Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Qupperneq 4
VESTFIRSKA
4
"N
I FRETTABLAÐIÐ |
Vestfirska fréttablaðiö er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum.
Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausa-
sölu og áskrift. Verð kr. 170.
Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, (safirði, sími (94)-4011,
fax (94)-4423. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að
hringja í síma (94)-3223 (Isprent) eða farsíma 985-39748.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, hs. 4446.
Fréttastjóri: Hörður Kristjánsson, sími 3223.
Blaðamaður: .Gísli Hjartarson, hs. (94)-3948, farsími 985-39748.
Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf„ Austurvegi 2, (safirði.
Prentvinnsla og litgreining á forsíðu: ísprent hf„ Aðalstræti 35,
ísafirði, Sími (94)-3223.
Máttarstólpi
þjóðfélagsins
æfir sig í með-
ferð slökkvi-
búnaðar
Skemmdarverk voru unnin í Kratahöllinni (gamla Útvegsbankahús-
inu) við Silfurtorg á ísafirði á föstudagskvöldið. Fulltrúi á aðalfundi
Orkubús Vestfjarða, sem haldinn var þann dag, sat hefðbundna
brennivínsveislu í fundarlok á Hótel ísafirði, handan Silfurtorgs. Þvæld-
ist fulltrúinn yfir götuna og inn í Kratahöllina, braut rúðu í innihurð í
anddyri og tæmdi duftslökkvitæki niður í kjallarann. Gaus upp mikið
reykjarkóf af duftinu úr tækinu og taldi maður á efstu hæð að um elds-
voða væri að ræða og var slökkvilíð ísafjarðar kallað út. Mikill viðbún-
aður var hjá slökkviliðinu og var götum í miðbæ ísafjarðar lokað, því
mikill eldsmatur er í húsinu sem er fjórar hæðir og kjallari.
Brátt kom í Ijós hvers kyns var og þurfti slökkviliðið að reykræsta
húsið, því mikið kóf af slökkvidufti var á öllum hæðum og mátti skrifa á
alla veggi. Verulegar skemmdir urðu vegna duftsins sem smaug um allt
hús.
Þegar að var komið var fulltrúínn hangandi fastur í brotinni hurð.
Hann hefur getið sér gott orð í sveitarstjórn í sínu byggðarlagi og mun
einnig í eina tíð hafa gegnt starfi slökkviliðsstjóra.
Kannski verið að rifja upp handtökin.
Óhætt er að segja að hér hafi óbeislað náttúruafl verið á ferðinni.
Þarna var ekki um skemmdarverk unglinga að ræða, heldur var um
svokallaðan broddborgara að ræða, mikilsmetinn mann, sannkallaðan
máttarstólpa í sínu byggðarlagi.
Þó að þetta hafi komið fyrir þennan annars ágæta mann núna, þá
verður að taka fram að hann er engu verri en margir aðrir vestfirskir
máttarstólpar og þjóðþrifamenn.
Því miður.
Spyrja má, hvort nauðsynlegt sé að stefna mörgum fulltrúum úr
hverju sveitarfélagi á þessa fundi. Hefur ekki reynslan sýnt, að jafnan
er bráður voði á ferðum þegar vestfirskir máttarstólpar koma saman, og
því meiri sem þeir eru fleiri?
Að sögn fulltrúa sem sátu aðalfund OV var ennþá meira fyllirí á fuli-
trúum núna en eftir fyrri aðalfundi 0 V. Skemmst er að minnast fyllirísins
á Fjórðungssambandsþinginu í Flókalundi sl. haust þegar vírðulegir
hreppsnefndarmenn, bæjarfulltrúar og aðrir máttarstólpar veltust
dauðadrukknir hver um annan þveran í heitum pottum á staðnum. Þess
má geta, að sömu mennimir eru uppistaðan á báðum samkomunum,
aðalfundum Orkubúsins og Fjórðungsþingunum, þ.e. vestfirskir fyrir-
menn, sveitarstjó rnarmen n og aðrir máttarstólpar vestfirskra byggða.
Væri ekki nær að stofnanir vestfirskra sveitarfélaga stæðu fyrir
brennivínsveitingum til fátækra og bágstaddra drykkjurúta heldur en
þeirra betur stæðu, úr því að það er svona mikið brennivín á Vestfjörð-
um? Væri ekki nær að fátæklingar fengju brennivín á kostnað vestfirskra
útsvarsgreiðenda heldur en efnamenn? Geta máttarstólpamir ekki
keypt sér brennivín sjálfir og haldið sínar veislur prívat? Af hverju er
þeim alltaf gefið sem eiga?
Svo má spyrja hvort ekki megi virkja allt þetta brennivínsflóð til raf-
orkuframleiðslu.
Samkvæmt heimildum Vestfirska fréttablaðsins mun fyrrnefndur
máttarstólpi þjóðfélagsins komast hjá kæru og skaðabótamáli vegna
skemmdarverkanna. Slíkt mun aðeins tíðkast þegar unglingar og aum-
ingjar eiga í hlut. Málið hefur verið þaggað niður. Það þykir víst fráleitt
að ætlast til þess, að bæjarfulltrúar og hreppsnefndarmenn og fram-
kvæmdastjórar og fulltrúar á stórmerkilegum aðalfundum á vegum
vestfirskra sveitarfélaga séu gerðir ábyrgir gerða sinna.
Hvernig haldið þið að þessu máli hefði verið slegið upp í öllum helstu
fjölmiðlum landsins, ef einhver krakkakvikindi úr Grunnskólanum hefðu
átt í hlut?
h.þór
Miðvikudagur 4. maí 1994
Strandir:
Þrjár tófur á
tveimur kvöldum
í útburð
hlýtur aö vera gott kjöt sem Hjalti
framleiðir
„Ég byrjaði seint að liggja
fyrir tófu í vetur og það hefur
helgast af því að ég hef ekki
fengið neitt í agn. Það er svo
heilbrigt og heilsuhraust sauð-
féð hjá okkur á Ströndum að
það drepst ekki nokkur rolla
orðið“, sagði Guðmundur á
Munaðarnesi í samtali við
blaðið. Svo er bara ekkert hross
til hérna til að slátra í útburð
fyrir tófu. Loksins hringdi
Hjalti vinur minn í Bæ í mig og
loksins var hræ hjá honum. Ég
sótti rolluna og dró hana hingað
á vélsleðanum og bar hana út
hérna skammt frá bænum. Tóf-
umar fóru að ganga í agnið eins
og skot því það hlýtur að vera
alveg einstaklega gott kjöt sem
Hjalti framleiðir. Ég lá svo við
agnið í tvö kvöld fyrir skömmu
og náði þremur tófum.“
Valgeir í Árnesi með átta
tófur
„Eg var svo að ganga rekann
fyrir stuttu og ætlaði að fara að
bjarga rafti undan sjó og var
með spotta í hendinni. Þá sá ég
hvar minkur kom og hann hljóp
alveg að löppunum á mér. Ég
hafði ekkert í höndunum nema
spottann. Ég sló hann í hausinn
með honum og það varð til þess
að ég drap hann. Hann þurfti að
minnsta kosti ekki mikið meira.
Valgeir Benediktsson í Arnesi
hefur fengið átta tófur í vetur og
hann ber út við eyðibýlið
Reykjanes", sagði Guðmundur
hreppstjóri í Ameshreppi á
Ströndum.
-GHj.
80 ára afmæli
Guðrún Hansdóttir, fyrrum húsfreyja á Garðsstöðum í Ög-
ursveit, verður áttræð sunnudaginn 8. maí. Afmælisveisla
verður haldin kl. 15 á afmælisdaginn í kaffisal Norðurtangans
á ísafirði.
--\ ttr ÉTTABLAÐIÐ |_
Þjónustumiöstöð fatlaðra á
Vestfjöröum:
10 ára afmæli
Bræðratungu
- opiö hús á afmælisdaginn
Þjónustumiðstöðin Bræðratunga á ísafirði hóf starfsemi
sína 12. maí 1984. Hlutverk Bræðratungu hefurfrá upphafi
verið að veita fötluðu fólki á Vestfjörðum margvíslega þjón-
ustu, s.s. vistheimili, skammtímavistun, sumarvistun, dag-
vistun, vinnuþjálfun o.fl.
Bræðratunga verður því 10 ára á fimmtudaginn í næstu
viku, uppstigningardag, og af því tilefni ætla íbúar Bræðra-
tungu að bjóða Vestfirðingum upp á „Opið hús“ á afmælis-
daginn. Frá kl. 17.00 til 19.00 er fólki boðið að kynna sér
starfsemi Bræðratungu og skoða húsakynni.
ísafjörður:
Ólæti grunn-
skólanema
Að sögn lögreglu á ísafirði voru talsverð læti í ungmenn-
um sem voru að Ijúka samræmdum prófum í Grunnskólan-
um í miðbæ ísafjarðar á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.
Var mikið kvartað yfir ölvun og ólátum í krökkunum langt
fram eftir nóttu.
-GHj.
Sumarkveðja til eldri borgara
Söngtónleikar á Dvalarlielmlllnu HlíF
fyrir alla eldri borgara
laugardaginn 7. maí kl. 16.00
• Flytjendur:
Hlíf Káradóttir, sópran
Reynir Ingason, tenór
Margrét Gunnarsdóttir, píanó
Á efnisskrá eru íslenskar söngperlur eftir ýmsa höfunda, einsöngur og dúettar.
I I
Islandsbanki á Isafiröi
býður viðskiptavinum sínum
fríar myndatökur
vegna debetkortanna
Upplýsingar íafgreiðslu bankans.
ÍSLANDSBANKI
Hafnarstræti 1, ísafirði, sími 3744
Vísu-
korn
Limru þessa orti Pétur
Bjarnason í tilefni frásagna í
DV og víðar um hávaðasama
frygðarleiki i fjölbýlishúsi í
Kó- ópavogi.
Ást þeirra var eins og atglíma,
athöfnin tók engan smátíma.
Fyrst kom óp, og hún stundi,
næst kom gelt sem í hundi,
og svo þindarlaust áfram í þrjá tíma.
Bnangrunorgler — 5 ára ábyrgi
Oryggisgier í vinnuvélar o.ll.
Hamrai gler
Speglagerð
Innrömmun
Speglar skornir eflir máli
Speglari römmum
Sendum útálandef áskað er
GLCRSLÍPUN AKRANESS HF.
Ægisbraut 30 — sími 12028