Feykir - 18.07.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984
FEYKIR 7
Nýlega var haldin grillveisla á starfsvellinum og þar var sungið og farið í leiki.
Skemmdarverk á starfsvellinum
Starfsvöllurinn á Sauðárkróki var
opnaður í byrjun júní s.l. Mikill
fjöldi barna á aldrinum 6 -12 ára
kom til að smíða sér kofa fyrstu
dagana og voru mörgbarnannalíka
að vinna í skólagörðunum, sem eru
rétt hjá.
Sum barnanna voru á starfsvell-
inum frá kl. 9-17, enda reis fljótlega
hvert húsið af öðru.
Strax að kvöldi fyrsta vinnudags
þeirra fór að bera á skemmdarstarf-
semi, aðallega eldri barna. Hefur
hún verið í gangi flest kvöld síðan.
Mikið hefur verið rætt um þetta
meðal krakkanna á starfsvellinum,
enginn skilur hvers vegna skemmt
er, en sumir telja skemmdarvargana
afbrýðisama út í kofana þeirra.
—Flestir hafa verið duglegir að
endurbyggja og gera við, en mörg
yngri barnanna hafa hreinlega
gefist upp og hætt.
En það hefur fleira verið gert en
að smíða og endurbyggja. í
sumarsæluviku var t.d. haldin
grillveisla fyrir þá sem voru á
starfsvellinum og í skólagörðunum.
Þá var farið í leiki og sungið, og
dómnefnd mætti á staðinn og veitti
viðurkenningar fyrir snyrtilegustu
kofana.
Nokkrum sinnum hefur verið
farið í gönguferðir, aðallega í bæinn
að fylgjast með skemmtiatriðum í
sumarsæluviku.
Starfsvöllurinn verður opinn til 20.
júlí.
Skaktúrínn
undirbúinn
Um borð í Kvisti, spánnýjum báti
keyptum frá Svíþjóð, hittum við að
máli Sigurjón Gestsson. Hann
sagðist vera að undirbúa túr á skak
út á Skagagrunn, þeir færu fjórir í
þann túr en annars væru þeir að fara
til Bakkafjarðartveirmeðbátinnog
yrðu þar í sumar. Túrinn á
Skagagrunnið væri prufukeyrsla á
bátnum og veiðarfærum. Hálfgerð
skemmtiferð.
Höfum á boðstólum flestar tegundir búvéla, þar á meðal
sláttuvélar og heyþyrlur.
Hafið samband við Karl Óla í síma 95/5577.
Vandaðar búvélar
Bændur og búalið athugið
Bylting í
votheys ver ku n
Kofasalt íblöndunarefni í vothey hefur rutt sér til
rúms í stórauknum mæli undanfarin 3 ár, á
íslandi.
Kofasalt er ódýrt duft sem brennir ekki, tærir
ekki turna og undan því ryðgar ekki.
Auk þess sem heyið helst lyktargott og
næringarríkt.
Leitið nánari upþlýsinga hjá Valabjörg hf.
Hyrjarhöfða 7, Reykjavík í síma 91 - 685270.
® Húsnæði
3ja eða 4ra herbergja íbúð óskast á leigu fyrir
kennara við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.
Nánari upplýsingar gefur skólameistari sími
5418.
Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki.
Helgarþjónusta
Opið kl. 13 -14 alla laugardaga og
sunnudaga í júlí.
Nýkomið
Nú eru komnir aftur hinir margeftirspurðu tindar í
eftirtaldar heyvinnuvélar:
VICON springmaster
VICON aerobat
NEMEIER fjölfætlur
CLAAS fjölfætlur
KEMPER heyvagnar
FELLA fjölfætlur
Leitið ekki langt yfir skammt.
VÉLAVAL
Sími 6118, Varmahlíð
Hvam mstangabúar
ÍBUÐIR
Stjórn verkamannabústaða á Hvammstanga
auglýsir hér með til sölu sex íbúðir í verka-
mannabústöðum sem eru í byggingu að
Fífusundi 11-21.
íbúðirnar eru af tveimur stærðum:
Þrjár 3ja herbergja 94,6 m2 brúttó.
Þrjár 4ra herbergja 112,7 m2 brúttó.
Áætlað er að afhenda fjórar íbúðir í desember
1984 og tvær í maí 1985.
Söluverð er endanlegt kostnaðarverð.
Eyðublöð fyrir væntanlega kaupendur liggja
frammi á skrifstofu Hvammstangahrepps og þar
eru nánari upplýsingar veittar og tekið við
umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí n.k.
F.h. stjórnar verkamannabústaða á Hvammstanga,
Þórður Skúlason