Feykir


Feykir - 06.02.1985, Blaðsíða 6

Feykir - 06.02.1985, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 3/1985 Klassískir gítartónleikar á Sauðárkróki Næstkomandi sunnudag, 10. febrúar, heldur Páll Eyjólfsson gítarleikari tónleika í Safnahús- inu á Sauðárkróki. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. A efnisskránni eru verk eftir ýmsa bestu höfunda gítartónlistarinnar, s.s. Luis de Narvaez, D. Scarlatti, J.S. Bach, M.C. Tedesco, I. Albeniz og F.M. Torroba. Páll Eyjólfsson er fæddur í Reykjavík 1958. Hann erættað- ur frá Sauðárkróki, sonur Aðal- fríðar Pálsdóttur. Tónlistarnám hóf hann árið 1964 í Barna- músíkskóla Reykjavíkur og lauk þaðan prófi 1970 með fiðlu sem aðalhljóðfæri. Kennari hans var Gígja Jónsdóttir. Árið 1974 hóf Páll gítarnám í gítarskólanum Páll Eyjólfsson hjá Eyþóri Þorlákssyni. Ein- leikaraprófi á klassískan gítar lauk Páll árið 1981. Páll stundaði síðan framhalds- nám á Spáni 1982-1984 undir handleiðslu spænska gítarleik- arans Jose Luis Gonzales. Páll flutti heim til íslands á s.l. hausti og starfar nú sem gítarkennari í Reykjavík. Það þarf tæpast að hvetja tónlistarunnendur í Skagafirði til að notfæra sér þetta sjald- fengna tækifæri sem hér gefst. Það er ekki á hverjum degi sem slíkan hvalreka rekur á fjörur þeirra Sauðkrækinga og Skag- firðinga sem unna fagurri tón- list. ÚTSALA - ÚTSALA Það stendur yfir útsala á gólfteppum, dreglum og teppabútum. 20-40% afsláttur Að auki veitum við 10% staðgreiðsluafslátt. Bjóðum m.a. vönduð ullarberberteppi. Þetta er útsala sem vert er að gefa gaum! 'Byggingavörudeild á Eyri Hjartans þakkir fyrir alla hjálp og samúð við andlát og jarðarför MAGNÚSAR HARTMANNSSONAR frá Brekkukoti í Óslandshlið. Guð fylgi ykkur, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Jóhannes Sigmundsson, Páll Magnússon, Herdís Fjeldsteð og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÖNNU JÓHANNESDÓTTUR Lindargötu 15, Sauðárkróki Sérstakar þakkir færum við kór Sauðárkrókskirkju og einsöngvurum fyrir þeirra framlag við útförina. Vandamenn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar ÓMARS SVERRISSONAR Miðtúni 66, Reykjavík Fyrir hönd ættingja og vandamanna, Sigrún Halldórsdóttir, Sverrir Svavarsson. Nýju tóbaksvamalögin marka tímamót í heilbrig — Þó svo einhver starfsmanna Sjónvarpsins hafi séð ástæðu til að slökkva í sígarettu starfs- félaga síns með brunaslöngu, þá hefur framgangur nýju tóbaks- varnalaganna verið góður og þau fengið meðbyr hjá almenningi í landinu, sagði Árni Johnsen, formaður Tóbaksvarna- nefndar á blaðamannafundi sem haldinn var nýlega til kynningar á nýju tóbaksvarnalögunum og starfi nefndarinnar. Reykingar verði aðeins á afmörkuðum stöðum Ámi sagði það Ijóst, að viðhorf almennings til laganna væri miklu jákvæðara en nefndarmenn hefðu þorað að vona fyrstu vikurnar, því auðvitað hefði verið vitað að þessi lög yrðu umdeild, eins og allar löggjafir er varða lífshegðun fólks. Tæp fimm ár eru liðin frá því að þáverandi heilbrigðisráð- herra, Svavar Gestsson, skipaði nefnd til að endurskoða gildandi lög um ráðstafanir til að draga úr tóbaksneyslu. Frumvarp til laga, sem nefndin samdi, var lagt fram á Alþingi skömmu fyrir þinglok 1983 en endurflutt af núverandi heilbrigðisráð- herra, Matthíasi Bjarnasyni, um haustið og samþykkt samhljóða s.l. vor, enda enginn stjórnmála- legur ágreiningur um skaðsemi tóbaksnotkunar. Það er mikill misskilningur að fólki sé með öllu bannað að reykja með þessum lögum. Fyrst og fremst er ætlunin að menn láti reykingar eiga sig á afmörkuðum stöðum. í lögun- um er tekið fram að ekki megi reykja í þeim hluta af húsnæði stofnana, fyrirtækja og annarra þar sem almenningur leitar aðgangs í sambandi við afgreiðslu eða þjónustu sem þessir aðilar veita. Reykingar eru einnig bannaðar í grunn- skólum, dagvistum barna og húsakynnum sem fyrst og fremst eru ætluð börnum og unglingum yngri en 16 ára til félags- og tómstundastarfa. Sömuleiðis eru reykingar bann- aðar á samkomum innanhúss hafi börn og unglingar innan 16 ára aldurs aðgang að þeim. Strangar skorður eru settar við reykingum á sjúkrahúsum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í farþegarými almenningsfarar- tækja sem rekin eru gegn gjaldtöku. Meðal nýmæla í lögunum er, að bannað er að selja börnum yngri en 16 ára tóbak. Þeir sem vanist hafa á að senda börnin út í búð eftir tóbaki verða sem sagt að hætta því. Sumir hafa haldið að það mætti ef börnin hefðu skriflegt leyfi til kaupanna, en svo er alls ekki. Auglýsingar á tóbaki og reykfærum, t.d. pípum, er bannaður í innlendum ritum. Slíkt bann var reyndar áður í gildi, en nú er sú viðbót að bannað er að sýna neyslu eða hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Tóbaksframleiðendur bregðast ókvæða við Tóbaksframleiðendur hafa mótmælt þessum nýju íslensku lögum hástöfum, en meðal þess sem lögin kveða á um er að tóbak megi því aðeins selja hér á landi að á umbúðunum sé aðvörun um skaðsemi tóbaks- neyslu. Þessar merkingar hafa þegar verið hannaðar og munu komast í umferð um mitt þetta ár. Aðvörunarmiðarnir verða í átta útgáfum, sjö fyrir reyktóbak og einn fyrir neftóbak. Á Norðurlöndunum, sumum a.m.k, er einnig bannað að selja tóbak án svipaðrar viðvörunar, en munurinn á þeim og íslensku aðvörunum er sá, að þær íslensku eru myndskreyttar. Tóbaksframleiðendur hafa ein- mitt fett fingur út í það, einfaldlega vegna þess að þeir vita að slík aðvörun er margfalt sterkari. Aðvörunarmiðarinar verða annað hvort prentaðir beint á innri umbúðir tóbaksins eða límdir á þær, þannig að þær eru áfram á umbúðunum þó svo plastið sé tekið utan af þeim. — Hörð viðbrögð tóbaks- framleiðenda gagnvart lögunum má rekja til þess að þau eru stefnumarkandi fyrir önnur lönd. Þeim líkareinfaldlegaekki að lítið markaðssvæði sé að setja sig á háan hest, sagði Árni Johnsen, formaður tóbaks- varnanefndar. Mjög mikill áhugi er erlendis á nýju íslensku tóbaksvarnalög- unum og eftirspurn eftir gögnum um þau svo mikil að útbúa varð opinbera þýðingu á lögunum og upplýsingum um þau. Það má fastlega búast við að svipuð lög verði sett víðar í kjölfarið. Er þetta trúlega í fyrsta sinn sem íslensk lagasetning kemur til með að hafa fordæmisgildi annars staðar í heiminum. Að sögn Guðjóns Magnús- sonar, landlæknis, er þetta þó ekki i fyrsta sinn sem Islendingar hafa forystu í heilbrigðismálum. Minnti hann á að íslendingar hefðu t.d. unnið bug á berklum löngu áður en öðrum þjóðum tókst það. Eftirlit með því að lögin verði haldin er í höndum Vinnueftir- lits ríkisins og heilbrigðis- nefnda. Vinnueftirlitið fjallar þá um þau mál sem snerta verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn skaðlegum áhrifum og óþægindum af völdum tóbaks- reyks, en heilbrigðisnefndir um þau mál er varða almenning. Réttur þess sem ekki reykir er algjör Eftir er að setja sérstakar reglur í kjölfar laganna um reykingavarnir á öðrum vinnu- stöðum en tilteknir eru í lögunum. Að sögn Harðar Bergmann, forstöðumanns Vinnu- eftirlits ríkisins, verður sú Frá blaðamannafundi tóbaksvarnanefndar. Arni Johnsen, formaður nefndarinnar situr fyrir borðsenda

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.