Feykir


Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 6

Feykir - 23.05.1984, Blaðsíða 6
6 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Aðalfundur Kaupfélags Húnvetninga Óviðunandi taprekstur Afkoma Kaupfélags Húnvetninga á síðasta ári var óviðunandi og vár rekstrarhailinn upp á 3,9 millj.kr. Þetta kom í'ram á aðalfundi Kaup- félagsins sem haldinn var á Blöndu- ósi 4. maí s.l. í skýrslu stjórnar og kauplelagsstjóra kom fram að á þessu ári vcðrur félagið að horfast í augu við tvö meginmarkmið. Stöðva verður taprekstur og endurskipu- leggja rekstur þeirra deilda, sem ekki skila eðlilegri afkomu, ellegar hætta rekstri þeirra. Einnig verður að stöðva skuldasöfnun einstakra viðskiptamanna hjá félaginu. I máli Arna S. Jóhannssonar kaupfélagsstjóra kom fram að staða landbúnaðarins versnaði mjög á síðasta ári og kom það glöggt fram í rekstri Kaupfélags Húnvetninga, sem og annarra kaupfélaga, sem skipta fyrst og fremst við bændur. Skuldir viðskiptamanna félagsins i sveitum hækkuðu á síðasta ári uni 10,4 millj. kr. eða um 75%. Innistæður i sveitum jukust hins vegar um 6.4 millj. kr. eða um 31%. I ræðu Björns Magnússonar stjórnarformanns kom fram að fjárfestingum hjá félaginu var hald- ið í lágmarki. Alls urðu þær um 3 millj. kr. Meðal fjárfestinga vargerð sökkla undir viðbyggingu við útibú félagsins á Hólanesi. Nú er búið að vinna útboðsgögn fyrir þá byggingu og verður ráðist i að reisa húsið í sumar. I ársskýrslu kemur fram að heildarumsetning félagsins var á s.l. ári rúmar 200 millj.kr. Veltuaukn- ing verslana varð 67%, laun í söludeildum hækkuðu um 52% en annar kostnaður, sem færður er bcint á söludeildir hækkaði um 82%. Umsetning bifreiðaaksturs óx um 110%, en vaxtakostnaður hækk- aði um 115%. Á árinu yfirtók KH allan rekstur Vélsmiðju Húnvetn- inga þegar félagið keypti hlut Búnaðarsambands A-Hún. í fyrir- tækinu. Á siðasta ári störfuðu 76 fast- ráðnir starfsmenn hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Félagsmenn eru 804 og fulltrúar á aðalfundi voru 52. Á aðalfundinum voru margar tillögur samþykktar, m.a. var samþykkt að leggja 30 þús.kr. í menningarsjóð félagsins. Samþykkt var að kanna hvort unnt sé að ná víðtækri samstöðu um fóðurblöndunarstöð fyrir Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu. Einnig benti fundurinn á að fyrirhuguð lausaskuldalán til bænda eru á þann veg, að vafasamt er að þau komi að því gagni.sem ætlaðer, þar sem skuldaeigendur sjá sér ekki fært að taka við þessum skuldabréf- um með þeim kjörum sem á þeim eru. Þvi var það alger krafa fundarins að Áburðarverksmiðja ríkisins og önnur ríkisfyrirtæki taki þessi skuldabréf upp í viðskipti á fullu nafnverði. Björn Magnússon, bóndi Hóla- baki, var endurkjörinn formaður félagsins til næstu þriggja ára. Ritarastaða Laus er til umsóknar hálf staða ritara við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar gefur Katrín Finnboga- dóttir í síma 5488 fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Umsóknum sé skilað á skrifstofu skólans. Skólameistari. Deildarstjórí Kaupfélag Skagfirðinga óskar að ráða deildar- stjóra að Fóðurvörudeild Kaupfélagsins. Búfræðimenntun eða önnur sambærileg æski- leg. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Þorkels Guðbrandssonar, c/o Kaupfélag Skagfiröinga fyrir 15. júní n.k. og veitir hann einnig nánari upplýsingar um starfið. Kaupfélag Skagfirðinga ..tlöliríg0 l-l O P N m ™Srg JÓNASDÓTT.R llfl'Ö ■ I I 11 ^ I ANNA SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR Bad Boys með tónleika í Bifröst The Star Breakers sýndu mikil tilþrif í dansinum. Föstudaginn 18. maí hélt hljóm- sveitin Bad Boys tónleika í Bifröst. I hljómsveitinni eru fimm ungir efnismenn úr 8. bekk, þeir Kristján Gíslason sem syngur og spilar á hljóm- borö, Birkir Guömundsson og hann spilareinnigá hljómborð, Svafar Sigurðsson ergítarleik- arinn, Árni Þór Þorbjörnsson er á bassa og trymbillinn er Karl Jónsson. Rótarar Bad Boys eru Eiöur Baldursson og Kristinn Baldvinsson. Þaö voru frekar fáir mættir eöa um 50 manns, en þrátt fyrir þaö var stemmningin mjög góð, áhuginn leyndi sér hvergi. Fyrir hlé voru strákarnir meö gamalt prógramm, mest frum- samiö en eftir hlé voru þeirmeð nýtt prógramm sem tókst mjög vel. ( hléinu dönsuðu The Star Breakers ..breikdans” við mikl- ar vinsældir. Tónleikunum lauk með dynjandi lófaklappi og að sjálfsögðu voru strákarnir klappaöir upp. Eftir tónleikanna hittum við strákana í búningsherberginu og skelltúm nokkrum spurn- ingum á þá. — Hvað eruð þið búnir aö spila lengi saman? — ( eitt og hálft ár. — Voruð þiö ánægðir með tónleikana? — Já, á allan hátt. Viðtök- urnar voru mjög góðar, en það hefðu mátt vera fleiri, sér- staklega lét fullorðna fólkið sig vanta. Þegar við spurðum strákana hvort þeir ætluöu að halda áfram að spila voru þeir ekki í vandræðum með svarið: ,,eng- in spurning! Við höldum áfram svo framarlega sem meðlimir grúbbunnar yfirgefa ekki stað- inn til að skóla sig.” Strákarnir sögðust hafa ver- ið beðnir nokkrum sinnum um að spila á dansleikjum, s.s. í Héðinsminni, Árgarði og Mið- garði. Fyrr í vetur var hljóm- sveitinni boðið að taka þátt í SATT tónleikunum og þarstóð hún sig með prýði, varð i öðru sæti í undanúrslitum og í átt- unda sæti í lokaúrslitum. — Hvert er svo næsta við- fangsefni ykkar? — Við ætlum að halda tón- leika á Hvammstanga annað kvöld og svo ætlum við að vera duglegir að halda tónleika og unglingaböll í sumar. — Viljið þið segja eitthvað að lokum? — Já, við viljum leggja ein- dregna áherslu á opnun félags- aðstöðu fyrir unglinga í bæn- um og svo viljum við þakka Friðrik Margeirssyni fyrir gott samstarf. Við þökkum strákunum fyrir spjallið og óskum þeim góðs gengis í framtiðinni. ^Bauknecht TRAUST HEIMILISTÆKI FYRIR ALLA Kæliskápar Þvottavélar Eldavélar Uppþvottavélar taKa ikagMingdbúö

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.