Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 1
Þjóðvegur nr. 1 í Austur-
Húnavatnssýslu eftir þetta sumar
ALLUR
LAGÐUR
BUNDNU
SLITLAGI
„Eg var á fundi með sýslunefnd A-
Húnavatnssýslu og þegar þeir báðu mig að
segja frá framkvæmdum næsta sumars stóð
það nú svolítið í mér þegar ég uppgötvaði að
þá eru engar framkvæmdir við lagningu
bundins slitlags þar,” sagði Jónas Snæ-
björnsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í
samtali við Feyki. Astæðan fyrir þessu er
einfaldlega sú að þjóðvegur nr. 1 í A-Hún.
verður eftir sumarið í sumar allur með
bundnu slitlagi frá sýslumörkum við Gljúf-
urá að Bólstaðarhlíð, utan smákafli við
brúna yilr Auðólfsstaðaá.
„Eg er vanur að vera hreykinn yfir því að
geta sagt frá miklum framkvæmdum, en
þarna snerist það algjörlega við,” sagði
Jónas. Hann sagði ennfremur að lítið
vantaði upp á að þjóðvegur nr. 1 í V-Hún.
væri allur lagður slitlagi og þetta þýddi að á
næstu árum yrði aukinn kraftur settur í
lagningu slitlags á þjóðveginn í gegnum
Skagafjörð.
Skólaslit Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki
Fjörutíu nemar
útskrifast
Skólaslit Fjölbrautaskólans voru í
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19.
maí s.l. við hátíðlega athöfn. Þar
voru útskrifaðir 40 nemendur skól-
ans; 23 stúdentar, 6 iðnnemar, 9
með almennt verslunarpróf og 2
luku aðfaranámi að Tækniskóla
íslands.
A vorönn voru í skólanum 264
nemendur og á haustönn 252. f
fyrsta sinn var kennt viðverknáms-
brautir skólans, en nemendur skól-
ans áttu mikinn þátt í gerð áhalda
og aðstöðu fyrir það nám.
Þessir fengu viðurkenningu fyrir
námsárangur: Sigríður Jónsdóttir
(íslenska, sérgreinar samfél.br.),
Kristbjörg Kemp (ísl., enska), Oddný
Finnbogadóttir (sérgr. samfél.br.,
þýska), Jóhanna Karlsdóttir (þýska),
Sveinfríður Jónsdóttir (þýska), Pála
Maria Árnadóttir (enska), Harald-
ur Sigurðsson (alhliða námsárang-
ur), Björn S. Guðbrandsson (við-
skiptagr.), Sveinbjörn Þ. Svein-
björnsson (bókfærsla), Jón Pálma-
son (rafvirkjun) og Jón Geirmunds-
son (pípulagnir).
Aðalfundur Sölufélags Austur-Húnvetninga:
f stríði við lögregluna?
Helgi Gunnarsson hefur vak-
iö verðskuldaða athygli á
Sauöárkróki fyrir lipurt og
sparneytiö samgöngutæki sitt.
Lögreglan hefur þó fett fingur
úti búnaö kappans og stöðv-
aö hann alls ellefu sinnum
fyrir brot á reglugerö um
búnaö ökumanna vélknúinna
bifhjóla, en Helgi hefur látiö
hjá liöa aö festa kaup á
öryggishjálmi. Nú hefurHelgi
herövæöst og uppfyllt skil-
yröin en um leið minnir hann
einna helst á miðaldra full-
trúa heimavarnarliösins breska
frá stríösárunum. Nema þá aö
Helgi sé hreinlega genginn í
lið meö lögreglunni og sé þar
i Vikingasveit. Þar ku ein-
kennisbúningurinn einmitt
þjóna mikilvægasta hlutverk-
inu — sálrænt séð. Hvaö um
þaö, hámarkshraði „bifhjóls-
íns” er slikur aö Helgi getur
sem hægast gefiö holl ráö og
bendingar á báöa bóga til
gangandi vegfarenda og jafn-
vel haldið uppi samræöum á
leið sinni um bæinn.
Aðalfundur Sölufélags Austur-
Húnvetninga var haldinn 8. maís.l.
í skýrslu framkvæmdastjórans,
Árna S. Jóhannssonar, kom fram
að afkoma félagsins var verri á
síðasta ári, en undanfarin ár.
Efnahagur þess stendur þó nú sem
áður traustum fótum og er félagið í
heild allvel búið undir komandi ár.
Rekstur Mjólkursamlagsins gekk
illa á árinu. Framleiðsluráð land-
búnaðarins fékk Hagvang hf. til
þess að gera úttekt á verðlagningu
vinnsluvara og afkomu hjá sex
mjólkurbúum á öðru sölusvæði. Þar
kom fram að rekstrarafkoman var
hvergi nægjanlega góð og lang
lökust í þeim tegundum, sem SAH
framleiddi aðallega. Ekki hefur þó
enn tekist að fá leiðréttingu á þessari
röngu verðlagningu. Uppgjör Mjólk-
ursamlagsins er unnið á sama hátt
og 1982. Sýnir það vöntun á
grundvallarverði um kr. 2,78 pr.
lítra eða 23%. Árið 1982 var vöntun
á grundvallarverð 11%. Ekki er enn
vitað hvort fé fæst úr verðmiðlunar-
sjóði mjólkur til þess að greiða að
fullu þessa vöntun frá 1983. Í
skýrslunni er birt nokkurt yfirlit yfir
þróun landbúnaðar I A-Hún. árin
1977-1983. Þar kemur fram aðþetta
tímabil hefur kúm og kvígum í A-
Hún fækkað um 17%. Sauðfé um
20%, hrossum um 7%, en kálfum og
geldneytum hefur fjölgað um 62%.
Þá kemur þar fram að hjá SAH
hefur mjólkurinnlegg minnkað um
17% frá því það var mest og
dilkakjötsinnlegg hefur minnkað
um 19%.
Á síðasta ári voru 781 lest af
kindakjöti lögð inn hjá SAH, 106
lestir af nautgripakjöti, 136 lestir af
hrossakjöti og 4 millj. lítra af mjólk.
Framleiðendum voru greiddar 142
millj. kr. fyrir landbúnaðarafurðir.
Starfsmenn félagsins voru 38 fast-
ráðnir.
Á fundinum voru fjölmargar
tillögur samþykktar. M.a. var harð-
lega mótmælt að hluti kjarnfóður-
skattsins verði látinn renna beint í
ríkissjóð. Skorað var á stjórn
Stéttarsambands bænda og land-
búnaðarráðherra að láta gera könn-
un á rekstri Áburðarverksmiðju
ríkisins með lækkun á áburðarverði
í huga. Því var beint til Stéttar-
sambandins að standa fast á þeim
lagalega rétti sem bændur hafa til
útflutningsbóta á búvörum. Leit
fundurinn svo á að útflutningsbæt-
urnar séu framlag þjóðfélagsins í
heild til þess að halda landinu í
byggð. Þá var harðlega fordæmd sú
ákvörðun stjórnvalda að lækka nú
stórlega niðurgreiðslur búvara,
þegar Ijóst er að stórskert kaupgeta
þorra neytenda veldur tvímælalaust
samdrætti í neyslu þessara vara.
Aða/fund SAHsátu 47fulltrúar auk stjórnarfélaftsins oggesta. Félagar ÍSAH
eru 522. Á myndinni er Kristófer Kristjánsson bóndi í Köldukinn stjórnarfor-
maður í rœðustól, en hann var endurkjörinn formaður til 3ja ára.
Undirboð verktaka færast í aukana
Undirboð verktaka virðast færast í
aukana og voru ærin fyrir. Á
mánudaginn voru opnuð tilboð á
skrifstofu Vegagerðarinnar á Sauð-
árkróki í uppbyggingu Sauðár-
króksbrautar, frá Glaumbæ II að
Stórugröf syðri, alls 4,46 km.
Kostnaðarráætlun Vegagerðarinn-
ar hljóðaði upp á 7,715 millj.kr. en
lægsta tilboðið varekki nema 47,5%
af henni eða 3,903 millj.kr. og kom
frá Hilmari Sigursteinssyni áSleitu-
stöðum og fleirum.
Aðrir sem áttu tilboð voru Barð
sf. á Akureyri með 51% af kostn-
aðaráætlun, Fossverk á Selfossi
með 60%, Norðurverk með 70%,
Króksverk með 70% og Hagvirki
með 86%.
Vegagerðin mun nú ræða við
lægstbjóðanda og athuga hvort
hann hafí yfir að ráða nægum
mannafla og vélakosti til að ráða við
verkið.
Húnvetnsk böm heimsækja Sauðárkrók
Þessi hópur skólabama frá Húnavöllum var í kynnisferð á Sauðárkróki
í síðustu viku og komu m.a. á skrifstofu Feykis. Myndin er tekin þarfyrirutan
eftir að bömin höfðu kynnt sér hvernig blaðið verður til.
Erfiður rekstur Mjólkursamlagsins