Feykir - 06.02.1985, Blaðsíða 8
Nýir hluthafar í Pólarprjóni
Það var líf og fjörá námskeiði Kvenfélags
Sauðárkróks og Módelsamtakanna þegar
blm. Feykis leit þar inn. Námskeiðið stóð
í þrjá daga og aðalleiðbeinandi var Unnur
Arngrímsdóttir, en auk hennar kenndi
Elín Guðmundsdóttir snyrtingu. Þrjátíu
og átta konur tóku þátt í námskeiðinu og
voru allar með tölu yfir sig ánægðar með
hvernig tókst til.
Margrét Gunnarsdóttir sagði blaða-
manni Feykis að námskeiðinu hefði verið
skipt niður í fyrirlestra, sem Unnur sá um,
og verklega kennsiu hjá Elínu snyrti-
fræðingi. „Fyrirlestrar Unnar voru mjög
eftirminnilegir og góðir. Hún fjallaði
mest um aimenna kurteisi, framkomu,
fataval og fleira í þeim dúr. Elín sá hins
vegar um verklega þáttinn, hún gaf sér
góðan tíma til að sinna sérhverjum
þátttakenda og gaf leiðbeiningar á báða
bóga.”
Margrét taldi að námskeiðið hefði
tvímælalaust haft góð og mannbætandi
áhrif á konurnar sem þar voru. ,,Ég vissi
að þetta yrði skemmtilegt, en mér datt
ekki í hug að þetta yrði svona stórkost-
legt! Ég er sannfærð um að svipað
námskeið verður haldið fljótlega aftur,
því það fréttist fljótt hversu vel tókst til að
þessu sinni. Og þá mun ég hiklaust hvetja
dætur mínar til að drífa sig, því
námskeiðið er ekki bundið við neinn
aldurshóp; þarna voru konur frá 13 ára
og uppúr. Þrátt fyrir það var þetta
ótrúlega samstæður hópur og ekkert
kynslóðabil.”
Þrátt fyrir að það væri Kvenfélag
Sauðárkróks sem stæði fyrirnámskeiðinu
voru kvenfélagskonur þarna í minni-
hluta, en Margrét sagðist vona að þetta
yrði Kvenfélaginu til eflingar, að fleiri
konur sæu ástæðu til að starfa á þeim
vettvangi.
Þátttakendur á námskeiði Kvenfélags Sauðárkróks og Módelsamtakanna.
,JVtér datt ekki íhug aðþettayrði svona stórkostlegt!”
BLÖNDUÓS:
Pólarprjón hf. á Blönduósi
hefur átt í verulegum rekstrar-
erfiðleikum að undanförnu.
Eftir talsverða óvissu er nú orðið
ljóst að starfsemin heldur áfram.
Alafoss hf. ogBlönduóshreppur
munu gerast hluthafar og verður
fyrirtækið rekið í náinni
samvinnu við Alafoss hf.
Jón Isberg, stjórnarformaður
Pólarprjóns hf., sagði í samtali
við blm. Feykis að ákveðið væri
að auka hlutaféð úr 8.234 þús.
krónum í 16 milljónir króna,
nánast um helming. Engar
hömlur verða á sölu hlutabréfa í
fyrirtækinu, og verða þau til
sölu á frjálsum markaði.
Af þessu nýja hlutafé leggur
Álafoss hf. fram 6 milljónir
króna og Blönduóshreppur I
milljón króna. Auk þess verður
hlutafé sitt á frjálsum markaði.
Jón ísberg sagði að eftirspurn
væri nú eftir þessum bréfum, en
þau eru seld með verðtryggingu
og 4% vöxtum. Síðan erákveðið
að eftir ár verði metið hvert
verðgildi gömlu hlutabréfanna
verður.
Ástæðan fyrir því að beðið
verður í eitt ár með að meta
gömlu hlutabréfin er, að Dorett
Egilsson í Bandaríkjunum
skuldar Pólarprjóni um 8
milljónir króna. Fyrirtækið á í
málaferlum við hana út af því og
veltur verðgildi gömlu bréfanna
mjög á því hver niðurstaðan
verður í því máli.
Jón ísberg sagði að í
samningum við Álafoss og
Blönduóshrepp hefði verið lögð
áhersla á það, að byggja þyrfti
yfir starfsemi fyrirtækisins svo
fljótt sem verða má og
endurskipuleggja alla fram-
leiðsluna.
Aðalfundur Pólarprjóns er
ákveðinn 15. febrúar n.k. og
verður þá kjörin ný stjórn
fyrirtækisins. Stjómarinnar bíður
m.a. það verkefni að ráða
framkvæmdastjóra.
Ýmsir hluthafar Pólarprjóns
hf. telja að það mikil mistök að
höfða mál á hendur Dorett
Egilsson. Slíkt verði einungis til
að lengur dragist að fá skuldina
greidda og það sé fyrirtækinu
mjög dýrt að hafa svo mikið
fjármagn bundið Iengi.
Nýtt orkumíkíð kálfafóður
Framleiðsla á kálfafóðri hófst í
mjólkursamlaginu á Blönduósi í
desember s.l. Það er ætlað fyrir
kálfa á fyrstu ellefu vikum
æviskeiðsins. K-fóðrið, en svo
nefnist það, inniheldur valsa-
þurrkað undanrennuduft, tólg
og nauðsynleg bætiefni. Það er
svipað T-mjölinu frá Mjólkur-
búi Flóamanna á Selfossi, en
önnur vinnsluaðferð gerir það
grófgerðara, einnig inniheldur
K-fóðrið meiri fitu, sem gerir
það orkumeira. Nýja K-fóðrið
hefur verið reynt á Tilrauna-
stöðinni á Möðruvöllum og
mörgum bæjum í Húnavatns-
sýslu og reynst vel.
Osta- og smjörsalan s.f.
annast sölu og dreifmgu á K-
fóðrinu frá Blönduósi.
Elsti
Húnvetn-
ingurinn
er látinn
Sigurbjörg Jónsdóttir var ný-
lega jarðsunginn frá Blönduós-
kirkju. Hún var fædd 28.
september 1882 á Núpi á
Laxárdal. Hún var því 102 ára
þegar hún lést—elst Húnvetn-
inga. Eiginmaður hennar var
Stefán Einarsson frá Þverá í
Norðurárdal. Hann lést árið
1969. Þau bjuggu á ýmsum
bæjum út á Strönd, en síðustu
árin á Blönduósi. Síðustu 20
árin dvaldi Sigurbjörg á
Héraðshæli Austur-Húnvetn-
inga. V.
Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki:
Byggingafélagið Hlynur
með lægsta tÖboðið í
frágang og innréttingar
Tilboð í næsta verkþátt við Heilsugæslustöðina á Sauðárkróki
voru opnuð 20. desember s.l. Þrjú tilboð bárust í þennan
áfanga sem innifelur frágang og innréttingar á fyrstu hæð
heilsugæslustöðvarinnar, svo og frágang og innréttingar
þriðju hæðar. Á fyrstu hæðinni verða skrifstofur og
móttökudeild sjúklinga, en á þriðju hæð skurðstofur.
Sæmundur Hermannsson, sjúkrahússráðsmaður, sagði í
samtali við Feyki að kostnaðaráætlun Framkvæmdadeildar
Innkaupastofnunar ríkisins hefði hljóðað upp á 16.618
milljónir og hefði eitt tilboð borist lægra þessari áætlun, frá
Byggingafélaginu Hlyn á Sauðárkróki. Tilboð þess nam
14.448 milljónum. Þessu tilboði hefði verið tekið, en önnur
tilboð sem bárust voru frá Trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki,
17,8 milljónir, og frá Guðjóni Pálssyni í Reykjavík, 19,3
milljónir tæpar.
Sæmundur sagði að gert væri ráð fyrir því í áætlun að lokið
yrði við fyrstu hæð í júní á þessu ári og þriðju hæðinni yrði
lokið um miðjan júlí 1986.
r
Ibúum í
sveitum
fækkar
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu íslands um íbúafjölda
á Norðurlandi vestra 1. desemb-
er 1984 hefur íbúum Skaga-
fjarðarsýslu fækkað um 22 frá
árinu 1983. Mest hefur fólks-
fækkunin orðið í Seyluhreppi,
þar fækkaði íbúum um 14, úr
304 í 290. Eins og sjá má af
meðfylgjandi töflu hefur íbúum
fækkað í nær öllum hreppum
sýslunnar, eða þá fjöldinn hefur
staðið í stað. Sauðárkrókur
stendur utan sýslunnar, en þar
fjölgaði íbúum um 31.
Þegar litið er til Húnavatns-
sýslna kemur í ljós að fjölgun
hefur orðið á íbúum beggja
sýslnanna. Þessi fjölgun er þó
einungis bundin við þéttbýlis-
staðina, því séu þeir teknir út úr
og sveitahrepparnir skoðaðir
sér, kemur í ljós að í Austur-
Húnavatnssýslu hefur íbúum
sveitanna fækkað um 21 og í allt
hefur íbúum sýslunnar aðeins
fjölgað um tvo. I Vestur-
Húnavatnssýslu er ástandið mun
betra, þar fjölgar í sveitum um
10 og í allt fjölgar íbúum
sýslunnar um 42.
Ibúum í sveitahreppum Norð
urlands vestra hefur því fækkað
á síðasta ári um 33. Ibúum
kjördæmisins hefur hins vegar
fjölgað um 54 séu þéttbýlisstað-
irnir teknir með í reikninginn.
Ibúum kjördæmisins fjölgaði
því um 0.50% og er það heldur
lægra en meðalfjölgun íbúa á
landinu öllu fyrir árið 1984 sem
var 0.94%. Þetta er þó ekki til að
örvænta yfir. Til samanburðar
má geta þess að íbúum á
Norðurlandi eystra fækkaði, á
Akureyri hefur slíkt t.d. ekki
gerst í áratugi.
Skagafj.sýsia: 1984 1983 Mism
Skefilsstaðahr 58 58 0
Skarðshreppur 119 116 +3
Staðarhreppur 138 134 +4
Seyluhreppur 290 304 H-14
Lýtingsstaðahr 288 291 H-3
Akrahreppur 321 318 +3
Viðvikurhreppur .... 99 99 0
Hólahreppur 170 167 +3
Hofshreppur 170 174 H-4
Hofsós 283 288 h-5
Fellshreppur 43 41 H-2
Haganeshreppur 82 82 0
Holtshreppur 97 103 H-6
Vestur-Húnavatnssýsla:
Staðarhreppur 131 126 +5
Fremri-Torfustaðahr . 100 96 +4
Ytri-Torfustaðahr. ... 261 253 +8
Hvammstangi 648 617 +31
Kirkjuhvolshreppur.. 136 138 +2
Þverárhreppur 115 118 +3
Þorkelshólshreppur .. 190 191 H-l
Austur-Húnavatnssýsla:
Áshreppur 128 123 +5
Sveinsstaðahreppur .. 108 111 +3
Torfalækjarhreppur.. 122 137 h-15
Blönduós 1081 1068 + 13
Svinavatnshreppur... 70 73 +3
Bólstaðarhlíðahr 150 151 h-1
Engihlíðarhreppur ... 102 100 +2
Vindhælishreppur ... 63 64 + 1
Höfðahreppur 663 653 + 10
Skagahreppur 72 77 +5
Heildartölur
1984 1983 Mism
Siglufjörður 1916 1915 + 1
Sauðárkrókur 2355 2324 +31
Skagafjarðarsýsla .... 2258 2280 h-22
A-Húnavatnssýsla ... 2659 2657 +2
V-Húnavatnssýsla ... 1581 1539 +42