Feykir - 22.06.1983, Qupperneq 8
Miðvikudagur 22. júní 1983.
Feykir
13. tölublað, 3. árgangur.
Draumur Sauðkrækinga um malbikaðan og
upphitaðan flugvöll varð að engu
ALBERT KOM í VEG
FYRIR LÁNTÖKU
Eins og frá var greint nýlega í
Feyki voru uppi hugmyndir um
að leggja hitapípur í flugvöllinn
á Sauðárkróki og malbika hann.
Steingrímur Hermannsson skrif-
aði flugmálastjóra bréf í tíð sinni
sem samgöngumálaráðherra og
fól honum að sjá um fram-
kvæmd verksins. Var þá hug-
myndin að Sauðárkróksbær út-
vegaði lánsfé til verksins, sem
næmi 9 milljónum, en á fjár-
lögum er veitt 1 milljón til
Sauðárkróksflugvallar.
Pétur Einarsson flugmála-
stjóri kom ti! að ræða við
bæjaryfirvöld um þessa fram-
kvæmd þann 1. júní s.l. Með
honum í för voru Ragnar
Ragnarsson tæknifræðingur frá
Fjarhitun og Rúnar Sjgmunds-
son umdæmisstjóri. Á þessum
fundi voru menn vissir um að af
framkvæmdinni yrði og var
farið yfir útreikninga sem Fjar-
hitun h.f. hafði gert, varðandi
upphitun vallarins. Á þessum
fundi voru menn svo vissir um
framgang málsins, að flugmála-
stjóri fól Fjarhitun h.f. að vinna
þá þegar að því að gera
könnunarútboð á lögnum í
flugvöllinn og var vonast til að
með því mætti fá lægra verð en
lagt var fyrir frá Fjarhitun hf.,
en það hljóðaði upp á 9 milljónir
króna. Svo viss var Pétur
Einarsson um að völlurinn yrði
malbikaður, að hann ræddi við
Árna Blöndal, umsjónarmann
flugvallarins um að fá til bráða-
birgða snjósópara af Keflavík-
urflugvelli þar sem heita vatninu
yrði tæplega hleypt á næsta
vetur.
Ætlunin var að Sauðárkróks-
bær útvegaði fé til verksins með
tvennum hætti. Annars vegar
5,5 millj. kr. með erlendu láni og
hins vegar 3,5 millj. kr. með láni
úr Framkvæmdasjóði. Ekki hef-
ur enn komið til þess að málið
færi fyrir stjórn Framkvæmda-
Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra.
Pétur Einarsson, flugmálastjóri
kemur til fundar við bœjarráð
Sauðárkróks á bæjarskrifstof-
unni. Það varð fýluför.
stofnunar, því á þessum tíma
urðu ríkisstjórnarskipti og Al-
bert Guðmundsson settist í stól
fjármálaráðherra. Með fyrstu
verkum hans var að taka til baka
heimild til erlendrar lántöku.
Og þar með var draumurinn
búinn.
Fyrir u.þ.b. viku síðan fór
sendinefnd á vegum Sauðár-
króksbæjar á fund Alberts, sem í
voru Þórður Þórðarson bæjar-
stjóri, Þorbjörn Árnason bæjar-
ráðsmaður og Stefán Guð-
mundsson formaður bæjarráðs.
Eftir því sem Feykir hefur
komist næst varð þessi fundur
árangurslaus, Albert sat viðsinn
keip, þó hann lýsti sig hlynntan
framkvæmdinni sá hann sér
ekki fært að leyfa erlenda
lántöku vegna hennar. Það
virðist ekkert hafa að segja þó
nú sé sá samgönguráðherra sem
fól flugmálastjóra að hefja fram-
kvæmdir orðinn forsætisráð-
herra í þeirri sömu ríkisstjórn
sem Albert Guðmundsson situr
í sem fjármálaráðherra.
Feykir hefur það eftir áreið-
anlegum heimildum að hefja eigi
framkvæmdir við nýja flugstöð í
Keflavík (þið vitið, þarna á
suðvesturhorninu), í stjórnartíð
ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar.
Kristbjörg Magnúsdóttir.
Ný Greiðasala opnuð á Hvammstanga
Nú geta Hvammstangabúar leyft
sér að vera latir við eldamennsk-
una, það er nóg fyrir þá að rölta
út í Greiðasölu og fá sér þar í
svanginn. Þetta er þriðja sumar-
ið sem Kristbjörg Magnúsdóttir
rekur Greiðasöluna en áður var
hún með veitingarekstur í fél-
agsheimilinu og heima hjá sér.
Greiðasalan er í vistlegum og
rúmgóðum sal í nýja slátur-
húsinu sem stendur nyrst í
bænum. Þar er hægt að fá djúp-
steiktan fisk, kjúklinga, ham-
borgara, heitar samlokur og
fleira. Stundum er réttur dagsins
á borðum og svo er auðvitað
hægt að fá kaffí og með því.
Kristbjörg taldi ekki grund-
völl fyrir því að hafa Greiðasöl-
una opna allt árið, vegna þess að
reksturinn hefði hingað til verið
að mestu leyti borinn uppi af
aðkomumönnum sem hér væru í
vinnu. H.K.
Hluti þáttakenda á skéllinöðrunámskeiðinu
SkeUinöðnmámskeið
Fyrir skömmu lauk skelli-
nöðrunámskeiði sem lögreglan á
Sauðárkróki stóð fyrir í sam-
vinnu við Sauðárkróksbæ.
Greiddi bærinn kostnaðinn en
lögreglan sá um framkvæmdina,
en þetta var krökkunum að
kostnaðarlausu. Kennt var fjög-
ur kvöld og fór Björn Mikaels-
son yfir umferðarreglurnar með
krökkunum, einnig kenndi Val-
ur Ingólfsson slysahjálp og
Gunnar Þórðarson fræddi um
gerð og búnað ökutækja.
Að sögn Björns Mikaelssonar
yfirlögregluþjóns tókst þetta
námskeið vel, en annað verður
þó haldið í haust, þar sem
þátttaka var ekki nógu almennt
að þessu sinni. Alls skráðu sig til
þátttöku 27, en þegar á hólminn
kom mættu aðeins 13.
Vandað er til verka.
Verslunin blómstrar.
Nýtt hverfi rís með ógnarhraða
Nýtt hverfi rís nú með ógnarhraða á Sauðárkróki, rétt ofan við sjúkrahúsið. Nú þegar er komin
verslun í hverfið, sjúkrahús og lögreglustöð. Þegar blaðamaður Feykis leit þar við rétt fyrir
helgina var þar iðandi líf. Ekki gat blaðamaðurinn verslað í búð staðarins, því honum láðist að
hafa með sér réttan gjaldmiðil, sem er tappar af ölflöskum.
íbúar nýja bæjarhlutans þustu út á götu þegar Ijósmyndara bar að garði og fylltist aðalgatan
af krökkum.