Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Side 10

Vestfirska fréttablaðið - 04.05.1994, Side 10
VESTFIRSKA 10 SMÁ- AUGLÝSINGAR Námskeið á vegum SVFÍ í slysavörnum barna verð- ur haldið í Sigurðarbúð á ísafirði iaugardaginn 7. maí ef næg þátttaka verður. Námskeiðið er ætlað ölium þeim sem vilja starfa að slysavörn- um barna. Nánari uppl. og skráning í síma 3505 og 91-627000. Barnapössun. Tek að mér barnapössun. Er í Holta- hverfi, er á 13. ári. Sími 4210. Herbergi óskast á leigu á ísafirði yfir sumartímann. Uppl. gefur Ása í síma 7317. Til sölu ónotuð bast- barnakarfa. Sími 3748. Óska eftir að taka íbúð á leigu á ísafirði. Sími 5179. Óska eftir ódýru 24" til 26" reiðhjóli, helst kven- mannshjóli. Má vera bil- að. Uppl. í síma 3195 á kvöldin. Bátavél óskast. Vil kaupa Volvo Penta 200 ha. Sími 1409. Hestamenn. Til sölu 4 básar í hesthúsi að Búð- artúni 9 í Hnífsdal. Sími 4023. Óska eftir að passa barn í sumar, hálfan eða allan daginn, er 13 ára. Uppl. gefur Arna Vigdís í síma 3437. Þeir sem notfæra sér ó- keypis smáauglýsinga- þjónustu Vestfirska fréttablaðsins í maí eiga möguleika á því að fá 12" pizzu eða pastahlaðborð hjá PIZZA 67 „í kaup- bæti“. Smáauglýsingar í Vestfirska — ekki bara ókeypis! Smáauglýsingar Vest- firska eru ókeypis fyrir einstaklinga og félagasamtök. Tekið á móti smáauglýsingum í síma 4011 eða 4028 allan sólarhringinn og a.m.k. fram á þriðjudags- kvöld í blað sem kemur út á miðvikudegi. Til sölu Parrot harmonika 4 kóra. Verð kr. 25 þús. Uppl. f s. 4684. Þýsk keðjubréf, Joker 88 til sölu. Sími 4365. Lausir tím- ar á lágu sumarverði Með tilkomu nýja íþróttahúss- ins á ísafirði gefst nú öllum sem vilja kostur á því að iðka innanhúss allar þær heimsins íþróttagreinar sem þeir vilja. í- þróttafulltrúinn á ísafirði, Björn Helgason, auglýsir hér í blað- inu lausa tíma í íþróttahúsum bæjarins á lágu sumarverði fyrir allar inniíþróttir. Miðvikudagur 4. maí 1994 ----- ------------- ---------- --------- 4 FRÉTTABLAÐIÐ Isafjarðarkaupstaður Atvinna Sorpbrennslustöð ísafjarðarkaupstaðar Vélstjóri/rafvirki/vélvirki ísafjarðarkaupstaður f.h. sorp- brennslustöðvar óskar eftir starfs- manni til starfa við sorpbrennslu ísa- fjarðarkaupstaðar. Verksvið: Almenn vélgæsla, viðhald búnaðar, starfsmaður þarf að geta leyst stöðvarstjóra af í forföllum og frí- um. Æskilegt er að umsækjandi taki til starfa um miðjan júní nk. Umsóknareyðublöð fást hjá stöðvar- stjóra, Þorláki Kjartanssyni hjá Tækni- miðum hf., Hafnarhúsinu, sími 4657, sem jafnframt gefur allar nánari upp- lýsingar. Umsóknum skal skilað fyrir 20. maí nk. til stöðvarstjóra, merkt „VÉLGÆSLA". Auglýsing FRÁ ÍÞRÓTTAHÚSUM BÆJARINS Mikið af lausum tímum fyrir allar inni- íþróttir, m.a. tennis. Notið ykkur lága sumarverðið, hafið samband við starfs- menn í síma 5260 eða undirritaðan í síma 3722. íþróttafulltrúinn á ísafirði. KJORSKRA vegna bæjarstjórnar- kosninganna 28. maí næstkomandi liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Stjórnsýsluhúsinu til kjördags frá kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga, al- menningi til sýnis. Bæjarstjórinn á ísafirði. Félagsstarf aldraðra, ísafirði Sunnudaginn 15. maí kl. 15.00 er eldri borgurum boðið í heimsókn til Bolung- arvíkur. Rúta fer frá Hlíf kl. 14.30. Pantið far í verslun á Hlíf í síma 3805. 80 Nýjar vestfirskar þjóðsögur Sammi rakari en Villi Valli? Þetta gerðist fyrir liðlega hálfum öðrum áratug, rétt fyrir bæjarstjómarkosningar á ísafirði. Þá voru starfandi tveir ágætir rak- arameistarar i bænum, rétt eins og nú og reyndar þeir sömu, þeir Villi Valli og Sammi. Rakararnir hafa alla jafna gert lítið af því að auglýsa starfsemi sína í blöðum. Þetta kosningavor komu bæjarblöðin út ótt og titt með áróðursgreinum frambjóð- enda, þar sem þeir lofuðu að leysa allan vanda EFTIR kosningar, ef þeir hlytu til þess fylgi kjósenda (ætli það hafi annars breyst nokkuð síðan...). í einu blaðanna birtist svohljóðandi auglýsing: Ég leysi höfuðvandann FYRIR kjördag. Villi Valli rakari. Sammi sá þá að hann yrði að auglýsa líka. í næsta blaði birtist auglýsing á þessa leið: ísfirðingar! Ég mótmæli því að ég sé rakari en gengur og gerist. Samúel Einarsson, hárskeri. -GHj. Uppskrift í Vestfirska Fjólu Halldóru Jónsdóttur, Skólastíg 10, Bolungarvík. SUÐRÆNN FISKRÉTTUR 2 bollar hrísgrjón 600 g ýsuflök 100 g hveiti salt, pipar matarolía til steikingar 200 g sveppir (sneiddir) 1/2 dós ananasbitar 8 msk majónes 3 tsk karrí rifinn ostur Sjóðið hrísgrjónin. Ýsan er roðflett og skorin í bita. Ýsunni velt upp úr hveiti, salti og pipar. Léttsteikið í olíunni. Smyrjið eldfast mót með smjöri, hrís- grjónin sett á botninn og fiskinum raðað þar ofan á, síðan sveppunum og an- anasbitum. Majonesið kryddað með karrí og ananassafa blandað varlega saman við það. Ostinum stráð yfir og bakað í ofni við 175°C í 20-30 mínútur. Ég skora á Huldu Gísladóttur, Hlíðar- stræti 4 í Bolungarvík. Lögreglan á ísafirði Námskeið og próf í meðferð skotvopna Námskeið og próf í meðferð skotvopna verður haidið á vegum lögreglunnar á ísafirði dagana 16. og 17. maí 1994. Námskeiðið verður haldið á slökkvistöðinni á ísafirði og hefst kl. 20.00. Skráning fer fram á lögreglustöðinni á ísafirði í síma 94- 4222. Yfirlögregluþjónn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.