossavatni og til baka. Eftir þetta varð 15 ára hlé á göngunni, en árið 1955 var hún endurvakin og nú hin hefðbundna leið, sem og ávallt síðan. Framan af voru oft fáir þátttakendur en upp úr 1970 fer þeim að fjölga. Flestir voru þeir í fyrra (1993) eða alls 92 og þar af voru 52 sem fóru lengstu gönguna eða 20 km. Frá upphafi mun gangan hafa verið innanfélagsmót hjá Skíðafélagi Isafjarðar og að- Magnús Kristjánsson, sem sigraöi í Fossavatnsgöngu í fyrstu fjögur skiptin, og Kristján Rafn Guömundsson (Kitti Muggs), sem sigraöi tólf sinnum. Gísli bróöir Magnúsar sigraði í fimmtu Fossavatnsgöngunni. Þeir Magnús og Gísli voru móöurbræöur Kitta. Guðmundur Guömundsson (Muggur í Netageröinni) faöir Kitta Muggs, var svo fósturbróöir þeirra Odds og Gunnars Péturssona, en Sigurður Gunnarsson er sonur Gunnars Péturssonar. Kitti Muggs og menn náskyldir og nátengdir honum unnu því Fossavatnsgönguna í í 25 fyrstu skiptin, aö einu ári undanskildu. komumenn keppt sem gestir þar til 1985 þegar Fossavatns- gangan varð hluti af Islands- göngunni. Árið 1987 var fyrst boðið upp á „hálfa“ Fossa- vatnsgöngu og 1989 bættist þriðji möguleikinn við, 7 km létt leið „heim brúnir". VERÐLAUNAAFHENDI NG OG VEITINGAR í SKÍÐHEIMUM Þeim sem fara 20 km göng- una er boðið upp á heitan drykk við Kristjánsbúð. Að lokinni göngunni verður verðlaunaaf- hending og kaffiveitingar í Skíðheimum. Aukaverðlaun verða dregin út úr hópi allra þátttakenda. Aukaverðlaunin eru gefin af Flugfélagi Norður- lands, Flugleiðum, Sporthlöð- unni og Straum. Styrktaraðili göngunnar er Landsbanki ís- lands. Fossavatnsgangan er bæði hugsuð sem keppni og trimm- ganga. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokk- um, en allir þátttakendur fá jafnframt þátttökupening. ÞRJÁR VEGALENDIR Þátttakendur geta valið um þrjár vegalengdir. 1. Hin eiginlega Fossavatns- ganga, 20 km. Start er við Vatnahnjúk og farið yfir Fells- háls og Miðfellsháls. 2. „Hálf' Fossavatnsganga, lOkm. Startervið Kristjánsbúð á Botnsheiði og farið yfir Mið- fellsháls. 3. „Heim brúnir", 7 km. Start er við Kristjánsbúð og farið við Miðfellsfót og um Háubrún. FLOKKASKIPTING 20 km: Konur og karlar 16- 34 ára, 35-49 ára, og 50 ára og eldri. 10 km: Konur og karlar. 7 km: Konur og karlar. SKRÁNING Skráning er í Sporthlöðunni á Isafirði, sími 4123, og í sím- um 4319 (Þröstur) eða 3829 (Guðmundur) eða á faxi 4755. Þátttökugjald er kr. 1.200 og greiðist við skráningu. Inni- faldar í gjaldinu eru kaffiveit- ingar að göngu lokinni. NÝJUNG — SVEITA- KEPPNI Að þessu sinni verður í fyrsta sinn boðið upp á sveitakeppni í 20 km og 10 km göngu. I hverri sveit skulu vera 3 kepp- endur og geta þeir komið frá sama félagi, vinnustað eða skóla. Samanlagður tími kepp- enda ræður röð sveita. Tilkynna skal til mótsstjórnar nafn sveit- ar og hverjir skipa hana áður en gangan hefst. Ekki þarf að taka tillit til aldursflokka eða kyns, þannig að karlar og konur úr mismunandi aldursflokkum geta myndað eina sveit. Mark er í öllum tilfellum við Skíðheima. Start er stundvíslega kl. 14.00 í öllum vegalengdum. ÍSLANDSGANGAN Islandsgangan er stiga- keppni þar sem keppendur ná stigum úr samtals fimm göng- um, sem fram fara víðs vegar um landið. Þær eru Skógar- gangan, Egilsstöðum, Skíða- staðaganga, Akureyri, Blá- fjallagangan, Reykjavík, Fjarðargangan, Ólafsfírði, og Fossavatnsgangan, Isafirði. Stig eru gefin eftir sætum og reiknast þrjár bestu göngumar til úrslita. Fossavatnsgangan er sú fimmta og síðasta í röðinni af göngunum fimm í Islands- göngunni og ráðast úrslit því hér og verðlaunaafhending fer fram. Sigurvegarar í Fossa- vatnsgöngunni frá 1935 — Kristján Rafn hefur sigrað oftast eða 12 sinnum 1935 Magnús Kristjánsson 1936 Magnús Kristjánsson 1937 Magnús Kristjánsson 1938 Magnús Kristjánsson 1939 Gísli Kristjánsson 1940-54 féll gangan niður 1955 Oddur Pétursson 1956 Oddur Pétursson 1957 Oddur Pétursson 1958 Oddur Pétursson 1959 Haukur Sigurðsson 1960 Oddur Pétursson 1961 Gunnar Pétursson 1962 Kristján R. Guðmundsson 1963 Kristján R. Guðmundsson 1964 Kristján R. Guðmundsson 1965 Kristján R. Guðmundsson 1966 Kristján R. Guðmundsson 1967 Kristján R. Guðmundsson 1968 Kristján R. Guðmundsson 1969 Sigurður Gunnarsson 1970 Kristján R. Guðmundsson 1971 Kristján R. Guðmundsson 1972 Kristján R. Guðmundsson 1973 Kristján R. Guðmundsson 1974 Kristján R. Guðmundsson 1975 Davíð Höskuldsson 1976 Guðjón Höskuldsson 1977 Óskar Kárason 1978 Þröstur Jóhannesson 1979 Þröstur Jóhannesson 1980 Þröstur Jóhannesson 1981 Þröstur Jóhannesson 1982 Einar Ólafsson 1983 Einar Ólafsson 1984 Einar Ólafsson 1985 Haukur Eíríksson 1986 Haukur Eiríksson 1987 Haukur Eiríksson 1988 Einar Ólafsson 1989 Einar Ólafsson 1990 Haukur Eiríksson 1991 Sigurgeir Svavarsson 1992 Gísli EinarÁrnason 1993 Sigurgeir Svavarsson Björn Teitsson: Vestfirðingar hafa hag af að sækja framhaldsskóla á heimaslóðum Nú er mánuður þangað til út rennur frestur til innritunar til framhaldsnáms næsta haust. Rétt þykir af því tilefni að kynna nýjungar í starfi Fram- haldsskóla Vestfjarða og þá aðstöðu sem nemendum stend- ur til boða í skólanum. Fjölbrautaskóli. Skólinn er ísenn menntaskóli og iðnskóli. Frá honum er unnt að ljúka stúdentsprófi á hefðbundum námsbrautum, svo og tveggja ára verslunarprófi og sjúkra- liðaprófi, en frá þeim báðum má halda áfram til stúdents- prófs. Frá skólanum er einnig hægt að ljúka iðnprófi, svo og tveggja ára vélstjórnarnámi og eins árs skipstjórnarnámi. Nýtt verkmenntahús að rísa. Skólinn er í sífelldri þróun. Á síðasta ári var nýja íþróttahúsið tekið í notkun. Nú í ár, 1994, verður byggður fyrsti áfangi verkmenntahúss, og standa vonir til að kennsla í vélstjórn og málmiðnum flytjist inn í það ekki síðar en við upphaf ársins 1995. Kennsla í rafiðnum fer um leið inn í kjallara heima- vistar. Matartœknibraut. Stefnt er að því að byrja að reka í haust Björn Teitsson, skóla- meist-ari Framhalds- skóla Vest-fjarða. við skólann grunnnám matar- tækna (sjókokksnám), eins árs í byrjun, sem getur m.a. nýst sem grundvöllur náms í Hótel- og veitingaskóla Islands eða náms til stúdentsprófs. Skíðavalið verður að öllu ó- breyttu rekið áfram við skól- ann, í náinni samvinnu við Skíðasamband íslands, og er verið að leita að manni sem vilji taka að sér að sjá til frambúðar um skíðagreinamar og kenna þær. Að öðru leyti er kennaralið skólans tiltölulega fast í sessi, enda allt reynt fólk. Heimavistarkostnaður er ó- víða lœgri. Nú kostar fullt fæði og húsnæði í heimavist skólans um 95.000 krónur að meðaltali yfir hvora námsönn um sig, en margir nemendur fara heim um helgar og borga þá 75% fulls fæðiskostnaðar. Þessi kostnað- ur er víðast hvar í heimavistum á landinu hærri en á Isafirði. Nemendur eiga í nokkrum mæli kost á námsstyrkjum, svo sem dreifbýlisstyrkjum frá menntamálaráðuneyti, en þar að auki hefur skólasjóður und- anfarið styrkt fáeina efnalitla nemendur. Fleiri þurfa að stunda nám á Vestfjörðum. Haustið 1992 stunduðu 511 dagskólanem- endur með Iögheimili á Vest- fjörðum framhaldsnám af ein- hverju tagi, í framhaldsskólum eða sérskólum. Þessir nemend- ur eru einkum á aldrinum 16-22 ára. Talan er hærri en búast hefði mátt við að óreyndu, vegna mikils falls á 1. ári framhaldsskóla nú hin seinni ár, en það leiðir til þess að margir endurtaka sama námsár í von um að ná upp. Af nemendunum 511 stund- uðu 210 nám sitt á Vestfjörðum en 301 annars staðar. Að auki voru við nám á Vestfjörðum 26 nemendur með lögheimili annars staðar, því að hér voru þá við nám í dagskóla 236 nemendur. Sé sú tala notuð, sem er réttlætanlegt, má segja að „nettó“ hafi 275 vestfirskir nemendur (um 54%) þá farið út fyrir landshlutann til fram- haldsnáms. Sextán stöðugildi kennara flytjast burt. Þetta haust stund- uðu 34 þeirra sem burt fóru nám í ýmsum sérskólum (Tækniskólanum, Fósturskól- anum, bændaskólum, Iþrótta- kennaraskóla o.fl.), 27 voru í vélstjórnar- og skipstjórnar- námi í Reykjavík 122 voru við nám í mennta- og fjölbrauta- skólum á Reykjavíkursvæðinu, og 36 voru við nám á Akureyri, hinir 82 dreifðust svo um land- ið að öðru leyti. Athuga ber að ekki hefðu allir þeir nemendur, sem burt fóru, getað stundað nám sitt á Vestfjörðum, en fullyrða má, að meirihlutinn hefði þó getað það, líklega um þrír af hverjum fjórum eða ná- lægt 205 nemendur. Brottför þessara 205 nemenda þýðir að um 16 stöðugildi kennara flytj- ast burt úr landshlutanum. Sé reiknað með að hver nemandi eyði 350 þúsundum króna (lágmark) yfir veturinn og hver kennari fá í laun kr. 2 milljónir er beint tekjutap Vestfirðinga af þessum sökum minnst 105 milljónir króna. Þá eru óreikn- uð ýmis margföldunaráhrif. Einn framhaldsskóli var á Vestfjörðum þetta haust, hér á Isafirði, en Núpsskóli var úr leik. Nú er komin til sögu framhaldsdeild á Patreksfirði. Hér getur fjölgað um 100 nemendur. Bóknámshúsið á Isafirði er miðað við ríflega 250 nemendur í dagskóla, og með 1. áfanga verknámshúss á að vera hægt að bæta við 60-70 nemendum í viðbót. Þannig er eðlilegt að hér geti verið 320- 330 nemendur, eða um 100 fleiri en nú er, og talsverður hluti viðbótarinnar gæti búið á heimavist. Fleiri en áður geta ekið í skólann eftir að nýju jarðgöngin koma til fulls í notkun haustið 1995, þ.e. jafn- vel allir nemendur frá Dýra- firði, Önundarfirði og Súg- andafirði.. Framhaldsskólinn á fsafírði ásamt útstöðvum á Patreksfirði og vonandi víðar yrði miklu arðbærari rekstrareining og gæti boðið upp á nokkru tjöl- breyttara nám en hann nú gerir, ef fjöldi nemenda ykist. Dvöl á heimaslóðum til tví- tugs skiptir sköpum. Mjög vel kæmi til greina að sveitarfélög á Vestfjörðum, ekki síst fsa- fjarðarkaupstaður, styrktu nemendur nokkuð fjárhagslega til að stunda nám heima. Slíkt myndi margborga sig síðar, því að þau ungmenni sem eru heima við til tvítugs setjast miklu fremur að þar en þau, sem t'ara suður um 16 ára aldur; síðarnefndu unglingarnir koma yfirleitt ekki aftur til baka heim.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.