Feykir


Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 3

Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 FEYKIR 3 Það sýnir aðsóknin að skólanum Skólaslit Bændaskólans á Hólum valgreinum sem við vildum bjóða vegna fæðar nemenda. I sumar verður unnið að byggingu verknámshúss sem ætlunin er að taka í gagnið strax í haust. Brýnast í þessu sambandi er stækkun heima- vistar svo vöxtur skólans geti orðið sem eðlilegastur, sérstaklega með hliðsjón af þeim nýju greinum sem eru að ryðja sér til rúms innan landbúnaðarins og búnaðarskólar verða að sinna. Möguleikarnir eru fjölmargir, sumir lítið nýttir, aðrir ekkert. Má nefna loðdýrarækt, fiskirækt, garðrækt, ferðamanna- þjónustu og smáiðnað ýmis konar. Öllu þessu verða búnaðarskólarnir að sinna ef vel á að vera. Það er einnig augljóst að með aukinni og bættri menntun innan landbúnað- arins eru líkur meiri að hann verði rekinn af aukinni hagkvæmni og með réttum áherslum. En aðsóknin að skólanum sýnir svo ekki verður um villst að ungt fólk trúir á að landbúnaðurinn eigi framtíð fyrir sér. Það er einnig nauðsynlegt að litið sé á landbúnað sem atvinnuveg fyrst og fremst, ekki sem lífsform ákveðinna einstaklinga.” Útboð Vegagerðarinnar Óánægja meðal vörubílstjora og vélaeigenda Oánægja er nú meðal vélaeigenda og vörubílstjóra á Norðurlandi vestra með útboð Vegagerðar ríkis- ins. Fyrirtæki utan svæðisins hafa í mörgum tilvikum náð þessum verk- um með gífurlegum undirboðum. Sjá eigendur þessara atvinnutækja hér heima margir fram á litla atvinnu í sumar. Útboð Vegagerðarinnar hafa ver- ið opin, þ.e. öllum hefur veriðfrjálst að bjóða í verkin, en heimamenn hafa viljað viðhafa lokuð útboð, sem felst í því að Vegagerðin myndi velja út nokkur fyrirtæki sem hér starfa og biðja um tilboð frá þeim. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisstjóra Vegagerðarinnar verða þó áfram viðhöfð opin útboð, en hugsanlega kæmi til greina að vera með lokuð útboð þegar um smærri verkefni að ræða, s.s. viðhaldsverkefni ýmiskonar. Fram til þessa hafa verið boðin út verk hjá Vegagerðinni í sumar sem hljóðuðu upp á 15 millj. kr. í kostnaðaráætlun, en tilboðin hins vegar aðeins upp á 9 milljónir. Mismunurinn, 6 milljónir. Bændaskólanum á Hólum varslitið við formlega athöfn í Hóladóm- kirkju föstudaginn 11. maí s.l. Tuttugu búfræðingar útskrifuð- ust, 14 piltar og 6 stúlkur. Hæstu einkunn hlaut Heiða Lára Eggerts- dóttir, ágætiseinkunnina 9,1. Jón Gíslason hlaut einnig ágætiseink- unn 9,0. Fyrstu einkunn hlutu Höskuldur Jónsson 8,5, Ágúst Jónsson 8,2, Jakob Jóhannsson 8,2 og Anna Sólveig Árnadóttir 8,0. Jón Bjarnason, skólastjóri Bændaskólans, stjórnaði athöfninni og afhenti prófskírteini og viður- kenningar fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum. Séra Hjálmar Jónsson prófastur predikaði ogséra Sighvatur Emilsson staðarprestur þjónaði fyrir altari. Að athöfninni lokinni náði blm. Feykis tali af Jóni Bjarnasyni skólastjóra og spurði hann útí skólastarfið á liðnum vetri og hvað væri framundan. „Auk hefðbundinnar kennslu í búfræðigreinum þá höfum við í Jón Bjarnason skólastjórí ajhendir Heiðu Láru Eggertsdóttur einkunnir. vetur boðið upp á kennslu í loðdýrarækt og fiskirækt, greinar sem eiga mikla framtíð fyrir sér og Nemendur og skólastjóri Hólaskóla að loknunt skó/as/itum 1984. sem menn eru í sívaxandi mæli að snúa sér að. Við höfum reynt að koma til móts við þennan áhuga með því að bjóða kennslu í þessum greinum og áhuginn meðal nem- enda er mikill. Bændaskólinn á Hólum er eini skólinn á landinu sem býður kennslu í fiskirækt og fiskeldi og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þessi kennsla stendur fyllilega jafnfætis sambærilegu námi erlendis, t.d. í Noregi og Skotlandi. Auk þessa bjóðum við námskeið fyrir áhugamenn um fiskeldi og fiskirækt, við héldum eitt slíkt í apríl og vegna mikils áhuga var ákveðið að efna til annars 18.-20. maí. Nemendur í vetur voru 39, þessi 20 sem útskrifuðust nú og 19 á fyrra ári. Síðustu árin höfum við orðið að vísa allmörgum umsóknum frá vegna mikillar aðsóknar að skólan- um, en húsnæðisleysi háir okkur í þessu tilliti. Ef vel ætti að vera þyrftu nemendur skólans að vera um 60, 30 á hvoru ári, þá yrði rekstur skólans mun hagkvæmari og starfslið nýttist mun betur. Við höfum átt í nokkrum erfiðleikum með að halda úti öllum þeim Um fimmtán manna nýtt fyrirtæki að hefja starfsemi sína Rækjuvinnsla á Sauðárkróki Nú um mánaðamótin tekur til starfa rækjuvinnsla á Sauðárkróki við Hesteyri út við höfnina. Unnið hefur verið við endurbætur á húsnæði og uppsetningu á tækjum frá því snemma í apríl og nú benda allar líkur til þess að vinnsla með fullum afköstum geti hafist í byrjun júní. Haraldur Hákonarson er fram- kvæmdastjóri fyrirtæksins og eftir miklar krókaleiðir tókst blm. Feyk- is að mæla sér mót við hann einn morguninn í vikunni sem leið. „Já, það er rétt, símaleysið hefur gert okkur mjög erfitt fyrir. Menn vita ekki hvernig á að ná í okkur og við verðum að hlaupa heim til að hringja. Það virðist útilokað að fá síma eins og er, en staðreyndin er sú að án síma á staðnum er illmögulegt að koma þessu af stað með eðlilegum hætti. Þetta hljómar kannski sem lítilfjörlegt atriði en gerir oft einfalda hluti mjög flókna.” — En samt? „Já, já. Þetta hefur samt allt gengið. Við erum núna að bíða eftir síðustu vélinni, pillunarvél svokall- aðri og þegar búið verður að setja hana niður verður hægt að fara í gang.” — Hvernig gengur vinnslan fyrir sig? „Við verðum með tvo báta sem leggja upp hjá okkur, Ágúst Guð- mundsson úr Vogum og Sigurjón Arnlaugsson úr Hafnarfirði. Báðir nokkuð stórir, Ágúst er um 160 tonn og Sigurjón rúm 180. Síðan er þetta með venjulegum hætti, rækjan flokkuð og pilluð, fryst og pökkuð. Það má geta þess að við hraðfrystum rækjuna hér inni en verðum ekki með hægfrystingu í gámum sem nú hefur verið bönnuð af sjávarútvegs- ráðherra. Við notum tvo frystigáma sem frystigeymslur en frystum ekki í þeim. Afkastageta vinnslunnar er um 400 kg á klukkustund, eða um 4 tonn á dag miðað við 10 tíma. Við ættum að geta náð því marki nokkuð auðveldlega með þessum tveimur bátum. Hér munu í allt vinna um 14-15 manns, þar af 10-12 í salnum, 8 við færibandið, 1 við pillunarvél og einhverjir við þrif á tækjum og löndun úr bátunum.” — Verðfall á rækju. Eruð þið ekkert hrædd við það? „Nei, mér sýnist verðið standa nokkuð í stað eftir að það féll snögglega fyrir nokkru. Það verð sem nú fæst, 160-170 kr. fyrir kg er viðunandi. Það er hægt að vinna rækjuna fyrir það verð.” — Hverjir standa að fyrirtæk- inu? „Eignaraðilar eru alls fimmtán, allt einstaklingar hér á staðnum. Nokkur okkar munu einnig vinna við fyrirtækið þegar til kemur. — Kostnaður við að stofna svona fyrirtæki? „Eg vil nú helst ekki nefna neinar ákveðnar tölur, en hann er nokkuð mikill.” — Milljónir? „Já, ætli þær séu ekki einhverjar.” Haraldur Hákonarson framkvœmdastjóri nýju rœkjuverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Ungtfólk hefur trú á landbúnaði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.