Feykir


Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 7

Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 FEYKIR 7 / Varmahlíð\ 26. og 27. maí 1984 Laugardagur 26. maí kl. 21: Húsið opið kl. 21-23. Kaffisala, tónlist. Sunnudagur 27. maí kl. 15.30: Dagskrá með tónlist kennara og nemenda frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Einleikur á fiðlu og lágfiðlu. Einsöngur með píanóundirleik: Michael Clark. Strengjasveit með kontrabassa og píanói flytur skemmtidagskrá, þ.á.m. Joplin og Bítlasyrpu. Aðgangur kr. 200. Kaffisala til ágóða fyrir hljóðfæra- kaupasjóð. Málverkasýning Sigurpáls ísfjörð stendur yfir báða dagana. Fjölmennum á Vordagana Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra Frá heilbrigðisfulltrúa: Dagana 27. maí til 8. júní væri gott að gera hreinsunarherferð um allar sveitir, kaupstaði og þéttbýliskjarna. Heilbrigðisf ul Itrúi flytur nú aðsetur sitt í Heilsugæslustöð Sauðárkróks. Frá 1. júní 1984 verður síminn 95-5400. Símatími kl. 9-11 f.h. og 14-15 e.h. mánudaga til föstudaga. VIKTORÍA GESTSDÓTTIR Innritun nemenda stendur yfir Innritun í Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki stendur yfir til 5. júní n.k. Nemendur sem sækja síðar geta ekki vænst skólavistar. Heimavist og mötuneyti er við skólann. Nám er boðið fram á eftirtöldum námsbrautum: 1. í iðnfræðslu: Verknámsbraut (grunndeild) málmiðna, heilsvetrar- nám; verknámsbraut (grunndeild) raf- iðna, heilsvetrarnám; samningsbund- ið nám: Iðnnámsbrautir í tré-, málm- og rafiðnum. 2. Verslunarnám: Viðskiptabraut, 2 ár; viðskiptabraut, 4 ár (stúdentspróf). 3. Menntaskólanám: Málabraut, nátt- úrufræðibraut, samfélagsbraut, upp- eldisbraut. 4. Aðfaranám að Tækniskóla íslands: tæknabraut (1 ár), tæknifræðibraut (2 ár). Aðafaranám að Fiskvinnsluskóla íslands: fiskvinnslubraut 1 og fisk- vinnslubraut 2. Aðfaranám aðSjúkra- liðaskóla íslands, heilsugæslubraut 2. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans í síma 5488 alla virka daga kl. 9-15. Skólameistari. Kirkjukór Sauðáikróks heldur almenna skemmtun Á föstudaginn kemur heldur Kirkju- kór Sauðárkróks almenna skemmt- un til fjáröflunar vegna Norður- landaferðar sinnar. Á dagskrá verður m.a. kórsöng- ur, kvartett, vísnasöngur, og leik- þættir og gamanmál undir stjórn Hilmis Jóhannessonar. Kafft og pönnukökur verða á boðstólum. Kórfélagar, sóknarprestur og fleiri fara til Danmerkur og Sví- þjóðar í byrjun júní og heimsækja vinabæi Sauðárkróks þar, Köge og Kristianstad. Þar kemur kórinn fram og kynnir íslenska tónlist, Sauðárkrók og Skagafjörð. Einnig mun kórinn syngja við messu hjá séra Ágústi Sigurðssyni og íslenska söfnuðinum í Kaupmannahöfn. Ferðaáætlun Ferðafélags Skagfirðinga Ferðafélag Skagfirðinga hefur gefið út ferðaáætlun fyrir sumarið 1984. Fimm skipulagðar ferðir eru á vegum félagsins, en auk þess verður farið í skála félagsins i haust. Þórdis Magnúsd.munstýrafyrstu ferð sumarsins um sögustaði í Skagafirði 24. júní. Önnur ferðin verður 7. júlí og er það gönguferð um Hrolleifsdal. Ekið verður sem leið liggur fram fyrir Bræðraá og gengiðframdalinn og hann skoðaður undir leiðsögn Stefáns Gestssonar. Gönguferð á Trölla er á dagskrá 20.-22. júlí og mun Egill Helgason stýra för. Ekið verður fram að Kálfárdal og gengið þaðan með viðlegubúnað i Trölla, gist þar og á laugardag farnar skoðunarferðir um nágrennið. Komið verður heim síðdegis á sunnudegi. Hinn kunni ferðagarpur Ingólfur Nikódemusson verður fararstjóri þegar farið verður í Ingólfsskála 10.-12. ágúst. Á fyrsta degi verður ekið í skálann, sem stendur upp við Hofsjökul, og síðan dvalið þar og farnar gönguferðir um nágrehnið. Fimmta ferðin verður 25.-26. ágúst og verður farið í Hvítárnes og til Hveravalla. M.a. verður virkjun- arsvæði Blöndu skoðað. Fararstjóri verður Sigurþór Hjörleifsson. Brottfararstaður í allar ferðirnar er frá Pósthúsinu á Sauðárkróki og þarf að panta far með góðum fyrirvara og eigi síðar en 4 dögum fyrir brottför. Upplýsingar og mót- taka pantana er hjá Sigurði R. Antonssyni sími 5166 eða 5260, Sigurði Sigfússyni í síma 5531 eða hjá Huldu Sigurbjörnsdóttur í síma 5289. ODDVITINN: „Það er svo bjart að maður fær hellur fyrir eyrun.” Piltar og stúlkur, takið eftir! Iðnnem óskast í setningu Ég undirritaður vil taka iðnnema á samning í prentiðn (setningu) nú þegar eða fljótlega. Umsækjendur þurfa að hafa gott formskyn, teiknikunnátta er kostur og góð stafsetningar- kunnátta æskileg. Umfram allt er þó gerð krafa um samviskusemi og áhuga á starfinu. Laun samkvæmt kaupskrá Félags íslenska prentiðnaðarins Guðbrandur Magnússon Aðalgötu 2, sími 5757. Hönnun, tölvusetning, prentþjónusta, forlag. íbúðarhús til sölu Til sölu er íbúöarhúsiö aö Kirkjugötu 15, Hofsósi. íbúðin er 125 m2 nettó, auk bílskúrs fyrir tvo bíla. Kauptilboð sem greini verð og greiðslukjör óskast sent undirrituðum fyrir 20. júní n.k. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kristján Ólason, sími 95-6391.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.