Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 12
ÖRKIN 5007-359-21 mm FRÉTTABLAÐIÐ | RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 Eins og í prestskosningum Að sögn Óla Kitt í Víkinni hafa átökin í atvinnumálum Bolvíkinga á síðustu misserum leitt af sér margvíslegan klofning í bænum. „Þetta er eins og í prestskosningum", segir bæjarstjórinn, „sundraðar fjölskyldur, sundruð fyr- irtæki, sundraðir flokkar. En ég sjálfur er bjartsýnn, bæði á komandi kosningar og framtíð Bolungarvíkur." Badminton! - frá Tennis- og badmintonfélagi ísafjarðar Vegna misskilnings var ekki badmíntonæfing þann 30. apríi si., sem átti að vera síðasti tími vetrarins. Badmintonfélagið vill því þakka öllum þeím krökkum og unglingum, sem sáu sér fært að vera með okkur í vetur, fyrir ánægjulegt samstarf. Með badmintonkveðju og von um áframhaldandi samstarf næste haust. Virðingariyllst, stjórn T.B.I. ÞAÐ verður ekki auðvelt að sleppa á hlaupum frá lögreglumönnum á Isafirði um helgina. Hér verður þá haldið Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspymu og koma á svæðið margir af bestu íþróttamönn- um í lögregluliðum landsins. í liði ís- firðinga verða m.a. Hlynur Snorrason og Guðmundur Fylkisson, en meðal gestanna má nefna Jóhannes Krist- bjömsson, nýbakaðan íslandsmeist- ara í körfubolta með Njarðvíkurlið- inu... 5KORTÍ 1 ÁBYRGÐARKORT í tékkaviðskiptum # HRAÐBANKAKORT heima og erlendis ► BANKAKORT í bankaviðskiptum ^ STAÐGREIÐSLUKORT í rafrænum búðarviðskiptum innanlands og utan ^ PERSÓNUKORT traust persónuskilríki meðmynd Vestfirska hefur heyrt... ...að Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og orkuráðherra hafi sl. föstudagsmorgun stokkið í fall- hlíf út úr ísafjarðarfokkernum á leið vestur og lent á Patreksfirði. Hann átti að flytja erindi um orkubúskap og orkunýtingu á aðalfundi Orkubús Vestfjarða í Hnífsdal kl. 13.40 á föstudaginn, og var búið að undirbúa komu hans með ýmsum hætti. Ráð- herrann hringdi hins vegar laust fyrir hádegi og kvaðst ekki komast á fundinn. Starf ráð- herrans meðal flokkssystkin- anna á Patreksfirði á föstudag- inn virðist hafa borið þann árangur, að kratar bjóða upp á miklu fleiri frambjóðendur í hinu nýja sveitarfélagi á sunnan- verðum Vestfjörðum en aðrir flokkar. Spurningín er aftur á móti hvort kjósendafjöldinn verði í réttu hlutfalli við fram- bjóðendafjöldann, hvort eftir- spurnin verði eins mikil og framboðið... ...að á mánudaginn hafi nokkrir vélsleðamenn að sunn- an komið norðan af Ströndum yfir Drangajökul og niður á Snæfjallaströnd. Þar hittu þeir fyrir ísfirðinga, því Snæfjalla- hreppur hefur verið lagður undir ísafjarðarkaupstað. Síðan óku ferðalangarnir fyrir Kaldalón og inn á Langadalsströnd. Þar hittu þeir fyrir Hólmvíkinga, því Naut- eyrarhreppur hefur sameinast Hólmavíkurhreppi. Að sama skapi er orðið víðsýnt hjá pró- fastinum í Vatnsfirði, séra Baldri Vilhelmssyni, því að nú horfir hann út um stofugluggann á Vatnsfjarðarstað á úthverfi Hólmavíkurbæjar á Langadals- strönd og úthverfi ísafjarðar- kaupstaðar á Snæfjallaströnd. Með sama áframhaldi kemur að því að hann sér „of heima alla“ eins og Óðinnforðum... ...að óvenju fjörugar ná- grannaerjur og sérdeilis lífleg málaferli í Nauteyrarhreppi valdi því, að eftir sameininguna við Hólmavíkurhrepp þurfi að bæta við a.m.k. tveimur löglærðum fulltrúum við sýslumannsemb- ættið á Hólmavík og a.m.k. þremur lögreglumönnum. Fækka mun að sama skapi um tvo löglærða fulltrúa og þrjá lögreglumenn hjá sýslumanns- embættinu á (safirði og héraðs- dómarinn á ísafirði getur farið að anda léttar... ...að íbúar Ögurhrepps í Djúpi vilji ekki sameinast neinu öðru sveitarfélagi og ætli sér að standa einir sem sveitarfélag. Hins vegar vilja íbúar Reykjar- fjarðarhrepps ólmir sameinast Ogurhreppi eða jafnvel yfir í Barðastrandarsýslu til þess að til verði löglegt sveitarfélag með yfir 50 íbúa... ...að menn furði sig á því hvers vegna Nauteyrarhreppur innan Langadalsár sameinaðist ekki Reykhólahreppi í Barða- strandarsýslu og Nauteyrar- hreppur utan Langadalsár, út að Selá í Skjaldfannardal, samein- aðist ekki Hólmavíkurhreppi. Eru menn þá minnugir deilna hreppsnefndar um afléttingu lausagöngubanns hrossa í hreppnum sl. vetur. Spildan milli Selár og Mórillu í Kaldalóni hefði svo getað orðið sérstakt sveit- arfélag og sérstakt lögsagnar- umdæmi með einum íbúa, eða jafnvel dvergríki vegna sérstöðu landareignanna...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.