Feykir


Feykir - 16.11.1983, Blaðsíða 2

Feykir - 16.11.1983, Blaðsíða 2
2 FEYKIR Feykir RITSTJÓRI OG ABYRGÐARMAÐUR: GUÐBRANDUR MAGNÚSSON Stundum er um það rætt, að fjárveitingar til uppbyggingar skóla- mannvirkja og annarra mannvirkja á vegum ríkisins stjórnist um of af pólitískum þrýstingi og hagsmun- um, sem ekki séu heildinni og þjóðarhagsmunum fyrirbestu. Ekki sical undir það tekið hér, en auðvelt er að minnka hættuna á sérhags- munapoti. Fræðsluráð Norðurlands- kjördæmis vestra hefur unnið að heildarúttekt skólamála á svæðinu, stöðu og ástandi hvers skóla_ fyrir sig og byggingaráformum. Úttekt sína og tillögur lagði fræðsluráðið fyrir þingmenn kjördæmisins nú í haust. Er það meginstefna ráðsins að byggingartíma hvers skólamann- virkis styttist þannig að „tóftum” fækki og fé verði ekki til lengdar bundið í framkvæmdum sem ekki komi að notum. Ekki verði ráðist í of margar byggingar í einu, heldur sett upp ákveðin röðun á fram- kvæmdum og myndarlega veitt til þeirra bygginga sem á dagskrá eru hverju sinni. Þingmenn lýstu ánægju með störf ráðsins, sem myndu auka hag- kvæmni og auðvelda þeim skyn- samlega ákvarðanatöku. í sama streng tók haustþing kennara á Norðvesturlandi nú í haust. Samkvæmt þessu telur ráðið eðlilegt að Ijúka sem fyrst þeim byggingum sem nú eru í smíðum.en huga jafnframt að næstu verkefnum og ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Víða er brýn þörf á auknu og bættu skólahúsnæði á Norðvestur- landi, en Ijóst er að ein heildar- upphæð er veitt til skólabygginga í hverju kjördæmi. Okkar er að spila úr henni þannig að féð komi að sem bestum notum. Því er eðlilegast að heimamenn geri nokkura ára áætlun um byggingar og fylgi henni fram. - Hjálmar Jónsson. VIÐBÓTARLÁN FRÁ HÚSNÆÐISSTOFNUN Reglur um úthlutun viðbótarlána skv. ákvöröun ríkisstjómarinnar 1. (Jmsækjendur, sem fengu eða fá frumlán (1. hluta) til nýbygglnga og lán til kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr Byggingarsjóði ríkisins, er gefínn kostur á viðbótarláni allt að 50% af upphaflegu láni þeirra. 2. Viðbótarlánin koma til greiðslu á árinu 1983 og nema allt að 50% af þeim lánshlutum, sem veittir voru á árunum 1982 og 1983. Lánshlutar, sem koma til greiðslu á árinu 1984 verða með 50% hækkun, skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar. 3. Ef framkvæmdaaðili (t.d. byggingarsamvinnufélag) hefur fengið framkvæmdalán til byggingar íbúða, þá eiga kaupendur þeirra rétt á viðbótarláni, að því tilskildu að íbúðirnar hafi verið gerðar fokheldar frá og með 1. október 1981. Ef uppgjör við framkvæmdaaðila fer fram frá og með 1. janúar 1984 þarf ekki að sækja um viðbótarlán, sbr. 2. tölulið. 4. Ef um eigendaskipti er að ræða á núverandi eigandi rétt á viðbótarláni, leggi hann fram þinglýstan kaupsamning eða veðbókarvottorð. 5. Viðbótarlán verða afgreidd frá veðdeild Landsbanka íslands með kjörum, sem gilda um nýbyggingarlán (F-Ián) og lán til kaupa á eldra húsnæði (G-lán). Varðandi veð skal þó heimilt að taka síðari veðrétti en 1. og 2. veðrétt, að því tilskildu, að áhvílandi uppfærð lán, að viðbættu viðbótarláni húsnæðismálastjórnar, nemi ekki hærri fjárhæð en 65% af brunabótamati íbúðarinnar. 6. Sækja verður um viðbótarlán á eyðublaði, sem Húsnæðis- stofnun ríkisins leggur til. 7. Clmsóknir um viðbótarlán skulu berast Húsnæðisstofnun ríkisins fýrir 1. desember 1983. 8. Afgreiðsla lánanna hefst svo fljótt sem unnt er, þótt frestur til að skila umsóknum standi til 1. desember nk. DaO Húsnæðisstofnun nkisins MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu heldur kynningar- og útbreiðslufund að Löngu- mýri laugardaginn 19. nóvember kl. 13. Nýir félagar sérstaklega velkomnir. Stjórnin. ATVINNA Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu félagsins. Um er að ræða heils dags starf sem felst í almennri skrifstofuvinnu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal komið til Ágústs Guðmunds- sonar á skrifstofu KS, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. HOTEL MÆLIFELL cu KÓTEKn DlS Mom rfVfM^kótek Kaupfélag Skagfirðinga auglýsir: í desember verða verslanir félagsins opnar sem hér segir, auk hins venjulega afgreiðslutíma: Skagfirðingabúð og Kjörbúð víð Skagf.braut: Laugardaginn 3.12. frá kl. 10.00 til 17.45 Laugardaginn 10.12. frá kl. 10.00 til 17.45 Laugardaginn 17.12. frá kl. 10.00 til 21.45 Föstudaginn 23.12 frá kl. 9.00 til 22.45 Laugardaginn 24.12 frá kl. 9.00 til 11.45 Útibúið á Hofsósi: Laugardaginn 10.12 frá kl. 13.00 til 17.45 Laugardaginn 17.12. frá kl. 10.00 til 21.45 Föstudaginn 23.12 frá kl. 9.00 til 22.45 Laugardaginn 24.12 frá kl. 9.00 til 11.45

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.