Feykir


Feykir - 22.06.1983, Side 1

Feykir - 22.06.1983, Side 1
Það kom mörgum af yngri kynslóðinni á óvart þegar Stefán Pedersén Ijósmyndari gekk að hljóðfœrinu og spilaði af mikilli innlifun. Haukur Þorsteinsson situr á bakvið og blœs af fullum krafti í saxófóninn. Hann hefur engu gleymt. Jassbomba í Sælkerahúsinu Stefán Pedersen og Haukur Þorsteinsson léku af fíngrum fram á jasskvöidi Jass- kiúbbs Skagafjarðar á loftinu í Sæikera- húsinu 16. júní s.I. Haukur Þorsteinsson er öllum Skagfírð- ingum a.m.k. vel í minni sem afburða lipur spilari, en lengra er um liðið síðan Stefán Pedersen hefur látið til sín taka opinber- lega, eða um þrjátíu ár, en þá léku þeir Haukur einmitt saman í hljómsveit. Fjölmargir gripu í hljóðfæri áður en yfir lauk um kvöldið og varð úr þessu aflmikil jassbomba. Er áformað að halda jass- kvöld áfram í Sælkerahúsinu í sumar. Einnig er fyrirhugað að jassinn skipi veglegan sess á Sumarsæluviku Skagfirð- inga sem hefst 16. júlí n.k. Jassklúbburinn er nýstofnaður, og gekkst m.a. nýlega fyrir tónleikum með hljómsveit Arna Scheving í Bifröst sem tap varð á. En þrátt fyrir það er engan bilbug að fínna á félögum Jassklúbbsins, jassinn er á uppleið þó svo ijármálin séu einhvers staðar neðan við margfrægan núllpunkt. Banaslys varð í Norðurárdal Banaslys varð í Norðurárdal í Skagafirði á laugardaginn var þegar tvær bifreiðir lentu þar í árekstri. Átti slysið sér stað skammt frá Fremri Kotum á beinum vegarkafla þar. Sex manns var flutt á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en einn hinna slösuðu lést á leið þangað. Nafns hins látna er Jakobína Pálmadóttir til heimilis í Revkja vík. Hinir fimm hlutu minniháttar meiðsl og fengu fljótlega að fara af sjúkrahúsinu. Báðir bílarnir voru af Stór- Reykjavíkursvæðinu. Annar þeirra er gjörónýtur og hinn mjög mikið skemmdur. Séð yftr slysstaðinn í Norðurárdal. Feykir fer um allt Norðvesturland Reykir blaðið þar sem auglýsingamar borga sig. Aðalfundur Feykis Útgáfa blaðsins gengur vel, en beturmágera Aðalfundur Feykis h.f. var haldinn í Safnahúsinu á Sauð- Leikmannanámskéið Að tilhlutan Prestafélags Hóla- stiftis verður námskeið presta og leikmanna á Hólum dagana 1,- 3. júlí n.k. Einkum verður fjallað um aukið samstarf lærðra og leikra að safnaðarmálum. Að sögn séra Sigurðar Guðmunds- sonar vígslubiskups verða fyrir- lesarar fjórir, tveir prestar og tveir leikmenn. Námskeiðið er haldið í tilefni „Lútersárs”, en nú eru 500 ár liðin frá fæðingu siðbótarmannsins Marteins Lút ers, en hann lagði einmitt áherslu á að safnaðarstarf væri ekki einungis fyrir presta, held- ur allan almenning. Feykir kemur nxst út 6. júlí árkróki 11. júní s.l. Fram kom í skýrslu stjórnar að reksturinn gekk vel á síðasta ári og bjart virðist framundan með útgáfu blaðsins. Á árinu var m.a. flutt í ritstjórnarskrifstofuna við Að- algötu 2 og/áðinn nýr ritstjóri að blaðinu. Árni Ragnarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Feykis og var Sigurður Ágústsson rafveitustjóri á Sauð- árkróki kosinn í hans stað. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörn- ir, eða þeir Hilmir Jóhannesson, sera Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson og Jón F. Hjartar- son. Fram kom á fundinum að enn er eftir að selja talsvert af hlutabréfum í Feyki og verður gert átak í sölu þeirra á næstunni. Verður þéttbýlisstöð- unum á Norðvesturlandi m.a. boðin þátttaka í félaginu. Þrátt fyrir að Feykir sé kominn vel á legg þarf stöðugt að hugsa um að styrkja blaðið og virkja þarf fleiri til frétta- og greinaskrifa um allt kjördæmið. Tveir nýjir bátar til Siglufjarðar Það var létt yfir Ómari Hallssyni framkvæmdastjóra frysti hússins ísafoldar á Siglufirði þegar Feykir hafði samband við hann fyrir helgina. Sagði hann að nú væri atvinnuástand gott á Siglufirði. „Við erum tilbúnir að taka á móti að minnsta kosti tuttugu fjölskyldum hingað, því nú er svo komið að það vantar fólk í vinnu. Þetta góða ástand lýsir sér best í því að hér fékk skólafólk yfirleitt vinnu strax og skólar hættu í vor.” Ómarsagði ennfremur að Siglfirðinga myndi sérstaklega vanta sjómenn þeg- ar færi að líða að hausti, en tveir nýir bátar sem nýlega hafa bæst í flota Siglfirðinga munu þá fara til veiða. ísafold h.f. hefur keypt 35 m langan bát, sem byggður var árið 1964 í Noregi, þá fyrir Siglfirðinga. Heitir skipið nú Sigurpáll, en hét á sínum tíma Siglfirðingur. Má því segja að hann sé kominn aftur á æsku- slóðirnar. Nú er unnið af fullum krafti við endurnýjun Sigurpáls, skipt verður um brú í skipinu, byggt yfir það og síðan allt sandblásið. Óll viðgerðin fer fram á Siglu- firði nema bygging brúarinnar, sem er smíðuð inn á Akureyri, en verður síðan flutt til Siglu- fjarðar og sett á þar. Sigurpáll verður búinn sem alhliða veiðiskip, fyrir troll, línu net og nót. Þegar viðgerð er lokið seinnipart sumars mun hann trúlega fara á troll, en síðan á síld, þar sem hann hefur leyfi til síldveiða. Taldi Ómar alls ekki fráleitt að Siglfirðingar gætu verið sjálfbjarga með síld til niðurlagningar í framtíðinni, ef síldveiðar gengju vel í haust, Þormóður rammi hefur einnig keypt bát sem er aðeins minni en Sigurpáll, Þorlák Helga, og hefur hann einnig leyfi til síldveiða. TónUstaskólinn á Sauðárkróki kemst undir eitt þak fljótlega Allar líkur eru á því að starfsemi Tónlistaskólans á Sauðárkróki komist undir eitt þak næsta vetur, en nú er kennt á nokkrum stöðum í bænum, aðallega þó í Safna- húsinu við Faxatorg. Þar er þröngt um starfsemi skólans og stangast hún oft á við aðra starfsemi þar í húsinu. Húsnæði það sem nú er rætt um að Tónlistarskólinn leigi til nokkurra ára er verslun- arpláss Ástvaldar Guðmunds- sonar, þar sem hann rak Radíó- og sjónvarpsþjónust- una. Er búið að gera tillögu að innréttingu hússins, þannig að fjórar til fimm kennslustofur fengjust auk hreinlætisaðstöðu, kaffistofu og biðstofu fyrir nemendur.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.